Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 4
'&) — ÞJÓBVILJINN — Laugardagur 17. maí 1958 ISLENZK TUNGA 11. þáttur 17. maí 1958 Ritstjóri: Árni Böðvarsson. I I nokkrum undanfarandi þáttum hefur verið rætt um ýmsar hliðar íslenzkrar tungu, en einum þó ekki sinnt sem skyldi: orðaforða málsins. Mál sumra þjóða eru með þeim ósköpum að allur þorri venjulegrar alþýðu kann ekki ritmálið, heldur talar aðeins eina mállýzku, sína eigin, en þær eru þá misjafnar eftir hér- uðum. Þessu líkt er ástandið t. d. hjá frændum okkar í Noregi. Ef þar væri ekki til annað ritmál en hið danskætt- aða bókmál (áður kallað ríkis- mál), væri mikill hluti lands- manna mállaus á ritmálið, t. d. allur þorri manna í Vestur- Noregi, en riú" eiga þeir sér til bjargar annað ritmál, nýnorsku (landsmál). Og ef Norðurlöndin þrjú, Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, hefðu verið sama ríki alla tíð síðan á tímum Kalmarsam- bandsins (um 1400), þegar þau voru sameinuð undir einum þjóðhöfðingja, væri ei.tt og sama ríkismál um þau öll nú. Þá væri mállýzkumunur innan rikisins enn meiri. — Ekkert þessu líkt er til í íslenzku máli; íslenzka er mállýzkulaus ef ekki er annað kallað málýzka en það alþýðumál sem menn tala þegar þeir þurfa sérstak- <an lærdóm til að geta skilið viðurkennt ritmál þjóðar sinn- ar, hvað þá til að geta skrif- .að það sjálfir. Hitt er annað mál :— og það þekkjum við vel sem daglega fáumst við orða- bókarstörf eða þess háttar — að fjöldi orða í íslenzku er að- eins notaður á mjög takmörk-' uðu svæði eða í vissum héruð- um, en kemur fólki annars staðar næsta undarlega fyrir sjónir. Þetta á bæði við orða- far og annað í máli. Þá er.oft gert gys ;að þeim sem talar öðru vísi en þeir sem hann um- gengst. En það er mesti mis- skilningur. Þeir sem verða fyrir slíku að- kasti ættu þá að minnast þess að fágæt orð eru oft merkilegri en hin algengari; þau veita oft mikilvægar upplýsingar um ýmsa þætti tungunnar sem ella væru huldir, og geta auk þess stundum verið lífvænni en önnur orð. Alkunna er það t. d. að góðir rithöfuhdar taka sumir mjög oft upp slík orð í rit sín, veita í þau nýju lífi og hefja þau til vegs að nýju. Meðal íslenzkra rithöfunda hef- ur Halldór Kilján Laxness mjög stundað þetta. Stundum er það svo þegar fólk gerir gys að öðrum vegna málfars þeirra að til slíks kæmi ekki ef menn hefðu kynnzt sömu orðum áður. Og í þessum þáttum hér í blaðinu var' frá upphafi ráðgert að ræða stundum um ákveðin orð sem eru ekki á hverju strái, skýra merkingu þeirra og leit- ast eftir að fá vitnekju um út- breiðslu þeirra eða merkingu. En það er ekki unnt nema til komi mikil samvinna við lesend- ur. Þeir sem fylgzt hafa með íslenzkuþáttum útvarpsins und- anfarið vita þetta. Fyrst í stað verða tekin fyrir orð sem eru fremur sjaldgæf, nema ef til vill í ákveðnum sveitum. Og í þetta sinn verða einkum aust- firzk orð fyrir valinu. Eg veit að sum þessara orða a. m. k. eru útbreiddari en hér er til- greint, eða geta haft aðra merk- ingu, en um það verður að leita til lesenda sem mér eru fróðari. ÖU bréf, stutt og löng, eru vel þegin, og fyrirfram er ekki að vita hvaðan markverðustu heimildirnar kunna að koma. Allar upplýsingar sem sendar eru þessum þætti koma síðar Orðabók Háskólans að gagni. Og þá hefst orðabelgurinn: ambirna er óhagvirk, klaufsk, kona. Ekki þekki ég það úr mínu sunnlenzka máli, en Sig- fús Blöndal hefur það í orða- bók sinni án þess að tilgreina hvaðan það er tekið. Björn M. Ólsen telur það austfirzkt Í4> vasabókum sínum. bjaka, og bjakast.er.einnig í orðabók Blöndals og merkir iað basla við bú, eða sama og að bolioka, Björn M. Ólsen segir þetta verða austfirzku og tekur sem dæmi að setningin „Sá bjakar það" merki sama og „sá býr vel." Sögnin að bolloka merkjr að hokra eða basla við bú. .Bæði Sigfús Blöndal og Björn M. Ólsen telja það aust- f irzku,' en um þetta orð segir Árni Magnússon einhvers stað- ar að það sé „kvikindisorð, brúkanlegt í Rangárvallasýslu". Honum hefur sýnilega þótt það ófagurt. veðja. Allir vita hvað er að veðja um eitthvað, og flestir mundu segja „ég veðjaði við hann, við veðjuðum um það". En einnig er til önnur beyging: ég vaddi við hann, við vöddum um það, og jafnvel með mið- myndarendingu: þeir vöddust um það. Um þetta væri mjög fróðlegt að fá einhvérjar frétt- ir. eyvi: „Það er ekki eyvi eftir¦ í' af því" merkir '= það er ekk:k tætla, ekki ögn, eftir af því.f Sigfús Blöndal hefur þessa? setningu úr Breiðdal (væntan-í lega frá Stefáni Einarssyni):) „Eyvin af ánum fundust árið^ eftir", auk þess sem hann hef-| ur orðasambandið „léttur eins' og eyvi" = léttur eins og fis. I íannakjöt er kjöt af sauðfé sem hefur farið í fönh og.kafn-j að þar, eða af króknuðuJ (Orðabók Blöndals.) gréia, hnífgréla, er ómerki-1 legur hnífur, bredda. ' gagur er sama og öfugsnúinn,' einrænn. Sigf. Bl. tekur dæmi: „Hann er gagur og kemur ekki saman við neinn annan". gouía, kvenkynsorð, er gras- lág eða dæld. Sigf. Bl. telur það bæði vestfirzku og austfirzku, en ekki er mér kunnugt um það annars staðar að. VILHJALMUR S. Vilhjálmsson sagði réttilega í erjndi sínu um daginn og veginn fyrra mánu- dagskvöld,. að verkamaður hér hefði 902,40 krónur á viku. Út- varpsgagnrýnandi Morgun- blaðsins tók þessi ummæli upp og sagði, að verkamaður, sem hann hefði 'talað við, hefði sagzt hafa 11—12 hundruð krónur á viku. Af hverju er þessi mismunur? spurði út- varpsgagnrýnandinn. Þessi spurning sýnir mæta vel ó- kunnugleika og skilningsleysi ýmissa manna á atvinnu- og launamálum verkalýðsins, og er 'leitt til þess að vita, þegar ann- ars mætustu menn verða berir að slikum ókunnugleika. Taxta- kaup Dagsbrúnarverkamanna er núna kr. 18.80 og með 48 stunda vinnuviku gerir það 902.40 á viku. Þetta er einfalt og augljóst mál. Maðurinn, sem útvarpsgagnrýnandi Morgun- blaðsins talaði við, hlýtur því annað hvort að fá hærra tíma- kaup en taxti Ðagsbrúnar er, eða hann vinnur eftirvinnu, þ. e. vinnur meira en 48 stundir á viku. En þegar rætt er um kaup fólks, er auðvitað sjálf- sagt að miða við dagvimiu- kaupið eins og það er sam- kvæmt taxta viðkomandí verk- lýðsfélags eða stéttarfélags. Það er áreiðanlega sjaldgæft, að borgað sé meira en taxtakaup, Vikukaup Dagsbrúnarverkamanna — 48 stunda vinnuvika gerir kr. 902.40. þótt það sé kannski til, og eft- irvinna er heldur ekki almennt unnin, þótt sum fyrirtæki léti \ánna meira en 8 stundir á dag suma tíma ársins. Það er því ekki réttlátt að miða við slíkt, þegar talað er um kaup verkamanna, nema taka það þá sérstaklega fram, ef um eitt- hvað annað er að ræða en venjulega vinnuviku og dag- vinnu —¦ kaup samkvæmt taxta. Eg þekki verkamenn, sem vinna í byggingarvinnu, og þeir hafa oft talsverða eft- irvinnu á sumrin, en i vetur gengu svo aftur sumir þeirra atvinnulausir dögum saman og vikum saman. Og fólk, sem vinnur að fiskverkun í frysti- húsunum vinnur e.t.v. dag og nótt, þegar mikið berst á land af fiski, en svo falla aftur úr hálfir og heilir dagar, þegar engin vinna er hjá því. Á það ber svo að lita, að hjá 'tíma- kaupsfólki fellur úr fjöldi lög- boðinna helgidaga og frídaga; mun óhætt að segja, að helgi- dagar þjóðkirkjunnar, aðrir en sunnudagar, auk annarra frí- daga, geri a.m.k. tvær vikur á ári, sem dragast frá vinnu- viknafjölda tímakaupsfólks. — 1 fyrrnefndu erindj minnir mig, að V. S. V. teldi, að verkamað- urinn mætti halda vel á kaupi sínu til að láta það hrökkva til sómasamlegs framfæris fjöi- skyldu sinnar og víst er það rétt. Kaupmáttur verkamanns- launa eykst á engan hátt við það, að útvarpsgagnrýnandi Morgunblaðsins virðist draga i efa, að þau séu ekki nema 902.40 krónur á viku. Slíkt vit- um við fullvel, sem árum sam- ari höfum unnið rétta og slé.tta 48 stunda vinnuviku, eða því sem næst. Og það er ergilegt, þegar menn geta ekki skilið, að við verðum að láta okkur nægja lögboðið dagvinnutaxta- kaup, heldur vilja ertdilega reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að kaup okkar sé meira en það er. geyfa, kvenkynsorð, er sama og kafald með hægum vindi, eða skafrenningur (fremur skammur), skafbylur eða skaf- mold, eins (,g Vestfirðingar segja. Sunn'lendingar kalla þetta neðanbyl, en það orð þyk- ir Norðlendingum stappa nærrí dónaskap, þó að þeir tali um ofanbyl = snjókomu. haska. Sumir ala um að flýta sér, en það orða. Skaftfellingar gjarna þann veg að segja: „Eg þarf að haska mín (en haska sig er sama og að Ijúka ein- hverju af), við verðum að haska okkur". Þeir segja líka að flýta sín (flýttu þín), þar sem flestir aðrir segja flýta sér. jagla = jagast; „verið þið ekki að jagla þetta". Bréf til þáttarins má senda ritstjóm Þjóðviljans og merkja umslagið „íslenzk tunga". Mjólkurkæling Eftirfarandi tafla sýnir glöggt, hve nauðsynlegt er að kæla mjólk vel, ef koma á í veg fyrir, að gerlar nái að aukast í henni. 1. Sé mjólk kæld niður í 5°C, helz* gerlafjöldinn nokkurn veginn hinn sami fyrstu 12 klst. 2. 1 10 sfága. heitri mjólk fimmfaldast gerla- fjöldinn á 12 klst. 3. í 15 stiga heitri mjólk 15-faldast gerlafjöldinn á 12 klst. 4. ! 20 stiga heitri mjólk 700-faldast gerla, f jöldinn á 12 klst. 5. f 25 stiga heitri mjólk 3000-faldast gerla- f jöldinn á 12 klst. Skulu þvi allir, sem hlut eiga að máli, hvattir til að kæla mjðlkinía vel og jafnframt að verja hana vandlega fyrir sól. Reykjavík 16. maí 1958 MJÖLKUREFTIRIJT RÍKISINS Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 7 og 8. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1958, á hluta í Engihlíð 8, hér í bænum, talin eign Kristján Sigurðssonar, íer- fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík á eigninlni sjálfri, fimmtud|aginn 22. maí 1958, kl. 2.30 síðdegis. BORGARFÓGETINN f REYKJAVÍK Nauðuiigaruppboð sem auglýst var í 13., 14. og -15. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1958, á hluta í Rauðarárstíg 3, hér í bæn- um(> eign Gunnlaugs B. Melsted, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og bæjargjaldOter- anjs í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 23. rn^ii 1938, kl, 2.30 síðdegis. BORGARFÖGETINN f REYKJAVfK Aðalfundur Sölusamband ísl. liskíramleiðenda verður haldinn í Reykjavík, mánudaginn 2. júni 1958. — Da.gskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.