Þjóðviljinn - 30.05.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1958, Blaðsíða 1
Föstudagur 30. maí 1958 —- 23. árgangur ¦— 119. fcölublað. álögur og útswör 12. síða. • • Orlagastund Frakklands runnin upp Coty forseti hefur falið de Gaulle hershöfðingja að mynda stjóm? sósíaldemókratar hika9 kommúnistar hvetja verkamenn til árvekni Allt benti til þess í gærkvöld að örlagastund írönsku þjóðarinnar væri runnin upp og úr því yrði nú skorið hvort lýðveldið megnar að verjast íjandmönnum sínum eða hvort það fellur íyrir þeim, hvort verkalýðurinn og lýðveldissinnar í borgarastétt bera gæíu til að taka höndum saman á hættustund, eða hvort sundrung þeirra leiðir hörmungar bræðravíga yf- ir þjóðina. — Þetta varð Ijóst þegar tilkynnt var í gærkvöld að René Coty, forseti lýðveldisins, hefði falið de Gaulle hershöfðingja að mynda stjórn. De Gaulle hafði komið til Parísar í gærkvöld að tilmæl- um Coty forseta. Forseti tók á móti honuin við þær dyr forsetahallarinnar sem aðeins eru ætlaðar þjóðhöfðingjum að ganga um. Þeir ræddust við í fimm stundarifjórðunga. Að fundi þeirra loknum kom einn af embættismönnum for- seta fram á tröppur forseta- iiallarinnar og tilkynnti að for- setinn hefði falið de Gaulle að mynda stjórn og hefði hers- höfðinginn tekið það að sér. De Gaulle hélt frá forseta- höllinni til skrifstofu sinnar í París og hafði þar stutta við- dvöl, en fór síðan til bústaðar síns í þorpinu Colombey-les- déux-Egiises. De Gaulle gaf út tilkynningu sem birt var skömmu eftir að hann var lagður af «stað heim til sín. Hann sagðist hafa skýrt Coty forseta frá því að hann yrði að fá sérstök völd um til- tekinn tími til að ráða fram úr hinum mikla vanda sem þjóð- in væri nú stödd í. Hann hefði fengið heimild forseta til að undirbúa víðtækar breytingar á stjórnskipulagi landsins, og sagðist hafa gert þetta að al- geru skilyrði fvrir stiórnar- myndun sinni. En þetta yrði að gerast sem allrrf. fvrsf. að öðrum kosti gætu h;mr hörmu- legustu atburðir gerzt. iSkýrt var jErá hv{ ?ð Cotv forseti myndi kveðja formenn dag og ræða við þá hvern í sínu lagi. Bent er á að þetta sé í fyrsta sinn í sögu franska lýðveldisins sem forseti hafi þannig tekið að sér að gerast milligöngumaður milli forsæt- isráðherraefnis og leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Boðskapur Cotys til þingsins Áður en þetta •gerðist hafði þjóðþingið hlýtt á orðsendingu frá Coty forseta. Það var um tvöleytið í gær. að André le Troequer, forseti þingsins, hóf lestur þessa boðskapar og reis þá allur þingheimur úr sæt- um. Coty sagði: ,»Vér stöndiun nú á barmi borgarastyrjaldar. Ætla Frakk- ar nú að fara að berjast inn- byrðis, eftir að hafa barizt við óvini sína í fjörutíu ár? 1 báðum fylkingum virðast menn nú reiðubúnir til bræðra- víga. Hvað yrði þá um Frakk- land? Á þessari hættustund þjóðar vorrar og lýðveldis hef ég Ieitað til hins ágætasta með- al Frakka, til þess niauiis sem á myrkustu árum sögu vorrar var leiðtogi vor í baráttunni fyrir að endurheimta frelsið, þess nianns sem kastaði frá sér einræðisvöldum í því skyni að eudurreisa lýðveldið." Coty forseti skýrði þinginu frá því. áð viðræður sem de Gaulle hefði átt við forseta begrgja deilda þingsins hefðu leitt í ljós að töluverð vand- fengið völdin í sínar hendur. Því hefði hann ákveðið að ræða sjálfur við hershöfðingjann. Hófcar að se.gja af sér Coty skýrði síðan frá því að hann hefði rætt við de Gaulle um hvað gera þyrfti innan þeirra takmarka, sem lög lýð- veldisins segðu til um, til að koma á „velferðarstjórn" í landinu og hvað gera þyrfti, þegar hún hefði verið mynduð til Umbóta á stofnunum lýð- veldisins. Forseti tók síðan fram að ef 'tilrauu hans til að styðja de Gaulle til valda fæii út um þúfur, myndi hann sjálfur segja af sér og fela forseta þjóðþingsins embættisverk s;ín, samkvæmt stjórnarskránni. Boðskap forseta lauk á þess- um orðum: I „Fulltrúar þjóðarinnar, örlög hennar eru nú í yðar hönd- um." Framhald á 5. síðu. þingflökkanna á sinn fund íi'kvæði væru á því að hann gæti Þannig hugsar teiknari brezlia íhaldsbl. Daily Mail sér valda- töku de Gaulles. Massu, foringi fallhlífarhermanna, fyrirskipar honum að henda sér út yfir París. Hótanir um borgarastríð, verkamenn búast til varnar Síðustu fréttir Stjórn franska alþýðusam- bandsins, CGT, samþykkti á- lyktun í gærkvöld eftir að kunnugt var um að de Gaulle hefði verið falin stjórnamiynd- Túnisbúarjeggja framkæru á Frakka í Oryjgs[isrádinu Enn barizf I gœr ! grennd v/S herstöS Frakka I Remada ! suSurhluta Túnís Enn sló í bardaga milli hersveita Frakka og Túnis- búa nálægt frönsku herstöSinni í Remada í suöurhluta Túnis í gær. Stjórn Túnis hefur nú ákveöiö aö kæra Frakka fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. I^ardaginn í gær hófst þeg- ar. fíánskur herflokkur frá Remada réyndi áð brjótast gegnum hlið á vegi um 20 kní frá herstöðinni, en allir herflutningar Frakka í Tún- is" hafa verið bannaðir síðan í febrúar. Talsmaður Túnisstjórnar sagðj að ¦'£rönsku hermennirnir hefðu hafið skothríð á varð- sveit Túiúsbúa, en þeir hefðá svarað í sömu mynt og Frakk- ar hefðu hörfað undan. Bar- daginn stóð í fimm klukku- stundir, en ó'kunnugt er um mannfall. Sendinefnd Túnis hjá SÞ bárust þau skilaboð í'gær að hún skyldi fara fram á þegar, í stað að kallaður yrði saman fundur í öryggisráðinu til að f jalía um kæru Túnis á Frakka. un. 1 álykhminni er skorað á alla verkamenn innan vé- banda þess, en þeir eru lun 4 milljónir talsins, að mynda nefndir til varnar lýðveldinu. 1 óstaðfestum fréttum er sagt að verkamenn hafj í gær- kvöld tekið á vald sitt verk- smiðjur víða um landið, og slíkar aðgerðir séu fyrirhug- aðar annars staðar. * Uppreisnarforingjarnir •;. Al- sír hótnðu Jiegar í fyrradag öllu ilíu hverjum Ijeim þing- nianni sem reyndi að koma í veg fyrir valdatöku de GauIIe „Velferðarnefndin" þar ítrek- aði þessa hótun í .gær. Hún sagðist mundu taka til siniui ráða ef nokkur töf yrði á að de Gaulle fengi völdin í hend- ur. Massu hershöfðingi sagði að herinn ;í heimalandiiiu myndi berjast við hlið hérsins í Al- sír. Delbec^ue, einn af fulltrú- unum í nefndinni, sagði í gær- kvöld, að svo kynni að fara - að herinn yrði að skerast í leikinn ef kommúnistar reýndu E að koma í veg fyrir valdatokú' de Gaulles. • J ¦ Mikill fundur var haldinn í gær í Marseille fyrir framan byggingu alþýðusambandsinst þar í borg. Fundarmenn hétu því að verja lýðveldið fyrir ásóku . fasista. Fréttaritari brezka . útvarpsins segir að þegar fund- iiiimi lauk hafi ' gífurlegur - mannsofnuður farið imi götur borgarinnar í óleyfi stjórnar- valdanna, en vopnuð lögregla hafi dreift homun. Samtök franskra kennara hafa boðað til sólarhrings verkfalls í dag til að mótmíela valdatöku de Gaulle og- votía lýðveldinM hollustu sína. Sanítok nemenda. og foreldra styðja verkfallið. ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.