Þjóðviljinn - 30.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1958, Blaðsíða 6
6) —- ÞJÓtívÍLJlNN — Föstudagur 30. maí 1958 .ttik DlÓÐVILIINN Útgefttndl: Samelnlngarflokkur aíbýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðviljans. J Ávarp Sverris Kristjánssonar í aímælissamsæti Brynjólís Bjamasonar; í sögulegum skilningi var þessi fámenni hópur forustulið íslenzks verkalýðs Erlend afskipti af landhelgismálinu ■fjrér í blaðinu hefur að und- ■* * anförnu verið greint frá því að erlendir aðilar hafi haft býsna mikil afskipti af átökum þeim um landhelgis- málið sem urðu síðustu tvær vikurnar. Þykir Þjóðviljanum rétt að rekja þá sögu nokkru nánar. Guðmundur í Guðmundsson utanríkisráðherra sótti sem kunnugt er fund utanrik- isráðherra Atlanzhafsbanda- lagsins í byrjun maímánaðar. Urðu þar miklar umræður um landhelgismál tslendinga, en ekki er vitað hvað ráðherr- unum fór á milli nema af er- lendum blaðafregnum, sem herma að Guðmundur hafi verið feneinn ofan af því að birta nokkra afdráttarlausa yfirlýsingu um það að íslenzk stiórnarvöld væru staðráðin í því að stækka landhelgina í 12 mílur; sjálfur hefur Guð- mundur ekkert skýrt opinber- lega frá málflutningi sí.num um landhelgismálið. Hitt er staðreynd að eftir fundinn sendi Guðmundur skrifstofu- stjóra sinn, Hendrik Sv. Bjömsson, til aðalstöðva At- lanzhafsbandalagsins í París. Eftir að Guðmundur kom heim gerðust svo þau tíð- indi að skeyti fóru að berast í stríðum straumum frá skrif- stofustjóranum. Var það efni þeirra að allar líkur væru á að Atlanzhafsbandalagsríkin myndu viðurkenna eða sætta sig við stækkun Islendinga á landhelginni, ef erlendir tog- arar fengju undanþágu til veiða innan Iandhelginnar næstu finun árin. Skeyti þessi voru síðan ítrekuð með sím- hringingum og l"gð áherzla á það að samningar stæðu til boða. Var ljóst að nú var allt kapp lagt á að hefja samningamakk um málið. Laugardaginn 17. maí skrif- aði sjávarútvegsmálaráð- herra h’num stjórnarflokkun- um því bréf, minnti á að þeir hefðu heitið því að gengið skyldi frá stækkun landhelg- innar á tímabilinu 10.—20. maí og lýsti yfir því að hann teldi óhjákvæmilegt að ný reglugerð yrði ákveðin 20. maí í síðasta lagi. Sama dag, 17. maí, gerðust svo þau tíð- indi að utanrikisráðherra sendi Atlanzhafsbandalaginu fvrirspurn í samráði við Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn. Var bar spurzt fvrir um það hvort Atlanz- hafsbandalagsríkin myndu sætta sig við að íslendingar stækkuðu landhelgi sína í 12 mí’ur, ef stækkuninni yrði þannig háttað að grunnlínur yrðu leiðréttar en erlendir tog- ar?r fengju undanhágu til veiða innan landhelginnar nættu þrjú árin. Var með þessu að sjálfsögðu hafið samningamakk um málið þvert ofan í þá stefnu íslendinga að landhelgismálið sé íslenzkt innanríkismál sem ekki megi semja um við önnur ríki. Þriðjudaginn 20. maí — daginn sem sjávarútvegs- málaráðherra tiltók sem loka- frest til að ganga frá málinu — gerðist það næst, að svar kom frá Atlanzhafsbandalag- inu. Var þar sagt að fastaráð- ið hefði fjallað um fyrirspurh utanríkisráðherra, og væri það samróma álit allra ríkjanna að landhelgi eins og sú, sem rætt væri um í fyrirspurninni, kæmi ekki til nokkurra mála; ekkert ríki Atlanzhafsbanda- lagsins myndi viðurkenna hana, en jafnframt var boðið upp á áframhaldandi samn- inga um málið og tiltekið að jæir skyldu ekki standa nema tvo mánuði í hæsta lagi. ¥»ann dag hófust síðán hinir miklu fundir stjórnarflokk- anna. Um kvöldið ákvað Framsóknarflokkurinn að lýsa yfir stuðningi við tillögur Al- þýðubandalagsins um að land- helgin yrði ákveðin nú þegar. Sjálfstæðisflokkurinn og AJ- þýðuflokkurinn — sem höfðu hið nánasta samráð sín á milli — báðu hins vegar um frest til að svara til næsta dags. jLi'iðvikudaginn 21. maí. barst svo enn eitt skeyti. Var það frá einum helzta forustu- manni Atlanzhafsbandalags- ins. I því var haft í hótun- um við Islendinga um sameig- inlegar refsiaðgerðir banda. lagsríkjanna, ef Islendingar stækkuðu landhelgi sína ein- hliða. Jafnframt var því lýst með fögrum orðum livílíkan á- huga bandalagsríkin hefðu á því að leysa vanda íslendinga, t. d. með auknum fiskkaupum héðan og efnahagsaðstoð. Að lokum var enn farið fram á það að samningum yrði haldið áfram og ítrekað að þeir ættu ekki að standa nema tvo mán- uði. Eftir að þetta skeyti kom skiluðu svo Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn svörum eínum. Lýsti Sjálf- stæðisflokkurinn bæði efnis- legri andst"ðu við það að laridhelgin yrði stækkuð á þann hátt, sem Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkur- inn höfðu komizt að sam- komulagi um og andstöðu við þá málsmeðferð að stækkunin yrði ákveðin af Islendingum eirihliða án samninga við At-®* lanzhafsbandalagið. Svör Al- þýðuflokksins voru mjög á sömu lund, og lögðu báðir flokkarnir til að ákvörðun í málinu yrði frestað meðan verið væri að „kynna“ það. Þannig stóðu málin þegar stjórnarkreppan hófst, og almenningur fylgdist síðan Kæri Brynjólfur! Þegar ég var beðinn um að flytja þér hér í kvöld eitthvað, sem kallast ætti ávarp, þá tók ég því mjög fjarri í, fyrstu. Ekki vegna þess, að mér væri móti skapi að minn- ast þín á þessu merkisafmæli, heldur vegna hins, að ég taldi að til væru í flokknum svo margir menn, er hefðu kynnzt þér miklu betur per- sónulega en ég. Á ég einkum við þá menn, sem börðust við hlið þér og undir þinni for- ustu á árunum milli 1930— 1940, þeim árum, er lögð var undirstaðan að nýrri pólitískri forustu í s”gu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Á þeim árum var ég lengst af fjarri Islandi og gat þvi lítt kynnzt þér. En þegar sá ágæti mað- ur, Þorvaldur Þórarinsson, hélt áfram að nauða á mér að verða við þessari bón, þá minntist ég þess, að ég átti þér Brynjólfur, kannskimeira upp að unna en flestum öðr- um. Þú gerðir mig nefnilega að kommúnista, og hefur margur þakkað fyrir minna. Og því er það að ég stend hér í kvöld, þótt ekki væri nema til að gjalda þér fóst- urlaunin. Eg held að ég hafi verið í fimmta bekk Mennta- skólans þegar við sem þá vor- tim í stjórn Framtíðarinnar, málfundafélagi lærdómsdeild- arinnar, fengum þær fréttir að maður að nafni Bryn- jólfur Bjarnason, vildi gjarna fá að flytja erindi í félag- inu um sósíalismann. Við könnuðumst við manninn, vissum meðal annars að hann hefði verið dæmdur fyrir guð- last og sennilega miest af embætti við skólann fyrir bragðið. Þegar við báðum rektor leyfis um að Brynjólf- ur Bjarnason fengi að flytja erindið, sagði gamli maðurinn að „Brynjólfur væri voða bolsi“, og hefur víst margt verið lýgilegra sagt. Svo fljótt sé yfir sögu farið þá fékk Brvnjólfur að flytja er- indið yfir okkur. Af sjálfs míns högum um þetta leyti er það að segja, að ég var orð- inn sannfærður sósialisti, af þeirri tegundinni, sem kenna mætti óspillta og hjartahreina krata (og má nú kannski um það deila, hvort slikar lífver- ur séu lengur til á vomm hnetti), en hvað sem því líð- ur, þá reyndi ég að ma’da í móinn og leitaðist v’ð að hrekja hina rökvisu túlkun Brvniólfs á þróun anðvalds- skipulagsins og afleiðingum hennar. Eg býst raunar við, að mótmæli mi.n hafi verið með því hvernig hún þróaðist dag frá degi. En málalokin urðu þau sem allir vita, aft kröd'um Atlanzhafsbandalags- ins um samninga rar liafnaft, aft Isíendingar hafa ákveðið landhelgi sína sjálfir í öllum atriðum og að ekki er léð máls á neinum undanþágum fyrir erlend veiðiskip. fremur lágkúruleg, enda var ég ekki lesinn í öðrum fræð- um sósíalisroans en þeim sem ég hafði tínt saman úr rit- um Ramsey McDonalds, þess er síðar sveik Verkamanna- flokkinn brezka, og allskonar uppbyggilegum húslestrabækl- ingum Fabiansósíalista Eng- lands, en Brynjólfur Bjarna- son var búinn brynju Marx- ismans og bitrum vopnum día- lektískrar efnishyggju. Mér er það minnisstætt, að hugmynd- ir þær er ég hafði gert mér um sósíalismann komust tölu- vert á reik eftir ræðu Bryn- , jólfs, hann hafði sáð must- arðskomi efans í þennan ný- plægða sósíaldemókratíska ak- ur, og þetta korn spratt eins og nýgræðingur í túni. Nokkr- um mánuðum s'.ðar bað ég um upptöku í Spörtu. Sparta var fáliðað félag, skipað ör- fáum menntamönnum og verkamönnum, það fór ósköp lítið fyrir því í þjóðlifi h.”fuð- borgarinnar, menn urðu að leita vel og lengi til að hafa upp á þvi, én þetta var harð- siraið fólk sem þar kom sam- an til funda og þegar ég lít yfir farinn veg, þá minnist ég þess ekki að nokkur fé- lagsskapur hafi í rauninni haft meiri áhrif á mig, mót- að mig meir en Snarta gamla. Og í Spörtu sat ég við fætur meistarans Brynjólfs Bjama- sónar hins sextiiga afmælis- báms okkar og nam áf lionum márga speki. : ’ ■' Mér datt það stundúm í hug á þeim árum, og raunar jafn- an síðar, áð Brynjólfur Bjarhason væri maður fæddur til prófesáofsembættis. Það var ekki aðeiris, að hann gat verið eins utan við sig og hver meðalprófessor, 'sem um getur í skrýtlum, heldur virt- ist honum i'blóð borin náðar- gáfa kennarans að útlista flókin og margslungiri við- farigsefni og gera það á svo ljósan hátt, að hver maður mátti skilja, ef hann á annað borð vildi skilja. Méf er það einnig minnisstætt frá þessum námsárum mínum í Spörtu gömlu, bæði frá fundum 1 fé- laginu og frá éinkasamtölum sem ég átti við hann í litla herberginu hans á Vestur- götu, að marxismi Brynjólfs BjEtrnasoriar var ekki utanað- lærð trúarjátning, eem höfð var yfir við viss hátíðleg tækifæri, heldur var marxism- inn samofinn dagfarslegum hugsunarhætti hans og mótaði öll viðbn"gð hans gagnvart fvrirbærum lífsins. Brynjólfur B.iarnason hefur á seinni ár- um ráðist í það stórvirki að skrifa tvær bækur heimspeki- legs efnis frá sjónarmiði marxismans hvort sem menn nú fallast á einstakar stað- hæfingar hans eða ekki, þá má þó öllum ljóst vera, að þessar bækur eru skrifaðar af nærri ofstækisfullrí sannleiks- leit. En menn getá farið í stjóramálaritgerðir Brynjólfs Bjarnasonar, alþingisræður hans og æsingaræður, sem svo eru kallaðar; þar ber ejnnig allt að sama brunni hann beit- ir jafnan hugsana- og rann- sóknaraðferð marxismans hvort sem um er að ræða dýpstu rök og ráðgátur mannsandans eða hin hvers- dagslegustu málefni, sém ber á fjörur okkar. Brynjólfur Bjarnason virðist hafa skilið það snemma, að marxisminn hefur frá upphafi vega bar- izt við öll þau ókjör af lífs- blekkingum, er vaxa án'afláts upp úr þ jóðfélagsjarðvegi kapítalismans, að verkalýðs- hreyfingin hlýtur stöðugt að glíma við þessa drauga, sem hin .öfuguggalega þróun áuð- valdsskipulagsins áærir fram án enda. Marx ségir eirihvern- staðar, að ekki væri þörf neinna vísinda, ef ráunveru- leikinn væri eins og harin birt- ist af skepnunni. Ef þjóðfé- lagsfyrirbærin í samfélagi okkar væru öll þar sem þáu eru séð, ef þau brygðú ekki yfir sig huliðshjálmi eða mundu dulbúa sig annárleg- um gervum, þá væri baráttan fyrir sigri sósíalismans fyrir löngu um garð gengin og verkalýðurinn hefði þegar unnið það verk, sem sagan. hefur falið honum á hendur. En verkalýðurinn er sjálfur háður því þjóðfélági, sem hann er að glíma við, hann trúir þjóðfélagsblekkingunum, gerir þær að guðum sínum og treystir þeim sem algildum sannindum. Smám saman los- ar hann sig að vísu við þess- ar viðjar, hendir þeim eins og elitnum flíkum á þroska- braut sinni. En það er hlut- verk marxismans að rjúfa hús á þessum heimi pólitískra og félagslegra blekkinga, sem hinu vinnandi fólki er haldið í. En þetta er ekkert áhlaupa- verk. Það krefst þrotlausrar vinnu marxískra flokka og mikillar lifsreynslu hins vinn- andi fólks að alefla hina frumstæðu stéttvísi verka- mannsins á vinnustöðinni svo, að hún verði stéttarvitúrid þess fólks, sem leggur á brattann og lætur sér ékki næg.ia annað minna en breyta þjóðfélaginu frá rótum. Síðan Brynjólfur Bjarnason skrifaði fyrstu ritgerðir sí.nar í Rétt um Kommúnismann og bændur hefur hann helgað líf sitt þessu starfi: að vekja hið vinnandi fólk á Islandi til vitundar um hlutverk sitt í söguþróuninni, að færa því heim sanninn um það, áð bar- átta þess sé ekki tilviljunar- kennt fálm, heldur rökbundin söguleg nauðsyn. Hann hóf þetta etarf ungur og atvinnu- laus menntamaður. Um langa stund varð liann að þola smákvikindislegar atvinnúof- sóknir, oft varð hann að lifa við lífskjrr óbreyttra verka- manna og kynntist þá af eigin sjón og raun þeirri stétt, sem hann hafði vígt ævistarf sitt. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.