Þjóðviljinn - 18.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1958, Blaðsíða 6
4>) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. mai 1958 PIÓÐVIUINN Útsrefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson Cáb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón B.iarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prent- smíðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðvlljans. Einn hugur—Einn vilji VIO íslendingar höfum að því leyti sérstöðu meðal þjóða ■heimsins að öll afkoma lands- manna er byggð á einni at- vinnugrein. Þessi atvinnugrein eru fiskveiðarnar. Af útflutn- ingi íslendinga eru 95% sjáv- arafurðir. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar koma því svo að segja allar af sjávarútvegi. Bregðist fiskaflinn er því vá fyrir dj-rum hjá þjóðinni, af- koma hennar og sjálfstæð þjóð- artilveru í hættu. ESSAR staðreyndir eru þjóð- inni ljósar, enda væri það annað hvort að íslendingar gerðu sér þess glögga grein á hverju þeir raunverulega lifa og undir hverju framtið þeirra sem sjálfstæðrar menningar- þjóðar hér út á hjara heims er komin. Það er þessi glögga vit- und þjóðarinnar um mikilvægi fiskveiðanna sem skapað hefur það einróma almenningsálit og þá þjóðareiningu sem ríkjandi er í landhelgismálinu. íslend- ingum er ljóst að baráttan um stækkun landhelginnar er spurningin um það hvort er- lendar fiskveiðiþjóðir eigi að halda aðstöðunni til að fara ránshendi um íslandsmið og svipta okkur lífsbjörginni eða hvort þjóðin sjálf, eigandi þess- ara dýrmætu auðæfa, á að helga sér þau og tryggja íbúum landsins í nútíð og um alla framtíð óskoraðan rétt til þeirra. íslendingar vita að hér er teflt um sjálfa lífsafkomu þeirra og möguleika til að lifa sjálfstæðu menningarlífi á ís- landi. AO er þessi vissa um mikil- vægi landhelgismálsins sem er undirrót þeirra samþykkta sem nú drífa að víðsvegar af landinu, frá bæjarstjórnum og félagssamtökum fólksins út um allt land. í þessu stórmáli kem- ur enginn ágreiningur til greina meðal þjóðarinnar sjálfrar. Allri er henni ljóst hvað í húfi er að á rétti okkar verði nú haldið af framsýni og festu og öllu hiki vísað á bug. Það er ■einn hugur og einn vilji sem stendur að baki kröfunum um tafarlausa útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 12 sjómílur, kröfunum um að staðið verði við fyrirheit ríkisstjórnarinnar í þessu langstærsta og afdrifa- ríkasta máli sem er á dagskrá þjóðarinnar í dag. E'KKI er það líklegt til að draga úr baráttuvilja og eindregnum fyrirætlunum ís- lendinga í landhelgismálinu að vissar „vinaþjóðir“ yggla sig og hafa í frammi grófa tilburði til að kúga íslendinga frá ákvörð- unum sínum og rétti. Ekkert sannar betur mikilvægi málsins og hvert lifsspursmál það er fyrir þjóðina að stefna einhuga að settu marki í landhelgismál- inu. Þeir sem rænt hafa auð- lindir okkar öldum saman vita vissulega hvað þeir hafa að missa en íslendingar vita þá eínnig og ekki síður fyrir hverju þeir hafa að berjast, hvaða réttur það er sem þeir hafa að sækja með stækkun fiskveiðitakmarkanna. Það berst vissulega enginn fyrir að halda því sem honum er lítils eða enskis virði. Andstaða Breta og annarra Atlanzhafsþjóða við stækkun landhelginnar sannar betur en allt annað hver verð- mæti íslendingar eru að sækja með aðgerðum sínum og hvers virði sá ránsfengur er sem er- lendar þjóðir hafa sótt upp að íslandsströndum allt fram á þennan dag. EIR í hópi útlendinga sem nú kunna að leggja allt kapp á að beygja vissa íslenzka stjórnmálamenn til undanhalds í laridhelgismálinu ættu að gera sér ljóst að það er mikið sem þeir fara fram á. Engin fríðindi eða gylliboð'geta komið í stað- inn fyrir stækkun íslenzkrar landhelgi, a. m. k. ekki í vítund neins ísíendings sem ann fram- tíð þjóðar sinnar og vill tryggja efnahagslegt sjálfstæði hennar og frelsi. Ög hverjum sem kæmi til hugar að verða 'við slíkum óskurn erlendra aðila er l'étt að gera sér ljóst að hann á að að mæta einhuga andstöðu allr- ar þjóðarinpar og algerri for- dæmingu liennar. Laridhelgis- málið er í vitund íslendinga hafið yfir allar flokkadeilur og um djarfhuga lausn þess hefur skapast öflugri eining og heit- ari þjóðarvílji en nókkurt mál anniað sem Isllenidingar Irafai þurft að bera fram til sigurs. EN þjóðiri þarf að vera á verði. Hún hefur fyrr orðið fyrir afdrifaríkum brigðmælum af hálfu stjórnmálamanna sem töl- uðu fagurt um tryggð sina við hagsmuni hennar og eigin fyrir- heit. Eining íslendinga í land- helgismálinu þarf því einnig að birtást í vökulli árvekni og traustu aðhaidi þjóðarinnar, sem ekki veitir neitt tækifæri til undanhalds eða afsláttar í þessu mesta lífshagsmunamáli hennar, hvernig sem að er stað- ið af æfðum og ref jóttum stjórn- málamönnum, erlendum eða innlendum. Haldist þetta hvort tveggja í hendur, öflugur og vaxandi sókriarvilji þjóðarinnar og vakandi varðstaða hennar um undanbragðalausar fram- kvæmdir í landhelgismálinu er málstað fslands tryggður sigur. Þá mun enginn íslendingur treystast til að gegna því hlut- verki að vega aftan að þjóð sinni og bregðast henni á ör- lagastund þótt fast kunni að vera eftir leitað af hálfu vold- ugra aðila sem rænt gátu auð- æfi hennar meðan réttur þeirra smáu var veikari og minna virt- ur í veröldinni en nú. r. iV.V iW." mVmamm .V.V srAkþAttur Ritstjóri: Sveinn Knstinsson Botvinnik aftur heinismeistari Mikhail Botvinnik er seztur í heimsmeistarahásætið á nýjan leik eftir eins árs fjaxvistir. Er tuttugu og þremur skák- um var lokið í einvígi við Smisloff hafði hann hlotið 12% vinning, unnið 7, tapað' 5 og gert 11 jafntefli. Þar með var fi’ekari barátta óþörf, enda þótt eina skák vantaði í hámarkslengd einvíg- isins, sem er 24 skákir. Einvígi þetta var á margan hátt sérstætt. í byrjun kom Botvinnik á óvai-t með þvi að vinna þrjár fyrstu skákimar. Það var mikið forskot, og voru þó margir uggandi um, hvei'nig „gamla manninum“ héldist á því. I fjórðu skákinni hélt hann jafntefli með hörmungum og tapaði svo þeirri fimmtu. „Karlinn er búinn að vera“ sögðu menn, en höíðu varla sieppt orðinu er fregnir bárust af sigri Botvinniks í sjöttu skákinni. Sá sigur sýndi að Botvinnik var ákveðinn í að standa upp í hárinu á forlög- unum með því að endurviijna heimsmeistaratitilinn af sér 10 árum yngri manni. Botvinnik hélt' svo lengst af þessu þriggja vinninga forskoti. Smisloff vann að vísu 11. skák- ina og kom bilinu þannig niður í 2 vinninga, en Botvinnik hefndi sín þegar í næstu skák, þeirri tólftu, er ég birti hér á eftir. Botvinnk vann svo 14. skákina en Smisloff 15. svo enn var bilið jafnt. í 18. skákinni gerði Smisloff heiftúðugar vinningstilraunir, svo heiftúð- legar að þær urðu honum sjálf- um banabiti. Hafði Botvinnik þá fjóx-ar skákir yfir og aðeins 6 skákir eftir og var nú auð- sætt hvað verða vildi. Smisloff á þó mikinn heiður skilinn fyrir þá hetjulund og hörku er hann sýndi í síðustú skákum einvígisins, er aðstaða hans var orðin vonlaus áð kalla. Honum tókst að vinna 19. skákina, en 20. og 21. urðu jafntefli. En svo vann Smisloff 22. og stóðu þá leikar 12:10 Botvinnik í hag. Botvinnik nægði því eitt jafntefli úr þeim tveimur skákum sem eftir voru til að. tryggja sér sigurinn. Lifnuðu nú enn vonameistar hjá Smisloffsinnum er þóttust nú greina veikleikamerki á þeim „gamla“. En í 23. skákinni náði Bþt- vinnik jafntefli og var þar með orðinn heimsmeistari í annað sinn, réttum 10 árum eftir að hann vann titiiinn fyi’st. Hánn hefur því minnzt afmælisins á vei’ðugan hátt. Allt í allt ber einvígið það með sér, að það eru frekar jafnir menn sem þar eigast við. Botvinnik nær forskoti í byrj- un og heldur því að m.estxí til loka einvígisins. Hefði hanri ekki náð slíku heljar-„starti“ hefðu úrslitin vafalaust orðið mjög tvisýn. En ekki er þó hægt að segja annað en Bot- vinnik sé vel að sigrinum kom- inn, því að sé litið á heildina þá sýndi hann öruggai’i tafl- mennsku en Smisloff. Sem fyrr eru það hinir „strategisku" hæfileikar Botvinniks er mesta aðdáun vekja, sérstaklega í byrj- unum og miðtafli. Sem „strat- egisti“ skipar hann sér á bekk með þremur höfuðsnillingum drottningarvæng. Smisloff nær stundarsakir. 13. cxb5 cxb5 14. b4 Ella þi-engir svartur að með þv£ að leika b4 sjálfur. 14. Dc7 15. Db2 Rb6 16. Be5 Dd7 17. Rb3! axb4 18. axb4 Hxal 19. Hxal Ra4 Eftir 19. — Bxb4 20. Rb-d4 ynni Botvinnik peðið aftur með betra tafli. 20. Dd2 Hc8 21. Hcl Hxcli 22. Rxcl Re8 23. Rd4 Hyggst svara — f6 með Bh3. Smisloff ræðst nú í allfrumlega Mikhail Botvinnik aldaripnar, þeim Lasker, Capa- blanca Qg Aljechin. Því varð hin fina taktik Smisloffs í ein- földum stöðum og sér í lagi í endatafli að láta í minni pok- ann. Að svo mæltu bjóðum vér Botvinnik velkominn til ríkis aftur og skulum nú líta á eina af sigurskákum, hans úr einvíg- inu, þá tólftu: Hvítt: Botvinnik Svart: Smisloff. Reti-byrjun. 1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Rf3 d5 4. b3 Botvinnik teflir ekta Réti-byi’j- un. 4. —Bf5 5. Bg2 e6 6. Bb2 Rb-d7 7. o—o h6 Tíl þess að geta hörfað með biskupínn til h7 ef með þai-f. 8. d3 Be7 9. Itb-d2 o—o Vanxarkerfi Smisloffs er kennt við New York-borg, en þar mun þvi hafa verið beitt fyrst á skákþinginu mikla 1924. Kerfið er talið eitt það bezta gegn Retí-byrjuri. 10. a3 a5 11. Dc2 Bh7 Til þess að hindrá hvítan í að leika é4 með leikviriningi. 12. Bc3 , ' Nú mátti svara 12. e4 með 12. — dxe4 13. dxe4 Rc5 o. s. frv. Biskupsleikrir ‘ Botvinniks skýr- ist af næstu leikjum. 12.------ bó! Knáleg mófspilstilraun á nú háífgildingsfrumkvæði um liei’naðaráætlun, sem miðar að því að leggja undir sig land- i'ými á miðborðinu, áætlun sem að vissu leyti heppnast. 23. ---------------- Kf8 24. Bh3 BgS 25. Rd-b3 f6 26. Bal Da7 27. d4 Botvinnik telur nauðsynlegt að í’eyna að andæfa e5 þótt við það skapist Smisloff geigvæn- leg „hola“ fyrir riddara á c4. Þetta er mjög lærdómsrík „pósitions“ skák, þar sem kepp- endur verða að vega og meta hverju sinni hvoi't ávinningur leiks sé meiri en ókostir hans. 27. ----- Rdö 28. Da2 Rc4 29. Rc5 Þarna átti Botvxnnik sér líka holu! 29. --------------- Bxc5 Svo sem vænta mátti setur Smisloff í’iddarann ekki á. Bot- vinnik drepur með d-peðinu. einkum til að skapa biskup sín- um á al, lífvænlegri. framtíð þótt Smisloff loki honum út- sýnið í bili. 30. dxc5 e5 31. Dbl 44 Peðakeðjan er óneitanlega fal- leg, en nú er hún ?trengd til hins ýtrasta og þess- vegna dálítið viðkvæm. 32. Df5 Dc7 33. Rd3 Bf7 Tímahrak er nú sepnilega farið að hrjá keppendur. Það háir svörtum nokkuð, að þótt riddar- ar hans standi órieitanlega „vel“ þá vantar þá nánast ó- vini til að berja á! og eiga ekki svó þægilegt með til- færslu. Bg8 Bf7 Be8 Ke7 34. Dh7 35. De4 36. Da8t 37. Bg2 xnri' Svart: Smisloff abcdefgu út.......................-iíéá:.. . Hpp i np 4*Cl m c o ■ * a n Hvitt Botvinnik Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.