Þjóðviljinn - 28.05.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.05.1958, Síða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 28. maí 1958 Kvikmynd^híítídin í Crtiines f S 1 Eins og skýrt var frá hér í Þjóövilj- aJiiuu í síðustu viku, lauk hinni árlegu kvikmyndahátíð i Cannes í Frakklandi um fyrri helgi og þá voru verðJaun af- _ h’ent. Sovézk gullverðlaunamynd Æðstu verðlaun hátíðarinnar, gull- verðlaunin, hlaut sovézka kvikmynöin „Þegar trönumar fijúga hjá“. Sovézkar kvikmyndir hafa á nokkrum undan- förnum Cannes-hátíðum hlotið marg- víslega viðurkenningu, en þetta er í fyrsta. sinn sem sovétmynd hlýtur gull- verðlaunín. Kvikmynd þessi er gerð undir stjórn Mikhails Kalatosoffs og segir frá ung- um elskendum sem ekki fá notizt nema skamma stund. Unnustann Boris leikur Alexei Balatoff, einn af kunnari yngri kvikmyndaleikurum í Sovétríkj- unum. Hann hefur m. a. leikið í mynd- inni Móðurhmi sem gerð var undir stjóm Mark Donskoj, og Rumjantséff- málinu, en sú mynd var sýnd á vegilm MÍR í fyrra. Ungu stúlkuna Veroníku, unnustuna sem verður að sjá á bak piltinum sínum eftir stutt kynni, leik- ur Tatjana Samoilova. Fegurð þessar- ar ungu en líttþekktu leikkonu vakti óskipta athygli á Cannes-hátíðinni óg fylgdi fréttunum þaðan, að ekki hefði það dregið úr vinsældum Tatjönu að hún notar hverskonar fegrunarlyf .mjög í hófi. Tatjana Samoilova var hyllt lengi og innilega er hún tók við gullpálmanum, æðstu verðlaunum Cannes-hátiðarinnar, fyrra sunnudag. ★ Mynd frá Túnis hlýtur verðlaun Af öðrum verðlaunum, sem veitt . voru í Cannes, má nefna sérstaka viðurkenningu er franski kvikmynda- leikstjórinn og leikarinn Jacques Tati hlaut fyrir mynd sína Frændi minn, mjög frumlega gamanmynd. ítalska kvikmyndin Giovani Maxiti hlaut verð- Jaunin.fyrir bezta handritið og Sviss- Jendingurinn Bemard Taisant mynda- tökuverðlaunin fyrir heimildarkvik- mynd í litum frá Ecuador og Bolivíu. Um síðastnefndu verðlaunin vár mjög • hörð samkeppni milli Taisant og Sví- ans Arne Sucksdorff, sem sýndi. í Cannes kvikmynd sína frá Indlandi Frumskógasögu er vakti geysimikla at- hygli strax í upphafi hátífiarinnar, etos og skýrt var frá hér i þættinum á sín- um tíma. Tveir ungir og lítt þekktir kvik- myndagerðarmenn, Jacques Baratier leikstjóri og George Schehade, hlaut verðlaun fyrir frumlega, túnisiska mynd sem nefnist Goha, og Spánverj- inn Juan Antonio Bardem fékk verð- laun kvikmyndagagnrýnendanna fyrir tökurit og leikstjóm í myndinni Hefndimii. Sú kvikinynd er sögð vera epísk lýsing á lífi1 Iandbúnaðarverka- manna á IsTorður-Spátlí og svipa jöfn- um höndum til véi-ka' Garcia Lorca og John Steinbecks. Verðlaun fyrir beztan leik karl- manns hlaut Paul. uppskafninginn Ben Öúick i ‘báhdá'-' risku myndinni Langa sumarið, en hún er gerð eftir einni af skáldsögum Nób- elsverðlaunahafans Wílliam Faulkners. ★ Verðlaun til handa Svíum Önnur verðlaun á hátíðinni féllu í hlut Svía. Þær Eva Dahlbeck, Ingrid Thulin, Bibi Andersson og Barbro Hiorth skiptu á milli sin verðlaunun- um fyrir beztan leik í meiriháttar hlutverkum kvenna. Tóku þær Ingrid Thulin og Bibi Andersson á móti verð- laununum og voru ákaft hylltar. Ingmar Bergman, sænski leikstjór- \' i.f. 1 1 i Tatfana Samoilova í „Þegar trönurnar fljúga hfá'1. inn. var hinsvegar ekki staddur í Cann- es til að taka á móti verðlaunum sín- um fyrir , bezlu íeikstjórn ársins í ■ -.kvikmýhdiöni $Nara livet; en sænsku léifyjfonurnar fjórar sem áður var get- ið léku allar í henni. Ingmar Berg- man hefur tvívegis áður hlotið verð- laun í Cannes: 1956 fyrir kvikmynd sína Bros snmarnæturinnar og 1957 fyrir myndina Sjöunda iimsiglið. Nú var honum. boðið, sérstaklega að senda eina af myndum sínum til hátíðarinn- ar, enda þótt Svíar ættu aðra mynd á hátíðinni, Frumskógasögu Arne Sucks- dorff sem áður var lítillega drepið ó. Nára livet þykir bezta verk Ingmars Bergmans til þessa, enda stóð aðal- slagurinn um gullverðlaunin í Cann- es milli hennar og þeirrar sovézku, að sögn fréttaritara á hátíðinni. Myndin gerist öll é fæðingardeild Karelinska sjúkrahússins í Stokkhólmi og eru að- alpersónurnar þrjár verðandi mæður. Tökurit UHa Isakssons þykir mjög vel gert og fjölmöjg atriði myndarinnar afar áhrifamíkil og raunsæ, ekki hváð sízt þau atriði sem gerast í sjálfri fæ.ðingarstofunni. * ' ' :'• ★ ★ Meðal þeirra sem sæti áttu í dóm- •nefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cann- es að þessu sinni má nefna Þjóðverj- ann Helmut Káutner, Bandaríkja- . manninn Charles Vidor, ítalann Zav- attini, Japanann Tomiko Asabuki, Rússann Sergei Jútkevitsj og Frakk- ana Marcel Achard og Bermard Buffet. Sá síðastnefndi er listmálari. j uon Atburðirnir í Frakklandi Framhald af 12. síðu. þessu yfir. lýsti hann fullu trausti á hershöfðingjana í A.lsír sem þar hafa tekið sér völd þvert ofan í lög og rétt, en héit áfram og sagði að de Gaulle hefði sagt sér að hann gæti þvi aðeins hugsað sér valdat"ku að hun færi fram á iöglegan hátt. Því væri hann fús til að taka upp viðræður við leiðtoga stjórnarflokkanna vm hvernip- stjóm undir hans forystu yrði mynduð. Sefitr ekki a fsér Pflimlin lýsti því yfir að hann myndi ekki segja af sér, nema því aðeins ,að þjóðþingið svipti hann stuðningi. Hins veg- ar var Þ'óst, af orðum hans að hann mvndi ekki ófús að víkja, ef meirihluti þingsins óskaði þess, osj revndar hefur hann áð- ur tekið fram að hann muni ekki sitja ef st.jórn hans ætti líf sitt undir stuðningi kommúnista. — Hverjum þingmanni þer nú skylda til að rísa undir þeirri á- byrgð sem á herðum hans hvíl- ir og sýna okkur hvert skal stefna, sagði Pflimlin. Abáðum áttum Þessi ræða Pflimlin styrkir þann grun fréttamanna í París að borgaraflokkamir sem styðja stjóm Pfiimlins séu nú mjög á báðum óttum og ekkert sé hægt að fullyrða um afstöðu þeirra til valdatöku De Gauile. Flokkur Pflimlins sjálfs, kaþólski flokk- urinn MRP, lýsti að vísu yfir því í gær að hann myndi halda áfram stuðningi við núverandi stjóm og ekki’ styðja de Gauile til valda. En ekki er óstæða tii að treysta um of á þá yfir- lýsingu. íhaldsmenn, hinir svokölluðu „óháðu“ þingmenn, sem eru um 100 talsins, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við hershöfðingj- ann og’ Pinay leiðtogi þeirra er talinn hafa átt þátt í ferðalagi hans til Parísar í fyrrinótt. Hann hefur hvatt til þess að viðræð- ur hefjist þegar í st.að míiii de Gaulle og leiðtoga allra þing- flokka nema kommúnista. Afstaða sósíaidemókrata Mikið veltur á afstöðu sósíal- demókrata. Þingmenn þeirra, um 100 talsins, og framkvæmda- nefnd flokksins héldu sameigin- legan fund í gær og samþykktu með 112 atkvæðum gegn 3, en 1 sat hjá, að fiokkurinn myndi undir engurn kringumstæðum veita de Gaulle stuðning sinn. f ályktun sem birt var að fund- inum loknum var sagt að yfir- iýsingar hershöfðingjans brytu í bága við lög iýðveldisins. Þessi eindregna afstaða sósíal- demókrata gegn valdatöku de Gaulie myndi vera mikil trygg- ing gegn sigri einræðisaflanna, | ef frönskum sósíaldemókrötum vær algerlega treystandi til að standa við hana. En reynslan hefur sýnt .að það er næsta hæp- ið. Verkalýðshreyfingia eina stoðin í rauninni á franska lýðv-eldið aðeins eina stoð sem ekki mun bresta: Það er hin róttæka verkalýðshreyfing, Hins vegar mun hún ekki ein geta varið iýðveldið, til þess þarf sameig- inlegt átak allra samlaka verka- lýðsins. Franska aiþýðusambandið boð- aði í gær sólarhrings verkfall um allt landið til að mótinæla tiiraunum de Gauile til að ná 'völdum, en verkalýðsfélög sósí- aldemókrafa, kaþólskra og ó- háð félög stóðu ekki að verkfall- inu. Undirtektir voru því mis- jafnar, en eftir því sem leið á daginn fjölgaði verkfallsmönn- um. Talið er að yfirgnæfandi | meirihluti námumanna hafi lagt niður vinnu, svo og mikill hluti vei-ksmiðjufólks. Hins vegar var umferð í París og öðrum borg- um Frakklands og milli þeirra að miklu leyti ótrufluð, a.m.k. frarri éftir deginum. Neðanjarðarbraut-' in í París stöðvaðist þó þegar á daginn leið og samgöngur í út- hverfunum höfðu stöðvazt þeg- ar um morguninn. Kvöldblöð komu ekki út í París í gær. ÖJI verkalýðssamböndin hafa hins vegar skorað á félaga sina að taka þátt í fundi lýðveldis- sinna sem boðaður hefur verið í París ■ í dag. Vinstri flokkarnir og sumir miðflokkanna hafa gért slíkt hið sama og ýms önnur samtök. 12 tundurspillar og fimm kaf- bátar héldu í gær frá ; fiota- höfninni í Toulon í Suður-Frakk- landi og var sagt að þeir færu út á Atianzhaf til æfinga. Tih átaka kom í gær í Toulon milli verkamanna og lögreglu. Nýkomnir uppreimaðir strigoskór MEÐ INNLEGGI AðaLstrseti 8 — Laugaveg 20 — Laugaveg 38 — Snorrabraut 38 — Garðastræti 6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.