Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 1
Spútnik 3 kominn á loft! Sjá 12. síðu Framsókn verður oð láta aí tillitsleysinu til krafna verka lýðshreyf i ngarinnar VerkalýSshreyfingin og verkalýSsflokkarnir eru jbað vald sem vinstri stjórn i landinu verSur aS byggjast á Þaff sem misheppnaffist fyrír 24 árum, er Framsóknar- flokkurinn mjmdaffi fyrstu vinstrí stjóm á íslandi með Alþyöuflokknum, höfum viff tækifæri til að Iáta takast núna, ef við ermn menn til að stjórna málum okkar hér innanlands þannig að við sig'lum framhjá þeim skerjum, sem þá var strandað á, en þau sker voru skiln- ingsleysi Framsóknar á nauðsyn heildarstjómar á þjóð- arbúskapnum og tillitsleysi til þeirra krafna sem verk- lýffshreyfingin og Alþýffuflokkurinn gerðu. Á þessa leið mælti Einar Ol- geirsson í hinni snjöllu ræðu sinni á fundi neðri deildar Al- þingis sl. miðvikudag, en útdrátt- ur úr fyrra kafla ræðunnar birt- ist hér í blaðinu á uppstigning- ardag. Aðstaðan þá og nú Einar hafði gert að umtalsefni þá höfuðkröfu AJþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar við stjórnarmyndunina 1934, ,að hér yrði • tekin upp heildarstjórn á Þjóðarbúinu eða áætlunai’bú- skapur. Hann vék að þeim miklu erfiðleikum er sú stjórn stóð frammi fyrir og rakti hvernig kreppan í auðvaldsheiminum og atvinnuleysið varð þess valdandi >að stjórn hinna vinnandi stétta, eins og hún var.þá kölluð, beið raun verkalýðsflokkanna til stjórnarmyndunar í landinu 1944, þá með Sjálfstæðisflokkn- um, minnti á að þau tæki sem þá voru útveguð til gjaldeyris- öflunar eru þau sem enn standa undir gjaldeyrisöfluninni á ís- landi fyrst og fi’emst, þjóðin byggi enn í dag á þeirri nýsköp- un sem þá fór fram. Siðan tók við tímabiiið 19.43—1956, sem einkennóist af fyrirhyggjuleysi og hirðu- ieysi um stoðir þjóðfélagsins og löngum nuuii niijtnst af því, að enginn togari var þá keyptur í átta ár en 5000 bíl- ar. Þeir efnahagserfiðleikar scm við eigum við að glíma í dag stafa af vanrækslu þessa sjö ára tímabils og eigi að gera upp sakirnar við ein- hverja. fyrir það hvernig kom- ið er nú þá er það við! þá sem réðu stefnu þjóðarinnar á þessum tíma. Einar gerði síðan að umtals- Framhald á 8. síðu. Frakkláitil Myndin er tekin á aðalstrveti Parísarborgar, Chamj»s Bl- ysees, á niiðvikudaginn þeg- ar óeirðir liófust þar. Hóp- ar öfgamanna úr íhaldssam- tökum fóruum göturnar og kröfðust j’ess að komið yrði í veg’ fyrir stjórnarmyndun Pflimiins. Ýtarlegar fréttir af síðustu atburðum í Frakk- landi og Alsír eru á 12. síðu. að lokum skipbrot. Sú stjórn hafði ekki þá aðstöðu sem i’íkisst.ióinin hefur í dag, sagði Einar, að geta siglt fram hjá allri kreppu vegna þeirra markaða, sem fengizt hafa, fyrst og fremst í sósíal- istísknm löndum, og tryggja að íslendingar geta haldið á- fram að auka sína fiskfrain- leiðslu án þess að þurfa að óttast kreppu eða markaðs- vandræði. Læra ber af reynslunni Menn eiga að læra af þe:rri sögu sem þá gerðist. Framsókn- arflokkurinn þarf að læra að taka tiilit ti! þsirra verkalýðs- flokka, sem hann staifar með, jafnve) þó að honum filinist að þeir sé.u með kröfur sem ekki séu að hans skapi. Síðan minnti Einar á últekt þá sem hún lét eera á ísienzku þjóð- arbúi, beztu úttekti.na sem enn er til um íslenzkt þjóðskipuiag og íslenzkt þjóðarbú. Sagði ræðu- maður að Framsóknarfiokkur- inn yrði að skil.ja að það er verkaiýðsbreyfingin og verka- lýðsflokkarnir sem -erii það vaíd er vinstri stjórn verður að býggjast á. Tímabil fyrirhyggju- leysis og hirðuleysis Einar drap þessu næst á til- Ollum brögðum beitt til að reyncs að knýa fram undonhold í Kandhelgismálum Brezk blöS segja aS Bretar, VesturþjóSverjar, Frakkar og Bandarikjamenn leggisf nú á eitf Brezku blöðin skýra irá því þessa dagana að geysilegt kapp sé nú lagt á að reyna að íá íslenzka stjórnmálamenn til undanhalds í landhelgismálinu, og virðast blöðin aera sér vonir um að þær tilraun- ir beri einhvern árangur. The Daily Telegraph" segir' m.a. 12. maí s.i. „R.íkisstjórnir Bretlands, Bandaríkja.ma og Vestúrþýzka- 'ands leggja nú mjog fast að íslenzku rikisstjórninni um að stækka iandhelgina ekki úr 4 mílum i 12. Úrs’itin kunna . að birtast í þessari viku. íslending- ar höfðu ætlað sér að tilkýnna í þessari viku að þeir myndu slækka landhelgina einhliða upp í 12 mílur, eftir að engin niður- staða fékkst um iandhelgismál- in á ráðstefnunni um réttarregl- ur á hafinu í Genf fyrir skömmu. Kristinn Guðmundsson ambassa- dor íslands i Lundúnum ræddi við utanríkisráðuneytið í síð- ustu viku“. Því næst ræddi blaðið að Bretar vildu láta halda þrengri í’áðstefnu um málið á vegum Efnahagssamvinnustofn- unar Evrópu en „íslendingar hafa ekki iátið í ljós neinn sér- stakan áhuga á þvi, og það því fremúr sem samsteypustjórnin styðst að verulegu leyti við Al- þýðubandalagið, kommúnistana. Það eru þeir sem knýja á stjói’n- ina um að stækka landhelgina". Banclarískar unartillögur'1 Því næst segir biaðið að Bandaríkin séu að reyna að „miðia máium“ og ef íslending- ar fallist ekki á nýja ráðsíefnu séu aðrar tillögur uppi um að leysa deiluna: „Ein tillagan er um það að tek- ið verði upp miklu nánara sam- band, efnahagslegt og tæknilegt, mihi fiskiðnaðar beggja þjóð- anna, og verði það ef til vill tengt rannsókn á ástandi upp- eldissvæðanna. Einnig eru möguleikar á þvi að vekja upp tillögu Bandaríkj- anna í Genf. Samkvæmt henni myndu íslendingar stækka iand- helgina upp í 12 milur en leyfa löndum sem stundað hefðu veið- I ar í fimm ár að halda þeim veiðÞ um áfram inn að sex mílnai mörkum“. Talaði Dulles samt við Guðmund? Sama dag birti Manehesten Guardian skeyti frá fréttaritarai Fi’amhaid á 2. síðu. Krafa bæjarstjórnar Húsavíkur: 12 ntiliaa liskveiðitakinörk Húsavík. Fi*4 fréttaritara Þjóðviljans. Bæjarstjórn Húsavíkur hefnr nýlega samþykkt' eftir- farandi ályktun um landhelgismálið: „Bæjarstjórn Húsavíkur leyfir sér hérmeð að skora á háttvirta ríkisstjórn að hún færi nú þegar út fiskveiði- takmörkin, ekki miirna en 12 mílur frá yietu annnesjum, jafnframt lokxux allra fjarða og flóa. Bæjarstjórn Húsavíkur vill ennfremur benila á hversu lífsnauðsynlegt það er að lína fiskveiðítakmarkanna fyrir Norðurlandi verði dregin frá Iíomi norðaii Gríms- eyjar fyrir Rifstanga.*'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.