Þjóðviljinn - 15.05.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1958, Blaðsíða 12
Uppreis getur leitt til arastyrjaldar „Velferðarnefndin,, í Algeirsborg virðist þó liafa orðið að slaka til, en íhaldsöflin í heimalandinu undiibúa fasistíska einræðisstjórn Upnreisn frönsku hershöfðingjanná í Alsír getur haft örlagaríkar afleið- ingar, og bað voru ekki orðin tóm þegar Pierre Pflimlin, forsætisráðherra hinnar nýju frönsku stjórnar sagði í gær að Frakkland stæði nú á barmi borgarastyrjaldar. Enda þótt fréttir sem bárust seint í gærkvöld bendi til þess að uppreisn- armönnum, Massu hershöfðingja og félögum hans, hafi. orðið minna ágengt en þeir höfðu gert sér vonir um, og jafnvel nokkrar horfur á að sættir geti tekizt, a.m.k. um stundarsaktr, með þeim og stjórnarvöldunum í París, er hættan langt frá því um garð gengin. Þessar síðustu fréttir frá Al-, reglu og pað hefði tekizt áii sír voru þær að Salan, yfirmað- ur alls herafla Frakka þar, sem hin nýmyndaða stjóm Pflimlins hefði falið að halda uppi röð og reglu, væri nú að taka taum- ana i sínar hendur. Massu, yfirmaður fallhlífar- hersveitanna í Algeirsborg og formaður „velferðarnefndar“ tippreisnarmanna, var sagður bafa viðurkennt Salan sem seðsta valdamann liersins og horgaralegTíi stjórnarvalda í Alsír. ■Massu sagði blaðamönnum í gærkyöld að „velferðarnefndin“ myndi engar fyrirskipanir gefa. Hún vildi aðeins tryggja að raddir franskra borgara í Al- eír 'heyrðust. Hann hefði tekið eæti í nefndinni í þeim til- blóðsúthellinga. Fréttaritari brezka útvárps- ins sagði viðurkennt - i París að Massu hefði verið hógvær í þessari yfirlýsingu sinni. Aug- ljóst sé að honum hafi mis- tekizt það sem fjnrst og fremst vakti fyrir honum: að koma í veg fyrir að Pflimlin yrði fyrif vali þingsins sem forsætisráð- herra. F\Tstu lotu er lokið, sagði fréttaritarinn, en sú næsta í þann veg að hefjast. Pflimlin hlaut traust Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, stofnuðu hershöfð- ingjarnir í Alsír til uppreisnar sinnar og settu á laggimar hina svonefndu „velferðar- nefnd“ í Algeirsborg í fj'rra- gangi einum að koma á röð og kvöld, þegar franska þingið Fylgi Frakkar erfðavenju verður barizt á götunum — Fylgi Frakkar, og þó sér í lagi Parísarbúar, erfða- venjum. sínum, mun koma til alvárlegra átaka á götum úti, sagði Thomas Cadet, fréttaritari brezka útvaipsins í París, síödegis í gær. Hann hóf mál sitt með þvi allar þessar málaflækjur liafi að segja að enginn vissi fyrir Víst 'hvað hefði gerzt né hvað væri að gerast í Alsír. Allir vissu að sjálfsögðu um þá staðreynd að Massu hershöfð- ingi hefði sett á laggirnar ,,velferðarnefnd“ og tekið völd úr höndum borgaralegra yfir- valda, en það væri t. d. langt frá þvi að vitað væri með nokk- urri vissu um afstöðu Salans, yfirhershöfðingja Frakka í Al- sír, og er að því vikið á öðrum Stað hér á síðunni. „Enda þótt fréttir frá Al- sír“, sagði Cadet, „séu tekn- ar að bera með sér að „vel- ferðamefr j'in“ viti ekki al- tmennilega hvað hún eigi næst að taka til bragðs, þá er margt sem bendir til þess að hinni nýju ríkisstjórn sé alls ekki *njög í mun að láta skerast í odda milli sin og hersins. iÞað er ekki að furða þótt gert mönnurh hér erfitt fyrir að vita hvað þeir eigi að gera og hvemig þeir eigi að bregð- ast við. En það er staðreynd að herinn hefur sett sig upp á móti liinum borgaralegu yfir- völdum, svo að fyrir slíku em engin fordæmi, og það getur ekki iiðið á löngu þar til af- staða manna í jafnmikilvægu máli tekur að skýrast. Aðeins reynslan ein getur sýnt hvernig sú afstaða kemur í ljós, en ekki getur farið hjá alvarlegum átökum á götum úti, ef Frakkar, og þá eibk- um Parísarbúar, fylgja erfða- venjum sínum. Ef til vill verð- ur verkfallsvopninu beitt á einhvern hátt. Eitt er víst að hvernig sem út lítur við fyrstu sýn, er loft hér lævi blandið.“ De Gaulle í Parjs „En meðan. þesSu hefur far- Framhald á 5. síðu. ÞföoyiuiNBi Fimmtudagur 15. maí 1958 — 23. árganjgur — 109. tölublað ræddi um stjóraarmyndun Pfimlins og stefnuskrá hans. Frariskir landnemar í 'Algéirs- borg og íhaldsöfl í París höfðu þá staðið fyrir óeirðum allan dáginn, og j'firlýstur tilgangur þeirra var að hindra stjórnar- myndun Pflimlins. Dað tókst ekki. Um 260 þingmenn flokks liáns sjálfs,- MRP, radikala og annarra mið- flokka og sósíaldemókratar greiddu honum atkvæði, en mikill meirihluti íhaldsmanna var í hópi þeirra 129 spm greiddu atkvæði gegn honum. Það sem haggamuninn reið yar að um 150 þingmenn kommún- ista sátu hjá við atkvæða*- greiðsluna. ! Barizt til sigurs Höfuðkrafa uppreisnarmanna var að mynduð yrði í París „þjóðbjargarstjóra“, sem tryggði það að barizt yrði í Alsír þar til fullur sigur hefði verið unninn á þjóðfrelsishrej'f- ingu Serkja. Ekkert hendir til þess að uppreisnarmenn hafi falllið frá þeirri kröfu. Hiris vegar flýtti Pflimlin sér að lýsa yfir þegar á þingi í fyrra- kv"'ld, og ítrekaði hvað eftir annað í gær, að stjóm hans myndi ekki láta Alsír sigla sinn sjó. Þjóðin myndi hins vegár beðin um að færa nýjar fórnir til að tryggja signr í stríðinu. „Eg lýsi því hátíðlega yfir“, sagði Pflimlin, „að ríkisstjóm- in mun aidrei leyfa að högqrvið sé á. böndin sem tengja Alsír og Frakkland“. Þessa.ri og öðrum ræðum Pflimlins var útvarpað svo að Framhald á 5. síðu. megm er Margt af því sem gerzt hefur í Alsír síðasta hálfan anman sólarhringinn er enn óljóst, en fátt veldur mönn- um jafnmiklum heilabrotum og hver sé raunveruleg af- staða Salans, yfirhershöfðingja Frakka í Alsír, til „vel- feröamefndarinnar:“ Af fyrstu fregnum af upp- reisn hershöfðingjanna sem Mrtar voru. hér í blaðinu í gær mátti ráða að Salan hefði frá upphafi haft hönd í bagga með myndun „velferðamefnd- arinnar“. 1 öðrum fréttum sem aíðar bárust var sagt að hann 'hefði lýst yfir þegar hún hafði Salan verið stofnuð að hann hefði „tekið örlög Alsír í sínar hend- nr“ í samvininu við Massu og nefnd hans. En síðdegis i gær gaf hin nýmyndaða stjóm Pflimlins út tilkynningu þar sem sagt var að1 hún hefði fálið Saian að sjá um að haldið væri uppi röð og reglu í Alsír og lif og éignir mánna vemdaðar. Sagt vár að hann hefði þegar sent stjórninni fyrstu skýrslu sína,. Massu Fi-éttaritari brezka útvarpssins í París taldi líklegast að Salan hefði reynt að fara bil beggja, Framhald á 11. síðu; An koimnúnista ekki hægt að sigra íhaldsöflin — Gera má ráö 'fyrir aö franska stjómin sé ekki fær um aö vega bemt aö íhaldsöflunum, fyrrverandi gaullist- um og evrópskum Alsirmönnum, nema hún njóti til þess stuðnings kommúnista, *bagöl fréttamaður brezka út- varpsins, Edward Ashcroft, þegár hann ræddi í gær um atburöina í Alsír og Frakklandi. i Hann lióf mál sitt á að rekja þelztu atriði þeirrar öru þró- úriar pg rni'klu tíðinda sem Sósíaldemókratar ákveða að ganga í stjórn Pflimlins Þær fréttir bárust seint i gærkvöldi að þingflokkur franskra sósíaldemókrala kefði ákveðið að bjóða Pflim- lin að taka þátt í stjóm lians, sem þeir höfðu stutt til valda. Talið er víst að Pflimlin muni taka boðinu. AFP segir að luutn liafi þe,gar boðið^MoHét, leiðtóga þeirra, embætti varaí'orsætisráðherra, em Keuter nefnir tvo aðra: Lacoste, sem taki aftur við embætti Alsír- málaráðherra og J tiles Moeh, sem verði innanríkisráð- herra. I»á hefur frétzt að Pflunliu liafi reynt að fá Pinay, leiðtoga íhaldsmanna, til að gauga í stjórniua, og hafi hann lýst sig fásam til jþess svo fremii sem Georges Bidault fái eiiuiig ráðherraeinbætti. þar hafa orðið síðasta sólar- hring. Hann benti á að upp- reisn hershöfðingjanna hefði hafizt í þaim mund sem Pflim- lin, leiðtogi kaþólska flokksins, MRP, var að fara. fram á traust þingsins. Mikill meirihluti í- haldsþingmanna greiddi . at- kvæði á móti honum, og stjórn hans fékk aðeins meirihluta vegna þess, að kommúnistar, langstærsti flokkur þingsins með um 150 þingsæti, sátu hjá. Ríkisstjórnin situr því af þeirra náð, hvort sem Pfimlin líkar betur eða verr. Ashcroft virtist ekki sam- mála Cadet um að „velferðar- nefnd“ hershöfðingjanna vissi ekki hvað kún nú ætti til bragðs að taka. Hann kvað þvert á móti mega ráða það af síðustu fréttum frá Ajlsír að henni jykist sjálftraust og hún yrði stöðugri í sessi. Hins vegar væri erfitt að koma auga Framhald á 5 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.