Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. inaí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3* Nýl borlnn 25 siniium hrað- virknri en göitilu borarnir voru Kosfar 10 miU). - Bœtir úr brýnni þörf Gufuborinn nýi hefur verið í gangi nokkra daga við Nóatún og hefur borað um 180 m. Hann mun að jafn- aði bora 25 sinnum hraðar en eldri borar sem hér hafa verið notaðir. Meðalafköst til þessa 3,1 m á klst. Getur hann börað á tveim vikum holu sem tók eitt ár að bora, en er þó hlutfallslega lítið ódýrari í rekstri. Verð borsins hingað komins er 10 millj, kr., — en verðmæti hvers sekúndulítra af 80 stiga heitu vatni á -ári er um 100 þús. kr. Gunnar Böðvarsson verkfræð- ingur, framkvæmdastjóri gufu- borananna ræddi í gærmorgun við blaðamenii um bor þennan og rekstur hans, en Rafmagnsveit- Uí ríkisins og Jarðhitadeildin sjá um rekstur hans. Borinn er sam- eigh. ríkis og Reykjavíkurbæjar og stjórn tilnefnd af báðum"aðil- um, formaður hennar er Jakob Gísíason raforkumálastjóri, en aðrir eru Steingrímur Hermanns- son formaður rannsóknarráðs en Steingrímur' JÓMsson' rafmagns- stjóri og Ároi Snsévarr verk- fræðingur frá bænum. — Verk- fræðileg stjórn borsins er í hönd- um Þor.björns Karlssonar. Minnsta gerð olíubora Borinn er af sömu gerð og bor- ar þeir sem notaðir eru við olíuboranir, \ er þetta ' minnsta gerð slíkra bora. Borinn skipt- ist í aðalatriðum í tvo aðal- hluta, sem starfa óháð hvor öðr- um. Annars vegar tækin sem framkvæma sjálfa borunina, hins vegar leðjukerfið, sem hef- ur það hlutverk m.a. að lyfta mylsnunni sem myndast við bor- uninaupp úr holunni. Bortækin sjálf Til borunartækjanna heyra mastrið og vindan o.fl. Mastrið er 30 metra hátt og getur lyft 150 tonna þunga. Vindan er knúin 120 ha. Caterpillar dísil- mótor og getur lyft 600—700 metruní af borstöngum. í sam- bándi við. vindunaog-vindumót- orinn er hjól það sem grípur utah um borstengurnar og snýr sjálfum bornum. Borkrónan er írábrugðin öðrum slíkum er hér hafa verið notaðar. Eru það tahnkrónur: þrjú keilulöguð tennt hjól, sem grípa hvert inn í ahnað þegar bornum er snúið og höggva og mylja bergið^ ¦ Léðjukerfið Leðjukerfið — leðjugeymir og leðjudælur — gegna marghátt- uðu-hlutverki: Leðjan sem dælt er niður gegnum borkrónuna flytúr mylsnuna . upp úr hol- unni, smyr og kælir borkrónuna, styrkir holuveggina o.fl. Þegar upp kemur f er hún gegnum hristisíu en síðan er hún notuð aftur. Dælurnar eru tvær. Aðal- dælan getur dælt allt að 40 lítr- um á sek., mesti þrýstingur er 100 kg/cm2/ er hún knúin 3*50 ha mótor. Sú minni er not- uð' :sem varaleðjudæla, leðju- blönduuardæla og sementsdæla þégar fóðúrpípur eru steyptar fastar í holurnar. Hún dæJir allt að'~'35 ;;sékl., mestur þrýstingur '85 kg/cm2/ knúin 250 ha mót- or.i—Aúk þess fylgja bornum ýmis fleiri tæki m.a. gosvari til að koma í veg fyrir gufu- gos. Kostai' 10—12 millj. kr. Hingað kominn kostar borinn 10 millj. kr. Erlendur kostnáðui 6 millj.. er tekinn var að láni til 5 ára hjá First City National Bank í New York. Öll tæki borsins, önnur en vindan, eru gerð fyrir 1500— 1800 m djúpar holur, vindan er miðuð við 600—700 m holur. Siðar mun keypt önnur vinda þegar þörf krefur. Er það um 2ja milljón kr. viðbót á verði. Ætlaður til nota á gufusvæðunum Fyrst um sinn mun borinn Framhald á 10. síðu. Hitaveituframkvæmdintar í Hlíð- unum eigatveggja ára aímæli í da 1 dag eru liðin 2 ár síðan hitaveitan hóf framkvæmd- ir við Hlíðaveituna. Fyrsta skóflustungan var tekin í Mávahlíðinni 17. maí 1956. Hafði þá staðið yfir margra ára barátta í bæjarstjórninni fyrir því að vatn hitaveit- unnar yrði betur nýtt m.a. með því að ráðast í hitaveitu fyrir hið þéttbýla íbúðarhusaihverfi í Hlíðunum. Ihaldið lýsti því hátíðlega yfir, þegar það loks hafði verið rekið til þessara framkvæmda, að Hlíðaveitan yrði tilbúin fyrir áramótin 1956—1957. Vinnubrögðin við þessar framkvæmdir hafa ihins vegar verið með þeim ódæmum af hálfu stjórnenda hitaveitunnar, að flestum hefur blöskrað. Er heita vatnið enn í dag ókomið í öll hús í hverfinu. Ekkert hefur verið un^ð við verkið síðan á s.l. hausti. Heimæðar eru ólagðar í húsin og dælustöðin er enn í byggingu. Virðist allt benda til að íhaldið þurfi jafn- vel 2 ár í "viðbót til að ljúka verkinu ef dæma á eftir hraðanum fram að þessu. Sleifarlagið við þessaj" nauðsynlegu og f járhagslega ihagstæðu framikvæmdir er gott dæmi um vinnubrögð íhaldsins. Þetta dæmi hafa allir bæjarbúar fyrir augum og þá ekki sízt Hlíðabúar. Þeir hafa á eftirminnilegan hátt fengið að kynnast hraðanum og verkhyggninnji í framkvæmdum hitaveitunnar. Er þetta eitt af mörgum augljósum dæmúm um óstjórhina'á hitaveitunni, óstjórn sem hefur skaðað bæjarbúa og fyrirtækio sjálf^t um stórfelldar fjárhæðir og íhaldið heldur öruggri verndar- hendi yfir. Frumvarp um útf lutnings idð til 2. umræiu Frumvarp ríkisstjórnarinnar um útflutningssjóð o.fl. var til framhalds fyrstu umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Urðu enn miklar umræður úm málið og stóð fundur allan daginn og fram eftir kvöldi, en líkur til að umræðunni lyki í nótt og málinu vísað til 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar. 1 umræðunum í gærdag tók Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- málaráðherra til máls og svar- aði þá m.a. nokkrum atriðum og fyrirspurnum, sem fram höfðu komið í ræðu Ólafs Thórs s.l. miðvikudag. Tekjur útflutningssjóðs og bætur Ólafur spurði m.a. hverjar tekjur útflutningssjóðs væru eftir núverandi kerfi og hverj- ar þær yrðu eftir frumvarpinu. Lúðvík skýrði frá því, að tekj- ur útflutningssjóðs hefðu num- ið skv. núgildandi lögum 508.7 millj. króna, þar af námu tekj- ur af vöruinnflutningi 430.? millj. kr., duldum greiðslum 13 millj. og ýmsar aðrar auka- tekjur 65 millj. Ef tekjur sjóðs- ins skv. frumvarpinu væru reiknaðar á sambærilegan hátt myndu þær nema 752 millj. króna, þannig að tekjuaukning in væri rösklega 240 milljónir. Þá spurði Ólafur Thórs hver væri hækkun útflutningsupp- bótanna. Sjávarútvegsmálaráð- herra svaraði því til að sam- kvæmt núgildandi kerfi næmu bætur 440 millj. kr., en eftir frumvarpinu 732 millj. þ.e. hækkun um 292 millj. kr. Þar af færu um 200 millj. kr. til að mæta yfirfærslugjaldi á rekstr- arvörum framleiðsluatvinnuveg- anna, um 50 millj. vegna kaup- gjaldshækkunar og um 50 millj. sem auknar bætur til nokk- urra þátta sjávarútvegsins (aðallega togaranna). Samkomulag — ekki fonn- legir sajnningar Spurt var ennfremur hver.iar yæru forsendur þess að hækka yrði bæturnar. Ástæðurnar fyr- Frá sétningu ráðstefnn Norræna embættismannasambandsins II raistefii Norræna emkttis- lanaasaibidsms sett í Rvik í gæ Erlendu þátttakendurnir eru um 180 talsins Tplfta ráðstefna Norræna embættismannasambands- insivar sett hér í Reykjavík í gær. Auk fjölmargra ísl- ehzkra embættismanna sækja ráðstefnuna um 180 full- trúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Erlehdu" þátttakendurnir komu lahgflestir til' Reykjavíkur snemma í' gærmorgun með norska farþegaskipinu Meteor og kl. 11 árdegis var ráðsteínan sett d Þjóðleikhúsinu :að við- stöddum Ásgeiri Ásgeirssyni for- seta, sendiherrum Norðurlanda hér á landi, fulltrúum og fleiri gestum. Einar Bjarnason ríkis- í Þjóðleikhúsínu í gærmorgun. (Ljósm. Sigi Ccuðm.) endurskoðandi, formaður fs- landsdeildar Norræna embættis- mannasamþandsins setti ráð- stefnuna með ræðu en síðan fluttu formenn annarra deilda sambandsins, þeirrar dönsku, finnsku, norsku og sænsku, stutt -ávörp. Umræðufundir á ráðstefn- unni munu hefjast árdegis í-dag í hátíðasal Háskólans, en alls stendur ráðstefnan yfir í fjóra -daga.-. ,-. .'.,• i; : ; Þétta er í fyrsta sinn sem Norræna ' emhættismannasam- bandið heldur ráðstefnú eða al- mennan fund hér á landi. ir hækkun bótanna kvað Lúð- vík Jósepsson þessar: Rekstr- arvörur framleiðsluatvinnuveg- anna hækka verulega í verði vegna yfirfærslugjaldsins; rétt þótti að bæta kjör togaraút- gerðarinnar; hækka þurfti bæt- ur vegna síldveiðanna þar eð um verulegt verðfall var að ræða; nokkur hækkun á út- flutningsuppbótunum vegna þess að nú hafa þær verið sam- ræmdar meir en áður; gert rá5 fyrir nokkurri kauphækkun. Ein spurningin var þess efn- is hvort Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna hefði samþýkkt að l' breyta þeim samningi, sem ríkisstjórnin hefði gert vjð .útvegsmenn tim síðustu áramót. Sjávarútvegsmálaráðherra kvað engan formlegan samn- ing hafa verið gerðan um síð- ustu áramót milli ríkisstjórnar- innar og LÍÚ, heldur hefði náðst samkomulag milli þessara aðila á svipaðan hátt og áð- ur. I þessu samkomulagi voru éngin skuldbindandi ákvæði um að engar verðlagsbreytirigar yrðu gerðar á árinu. Ráðherr- ann tók fram, að við togara- útgerðina hefði ekkert sam- komulag verið gert, ekki heldur við síldarútveginn, vetrarver- tíðin væri búin og hefði þar verið stuðzt við samkomulagið sem gert var um áramótin og byggt væri á í frumvarpinu. Það eina sem væri eftir væri sumar- og haustúthald báta á þorskveiðar, en það er mjög lítill hluti af heildarútgerðinni á árinu. 1 ræðu sinni í gær vék Lúð- vík Jósepsson að málflutmngi íhaldsins og þá einkum Ólafs Thórs og lagði að lokum enn áherzlu á að mjrg miklu skipti hvernig til tekst með framkvæmd hinna nýiu lasra, og heildarframleiðslu í landinu. SfarfíS hafiS / neiomörk Þótt vorið hafi verið fagurt hér þá hafa hlýindin látið á sér standa, en nú er spáð hlýnandi veðri, Þrátt fyrir kuldann hafa land- nemarnir í Heiðmörk ekki viíj- al leggja árar í bát. Það var Normannslaget sem reið á váð- ¦ið og hefúr þegar farið fyrs'tu gróðursetningarferðina. —] AKO GES fer sennilega í dag og e.t.v. fleiri félög. Ættu sem flestir að fara að dæmi þeirra. Pállfertvær . Páll Aarason f er í skemmti- ferð rtil Gullfoss og Geysis á morgun. Eru þegar allmargir, þ.á.m. margt útlendinga, ráðn- ir til fararinnar. Farið verður kl. 9 í fyrramálið frá Ferða- skrifstofu Páls Arasönar, Hafn- arstræti 8^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.