Þjóðviljinn - 18.05.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1958, Blaðsíða 7
Sunmidagur 18. maí 1958 ~ ÞJÓÐVILJINN ~ (7 Þungamiðjan er Mð mikla verk Schevings. Almenn listsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna Samsýning fé’ags íslenzkra myndlistarmanna i Lista- ma.nnask álanum er ekkj ó- merkileg sýning,, ef til víll tímamótasýning. Myndlistin er orðin fastmótnð, sérhver vinnur að sínu flugið og vindur að sínu, flugið og hreyfingin sem kemur í mynd- listina fyrir og eftir heims- styrjöldina er ekki hið sama og var. Myndimar eru líka hættar að hneyksla flesta, það krossar sig enginn og talar um ljótt og fallegt. Þessi er svona, hinn svona, það er viðurkennt staðreynd. Þessi samsýning hefur sina kosti og sína galla. Kostirnir eru fjölbreytni hennar en það eru liká gallar hennar. Það er villandi áð sjá myndir sína úr hverri átt, en það er gaman að sjá margskonar vinnu- brögð, hugmyndir og svo hve márgir vinna þarna saman. Það væri framúrhófi ómynd- aríegt ef ekki væri hægt að efna til slíkrar samsvningar. Margir eru stærri ?. dráttum á einsmaunssvningu, koma hetur í ljós. En á svningu sená þessari er auaað ekki fyrr búið að venjast verki eins manns en það skoðar verk hins næsta. . Það verður ekki annað urn þessa sýmngu saet. en hún sé góð. Ef áera æt.ti c?man- burð við slíkar samsýningar utanlands sræti ég 0?» vondar svningar haf' ég séð í París, borg mátaralistarinn- ar, þar voru vondar samsvn- ingar. Og saiarkvnnin hallir og stórhýsi. f beirW bor" voru þó ságðir um 50^00 máiarar, búast má v’ð möreum fús- undum þeirra. fiarska léleg- um. En beir flevta Mka. m"rc- um frábærum málurum og snillingum. Þungamiðja þessarar sýn- ingar er hið mikla verk Gunn- láúgs Schevings „Menn að draga línu“. Það er verkið ■ sem saQieinar. Leyfist mér að tála um hina stóru hnefa sjómannanna og um bygging- una sem einkennir Scheving, hinar • höllu línur, sterka drætti, gráa þrungna liti og hallar öllu í sömu átt nema gulum sjóstakk í vinstra horni, hann vegur upp á’ móti. Myndin er öll af þessum heimi. Er ekki þama hið mikla samræmi milli sögu og þess hvemig hún er sögð? Abstraktmálarar em fleiri en natúralistár. Það er auð- séð að sú stefna ríkir; víða eru verk þeirrar stefnu litræn og tær. Karl Kvaran er þama ef til vill full dimmur en ég man varla eftir að hafa séð hann betri, flestir abstrakt- málaramir eiga vel unnar myndir, en þó misjafnar, þarna em líka teikningar eft- ir Hörð Ágústsson og Krist- ján Davíðsson, vefnaður eftir Vigdísi Kristjánsdóttur og glermyndir eftir Benedikt Gunnarsson, vatnslitamyndir og guachemyndir. Hversvegna send’r Kristján Daviðsson ekki olíumálverk, hann er svo litrænn ? Enda þótt ég sakni fígúrativu myndanna hans Þorvalds, verð ég að gleðjast vegna hans tæru tjáningar. H'ggmyndir og málverk fara alltaf vel hlið við hlið, myndir sem hanga og myndir sem hægt er að skoða alltí- kring. Sex myndhöggvarar taka þátt. Sigurjón Ólafsson veldur mér forvitni og vangaveltum. Þama er bara einn di'angur. Hvar em hans drangar? Er hann að komast á annað plan í myndlist sinni?. Svo vön er- um við að sjé vinnu hans í stein að við þekkjum hann varla í tré. Og þó. Finngálkn hans í tré er ekki. hið sama og finngálknið í grástein. Eða má- ekki skýra finngálkn eitt, tvö, þrjú eins og skipin, Verk sem hann kallar ,,Svanir“ er fállegt' verk og merkilegra en finngálkn tvöi : Ásmundur hefur gert stærsta verk sýningarinnar frá myndhöggvaranna háifu, „religion“ mikið verþogmarg- þætt og þó einfalt. Jón og Guðmundur Benediktssynir eiga mestar abstraktsjónir myndhöggvaranna, Ólöf Páls- dóttir er eingöngu fígúratíf. Magnús Á. Árnason leggur til bæði málverk og höggmyndir. Hann virðist að vissu leyti táknrænn allt að því abstrakt í höggmyndum sínum en mjög natúralistískur í málverkum. Efniviðurinn mun því vald- andi. Höggmyndir sínar skýrir hann nútímalega: spútnik og geimtík. Pointillisminn í olíu- málverkum hans lvfta þeim. gigurður■"Sigurðsson, Krist- ín Jónsdóttir, Magnús og Bárbara Árnason, Scheving, Snorri Arinbjarnar og nokkrir sem senda eina mynd á þessa sýningu eru natúralistarnir, sjáum Snorra, bátana, hann er hrífandi mála.ri, má ég lí.ka nefna Sigurð Sigurðsson sem aðhyllist danska listháskóla- stefnu sem er ákaflega þekk. Vitanlega hefði verið ákjósan- legra að hvert um sig sendi fleiri myndir. Er ekkí að hverfa af sjónarsviðinu sá skóli sem Kristín Jónsdóttir fylgir, við gætum sagt arftak? Ásgríms Jónssonar, er ekki að verða sjaldgæft að málara’’ máli úti, á Þingvöllum til dæmis? Þar voru eitt sinn málarar úti um allt hraun en þeim fer fækkandi, nú sést þar einn og einn málari og það eb ekki því að kenna að þeir flýji undan óriæðinu ef þeir eru að hætta við þessa grein. Eg sakna margra, Svavars Guðnasonar, Nínu Tryggva- dóttur, Sverris Haraldssonar, Kjartans Guðiónssonar, Guð- mundu Andrésdóttur. Má ekki bjóða Ásgerði Búadóttur að taka þátt í slíkri sýningu? Kjarval og Júlíönu? En er nú ekki komið þar í málaralistinni að hún hafi ekki nógu mikið umleikis. mál- aramir eru margir og húsnæð- ið smátt til þess að gera. Það þarf að hlúa að þessari grein á öllum sviðum. Það þarf stærra húsnæði. Við stöndum á krossgötum og skyggnumst um: lítum fram og aftur. Hvað hefur verið unnið, hvað á að vinna? Það er til þess að kartná lið- ið sem þessar sýningar eru haldnar, horfa á það eem gert hefur verið og búa. s's: undir áframhaldið. Á þessari sýn- ingu eru allar stefnur tú’kað- ar, myndlistarmenn virina saman þrátt fvrir ste(?',"mún, þrátt fyrir skoðanaágreming, Sýningunni. er óve’riu vel fyrirkomið. Ekki maryt nýtt sagt, ekkert sem kemm' á ó- vart. Það er raunar a f" ’’ hug- myndalaus heimur osr ófrum- legur sem við bvggjum. með- an við leitum alltaf að ein- hverju nýju og frum'fmi. En v'.G leituri a-’taf að Mv>nrm al- r.rdr.m í nýjn ljósi, i nýju ef'ri. í "et'"* V'": ver:ð <",«vert listalif á k”flnm. ég r’:"nist sérstaklega sým'nga .T"’:,'inu Sveinsdóttur, Jóhanim T',riem, Ásgerðar Búadóttur T’ene- dikts Gunnarssonar, Kriftjáns Daviðssona.r, Þegar þess er eætt •’ð nú er einhver mesta hátttaka sem verið hefur í samsýniumi er- ekki að undra þótt sýningin sé æði mis.iöfn m ö.o. fjöl- breytileg; enda þótt samsýn- ingin hafi oft verið rismeiri en nú, stendur myndlistin á þeim krossgötum að búa sig undir önnur át"k osr meiri og veit ég það og vænti þess að mikið blómaskeið í söyu ís- lenzkrar myndlistar sé að renna upp. Sýningar cruc hvetjandi. Vill ekki Mennta- .málaráð gangast fvrir einni. allsherjar samsýningu í sínnjn salarkynnum í Málverkásafni ríkisins með haustinu eða næsta vetur og gefa málurum fyrirvara svo að þeir geti búið sig undir. I>. RiUtjóri: Sveiribjöm Beinteinsson., Það er ekki fjarri sanni að íslenzkt mál sé byggt upp af. ljóðagerð þjóðarinnar. Vegna þess að Ijóðlist fslendinga hélt jafnan sérkennum sínum, hefur mál okkar komizt óskaddað gegnum aldirnar. Ljóðlistin tók að sönnu miklum breytingum .■ þegar stórfelldar byltingar urðu í menningarháttum þjóð- arinnar; það er torvelt að rekja þetta efni í örstuttri grein, en reynt skal að benda á þrjú at- riði í þessari þýðingarmiklu sögu. Á 12. og 13. öld berst hingað til lands erlendur kveð- skaþur, gerólíkur þeirri ljóða- gerð sem fyrir var, svonefndir dansar. Ekki þarf að efa vin- sældir þessara söngva hjá al- menningi, enda var þá upp- lausn i öllu menningarlífi landsmanna. Vitanlega fórú þessi dansljóð ekki ein sór, þeim fylgdu margvíslegir siðir og nýjar venjur. íslenzkt mál hefnr .orðið fyrir. ýmsum á- hrifum á .þessum tíma, og þau áhrif voru efalaust meiri en ráða má af bókmenntum þess- ara • alda. Bókmenntunum stýrðu hinir vitrari menn.og lærðari, og þeir tóku seinna við áhrifum en almenningur. Það eru bókmenntir 14. og 15. aldar sem sýna hver öfl voru að yerkt í menningarmálum hér á landi á síðustu timum þjóð- veldisins. Upplausnin varð af- drifarík á margan hátt: erlend- ur þjóðhöfðingi varð æðsti valdsmaður í málurn fslend- inga, ritlist hnignaði, skáld- skaþur allur varð einhæfari og svipminni. En ljóðagerð þjóðar- ínnar missti ekki með öllu þann svip sem henni hafði verið mót- aður á fyrri öldum. Snorri Sturluson ritaði margar bækur um íslenzka sögu og dró þar fram í sviðsljósið þann háska sem: þjóðfélaginu stóð af er- lendri ásæhii til valda. Einnig skrifaði Snorri um íslenzkan skáldskap, mikla bók, og Setti þar frám af yfirburðasnilld megihatriði íslenzkrar ljóðlist- ar, rakti nppruna og þróun þessa efnis, Snorri gekk svo frá þessum fræðum að dugað hefur síðan. Án slíks rits sem Snorra- eddu hefði naumast verið mik- ið eítir af sérkennum íslenzkr- ar ljóðagerðar öldum síðar. Færa mætti gildari rök að þessu máli með dæmum úr ís- lerizkri ljóðasmíð nokkurra aldá, þar sem togast á erlend áhrif og innlend fastheldni, en slík. vitnaleiðsla verður að bíða* Eftir siðaskiptin, á 16. öld, kemur fram ný stefna í andleg- um kveðskap. Flest af því sem þýtt var og samið á þessu tímabili mun vera glatað, en! nóg er eftir til þess að við sjáum hvert stefnt hefur. ís- lenzk tunga hefur gerbreyb.t á þessum tíma og þá hefur glat- azt margt það sem gáf mál- inu sterkastan svip og rneslan þrótt. Þessi breyting varð meir* í talmáli en bókmáli. En,n er svo að varlega verður að álylcta ,um þetta efni út frá samtíðar- bókmenntum. Rit Bjöms á Skarðsá, Jóns lærða eða þýð- ingar Odds Gottskálkssonar eru ekki með svip hins nýja tíma, þótt verkefnin séu ,að noklsru ný. En þýðingarmest er stór- virki Guðbrands biskups; og vandséð er hversu farið hcfði um varðveizlu íslenzks máls hefði biblía sú er Guðbrandur lét prenta verið á slæmri ís- lenzku, eða ef Vísnabók hans hefði verið með líkum keim og hinar lakari sálmaþýðingar siðaskiptamanna. Afrék Guð- brands virðist hafa ráðið úrslit- um í baráttunni um málmenn- ingu þjóðarinnar, Þéssi bók- menntastarfsemi og Skáldskan- ur hinna betri skálda varð -sterkari en sú ómenning sem á sótti. Alþýðan lærði þó éinkum mál og hugsunarhátt af rímiun og fonnum sögum. Óiært fólk sagði sögur og kvað Ljóð á kjamgóðu máli, meðan embætt- ismenn og uppskafnlngar töl- uðu og skrifuðu bjagaoan blending af íslenzku hrogna- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.