Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 1
þlÓÐVIUINN Laugardagur 17. maí 1958 — 23. árgangur — 110 tölublað Spútnik 3 kominn á loft! Sjá 12. síðu Framsókn verður oð Eáfo af tillitsleysinu til krafna verkalýðshreyfingarinnar VerkalýSshreyfingin og verkalýSsflokkarnir eru jbað vald sem vinstri sfjórni iaridinu verSur a8 bygg]asf á Það sem misheppnaðist fyrir 24 árum, er Framsóknar- flokkurinn myndaði fyrstu vinstri stjórn á íslandi með Alþýðuflokknum, höfum við tækifæri til að láta takast núna, ef við erum menn til að stjórna málum okkar hér innanlands þartnig að við siglum framhjá þeim skerjum, sem þá var strandað á, en þau sker voru skiln- ingsleysi Pramsóknar á nauðsyn heildarstjórnar á þjóö- arbúskapnum og tillitsleysi til þeirra krafna sem verk- lýðshreyfingin og Alþýðuflokkurinn gerðu. Á þessa leið mælti Einar Ol- geirsson í hinni snjöllu ræðu sinni á fundi neðri deildar Al- þingis sl. miðvikudag, en útdrátt- ur úr fyrra kafla ræðunhar birt- ist hér í blaðinu á uppstigning- ardag. Aðstaðan þá og nú Einar hafði gert að umtalsefni þá höfuðkröfu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar við stjórnarmyndunina 1934, ,að hér yrði • tekin upp heildarstjórn á þjóðarbúinu eða áætlunarbú- skapur. Hann vék að þeim miklu erfiðleikum er sú stjórn stóð' frammi fyrir og rakti hvernig kreppan í auðvaldsheiminum og atvinnuleysið varð þess valdandi >að stjórn hinna vinnandi stétta, eiris og hún var.þá kölluð, beið að lokum skipbrot. Sú stjórn haffti ekki þá aðstöðu sean ríldsstjórhin hefur í clagr, sagði Einar, að geta siglt fram hjá allri kreppu vegna þeirra markaða, sem fengizt hafa, fyrst og frenist í sósíal- istískum löndum, og tryggja að íslendingar geta haldið á- fram að auka sína fiskfram- leiðslu án þess að þurfa að óttast kreppu eða irarkaðs- vándr'æði. Læra ber af r.eynslunni Menn eiga að Jæra aí' þe''rri sögu sem þá gerðist. Framsókn- arflokkurinn þarf að læra að taka tiJIit tíl þairra vcrkaiýðs- flokka, sem hann stárfar með. jafnve) þó að honum finnist að þeir sé.u með kröf'ur sem ekki séu að hans skapi. Síðan minnti Einar á úttekt þá sem hún lét eera á ísierizku þjóð- arbúi, beztu út-tekfina sem enn er til um íslenzkt þjóðskipulag og íslenzkt þjóðarbú. Sagði ræðu- maður að Framsóknarflokkur- inn yrði að skil.ja að það er verkalýðshreyfingin og verka- lýðsflokkarnir sem «ru það vaid í er vinstri stjórn verður að byggjast á. Tímabil fyrirhyggju- leysis og hirðuleysis Einar drap þessu næst á til- raun verkalýðsflokkanna til stjórnarmyndunar í landinu 1944, þá með Sjálfstæðisflokkn- um, minnti á að þau tæki sem þá voru útveguð til gjaldeyris- öflunar eru þau sem enn standa undir gjaldeyrisöfluninni á fs- landi fyrst og fremst, þjóðin byggi enn í dag á þeirri nýsköp- un sem þá fór fram. Síðan tók við tímabilíft 1949—1956, sem einkenndist af fyrirhyggjuleysi og hirðu- leysi um stoftir þjóðfélagsins og Iöngum muQ ininnst af því, að enginn togari var þá keyptur í átta ár en 5000 bíl- ar. Þeir efnahagserfiðleikar sem við eiguni vift að glíma í dag stafa af vaimekslu þessa sjö ára tíniabils og eigi aft gera upp sakirnar vift ein- hverja fyrir þaft hvernig kom- ift er nú þá er þaft viftí þá sem réðu stefnu þjóðarinnar á þessum tíma. Einar gerði síðan að umtals- Framhald á 8. síðu. Fr&kklantt Myndin er tekin á aðalstræti Parísarborgar, Champs EI- ysees, á niiðvikudaginn þeg- ar óeirðir hófust þar. Hóp- ar öfgamanna úr íhaldssani-* tökum fóruum göturnar og kröfðust tess að koiniö yrðí í veg fyrir stjórnarniyndun Pflimlins. Ýtarlegar fréttir. af síðustu atburðum í Frakk^ landi og Alsír eru á 12. síðu. Öllum brögðum beitt til að reynci að knýa fram undanhald í landhelgismálum Brezk blöS segja oð Brefar, Vesfurþjö3ver]ar, Frakkar og Bandarlkjamenn leggisf nú á eiff ] Brezku blöðin skýra frá því þessa dagana að geysilegt kapp sé nú lagl á að reyna að fá íslenzka stjórnmálamenn til undanhalds í landhelgismálinu, og virðast blöðin aera sér vonir um að þær tilraun- ir beri einhvern árangur. The Daily Teiegraph" m.a. 12. maí s.i. ,,Rikisstjórnir Bretlapds, Bandaríkja'.ma og Vesturþýzka- 'ands leggja nú mjög fast að íslénzku rikisstjórninni urrj sð sfækka iandhelgina ekki úr 4 mílum í 12. Úrs'itin kunna að birtast í þessari viku. ísiendins- ar höí'ðu ætlað sér að tilkynria í þessari viku að þeir myndu stækka landheigina einhliða upp í 12 mílur, eí'tir að engin niður- staða i'ékkst um iandheigismái- in á ráðstefnunni um réttarregi- ur á hafinu í Genf fyrir skömmu. Kristinn Guðmundsson ambassa- dor íslands í Lundúnum ræddi við utanríkisráðuneytið í síð- ustu viku". Þvi næst ræddi blaðið að Bretar vildú láta halda þrengri ráðstefnu um málið á segirTvegum Efnahagssamvinnustofn- unar Evrópu en „íslendingar hafa ekki látið í ljós neinn sér- stakan áhuga á þvi, og það því fremúr sem. samsteypustjórnin styðst að verulegu leyti v}ð Al- þýðubandalagið, kommúnistana. I>að eru þeir sem knýja á stjórn- ina um að stækka landhelgina". Banclarískar ,,miðl- . unartillögur" Því Tiæst segir blaðið að Bandaríkin séu að reyna að ,,miðla málum" og ef íslending- ar fallist - ekki á nýja ráðst'efnu séu aðrar tillögur uppi um að leysa deiluna: „Ein tilLagan er um það að tek- ið verði upp miklu nánara sam- band, efnahagslegt og tæknilegt, milii fiskiðnaðar beggja þ,ióð- anna, og verði það ef til vill tengt rannsókn á ástandi upp- eidissvæðanna. Einnig eru möguieikar á því að vekja upp tillögu Bandaríkj- anna í Genf. Samkvæmt henni myndu ísiendingar stækka land- helgina upp í 12 rriílur en leyfa löndum sem stundað hefðu veið- ar í fimm ár að halda þeim veið^ um áfram inn að sex milnai mörkum". Talaði Dulles samt viá Guðmund ? Sama dag birti Manchestesl Guardian skeyti frá fréttaritaral Framhald á 2. síðu. Krafa bæjarsíjórnar Húsavíkur: 12 inilita í iskveiAitakniörk Húsavík. Frá fréttaritera Þjóðviljans. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur nýlega samþykkt' eftir- farandi ályktun um landhelgismálið: „Bæjárstjórn Húsavíkur leyfir sér hérmeð að skora á háttvirta ríkisstjóm að hún fært nú þegar «t fiskveiði- takmörkin, ekki nriinm en 12 mílur frá yztu annnesjum, jafnframt Iokun a.llra f,jaröa og flóa. Bæjarstjérn Húsavíkur vill ennfremur benda á hversu lífsnauðsynlegt þaíí er a5 Hna fiskveiðitakiriarkanna, fyrir Norðurlandl verði dregin frá Horní norðan Grínrs- eyjar fyrir Rifstanga/'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.