Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagnr 17. maí 1958 \ Sorpritin og Framhald af 7. síðu. hennar, en hitt er þó hafið yfir allan efa, að skáldsaga, sem hefur að geyma heilan kafla af svona lélegu tagi, getur aldrei í heild sinni tal- izt snjallt listaverk (jafnvel þó að sú spurning væri látin 'liggja milli hluta, hvort sorp- rit geti yfirleitt nokkurn tíma verðskuldað nafngiftina lista- verk), enda álit margra vel dómbærra manna, sem lesið hafa söguna alla, að hún sé harðla lítils virði í bókmennta- tilliti, þó svo að kláminu væri sleppt. Og enda þótt ýmsir rithöfundar bæði hér á landi og erlendis hafi látið mikið af listgildi hennar, þá er á- stæða til að ætla, að áróðurs- nauðsyn hafi ráðið eigi litlu þar um, með því að þeim hafi verið útkoma bókarinnar áhugamál af ástæðum óháðum listgildi hennar, auk þess sem ýmsir kunna að hafa talið sér eins konar stéttarskyldu að standa fast með þessum stall- bróður sínpmý ekki sízt með tilliti þess, • að sumir þeirra eru víst ekki alveg sýknir þeirrar saka, er Mykle hefur verið borinn, svo að þeim kann að hafa runnið blóðið til skyldunnar og fundizt jafn- framt í aðra röndina sem þeir væru að taka málstað sjálfra sín, um leið og þeir tóku hans málstað. □ 4nnars er mál þetta þess eðlis, eins og að var vikið í upphafi, að því er ekki mark- aður bás af spurningunni um það, hverja afstöðu menn vilja taka til sérstákrar bókar eins og þessarar eða hvern mæli- kvarða leggja á siðmæti henn- ar og bókmenntagildi, og er því síður en svo, að nokkrum manni sé það siðferðisskylda að vera þaullesinn í Mykle- kláminu til þess að öðlast rétt til að leggja hér orð í belg. Þetta Mykle-mál er sem sé ekki nema aiigi af því al- menna vandamáli, sem um er að ræða og lengi hefur kall- að að, þó að segja megi, að það hafi komizt hér á dag- skrá með sérstökum hætti, um leið og farið var að hugsa til islenzkrar útgáfu títt nefndr- ar bókar, sem ekki er heldur sjálf annað en einstakt dæmi, að vísu líklega eitt hið óhrjá- legasta, um þann illkynjaða 3júkdóm, er smitað hefur tals- verðan hluta af bókmenntum vorra tíma, svo að stundum hafa jafnvel ýmsir annars mætir bókmenntamenn orðið slegnir þeim kvilla í meira eða prentfrelsið minna mæli. Þetta kemur ekki einasta fram í síaukinni klám- hneigð margra rithöfunda, hneigð þeirra til að draga kyn- ferðislífið niður I sorpið og sorann, heldur einnig í auk- inni rækt þeirra við hið ljóta og andstyggilega yfirleitt, allt hið spillta, sauruga, sjúklega ®------------------------— Gufuborinn Framhald af 3. síðu. notaður hér í Reykjavík, en einkum* hefur honum verið ætl- að að bora á stóru jarðgufusvæð- unum í Hengli, Krísuvík og Námafjalli, en ráðagerðir munu uppi um að hann farj, næst til Hveragerðis. Nú fyrst verður í senn æft hið íslenzka starfslið sem reynist vel, og borað fyrir Hitavejtu Reykjavíkur, verður næst borað á Klambratúninu. Við borinn starfar nú einn Bandaríkjamaður, C. V. Henritte að nafni. Hefur hann langa reynslu af borunum víða um heim, m.a. hefur hann borað eft- ir gufu í Nýja Sjálandi; Hefur iiann starfað utan Bandaríkj- anna um 10 ára skeið. — Unnið er í tveim vöktum, frá kl. 6 til 14 oe 14 til 22, en ætlunin er að starfa allan sólarhringinn þegar byrjað verður á gufusvæðun- um. 25 siiunum hraðvirkari en eldri tæki Hin stutta reynsla af bornum lofar góðu. Mestur borhraði hef- ur verið 12 m á klukkustund en og vanskapaða í mannlegu eðli og hvatalífi. Hver sá, sem vill hafa opin augun, hlýtur að sjá og gera sér þess grein, hvílíkur voði allri andlegri menningu hlýtur að standa af þessari þróun. Þetta er það vandamál sem umfram allt ber að ræða, svo og spurning- in um það, hvernig takast megi að stemma stigu við þessum ófögnuði. (Framhald í næsta blaði) minnstur 0,6 m. Alls hefur hann verið í gangi hér 58 klst. og borað um 180 m, meðalhraði því 3.1 m á klst. Borað var ofan í 78 m djúpa holu svo holan er nú orðin 250 m djúp. Fram að þessu hefur borinn borað 25 sinnum hraðar en eldri tæki. Rekstrarkostnaður hans er líka margfaldur kostnaður eldri tækja og mun því ekki verða um stórfellda lækkun á hvern boraðan metra. Holurnar verða nú 250—300 mm víðar en voru með eldri tækjum 110—165 mm. Hin miklu afköst gera kleyft að bora á 2 vikum holu er áður tók eitt ár að bora, og hefur það stórfellda þýðingu. Þjóðhagslega séð er árlegur hreinn hagnaður af hverjum lítra á sekúndu. af 80 stiga heitu vatni sem notað er til húsahitunar um 100 þús. kr. Og heita vatnið kemur að sjálfsögðu miklu fyi'r til nota með svo hraðvirkum bor. Fram að þessu hefur skortur á hentugum bortækjum hindrað eðlilega þróun jarðhitaorkunnar hér á landi, en með tilkomu þessa nýja tækis hefur mikið skref verið stigið til að bæta úr því. Sendisveinn óskast á raforkumálaskrifstofuna, þarf að geta unn- ið fram til næsta vors. Skólanemendur, sem verða í skóla næsta vetur, koma því ekki til greina. Umsækjendur komi til viðtals á raforkumálaskrif- stofuna, Laugavegi 116, mánudaginn 19. maí kl. 10—12 og 1—3. Gullfoss fer. frá Reykjavík í dag, laugar- dag kl. 12 á hádegi til Thorshavn, Leith og Kaupmannahafnar. -— Far- þegar eru beðnir að mæta í tollskýl- inu eigi síðar en kl. 11 f.h. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. f Hvííasunnuferð til Vestmannaeyja með m.s. Esju og Lúðrasveit Reykjavíkur Farið verður frá Reykjavík kl. 14 laugardaginn 23. maí og komið aftur kl. 20 á mánudaginn 26. maí. Búið verður í skipinu og er fyrsta flokks fæði innifalið í fargjaldinu, skemmtanir og dansleikir verða um borð og í landi. Farmiðar seldir í Hljóm- skálanum eftir kl. 13 daglega. Vegna. mikillar eftirspurnar verða farmiðar ekki teknir frá. — Nánari upplýsingar í síma 15033. LÚÐRASVEIT REYKJAllKUR Orðsending frá B.S.F.R. Ibúð í húsinu við Langholtsveg 106 er til sölu. Eignin er byggð á vegum IB.S.F.R. og eiga félags- menn foikaupsrétt lögum samkvæmt. Þeir félags- menn, sem vilja nota forkaupsréttinn, skulu sækja 1 um það skriflega til stjórnar félagsins fyrir 21. þ.m. ! Stjórnim. Orðsending frá B.S.F.R. íbúð við Nökkvavog er til sölu. Eignin er byggð á vegum B.S.F.R. og eiga félagsmenn forkaupsrétt lögum samkvæmt. Þeir félagsmenn, sem vilja nota forkaupsréttinn, skulu sækja um það skriflega til 1 stjómar félagsins fyrir 21. þ.m. ! Stjórnin. ! 5 Opinbert uppboð verður haldið að Fríkirkjuvegi 11, hér í bænum, miðvikudaginn 21. maí n.k. kl. 1,30 e.h. eftir beiðni sakadómarans í Reýkjavík. Seldir verða alls konar óskilamunir, svo sem reið- hjól, fatnaður, töskur, linidarpennar, úr o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldirin þriðjudaginn 20. maí kl. 20.30 í Tjarnarkaffi, uppi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.. t>órður sjóari Það tók ekki langan tíma að kefla og binda Þórð. Síðan héldu þau þrjú inn í skóginn og í áttina til strandar. Þegar þau náðu ströndinni komu þau strax auga á skipið. Þeir félagamár ætluðu varla að trúa sínum eigin augum, að björgunin væri svona skammt undan. Þegar þau höfðu gert vart við sig og fengið svarmerki frá skipinu sagði Sylvia: „Við verðum að bíða þess að dimmi, þvi að varðskipið er á næstu grösum og fylgist með öllu sem gerist. Að lokum féll myrkrið á og þau gátu með naumindum greint, að báti var skotið á flot frá Atlantic. „Nú þurfum við ekki að bíða lerigi“, hvislaði Sylvia. Til licimir leiðic Auglýsið í Þjóðviljanum j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.