Þjóðviljinn - 28.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞfÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. maí 1958 IMÓÐVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alÞíðu - Sóslallstaflokkurlnn. - Rltstíórar Magnús Kiartansson (áb.), Slgurður Quðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Siguriónsson, Quðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- Ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Bitstjórn, afgrelðsla, auglýslnear, prent- smlðja: Skólavörðustíg 19. - Síml: 17-500 (5 linur). - Áskrlftarverð kr. 25 á mán. í Reykiavík og nagrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmlöja Þióðviljans. Stækkun landhelginnar í kvörðunin um stækkun fisk- ¦**• veiðilandhelginnar i 12 sjó- mílur :er einhvér mikilvægasti atburðUr sem gerzt hefur í ís- lenzkri stjórnmálasögu, áfangi sem lengi verður minnzt i þró- unarsögu íslenzkrar sjálfstæðis- baráttu. Með þessari ákvörðun stíga íslendingar stærsta skref- ið >að því lokamarki sínu að tryggja sér alger yfirráð yfir landgrunninu öllu og hafinu yfir þviV a'uðlindunum sem eru forsendan fyrir lífskjörum þjóðarinna' 03 batnandi af- komu. Á þr °--s?*i, sem nú verður lagt uricru '~Wzk yfir- ráð, hafa á undanföi>;"n\ ár- um stundað veiðar 200 oVnH- ir togarar að jafnaði en á suoci- um tímum árs miklu meiri fjöldi. Verðmætum sem nema mörgum hundruðum milljóna króna hefur verið rænt árlega af þessum erlenda flota, og öll aðstaða íslendinga til fiskveiða á að gerbreytast við þessi um- skipti. Þegar þess er gætt, hvílíkur stórviðburður stækkun landhelginnar er, hefði ekki verið að undr.a þótt nokkur á- greiningur hefði verið uppi með þjóðinni — og stjornar- kreppan mikla í síðustu viku mun löngum verða söimun þess að það var tekizt á af fullri djörfung. En þessi átök stöf- uðu ekki af mismunandi við- horfum íslendinga sjálfra til lífshagsmuna sinna; það má segja að íslendingar allir hafi verið jafn einhuga og þegar þeir stofnuðu lýðveldi 1944. Átökin stöfuðu af annar- legum ástæðum, þau voru sönnun þess hversu gerspilltir sumir íslenzkir stjórnmála- menn eru orðnir, hversu fjar- lægir þeir exu orðnir þjóð sinni og viðhorfum hennar. Andstaðan við stækkun land- helginnar stafaði að nokkru leyti af þjónustusemi við er- lent vald. Aldrei fyrr hafa er- lend stjórnarvöld veitt íslenzk- um rnálefnum aðra eins ahygli og í síðustu viku. Landhelgis- mál fslendinga var á dagskrá hjá fastaráði Atlanzhafsbanda- lagsins alla vikuna, og skeyt- um og símtölum rigndi yfir ís- lenzka stjórnmálamenn. Brezka stjornin hélt þrjá ráðuneytis- fundi í síðustu viku, einvörð- ungu um landhelgismál íslend- inga, og mun það sjaldan hafa komið fyrir áður að nafn þess- arar fámennu þjóðar hafi bor- ið á góma í þeirri. stofnun. Báðir þessir aðilar lögðu allt ,,kapp á„,að , fá | .íslendingai til „ „'þess,-;að. fresta,,ákvÖEðutjup5, sín- um og fallast í .staðinuá, ráð- stefnu , Atlanzhafsbandalags- TÍkja um. landhelgi íslands og sætta sig við niðurstöður hennar. Það er vissulega öm- • urieg staðreynd hversu margir íslenzkir alþingismenn voru um skeið reiðubúnir tii þess að beygja sig fyrir þessu erlenda valdboði. En það var jafn ánægjulegt að íslenzk ein- beittni skyldí geta beygt þá í rétta átt á nýjan Ieik. Annað atriði, sem ófst mjög ** inn í átökin í síðustu viku, var viðhorfið til ríkisstjórnar- innar. Það er nú ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn og íhalds- klíkan í Alþýðuflokknum höfðu bundið það fastmælum að nota landhelgismálið til þess að koll- varpa núverandi stjórnarsam- starfi og miða alla framkomu sína við það. Þetta birtist m. a. glöggt af fyrirsögnum Morg- unblaðsins og Alþýðublaðsins síðustu viku; þar voru hvórki látnar í ijós áhyggjur né áhugi á landhelgismálinu, heldur sner- ist allt um það hvort stjórnin myndi falla eða ekki. í aug- um sumra leiðtoga íhaldsins var landhelgismálið aðeins til- efni til að velta ríkisstjórninni, og ef það tækst, skipti engu hver ó'riö'g landhelgismálsms yrðu. Er þetta sígiltdæmi um það málefnalega siðleysi sem einkerinir. iafstöðu Sj álfstæðis- flokksins; ef leiðtogar hans hefðu hugsað eins og íslending- ar hefðu þeir að sjálfsögðu boð- ið fram alla aðstoð í landhelg- ismálinu, til þess , að samstaða þjóðarinnar birtist sem .gleggst, einnig á stjórnmálasviðinu, En aðalleiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins eru litlir mehn ogi hug- sjónalausir, og einnig vonir þeirra um stjómarslit -runnu út í sandinn að lokum. Trú- lega hefði þeim fyrr orðið að óskum sinum á því sviði ef þeir hefðu haft manndóm fcsér til að hegða sér eins og íslend- ingar. '' '¦'" " " ¥^ær annarlegu hvatir, sem birt- *¦ ust í þessum viðbrögðum, varpa skugga á. hin miklu gleðitíðindi: ákvörðunina um stækkun landhelginnar í 12 mílur. En skammsýn viðbrögð nokurra pólitíkusa munu ekki megna að spilla einingu þjóðar- innar. Alger samstaða íslend- inga í þessu afdrifarika stór- máli hefur birzt mjög glöggt undanfamar vikur, í einróma samþykktum og í heitum áþuga fólks um allt; land. Sú sam- staða þarf enn && eflast og þróast. Við vitum fullvel að framundán eru átök við erlend' ríki, sem.: ekki vilja una því þegjandi og hljóðalaust, að tog- urum þeirra sé bægt frá fiski- miðum Islendinga. Hvört sem þau átök standa lehgur eða skemur, hvort sem 'þau verða alvarleg eða lítilvæg, þrirfa ís- lendingar þegar í opphafi að sýna að þeir munu einbeita allri orku sinni að þvi að'verja rétt sinn. Látum engin .öskyld sjónarmið, trufla þetta stprmál lengur, sýnum að l|slendingar geta átt. einn vilja þegar* mikið er í húfi. . i,.:,, i: 2> Drengur góður og vinfastur " Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra er einhVer skilríkasti maður serri um get- ur hér á landi um þessar mundir og þótt víðar væri leit- að um lönd og aldir. Hefur það birzt einkar glöggt af fram- komu hans í landhelgismálinu og er raunar skýringin á þeim. miklu átökum sem urðu í síð- ustu viku. Guðmundur utanríkisráð- herra hét þjóð sinni því að stækka landhelgina í 12 mílur. Hann ítrekaði það loforð marg- sinnis, svo að enginn þyrfti að vera í efa um afstöðu hans, og :tiltók nákvæmlega upp á dag, ; hvenær gengið skyldi frá reglu- 'gerð um stækkunina i síðasta 'lagi. En Guðmundur Guðmunds- son er ekki aðeins utanríkis- ráðherra íslands, hann er einn- ig einn af helztu leiðtogum Atl- anzhafsbandalagsins. Og þeim voldugu hernaðarsamtökum varð þegar ljóst að stækkun , landhelginnar við fsland var* ógnun við frelsi og lýðræði og öryggi vestrænria þjóða. Því var leitað til Guðmundar, og ekki stóð á honum; hann lofaði því hátíðlega að landhelgi ís- lands skyldi ekki stækkuð. Til frekari áherzlu og öryggis til- tók hann nákvæmlega upp á dag, að engin ákvörðun skyldi tekin í landhelgismálum næstu tvo mánuðina, Og til þess að ekkert færi milli mála, sendi hann skrifstofustjóra sinn, Hendrik Sv. Björnsson, sem gísl til aðalstöðva Atlanzhafs- bandalagsins. Þeir skiptust síð- an daglega á skeytum og sam- tölum og þar linnti loforðunum ekki, fremur en í viðtölum ráð- herrans við sendiherra banda- lagsríkjanna hér á landi. En það voru miklu fleiri að^ ilar sem höfðu áhuga á land- helgismálinu. Einn þeirra var Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hafði umfram allt áhuga á því að þannig yrði haldið á málinu að ríkisstjómin félli. Því leit- uðu leiðtogar hans, Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen, til hins skilríka manns, Guð- ! mundar Guðmundssonar, og harm lofaði því af fullkomnu öryggi að sjórnin skyldi falla. Vandinn var sá einn, að Sjálf- sæðisflokkurinn þyrfti að taka afstöðu gegn stækkun Jandhelg- innar, Alþýðuflokkurinn myndi þá gera slíkt hið sama, og þar með væri þingmeirihluti gegn stækkuninni og stjómin fallin. Sjálfstæðsflokkurinn brá við hart og kom með yfirlýsingu sína í samræmi við loforð' ráð- herrans. Og þannig mæ.tti lengi telja. Einn þeirra, sem mestan áhuga höfðu á stjórnarslitum var for- seti fslands, auðvitað af emb- ættisástæðum einum saman. . Hann vildi sem sé að ekkí stæði á sér, þegar. stjóraih bæðist Jausnar. • Því leitaði einnig hann til Guðmundar Guðmundssonar, og ráðherrann lofaði því strengilega að stjórn- in skyldi falla s.l. föstudag, riánar tiltekið milli nóns og miðs aftans. Því bjó herra for- setinn sig uþp á í sjakket og beið þess í ofvæni í skrifstofu sinrii í Alþingishúsinu að for- sætisráðhérra kæmi með lausn- arbeiriiha, svo að hann gæti afgreitt embættisstörf sín af flýti og öryggi, þannig að til fyrirmyndar væri. ¦ :, Allir .vita svo, hvernig fór. Guðmundur Guðmundsson gerði ekki upp á milli loforða sinna, enda ehilægur jafnaðar- maður. Hann afgreiddi öll fyr- irheitin á sama hátt, eitt af öðru, þar til hann stóð í sömu sporum og í upphafi. Því fara þeir menn, innlendir sem er- lendir, sem bera þungar sakir á Guðmuhd ráðherra, mjög villir vegar. Hann er í sánn- leika skilríkur og áreiðan?egur, svo að af ber. Það er hægt að tréysita því ' fnllkomliega, að ekki er' hægt'áð trey'sta einu einasta orði sém hann segir. Það er hægt að reiða sig á það til algerrar hlitar, að það er ekki hægt að reiða sjg á eitt einasta loforð haris. livo. full- komin staðfesta. og algert sam- ræmi í orðum og athöfnum eru vissulega sjaldgæf fyrirbæri nú á tímum. Um það má segja líkt og Sigurður mælti forðum: Ef maður ætlar að láta kveikja í hjá sér, þarf til þcss alveg strangheiðarlegan mann. I Heljarslóðarorustu kemst Benedikt Gröndal svo að orði um ó'nnur mikilfengleg átök: „Var nú hreyfing mikil í Norð- urálfunni út af stríðinu og haft í munnmælgi ýmislegt, um hversu fara mundi.. Flýttu Dan- ir sér sem skjótast að s,e»nda legáta víðs vegar til þess að segja að þeir væru ,.ekki rneð neinum, því þeir vissu enn eigi, hverjum mundi betur ganga, en vildu víst þar vera, sem von var.„Danif eru dreng- ir góðir og vinfastir". Sá ,er munurinn á Guðmundi Guð- mundsayni utanríkisráðherra ? og Dönum, að hann gekk feti framar og lofaði því að vera með öllum. Því bera honum með enn meiri rétti hin fögru einkunnarorð Gröndals.- Sapn- arlega er hann drengur góður og vinfastur. ; ¦ ¦•. - ¦¦, •. fcy. FréleSfcir útvarpslré "Fréttastófa ríkisútvarpsins hefur að váridá látið að sér kveð.a í átökuhum um laridhelg- ismáliðl' Dag eftir dag tönnlað- ist hún á; því^að allir flokkar værti saiíiníála iim það að stækka ætti lahdfaélgina upp í 12 •milrir. Ekki gat þó þessi ;hlutlaugá:'stofriun' fundið nokk- ur fr.áleitari;ósahnindi, að flytja ,hlustendurpj •,,. Ágreiniiigurinii var sem sé uin það og það eitt, hvort stækka bæri lan<íhelgina upp í 12 mílur, hvort taka ætti um það endanlega ákvörðun strax, eða hefja samningamakk við Atlaijzhafsbandalagsríkhx Fréttastof^n taldi sem sé algert samkomulág um það, s'eiri var eina ágreiningsmálið. f samræmi við fyrri „fréttir" skýrði fréttastofan svo frá því s.l. sunnudag að samköinulag stj órnarflokkann a væri í: því fólgið að reglugerðiha ætti að birta 30. júní. Þetta er fjarri sanni. Samkomulagið er í því fóOgið að stækkunin er ákveðin nú þegar, þannig að éugu atriði má hagga; að öll átriði hinnár nýju reglugerðar etu birt nú þegar. 30. júni skeður' aðeins það formsatriði að hún birtist í Lögbirtingablaðinu, samkvæmt skoplegri þrábeiðni Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn hafði krafizt þess að lokaá- kvörðun í málinu yríi frestað til 30. júní svo að hægt yrði að semja við Atlanzhafsbaiidalag- ið; hann fékk því einu fram- gengt að birtingu í Lögbirt- ingablaðinu er frestað tíl 30. júní en öll málsariði ákveðin nú þegar. En svo kemur frétta- stofan og segir þau tíðindi að það eintak af Lögbirtingablað- inu sem kemur út eftir rúman mánuð sé sjálft meginatriði málsins! Aðalf undur NOKRÆNA FÉtAGSINS verður háldirin í Tjamarcafé — uppi — 28. þ.m.P klultkari. 21. —- Venjuleg aðalfunaarstörf. STJÓRNIN Reikningur H.f. Eimskipafélags Islands fyrir árið 1957 liggur frammi á skrifstofu félagsins, til sýnis fyrir hlut- liafa, frá og með deginum í ^lag að telja. Reykjayíkj 24v maí 1958 STJÓRNIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.