Þjóðviljinn - 30.05.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.05.1958, Blaðsíða 7
Fö&þpdagur. 30,.. njaí.. ÞJÖ^yiLJIl^N,; — (7 .' Eitt af smærri óþurftarverk- nazista var að þeim tókst að koma óorði á íslenzk fræði í Þýzkalandi. Löngu fyrir daga Rosenbergs og Göbbels hafði gætt meðal þýzkra þjóðremb- ingssinna tilhneigingar til að misnota íslenzkar fornbók- menntir í þágu germanskrar herraþjóðardellu, en fram á fjórða tug þessarar aldar höfðu heiðarlegir og alisgáðir fræðimenn aðstöðu til að halda hindurvitnapostulunum í skefjum. Með valdatöku naz- ísta hófust grillufangararnir í öndvegi, þeir voru taldir mest- ir í norrænum fræðum sem átakanlegast fimbulfömbuðu um blóð og mold og yfirburði „hins norræna kyns“. Nor- rænufræðingar sem reyndu að halda uppi merki heiðarlegra fræðistarfa og ekki vildu taka þátt í hrunadansinum sættu aðkasti og jafnvel ofsóknum. Þegar þúsundáraríki Hitlers hrundi var búið að misnota íslenzkar fombókmenntir og nprræna goðafræði, sem þær geyma, svo rækilega að f jöldi fólks var búinn að fá of- næmi fyrir öllu sem bar heit- ið norrænt eða germanskt. Norræn fræði áttu því frekar erfitt uppdráttar í Þýzkalandi fyrst eftir stríðið, en smátt og smátt komst ró á hugina og menn gerðu sér ljóst að ekki nær nokkurri átt að láta fræðigrein gjalda þess að ó- hlutvandir menn hafa misnot- að hana og hártogað. Miðstöð íslenzkra fræða í Austur-Þýzkalandi er nú mál- vísindadeild Karl Marx-há- skólans í Léipzig. Forstöðu- maður þeirra, sem þar starfa að íslenzkukennslu og fræði- störfum, er prófessor Walter Baetke. Bjami Benediktsson skýrði svo rækilega frá störf- um hans og nánustu sam- starfsmanna hans hér í blað- inu fyrír nokkmm ámm, að fátt éitt skal rakið að þessu sinni. Mesta verkið sem nú er unnið að við íslenzku háskóla- deildina í Leipzig er fornís- lenzk orðabók með þýzkum þýðingum. Slík orðabók hefur engin verið til. Búið er að orðtaka mestallar í.slenzkar fornbókmenntir í lausu máli, Islendingasögur, konungasög- ur og biskupasögur. Orðaseðl- ar eru komnir hátt á áttunda ■ tug þúsunda, I sumar verður byrjað á samningu sjálfrar orðabókarínnar. Búizt er við að það starf taki fimm til sjö ár. Bókin verður gefin út í einu bindi og miðuð við þarfir háskólastúdenta. Enginn vafi er á að útkoma þessarar orða- bókar verður mikil lvftistöng fyrir íslenzk fræði í Þýzka- landi. Saxneska. vísindaaka- demían gefur bókina út. Undir stjórn prófessors Baetke þemur út bókaflokkur fræðirita um íslenzkar forn- bókmenntir, svipaðar og til dæmis Studia Islandiea hér á Iandi. Bókaflokkurinn heitir Saga og þar birtast doktors- ritgerðir nemenda prófessore Baetke. í bókaflokknum Saga em þegar komin út tvö rit. Fyrsta bindið heitir Studien zu Vápnfirðinga saga (Athug- anir á Vopnfirðingasögu) eft- ir dr. Emst Walter. Annað bindið er eftir dr. Rolf Heller og heitir Die Darstellung der Frau in den Islendingasögur Þeir prófessor Walter Baetke (t. v.) og dr. Bruno Kress eru sein stendur staddir hér á landi. Þeir dveljast hér um hríð, rasða við íslenzka fræðimenn og aðra kunningja og end- urnýja kynni af Iandi og þjóð. Prófessor Baetke hefur koinið tií íslands einn sinnj áður, á Alþingishátíðina lí)30. í gær sátu þessir góðu gestir hádegisverðarboð menntamálaráðherra, Myndin er tekin. þegar þeir Iitu inn á ritstjó rnarskrifstofu Þjóðviljans. (Ljósm. Sig. Guðm.) Islenzk fræði í Austur~ÞfzkaIandi (Kvenlýsingar í íslendinga- sögum). Islenzkufræðingar við Karl Marx-háskólann sjá um út- gáfu íslendingasagna, sem koma út hjá Max Niemeyer Verlag í Halle. I þeim flokki hafa komið út Hrafnkels saga og Hænsna Þóris saga í útgáfu prófessors Baetke, Gunnlaugs saga í útgáfu frú Reuschel, nemanda Heuslers, og veríð er að undirbúa út- gáfu Bandamanna sögu. Þetta eru skólaútgáfur, hver saga gefin út sér í hefti með for- mála, skýringum, orðasafni og kortum. Verið er að undirbúa al- þýðuútgáfu íslendingasagna í. þýzkri þýðingu. Dr. Gerd Sieg, einn af starfsmönnum við ís- lenzku deildina í Leipzig. er að þýða Laxdælu til útgáfu í Jþessum flokki, Við Karl Marx-háskólanu nema að staðaldri tíu til fimm- tán stúdentar fomíslenzku. Bókasafn íslenzku deildarinn- ar varð fyrir skemmdum af loftárás á stríðsárunum, en mestöllum bókakostinum var bjargað. Við íslenzku deildina í Leip- zig er eingöngu lögð stund á islenzka fommálið og is- lenzkar fornbókmenntir. í Greifswald litlum háskó'abæ nálægt Eysti-asaltsströndinni austanverðri, er nýlega tekin til starfa stofnun, þar sem veitt er alhliða fræðsla. um Norðurlönd, þar á meðal Is- land. Þessi stofnun heitir Nordisches Institut og starfar innan vébanda háskólans , í Greifswald. Forstr.ðumaður Nordisches Iustitut er maður sem margir Islendingar þekkja, doktor Bmno Kress. Hann dvaldi hér á landi frá 1932 til 1940, fyrst við nám. Síðustu tvö dvalarárin hér kenndi dr. Kress þýzku við Menntaskólann í Reykjavík. Þegar Bretar hemámu ísland 1940 handtóku þeir dr. Kress eins og aðra þýzka ríkisborg- ara. Hann sat í haldi í fanga- búðum á eynni Mön til 1944, þegar hann var sendur til Þýzkalands í fangaskiptum. Dr. Kress er maður hres6Í- legur og talar reiprennandi ís- lenzku. Þegar við Magnús Kjartansson ræddum við hann í skrifstofu hans í húsi Nor- disches Institut fyrir skömmu, varð fljótlega Ijós áhugi hans á viðgangi stofnunarinnar og útbreiðslu þekkingar á íslandi og íslenzkri menningu meðal landa sinna. Nordisches Institut í Greifs- wald tók til starfa 1918 og starfaði óslitið til 1945. Síðan lá stofnunin niðri þangað til 1956 að hún var endurvakin í breyttri mynd. Á fyrra starfstímabilinu var litið á nám við stofnunina sem hálf- gildings sport, en nú er það miðað við að búa menn undir lífsstarf. Nordisches Institut veitir fræðslu um öll fimm Norðurlönd, þar læra stúdent- ar mál Norðurlandaþjóða, iijnna sér sögu þeirra og bók- menntir, atvinnuvegi og lands- hætti. Miðað er að því að út- skrifaðir stúdentar geti tekið að sér þau margvíslegu störf, sem leysa þarf af hendi í skiptum Norðurlandaþjóða og Austur-Þýzkalands. — Nám sumra er miðað við að þeir gerist kennarar í Norðurlanda- málum, aðrir stefna að því að þýða Norðurlandabók- menntir á þýzku og rita um þær, enn aðrir hyggjast láta til sín taka í verzlunarvið- skiptum milli Austur-Þýzka- lands og Norðurlanda og sum- ir munu gerast bókaverðir við norrænar deildir austurþýzkra bókasafna. Stúdentar við Nordisches Institut velja sér tvö Norður- landa að námsefni, venju- lega annað hvort Noreg og Danmörku eða Svíþjóð og Finnland. íslenzka er kennd sem undirstaða allra Norður- landamála nema finnsku. Nú stunda þar 25 stúdentar ís- lenzkunám. Fommálið er lesið með íslenzkum nútímafram- burði. Allir stúdentar við stofnunina læra íslenzku í eitt ár og auk þess fornmálið sérstaklega í eitt háskóla- misseri. Þeir sem leggja sér- staka stund á íslenzku og ís- lenzk málefni, læra málið í fjögur ár og kynna sér auk þess íslerizka þjóðarsögu og bókmenntasögu, íslenzka at- vinnuhætti og viðskiptaþarfir. Auk þess sem dr. Kress stjóraar Nordisches Institut annast hann kennslu í is- lenzkri sögu og þjóðháttum. I því starfi er við ýmsa byrj- unarörðugleika að stríða, bókakostur stofnunarinnar eftir 1939 er fjarska glopp- óttur og auk þess skortir margt nauðsynlegra eldri rita. Til dæmis er engin Sturlunga til i íslenzka bókasafninu í Nordisches Institut og ekki heldui* Islenzkir þjóðhættir. Skortur er á hæfum kennslu- kröftum, Þjóðverjar sem nú væru miðaldra ef lifað hefðu féllu unnvörpum í stríðinu Fastir kennarar við Nordisch- es Institut eru nú sex, lekt- orar hafa komið frá Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Við Nordisches Institut nema einnig stúdentar, sem stunda aðalnám sitt í öðrum deildum háskólans, leggja til dæmis Stund á viðskiptafræði, blaða- mennsku, bókavörzlu eða bók- menntasögu sem aðalnáms- grein. Sem stendur stunda 25 stúdentar nám við stofnunma, 19 þeirra nema þar sitt aðal- nám en sex stunda þar puka- nám. Aðsókn að Nordisches Institut er meiri en hægt er að sinna vegna takmarkaðra kennslukrafta og starfsmögu- leika að námi loknu. I fyrra sóttu 1S v.m aðgang að námi við ztovumina en ekki var hægt að veita nema 13 við- t"’-u. Eins og við aðra háp’^'a í Austur-Þýzkalandi fá stúdent- ar þarna föst námslaun, nokkuð mismunandi eftir námsárangri, eða frá 130 mörkum á mánuði upp í 240 mörk. Ætlazt er til að kennararri- ir við Nordisches Institut etundi fræðistörf jafnframt kennslunni, en lítil tök eru á því fyrst í stað, meðan verið er að frumsemja fyrirlestra. Seinni part vetrar fór dr. Kress ásamt nemendum sínum yfir sögu Islands frá 1800 og var kominn fram að 1904, þegar við Magnús Kjartans- son ræddum við hann. Dr. Kress er málfræðingur og hefur lengi haft í smíðum rit um notkun sagna í íslenzku með tilliti til aspektar beirra og aktionsartar, en það eru fyrirbrigði sem enginn íslenzk- ur málfræðingur hefur enn trevst sér til að gefa íslenzk nöfn. Svo er mál með vexti að íslenzkan, eins og enskan, hefur bæði aspekt og aktions- art, én í öðrum germönskrm málum, svo sem þýz'cu, dönsku, og sænsku, er þetta ógreinilegra. — Sem stendur fara a'Iir kraftar manns í skipula^s- störf og kennslu, segir dr. Kress. Okkur vantar til- finnanleaa kennslubók í is- lenzku. f fangavistinni á Mön var ég langt kominn að semja íslenzka raálfræði á þýzku og því stárfi verð ég að liú'ca við fvrstu hentugleika. Sem stendur notum við hina kennslubók prófessors Stefnns Einarssonar. Starfsmenn dr. Kress eru sumir með bækur í smíðum. Dr. Friese vinnur að rit.i um skáldskan baroktímabilsins á 17. öld hjá þeim Norðurlanc’a- þjóðum, sem mæla á ger- manskar tungur. Þar mu m nokkur íslenzk skáld koma víð sögu, einkum séra Stefán Ól- afssort í Vallanesi. Annar kennari dr. Biem, hefur á priónunum bók um norskar raunsæisbókmenntir á 19. ö’d, Ibsen og samherja hans. — Þegar ég er búinn m-'ð bókina um sagnirnar oa ís- lenzku málfræðina langar nig til að fást við ís'enzkar bók- menntir síðari alda, segir c’r. Kress. Ekki er hægt að skiljast við frásögn af íslenzkum fræð- um í Austur-Þýzkalandi án þess að geta þess að við Humboldt-háskólann íAristur- Berlín starfar íslenzkur fræðþ maður, dr. Sveinn Bergsveins- son. Hann kennir við máív's- indadeild skólans. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.