Þjóðviljinn - 18.05.1958, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 18.05.1958, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. maí 1958 ----v. Því miður verður að játa að eins og nú er högum háttað, er þjóðfélagið að heita má herskjaldað fyrir ásókn þess- arar menningarmeinsemdar. Allur gangur Mykle-málsins er deginum ljósara dæmi þeirrar staðreyndar, einkum þó sá þátturinn, sem fram. fór í heimalandi þess, Noregi. Eins og þessu Mykle-máli víkur við hér á landi, héfur það sér- stöðu að því leyti, að vitað var fyrir fram, að í ráði væri útgáfa bókar, sem koma myndi til kasta dómstólanna að fjalla um, ef hún kæmist á prent, svo að stjórnarvöldin gátu verið á verði að stemma stigu við því, að henni yrði laumað á bókamarkaðinn, áð- ur en dómstólarnir hefðu kveðið upp sinn úrskurð. En slíku er sjaldnast til að dreifa. Venjulegast er hitt, að sið- spillingarrrit er samið eða þýtt og gefið út, án þess að kæra berist eða dómrrfeólar-tá'ti ' málið til sín taka, og þannig er að staðaidrú aragrúa alls kýns klámrita : og sorpríta mun uppi í sögu bókmennt- anna svo sem dæmi andlegfar menningar á Norðurlöndum á sjötta tug hinnar tvítugustu aldar”). Þar hafa sorprita- höfundar sem sé ennþá nær ótakmarkaðan möguleika til að koma á framfæri andlegri afurð sinni, þrátt fyrir þann varnagla prentfrelsislaganna, sem fyrr er nefndur. Séu þeir lítillátir og láti sér nægja að teljast til venjulegra reyfara- höfunda, þá mega þeir að vísu þola það, að fulltrúar liinna æðri bókmennta fussi við og vil ji sem minst hafa saman við þá að sælda, þó að þeir geti að vísu allt að eínu haft gott upp úr sér við ritmennsk- una. En hafi þeir klókindi til ákvæði prentfrelsislaganna um, að banna megi siðspill- ingarrit með dómi, er fjarri því að vera nokkur trygging þess, að slík rit séu ekki prentuð og þeim dreift út um þjóðfélagið allri siðmenningu til skaða og skemmdar. Hér þarf annað og meira að koma til. Hér þurfa sem sé allir heiðarlegir menn, allir þeir sem annt er um andlegs menningu þjóðarinnar, að sameinast um að þroska með henni heilbrigðara almenn- ingsálit, er kenndi klámrithrf- undum mannasiði, svo að þeir vendust. af slíkri ritmennsku, vegna þess að þeir ættu visa fordæmingu allra sæmilega siðaðra manna og fengju rit- hann í allan sannleika, svo að hann skuli ekki bíða tjón á sálu sinni vegna vanþekkingar í þessum efnum. Og þó að furðu megi sæta, láta margir blekkjast af þessari „frjáls- lyndu“ og ,,róttæku“ stefnu- Mykle Biönt Firanzson: jSorpritio dreift út á meðal almennings bæði hér og erlendis. En komi það fyrir, að hafizt sé handa um lögsókn, eru mest líkindi til, að það gerist ekki fyrr en búið er að selja svo eða svo mikinn hluta af upplagi rits- ins. Elðli málsins er þann veg háttað, a.ð mjög torvelt er að hafa hendur í hári sorprita- höfundar, fyrr en hann er bú- inn að koma fram tilgangi sín- um að miklu eða mestu leyti. Þar við bætist svo hitt, að hann á sér einatt vísan stuðn- ing heils herskara „frjáls- lyndra“ og „róttækra" rithöf- unda og annarra samherja, sem berjast fyrir málstað hans, rétt eins og þeir hefðu hugsjón að verja. Dæmið frá Noregi er hér gleggst til vitn- isburðar. Þar kemur bók Agn- ars Mykle út og selst í háu upplagi (vegna þess að al- men|ningur hafði komizt á snoðir um, að klámrit væri á ferðinni), áður en formleg kæra berst, þrem mánuðum eftir útkomudag. Tveimur mánuðum eftir að kært hafði verið, er málssókn fyrirskipuð, og rúmlega fimm mánuðum þar eftir, það er að segja rúmlega tíu mánuðum eftir- útkomudag, fellur dómur þess efnis, að óseld eintök skuli gerð upptæk. En meðan á málarekstri stendur, rennur bókin út í stríðum straumi. Málareksturinn reynist bezta og áhrifaríkasta auglýsing, sem höfundur og útgefendur hefðu getað óskað sér. Þegar dómur fellur að lokum, er sal- an komin upp ?. 60.000 eintök í Noregi, og lesendaf jöldi þar með orðinn að minnsta kosti 200.000, auk þeirrar sölu, sem þessi auglýsingastarfsemi norskra dómstóla hafði í för með sér í "ðrum löndum, eink- um Danmörku og. Svíþjóð, að cgleymdu Islandi, þar sem bú- ið var að fiytja inn og selja um 2000 eintök af bókinni þegar í október 1957 og tryggja henni þar með um 10.000 íslenzka lesendur, að því er ætla má. Lögreglunni tekst að dómi föllnum að gera upptæk ein 199 eintök bókarinnar. Hér gekk sorpritahöfundur- inn og forlag hans með glæsi- Jegan sigur af hólmi, er lengi OA prentfrelsið að bregða á sig yfirskini skáldmenntar og fagurra lista, þá eru víst engin tak- mörk fyrir því., hvað jafnvel skussar eins og Agnar Mykle geta leyft sér að bera á borð í fullvissu þess, að sjálfur há- aðall bókmenntanna gini við því eins og góðmeti, sem kall- ást þó sorp og sori hjá hin- um. — Það, sem hér hefur ver- ið sagt, sannar, að sízt er þörf að kvarta um skort á prentfrelsi sorpritahöfund- um til handa. En það sannar líka annað, — sem sé það, að *) Og naumt hækkar hagur menningarinnar. Skömmu eft- ir að þetta er ritað, berast fregnir þess efnis, að Hæsti- réttur Noregs hafi dæmt klámskáldið og forleggjara þess með fínu nöfnin sýkna allrar sektar um það að hafa ritað eða látið á þrykk út ganga nokkuð það, er talizt geti ósamboðið sönnu siðlæti og almennu velsæmi. Þar með fylgir að sjálfsögðu endur- greiðsla ríkissjóðs á þeim hluta hagnaðar áf sölu bókar- innar, sem dæmdur var af þeim í undirrétti. Hagnaður höfundar af sölu norsku út- gáfunnar einnar ætti því nú að vera kominn upp í rúm- lega 250.000 norskar krónur og hagnaður forlagsins í rúm- lega 150.000 krónur, ef reikn- að er hlutfallslega eftir t.ölum, sem Jóhannes úr Kötlum birtir í bæklingi sínum. En þetta jafngildir um 570.000 íslenzk- um krónum til höfundar og um 340.000 krónum til for- lagsins. Og nú ætti að fara að færast nýtt líf í kaupskapinn, svo að ekki ætti að líða á löngu, þar til höfundurinn er búinn að hafa að minnsta kosti milljón upp úr umstangi sínu og forlagið þá eftir þvi. Menn lifa svo sem í lýðfrjálsu landi, eða hvað? verk sín hvergi út gefin. Ef engin klámrit og sorprit eru gefin út, þarf ekki heldur að banua þau, og þá þurfa held- ur engir að hafa fyrir því að rísa upp til að mótmæla banni í nafni prentfrelsisins. — SíSari hluti Annars ætti ekki að þurfá að taka það fram, að allt tal um prentfrelsi er marklaust glamur nema þetta prentfi’elsi sé skoðað í Ijósi þeirrar á- byrgðar, sem það leggur rit- höfundum á herðar um bók- menntalegt siðgæði. o Eflaust hafa margir spurt sjálfa sig þeirrar spu'mingar, hverju það megi sæta, að sorp- rit á borð við „Roðasteininn“ skuli eiga sér formælendur og það jafnvel í hópi manna, sem kenndir eru við bókmenntir og menningu. Það er von menn spyrji. Og það eú mikilsvert, að mönnum skiljist skýringin á þessu fyrirbæri. Skýringin er fólgin í einni þeirra mörgu og stórko'sfJegu blekkinga, sem vaða uppi í nútímanum, rugla dómgreind margi-a manna og láta þá sjá allt öfugt. En blekkingin, — hún er það yfirskin frjálsljmdis- ins, sem tekizt hefur að sveipa þessar bókmenntir og höfunda þeirra í sumra aug- um. Þessir rithöfundar þykj- ast sem sé vera heldur en ekki ótrauðir stríðsmenn gegn alls kjms hleypidómum í kyn- ferðismálum, klerklegri og kirkjulegri. þröngsýni, háska- samlegum heimatrúboðsáhríf- um og einhvexri ógurlegfi launung og bannhelgi, er allt sé að fonnyrkva. Jafnframt látást þeir vera til þess kall- aðir að uppfræða almenning, ekki sízt æskulýðinn, og leiða skrá og trúa þvi sem nýju neti, að klámskáldin hafi í raun og veru einliverja já- kvæðu hlutverki að gegna. Manni verður að spyrja: Hver hefur verið hinn andlegi dvalarstaður þessara manna undanfama áratugi ? Hafa þeir lifað og lii’ærzt í hug- myndaheimi einhvers löngu liðins Viktoríutímabils, eða hvarflar það ekki að þeim, að neitt hafi gerzt eða breytzt síðan á dögum Stóradóms? Við hinii', sem lifað höfum andlegu lífi þessarar þjóðar x meiri eða minni hluta mannsaldurs og haft jafn- framt einhvern pata af menn- ingarhræringum meðal grann- þjóða vori’a, höfum yfirleitt ekki orðið áskynja neinnar sérstakrar launungar eða bannhelgi í kynferðismálum á síðari árum, er sé þess eðlis, að gegn henni vérði að hefja meiri háttar herför. Ég veit ekki betur en hér á landi ríki til að mynda mjög svo til- hlýðilegt frjálslyndi um þessi mál og að áfstaða almennings til þeirra sé tiltölulega hisp- urslaus. Hér exoi engar hömlur lagðar á það, sem talizt geti heilbrigð umfjöllun þeirra í ræðu og riti. Menn eiga hér nokkurn veginn greiðan gang að fræðsluritum um þessi efni heilsufræðilegs og læknisfræði- légs efnis, bæði á í.slenzku og erlendum tungum. Hér er, líkt og í borgum og bæjum er- lendis, sérstök opinber stofn- un, sem hefur það hlutverk meðal annars að veita ráð- lagningar um tiltekin ati’iði, að því er varðar þessi „bann- helgu“ mál, a.uk þeírrar að- stoðar, sem læknar telja sér yfirleitt skylt að láta í té, og jafnvel í skólum er æskulýðn- um veitt nokkur fræðsla um hin líffræðilegu lögmál, sem hér koma til greina. Ef litið er til dæmis á afstöðuna til óskilgefeinna bama og mæðra szssasf ~r~'-i .ii' íTiI.i TTTmr-irr-w-? .HTrr rr~sn" þeirra, þá hljóta menn að við- urkenna að þar sé ríkjandi fyllsta umburðarlyndi og fyrri tíma fordæmingarafstaða sé að heita megi úr sögunni. Vera má, að áhrifa heimatrú- boðs og slíkra sértrúarhópa gæti að einhverju leyti, en þetta eru engin stórveldi hér á landi og jafnvel ekki í Nor- egi, og af þeim stendur vissu- lega enginn háski. Og um af- stöðu kirkjunnar verður ekki annað sagt en að sæmilegs frjálslyndis gæti af hennar hálfu um þessi mál nú á tím- um, Það er rétt, að fyrr nefnd. ■stefnuskrá var eitt sinn frjáls- lynd og róttæk í réttum skiln- ingi, og þó auðvitað aðeins í munni hugsjónamahna og sannra framarasinna, en aldr- ei ábyrgðarlausra kláinsakka. Þá höfðu frjálslyndir menn hlutverk að rækja' um framJ kvæmd þessarai stefnuskrár. En það hlutverk er löngu full- komnað, og rauhverixlegir framfaramenn hafa snúið sér að- öðrum viðfangsefnum, sem nú kalla að. Það hefur aldrei verið nein framfarastefna að berjast við vindmylnur. Sem sagt: Á vorum dögum er ekki framar neitt raun- verulegt hlutverk að rækja í þessu efni, og hinir svoköll- v uðu baráttumenn gegn „laun- ung og bannhelgi í kynferðis- málum“ eru því algerlega ut- angátta í samtíð sinni, að því leyti sem baráttustefnuskrá þeirra er ekki hræsnin einber. „Viktoríutímabilið“ er sem sé löngu liðið eða það, sem því myndi samsvara í þessu tilliti hér á landi og í gi’annlönd- unum, og helztu draugar þess á sviði kynferðislaunungar og. bannhelgi niður kveðnir, svo að ekki er eftir af þeim nema. í hæsta lagi einhver reykur eða slæðingur, sem ekki er eyðandi miklu púðri á. Hins vegar er komimi hér til sögunnar nýr draugur engu geðslegri, sem sé sá kynfei'ðis- legi ruddaskapur, er þegar hefur verið nefndur hér á. undan. I stað fyrri tíma laun- ungar og bannlielgi er komin andstæða hennar, sem sé nektarsýning alls, vanhelgun alls, sívaxandi hneigð til að klæmast á öllu og troða niður í svaðið. Og þetta breiðir helzt úr sér þar sem sízt skyldi, á sviði bókmenntanna, þar sem sönn menning ætti þó að eíga sér önxggast athvarf. Hér hefur farið eins og oft vill verða, að baráttan gegn einum öfgunum leiðir að lok- um út í gagnstæðar öfgar. Dingullinn st"ðvast ekki í jafnvægisstöðunni, heldur sveiflast út til hinnar hand- arinnar. — Því fer • þess vegna svo fjarri, að stefna þeirra Mykle- manna í kynferðismálum eigi nokkuð skylt við frjálslyndi og framfarastefnu, að hún er beinlínis andstæða ■ þessara liluta. Eðli hennar er siðleysi, menningarlegt afturhald. Eigi að síður er það blekkingin um frjálslyndiseðli þessarar bók- menntastefnu, sem -er hennar helzta líftaug. Til þess að kveða hana niður verður því umfram allt að eyða þeirri blekkingu. Björn Franzson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.