Þjóðviljinn - 22.05.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1958, Blaðsíða 7
FLmmtudag-ur 22. maí 1958 •*■*. ÞJÓÐVILJINN — (7 Fyrir nokkru hafa tveir er- lendir fiskifræðingar látið frá sér fara álitsgerðir, sem snerta islenzkar. fiskveiðar, og þykir xnér hlýða, að fara um þær nokkruin orðum iauk hugleið- inga minna um fiskveiðar okk- ar almennt og þau skilyrði, sem íslenzkar hafrannsóknir hafa átt við að búa. Ánnar þessara fyrmefndu ananna er A. D. Mclntyre, fiski- fræðingur í Aberdeen. Hann hefur umsjón með flatfiskrann- sóknum Skota og hefur um árabil rannsakað lúðu frá ís- Þetta er hið nýja hafrannsóltnaskip Norðmanna, Johan Hjort, en það var tilbóið í inarz s.l. landsmiðum. Eins og mörgum f sumar á það m.a. að rannsaka síldardreifingu austan íslands og þorskgengd við Austur-Græn- mun kunnugt, reka Skotar la,id. Skipið ber nafn prófessors Jolian Hjort, er var einn af brautryðjendiun fiskifræðinnar. töluverða lúðuveiði við fsland, og er aðalveiðisvæðið á könt- unum og álunum undan suð- vesturströnd landsins. Þessar veiðar hafa oft gefið góða raun, t.d. var árið 1947 um 19% alls lúðumagns í Evrópu veitt á ís- landsmiðum. Lúðuafli Skota hér við land hefur verið mis- jafn frá ári til árs, eins og jafnan er við allar fiskveið- ar; fyrir stríð náði hann há- marki 1936 og svo aftur 1948 og 1949. Jafnhliða lúðuveiðun- um hér víð land stunda Skotar lúðuveiðaf við Færeyjar, og fyrir réttum tveim árum spáði Mclntyre um framtíðarafla þar "(World Fishing, maí 1956). Nú er. hins vegar vitað að sam- band er á milli færeyska og íslenzka lúðustofnsins, og af þeim sökum hefur þessi spá- dómur þýðingu fýrir okkur. Mclhtyre bendir á, að lúðuafli skozkra togara við Færeyjar hefur stöðugt aukizt síðan 1951, ög varð 1955 sá mesti sem orðið hefur á þessari öld. Línuveiðarnar byggjast' hins vegar á eldri fiski en togveið- arnar, og af þeim sökum gæt- ir þessa hámarks síðar við línuveiðárnar. Mclntyre spáir því, að upp úr 1957 verði tölu- verð laflaaukning á lúðuveið- um með línu við Færeyjar. Hann bendir á, að lúðuafli við ísland muni einnig fara vax- andi eftir 1957, vegna þess sambands sem sé milli þess- arra tveggja stofna. Lúðuveið- ar okkar sjálfra hafa ætíð ver- :ið smávægilegar miðað við lúðu- veiðar erlendra þjóða á ís- landsmiðum. Árið 1955 veidd- um við rösk 400 tonn af lúðu, en Bretar veiddu rúm 1200 tonn af lúðu við ísland það ár, og Þjóðvérjar veiddu svipað :magn. Það er hins vegar eftirtekt- arverð staðreynd, að meðan Skotar stunda nú lúðuveiðar hér við land með hámarks- árangri, er ekkert íslenzkt skip gert út á lúðuveiðar. Sýnir fátt betur einhæfni íslenzkra fisk- veiða. Hinn erlendi fiskifræðingur- :inn, sem hefur látið uppi á- lit, sem snertir íslenzkar fisk- veiðar er Finn Devold, en hann er jdirmaður síldarrannsökn- anna norsku. Áður en ég geri grein fyrir skoðunum Devolds, vil ég taka fram, að hann leggur áherzlu á, að þær séu aðeins hugmynd- ir, sem að mestu byggist á rannsóknum annarra fiskifræð- inga en hans sjálfs. Eins og kunnugt er kemur sild á hverjum vetri, venjulega í jánúar, inn til norsku strand- arintiar til hrygningar. Þessi síld kemur frá víðáttu- frá íslandsmiðum, Jan Mayen, Færeyjum o.s.frv. Síðast lið- inn vetur var þessi hrygningai'- ganga óvenjulega seint á ferð- inni, og Devold hugsar sér, að það geti haft mjög alv.arlegar afleiðingar (Dagbladet, 15. hrygna að haustlagi í stað janúar. Þegar hún kæmi til sinna gömlu hrygningarstöðva við Vestur Noieg að haustlagi, væri ástand sjávar þar ólíkt því sem er í janúar og mjög & óhagstætt til h|-igningar. Kunni Ingvar Hallgrímsson, fiskifrœ&ingur: Vandamál í" :ic Ct •fiá febr. 1958). Þegar hrygning- unni er lokið leitar síldin til hafs til hinna miklu rauðátu- svæða Norður-vAtlanzhafsjns, þar sem hún fitar sig yfir sum- arið og undirbýr hrygningu næsta árs. Eitt þessara rauð- átusvæða eru miðin norðan ís- lands, og er rauðátan þannig undirstaða síldveiðanna fyrir norðan land. Þegar síldin, sem í vetur hrygndi við Noreg, leit- ,ar út frá norsku ströndinni, et hún mun seinna á ferðinni en venjulega, sökum hinna síð- búnu hrygningar þar. Vegna þess gerir Devold ráð fyrir að hugsanlegt sé, að hún muni strax rekast á mikið átusvæði undan Noregsströndum og þar af leiðandi ekki leita vestur á bóginn, hvorki til Jan Mayen, Færeyja né fslands. í framhaldi af þessu bendir Devold á, að fari svo, sem hér hefur verið lýst, þroskist kyn- færi síldarirmar fyrr en ella, og verði hún þá tilbúin til hrygningar þegar í október - nóvember í haust, í stað janú- ,ar eíns og venja er. Telur Devold, að hrygningar- svæðið við Noreg muni jafn- vel færast frá Vestur-Noregi til Norður-Noregs. Að lokinni hrygningunni við Norður-Noreg í október-nóvember mun sildin leita til hafs og þá á ný halda til átusvæðanna við Færeyjar, Jan Mayen og ísland (þ.e. 1959). Devold hugsar sér enn- fremur, að upp frá þessu kunni hrygning norsku síldarimiar að færast fram um nokkra > ■■■ t ■■. ; síldin því að leitft.suður á bóg- inn, ,til SuðUr-Noregs og vest- urstrandar Svaþjóðar og hrygna þar í hagstæðum sjó. Devold béndir á, að við Noreg og Svíþjóð hafi skipzt á síldar- og síldarleysistínMnl. Við Nor- eg hafi síldartímabilin aldrei staðið lengur en 70 ár, en nú hefur mikil sild verið þar ó- slitið síðastliðin ,61 ár, en nú kunni sú dýrð senn að vera á enda. Við Svíþjóð hefur hiris vegar verið mikið síldarleysi síðan 1897. Eins og getið var í upphafi er hér um að ræða hugmyndir eins vísindamanns, en enga vissu. Samt er ekki úr vegi, að gera sér lítilsháttar hug- mynd um, hvaða áhrif þetta kynni að hafa á íslenzkar síld- veiðar. Öllum er kunnugt að síldarmerkingarnar, sem dr. Árni Friðriksson hóf hér við land, hafa sýnt, að samband er á milli norsku síldarinnar og Norðurlandssíldarinnar. í höfuðatriðum er þetta sam- band þannig, að síld gengur frá Norðurlandsmiðum til Nor- egs og hrygnir þar, og kem- ur næsta vor til Norðurlands- miða í ætisleit. En þar eð Norð- urlandssíldin er blanda ís- lenzkrar og norskrar síldar á þetta aðeins við um hluta Norðurlandssíldarinnar. Hinn hlutirin hrygnir í íslenzkum sjó. Endurheimtur merktrar No.rðr urlandssíldar hafa hins vegar verið þannig í aðalatriðum, að mikið af síld merktri við Norð- en lítið hefur fundizt hér af þeirri síld, sem merkt hefur verið í Noregi. Ekki er mér kunnugt um fullnægjandi skýr- ingu á þessu fyrirbæri, en dr. Hermarin Einarsso.n hefur bent£ á að svo virðist sem síld sú, ] er gengur frá Íslándí' til Noregs ^ eigi vart afturkvæmt á íslenzk fiskimið. Ef svo er, er hér mik- il alvará á ferð. í Ef tilgóta Finn Devolds reyn- } ist rétt, að norsk síld muni | ekki ganga tíl íslands í ár sök- um hiiVar síðbúnu hrygning- ar við Noreg, vaknar sú spum- ing, að hve miklu leyti' þetta'. kunni að hafa áhrif á síldveið- amar. fyrjr nörðán næsta sum- ar. Til að glöggva okkur á þessu skulum við athuga lauslega , endurheimtur síldarmerkj a yið Noj-ðiifland . á síðast liðnu sumrí.. Alls fundust við Norð- urland 508 síldarmerki í fyrra, en þar af voru aðeins 8 kom- in frá Noregi, hin 500 voru úr síld merktri hér við land. Af þessu virðist auðséð, að síld- veiðamar fyrir norðan hafi í íyrrasumar byggzt að lang- mestu leyti á íslenzkri síld. Haf i isienzki síldarstof ninn ekki orðið fyrir neinu verulegu skakkafalli síðan í fyrra, virð- ist ekki ástæða til að ætla, ,að Ingvar Hallgrímssön Sildveiðarnar fyrir norðan þyrftu að brégðast, þótt norsk síld káémi ekki á miðin. Þess er skylt að geta hér, að i viðtali, sem siðar birtist við Devold (Fiskaren, 12. 3. 1958), virðist hann ekki gera ráð fyr- ir jafn alvarlegum .afleiðingum hinnar síðbúnu hrygningar við Noreg og fyrr var nefnt, en það sýnir ljóslega, hve mikið vantar á, ,að við Skiljum til fulls líferni þessa fisks, sem stór hluti afkomu okkar bygg- ist á. Urn tniðjan marz 1956 tók til starfa í Vadsö í Norður-Nor- egi ný fiskimjölsverksmiðja til loðnuvinnslu. Um miðjan júli ipiklu hafsvæði vestan Noregs, mánuði, þ.e.a.s. uð hún munt urland hefur fundizt við Noreg,, það úr, höfðu verið unnir utn 7 hundruð þús. hekótlitrar loðnu í Norður-Noregi. Verksmiðjurnar greiddu 9 nofskar krónur pr. hektólítra, eða röskar 6 miljónir norskra króna fyrir aila loðnuna. Er loðnuveiðunum lauk, síörfuðu * verksmiðjurnar að bræðslu síldar. Hér við land er mik'ið um loðnu, sérstaklega á vorin og fram eftir sumri, er hún leitar að landi til hrygningar „í þéttum torfum, sem ná yfir löng svæði, jafnvel tugi kíló- metra“, eins og Bjarni Sæ- mundsson seg'ir i „Fiskunum“. Þc:t rýti -loðnuna m'eð gáð.i’m áV'atá. er húr. að- éins veidd hér lítils háttar til beitu. Svipaða sögu má segja.,um háhyrnuna. Amerískir Uug- menn hafa verið fengnir til. að skjóta hana úr flugvélym. . en á sama tíma komu .norskir út- gerðarmenn í Álasundi fram með þá tiliögu, að fá leyfi ís- lenzku ríkisstjómarinnar til að nýta háhyrnu innan íslenzkrar landhelgi. Norðmenn nýt,a einn- ig háf, sem tæpast er hirtur' hér við land. Nýlega er þorskur farirm að hrygna við Austur-Grænland, og hefur forstjóri íslenzku hafrannsóknanna, Jón Jónsson, fiskifræðingur, berit á, að hluti hans muni vera af íslenzkum uppruna, þ.e.a.s. horfið frá ís- landsmiðum til hrygnirigar við Austur-Grænland og dr. Jakob Magnúson telur, að yfir sum- . arið mætti jafnvel,,,„stunda þarna þorskveiðar með línu. Ilvað skarkolaveiðarnar snert- ir, er ástandið svipað. Árið 1955 veiddu íslendingar um 260 tonn af skarkola, en sama ár vgiddu Bretar tæp 7 þús. tonn af skarkola á okkar mið- um Með þessu hef ég reynt að •benda á einhæfni íslenzkra fiskveiða. Síld hefur brugðizt hér í mörg ár og valdið gífur- legu efnahagstjóni fyrir ,alla landsmenn. En ef þorskurinn brygðist líka ár eftir ár? Hvar værum við þá stödd? Einhæfni fiskveiða Okkar er slík, að við myndum vart rísa undir því tjóni, þar sem engar . aðrar veiðar gætu bætt upp tapið. Virðist fyllilega vera tími til þess kominn, að hugsa .alvarlega til meiri fjölbreytni við íslenzkar fiskveiðar. Það hefur lengi verið draum- ur íslenzkra fiskifræðinga að við eignuðumst. ísienzkt haf- rannsóknaskip. Hafa verið gérð- ar margar tilraunir í þá átt, tillögur verið bomar fram á Alþingi, en allt komið fyrir ekki. Þegar „María Júlía“ var byggð laust eftir stríð, var að vísu sköpuð aðstaða fyrir ein- földustu fiskifræðilegar athug- anir, en skipið er hvorki byggt sem hafrannsóknaskip né held- ur rekið af Fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans. Árið 1953 voru sett síldarleitartæki í varðskipið Ægi, sem þá var 24 ára gamalt. skip. Síðan hefur innréttingum skipsins verið breytt, þannig að þar má telja þolanlega aðstöðu til einstakra rannsókna, þrátt fyrir mikil þrengsli. En viðunandi haf- rannsóknaskip verður Ægir aldrei. Skipið hefur ekki verið rekið sem liafra.nnsóknaskip. heldur hefur Landhelgisgæzlan leigt atvinnumálaráðuneytinu skipið, og hefur svo ráðuneyt- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.