Þjóðviljinn - 13.05.1958, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.05.1958, Qupperneq 7
Þriðjudagur 13. maí 1838 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þjóðleikhúsið: Faðirinn eítir AUGUST STRINDBERG Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON Það er ýmsra mál að aldrex hafi baráttu kynjanna, einvígi karls og konu, verið lýst með innfjálgári og snilldarlegri hætti en í „Föðurnum", fræg- asta sjónleik Strindbergs, þess manns sem var djarfastui', víð- feðmastur og fi-jóastur allra skálda hins nýja tíma. Þau sem heyja hið geigvænlega og hatri þrungna einvígi em sænskur riddaraliðsforingi, maður stór- brotinn og gáfaður, en yfir- gangssamur og veiklundaður, og hin grimmlynda, slæga og valdasjúka kona hans með hóp kvenna að. baki sér; og þar er . barizt unz yfir lýkur. Þau deila um ráðin yfir dóttur sinni, þéssi ógæfíxsömu hjón, og kon- an sigrar með djöfullegum ráð- um —1 beitir lygum og undir- ferli, leikur sér að manni sín- Um eins og köttur að mús, skýt- Ur banvænum eituröx-vum í i hjarta honum, rænir hann vit- inu að lokum. Hann er sviftur sjálfsforræði, fóstran hans gamia færir hann í spenni- stakkiixn og hann deyr úr hjartaslagi i örmum hennar. Það er kunnara en fi'á þurfi að segja að efni hins máttuga harmleiks er sótt í æ.vi skálds- ins sjálfs, og einmitt þann þátt sem dýpst og víðtækust áhrif hafði á skáldskap hans, hjóna- band hans og Siri von Essen. Um rnargt eru þeir einn og sami maður, hann og riddara- foringinn, sjálfur þjáðist Strindberg af ofsóknarórum og sjúklegri tortryggni, og yfirráð kvenna, nýtt mæðraveldi, óttað- ist hann framar öliu. Iíann rit- ar sjðnleikinn með eigin blóði, beinir einstæðu og ástx'íðufullu hatri sínu og fyrirlitningu að konunni, heldur fram óskoruðu einveldi mannsins, lítur jafnvel á riddai'aforingjaim sem fyrir- mynd og hálfgert ofurmenni. En viðhorfin hafa mikið breytzt á sjötíu árum, alveldi heimilis- föðurins á sér ekki lengur stoð í iögum. í okkar augum er harðstjórnarspeki og drembi- iæti riddarafóringjans ógeðfelt fyrirbrigði og jafnvel hlægilegt, í annan stað þykir okkur ekk- ert eðlilegra en að móðir vilji nokki'u ráða um framtíð bama sinna. Öldin er önnur, en það sakar í engu söguhetjur Strind- bergs, þær hafa ekki fölnað með árunum, heldur orðið hugtækari og mannlegri. Og þó að „Faðirinn“ sé raunsætt verk og ritað í anda natúralismans á eðlilegu talmáli og fjalli um erjur sænskra hjóna á ofan- verðii nítjándu öld, er það í raun og veru óháð stefnum, hafið yfir stað og stundu. Kjarni þess er sú válega harm- saga sem alstaðar og ætíð gæti gerzt: sálarmorð er framið, saklaus maður drepinn á eitri Lára og riddaraforinginn (Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Valur Gíslason. raun. Hann er hermannlegur maður í útliti og ailri fram- göngu, myndarlegur og mikil- úðlegur, ósvikinn heimilisfaðir af gamla skólanum; og á mikl- ar gáfur hans er éinnig auð- velt að trúa. Og Vaiur skilur til hlitar og sameinar hin and- stæðu einkenni þessa manns, skapgerðarlýsingin bregzt hvergi. Við skynjum glöggt að þessi mikilláti fyrirmaður er smátt og smátt mikilhæfur ekki annað en risi á leii'fótum, maður sem íær ekki hamið j aðra röndina er hann eins og skap sitt og heitar ástriður. stórt úi'ræðalaust bam sem ,,Faðii'inn“ er algilt verk og þarfnast og þi'áir samúð og mikilfenglegt og hliðstætt móðurlega hlýju. Og í-étta stíg- „Óþelló“ og öðrum sorgárleikj- an(ji skortir leikinn ekki, við um Shakespeares og stórskáld- sjáum hvernig tortryggnin læs- anna gi'ísku, og mun æ lifa. jr sjg æ fasfar um sál hans, unz Svo áhrifamikið er leikritið hann brjá,ast með öllu að lok- á hinu íslenzka sviði að segja um' 1 fyrri Wttunúm þræðir má að sýningin sé einn af leikarinn hið örmjóa bil milli merkustu atburðum í sögu$-------------—-------------------- Þjóðleikhússins fram til þessa, viturs manns og vitskefts, liann gengur um. gólf eins og dýr í búri, þjáður á svip, uppstökkui og viðkvæmur, og fær með erviðismunum stjórnað skapi sínu. Hæst nær túlkun Vals í hinum snilldarlega lokaþætti, ó- hugnanlegur vitfirringsglampi brennur í augum hans, reiði- köstin eru átakanleg og .rnátt- vana; og verulega hugstæður er leikurinn þegar þessi kröftug- legi maður lætur um stund sefast af fortölum fóstrunnar og hvílir í skauti hennar eins og barn. — Valur Gíslason á marga sigi'a að baki, en hefur ef til vill aldrei leikið af dýpra innsæi og sannari þrótti en í þetta sinn. Láru hinni miskunnai'lausu eiginkonu er vel borgið í hönd- um Guðbjargar Þorbjarnardótt- nr, og samleikur þeivra Vals með ágætum. Túlkun hennar ei- ismeygilegá hljóðlát. gærld still- ingu og kaldri ró, hún er full- komin andstæða eiginmen>'sins í allri framkomu, og ó<mbrung- in barátta þeirra þe'm mun sterkari og áhrifameiri T-Tén er glæsileg kotia os frí* sýnum sem vera ber. oft bvr f!agð undir fögru skinni. Ú- lifandi og skýrum svipbriaðum ^pnnar má mikið leca, ekki síður en orðunum sjálfum — he+\>>- og yfirlæti, lævísi.o" hræcr,í vilja- þrek og harðýðgi. Við fmnum pð i þriósTi hoccnrar 1,1 e'egu, tíaulegu konu l.oea sterkar á- striour og innibyrgt ha*”v. en hún leyfir þeim ekki að ná á sér tökum, hún er sbIV’t,:n og . liðug' eins og naðva. f'" 'björg gerir hlut liinnav alræmdu. eig- inkonu sízt verri e.n vexxta má, leikur hennar er riku>- að mannlegum skilningi, tvaustur. frá gi'unni; Lára er meðot beztu afreka hinnar ágætu leikkomt, og er þá mikið sagt. . Strindberg leggur litla rækt. við aukapersónurnar í leiknum, og er þó fóstran undanskilin. Leikur Arndísar Björnsdóttur er bæði innilegur og ríkur að blæbrigðum, hún er í öllu sönn fóstra og sýnilega rótgróin á heimilinu, lítil og lotin og hvít fyrir hærum, og lýsir ágæta vel bragðvísi gömlu konunnar og þóttafullri guðstrú. Hún er eðlileg og sönn er hún færir riddaraforingjann í spennistakk- inn, hið mikilsverða atriði varð mjög átakanlegt í meðförum leikendanna. Með örfáum drátt- um dregur Haraldur Björns- Framhald á 10. síðu. og stórt spor stigið í rétta átt. Hér veldur miklu vand- virkni og glöggskyggni stjórn- andans, Lárusar Pálssonar, hann skilur persónur og atvik hárréttum skilningi að mínu viti, skynjar rétt hrynjandi verksins. Sterkur hugblær er yfir leiknum öllum, samleikur með ágætum og spennan hvergi rofin, á sviðinu ríkir innibyrgt hatur sem brýzt áður en varir út í ljósan loga, og vel nýtur sín hið beizka tvísæja háð skáldsins, bæði í athöínum og orðsvörum. En mest er um það vert að þeim leikendum eru hlutverkin falin sem fær eru um að bera leikinn fram til sigurs. Valur Gíslason leikur hið stórbrotna hlutverk riddarafoi'- ingjans afburðavel, er jafn- sannur og traustur í sjón og Læknirinn og riddaraforinginn. (Jón Aðils og Valur Gíslason). Síðastliðið föstudagskvöld, frumsýndi Leikfélag Aki'aness „Kjarnorku og kvenhylli“, — gamanleik í fjórum þáttum eftir Agnar Þórðarson. Þor- leifur Bjarnason námsstjóri hefur leikstjórn á hendi og hefur honum hér tekist mjög vel, enda gamalkunnur leikari og því engin viðvaningur. Leiknum er skilað með þeirri prýði, að Leikfélagið hefur eftilvill aldrei boðið upo á jafnfágaðan og heilsteypt- an leik. Efnisval hefur tekizt vel og leikendur skila hlut- verkum sínum með ágætum. Leiktjöld hefur málað Lár- ns Árnason af mikitli smekk- Frá sýningu Leikfélags Akraness á Kjarnorku og kvenhylli. vísi og glæsilegur blær hvílir yfir allri sýningunni. Alþingismanninn leikur Þor- _ , _ „ ,, r gils Stefánsson. Mjög fágaður f HIH^ IFlllllSyiL" leikur, tilgerðarlaus, veit ekki sjálfur, að hann er að leika, framsögn eðlileg og látlaus, hyergi of eða van, minnir á Þorstein Ö. Karítas konu hans, leikur B.jarnfríður Leósdóttir. Að- sóosmikil alþingismannskona, heldur fullri spexmu gegnum stvkkið og áhorfendur hljóta að veita ’henni athygli, -t- mjög góð tilþrif, — alltaf fullt að gera. Man of mikið eftir áhorfendum. Sigrúnu, dóttur þeirra hióna leikur Sjgurbjörg Halldórsdóttir. Er þetta í fyrsta skinti.. sem hún kemur fram hjá Leikfélaginu. Hiklaus og önxgg. Sigmund bonda-, leikur.Þorleifur Bjarna- kou af sérst“kum áhuga fyr- ir kynlegum kv’Stum, enda tekur hann mikið i nefið — kannske fullmikið. Hættir til að ,,sólóa“. 5r Kjstrnorku og kvesiliylli Dr. Alfreð leikur Halldór H. Backmann. Ekki nægilega öruggur af heimsborgara að vera, en ýmislegt vel gert. Valdimar stjórnmálaleið- toga leikur Ilans Jörgensson og fatast hvergi n'st- andi háð. Eftirminnileg persóna, — öruggur á sviði. Elías sjómann leikur Bjarni AðaJsteinsson. Miög sennileg „týpa“. Hefðai'frúna Addí, Kamillu og Gunnu leika hær Helga fvarsdóttir, Þóra Hjart- ar og Þórunn B.iarnadóttir, en vinnukonuna Ragnhildi Theó- dórsdóttur og þekkia vel hlut- verk. Sennilega mjög hógvær saumaklúbbur, —- smá lægð í leiknum. Bóas þingvörð léikur Þórð- ur Hjálmsson. Hefur næman smekk fyrir „kómíkk“ og verkar vel á áhorfendur. Prófessorinn leikur Sigu ð- ur Bjarnason, alveg eins og prófessor, — en blaðsölu- drenginn Björn Þorleifsson og vinnur vel fyrir séf. var að verða búin með blöðin. Leiknum var mjög vel tek- ið og fengu leikendur óspart lof í lófa. Sýningum hér er að liúka. þar sem áðsókn hef- ur verið fremur lítil, en fyrir- hugað er, að sýna leikinn ut- an Akraness fljótlega. Eftil- vill verður ein sýmng enn. Formaður Leikfélags Akra- ness er Þórður Hjálmsson. Akranesi 10. maí 1958, Ilalldór Þorsteinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.