Þjóðviljinn - 22.05.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.05.1958, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN —(11 DOUGLAS RUTHERFORD: Í3f 1Ð D1UD3NN —————------------—::.....rtrvri- jFiniígtuaágar:j22. maí 1958 ,Gavin ók henni heim á hóteíið. Eg held að slysið Pjgj*gy{j|gm* ^ 16. dagur. „Signor Mirani!“ Nick reis á fætur og heilsaði honum innilega. Martin horfði á eftir þeim aö barnum meöan þeir klöppuðu hvor á bakið á öðmm. Svo starði hann niður í gulbrúnan vökvann í glasi sínu. Hann var rétt í þessu að átta sig á því, að hefði allt farið að skilum, hefði Riehard komið inn í grófina á undan og hann hefði sjálfur komið á eftir honum. En vegna óhappsins með dekkiö, hafði röðin snúizt við. Þriðji kafli. Grannur og nettur ungur maður í dökkum tvihneppt- um fötum var á gangi eftir brautinni frá grófunum að San Pietro horninu. Fótgangandi var hann stundar- fjórðung að fara sömu vegalengd og kappakstursbíl- arnir óku g, nokkrurrjt tspjcýpdpm. Hann gekk _ niður- sokkinn í hugsanir sínar, álútur og dökkt, liðao hárið féll niður á ennið. . Enn var hópur forvitinna áhorfenda aö góna á brunna Daytonbílinn. Wilfi’ed gekk framhjá og virti fyrir sér yfirborð vegarins. Svört förin þar sem Richard fór útaf brautinni voru greinileg og breyttust í diúpar raufar á graspallinum. Wilfred opnaði myndavélarhylki sitt og tók allmargar myndir. Svo gekk hann að bílnmn og sýndi lögreglubjóninum vegabréf sitt. Maöurinn bar höndina upp að húfunni og stuggaði áhorfendunúm burt frá bílnum. Wilfred tók myndir af honum frá ýmsum hliðum. Skemmdirnar á yfirbyggingunni virt- ust ekki sérlega miklar, en dekkin voru kolbrennd og málningin svört og bráðin. Eini óbrenndi hluturinn var leðríð á ökumannssætinu. Davtoninn sýndíst skelfi- lega einmana og ömurlegur undir slökkvivökvahúðinni. Wilfred laut yfir mælaborðið til að athuga mælana. Gleiið á snúningsmælinum var brotið. Önnur nálin stóð á núlli. Hin sýndi liðlega níu þúsund snúninga á mínútu. Ha.nn tók unp blýant og vasabók og skrifaði í nokkrar mínútur, hætti öðru hverju og nagaði blý- antsendann og starði upp eftir brautinni. Lögreglu- þjónninn og áhorfendurnir virtu hann fyrir sér í lothingarfullri þögn. Loks lokaði Wilfred vasabók sinni og gekk orðalaust^ til baka sömu leið og hann kom. Þegar hann var kom- inn svo sem hundrað metra nam hann staðar og starði aftur á bílínn eins og í leiðslu. Hann tók ekki einu sinni eftir Dayton flutningsbílnum sem ók framhjá til að sækja flakið. * 1 næstura auðri bílageymslunni gekk Nick fram og aftur stynjandi af óþoljnmæöi. „Hvar í fjandanum hefurðu verið, Wilfred? Eg er búínn að leita að þér í tuttugu mínútur.“ „Fjrrirgefðu. Eg labbaði niðureftir til að líta á bíl- inn hans Richards.“ „Eg hefði e’etað ekið þér þangað í Jenseninum. Þú hefðir verið tíu sinnum fljótari." Wiifred opnaði dvrnar á bíl Nicks og stóð stundar- korn með undrunarsvin á andlitinu. ..Eg athúgaði það ekki:“ Hann fór inn og settist. Þegar bíllinn þokaðist af stað sagði hann: „Níu búsund.“ „Hvað ertu að segia?“ „Fnúningsmælir Richards sýndi níu þúsund snún- inn° Ó. mínútu.“ „Éinmitt það?“ sagðí Nick þurrlega. „Hann hefur með öðmm orðum komizt upp í þrjú hundruð eða tvö hundmð og áttatíu í þriðja.“ „Það er lítil ástæða til að fagna því,“ svaraði Nick gremjulega. Vegimir að Mondano akbrautinni vom næstum mannauðir. Wilfred lokaði augunum þegar Nick fór með Jenseninn upp í hundrað og þrjátíu á þröngum vegi. Teiknari kappakstursbíla sem fóru þrjú hundr- uð kílómetra á klukkustund var skelfílega taugaóstyrk- ur þegar hann var í bílum á þjóðvegúm. Hann ók aldrei bíl sjálfur. Hann hafði ekki einu sinni ökuskír- teini, heldur treysti Fionu til að aka sér í tveggja sæta Triumphinum hennar. „Hvar er Fiona?“ spurði hann Nick hafi komiö henni í uppnám.“. ■ „Eg skil.“ „Hún beið eftir þér, en enginn vissi hvar þú varst.1 „Nei.“ Þaö var óþægileg þögn í bílnum nokkra stund. Svo sagði Wilfred: „Hvað sagði Richard við þig þegar hann stanzaði í grófinni?“ „Hann sagði aö sér fyndust dekkin í þynnsta. lagi.“ „En Martin. Sagði hann nokkuð um bílinn?“ „Hann sagði að bíllinn væri dálítiö viðsjáll á horn- unum, en ég efa-st um að hann hafi vitað hvað. hann. var að segja.“ „Vandræði að við skylddum ekki nota lokuðu yfir- bygginguna. Eg býst við að við hefðum fengið fimmtán kílómetrum meiri hraða á beinu brautunum og bétri aðlögún." „Þú hefur sagt þetta áðm-,“ sagði Nick. „En sú yfir- bygging væri ómöguleg í Allure akstrinum og við get- um ekki flutt með okkur báðar gerðirnar." ■ Wilfred sat lengi þegjandi. Þeir voru komnir út á aðalveginn ínn í Mondano. Sunnudagsumferðin var aftur farin að strevma inn í borgina. Nick tróð sér fram fyrir reiðan Fiat bílstióra og fyrir bragöið ætlaði hann að æra Nick með bílflaut- unni. „Geturðu skilið mig eftir viö bílageymsimia?“ Nick Ieit snöggt á Wilfred, en spurði einskis, því áð hann kannáðist við duttlunga verkfræöíngsins. „Kemuröu fyrir kvöldmat?“ „Eg veit það ekki. Eg þarf að tala dálítið við Jóa og athuga ýmislegt.“ Nick hafði fengið hluta af stóm verkstæði viö veg- inn að Mondano kappakstursbrautinni. Það kostaði liö- ið ekki eyri. Þeir þurftu aðeins aö leyfa eigandanum að setja upp stórá' auglýsingu sem í stóð að þetta væri aðalmiðstöð Dayton liðsins. Fyrir það uppskar hami aukin viðskipti. Flutningabíllinn var kominn að verkstæðinu þegar Nick skildi Wilfred eftir þar. Hann stóð við hliðina á bróður sínum, verkstæði á hjólum sem fylgdi bílmium hvert sem þeir fóru og var útbúið flestum nauðsyn- legum tækjum. Búið var að taka niður brunna bílinn og koma honum fyrir utanvert í geymslunni. Hinir bil- arnir voru kyrrir á sínum stað — tilbúnír í hið langa ferðalag til Allure. Wilfred fór í óhreinan samfesting og bar varnarfeiti á hendurnar. Bifvélavirkjarnir voru að klæða sig úr vinnufötunum og þeir gutu til hans augunum. Þeir höfðu unnið sextán stundir á dag og mikið af nótt- inni á undan — án þess að fá eftirvinnukaup. Þeir Framhald af 4. síðu um leið kennsla, hófst og við vorum konmir á fjörar fœt- ur yfir bókinni áður en lauk, og gátum orðið sleppt ð-inu, þar sem það átti við, en gáf- umst alVeg upp á. framburði vissra sérhljóða. Þar skilur þó' alla vega á milli Færeyings og íslendings. . . Að hausti leggur Heine- sen væntanlega leið sina tii Hafnar, i Akademxið, til frek- ara iiáms í málaralist. Við telj- um hann bezt kvaddan með því að tilfæra hér ummæli Lúð- víks skólastjóra: Zacharius stundaði myndlist- arnám sitt hér með stakri ár- vekni og dugnaði og náði mjög góðum árangri. Zacharius lagði megináherzlu á námið í list- málun og teiknun. Nú, er hann hélt heimleiðis, bauð ég honum að koma aítur til íslands í sumar og ferðast um landið og mála. Veitir skólinn honum einnig nú nokkum ferðastyrk. Er líklegt að hann muni dvelj- ast hér 5—6 vikur. Aður en hann heldur aftur til Færeyja. er í ráði, að hann haldi hér sýningu á vegum skólans. L. G. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. við völd. Batista á Kúbu, Trujillo í Dómmikanfika iýð- veldinu, Somoza yngri í Nic- aragua, svo að nokkrir sén nefndir. Aðrir hafa fallið hve» af öðrum . fyrir' sameinaðrf mótspyrnuhreyfingu þjóðlegra hægri afla og vinstri flokka. Það er engin tilviljun að Nix- on fékk óblíðastar móttökur í þrem höfuðborgum, ’par sem illa þokkuðum leppum banda- rísks hringavalds hefur verið velt af valdastólí á síðustu mánuðum. Hrákinn sem Nix- on fékk framan í sig í Lima, höfuðborg Perú, var kvittun fyrir bandarískan stuðning við Odri.a, fyrrverandi einræð- isherra, ópið sem gert var að honum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, sýndi hug lands- manna til verndara Piniila, sem bar var einræðisherra til skamm- víma, grjóthriðin sem dvndi á v^raforseta Banda- rikianna i Caracas, höfnðborg Ve-'ezueia. var kveðja til I'Jretr nt -;~,stjómar, sem ékaút 'kjó'húú yfir Jiménez eb'væfiíohe.i—- pegar þjóðar- ní'-'ri'"!, brakti hann frá vö’F-’m i vetur eftir áratugs blóoferil. M. T. Ó. Hvemig lízt ykkur á þykka prjónakápu úr svart og i hvítyrjóttu ullargami með klukkuprjóni, og stór- um vösum og hnappalista sem rastirnar snúa þvers- um í? Þetta er óneitanlega verkleg og skemmtileg kápa, en það er talsverð fyrirhöfn að prjóna svona flík og tilbúnu kápumar eru ekki gefnar, svo að ef til vill látum við okkur nægja að dást að stúlkunni á myndinni. | Sé hárið þreytt á stífum lagn- ingum og permanenti getur far= ið vel á því áð hafa það næst- um slétt og bursta það upp » I við. Greiðið hárið frá andlitinu, ]upp með eymnum og upp fra hálsinum að aftan, Burstið það j upp á við í mjúk fiöll, þáð gef- j ur hárinu léttan og fallegaa svip.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.