Þjóðviljinn - 30.05.1958, Side 10

Þjóðviljinn - 30.05.1958, Side 10
10) ■'-AVJiíV<'£0l< »VÍ*Í 0<l ÞJÓÐVILJINN — Föstudag-ur 30. maí 1958 - Ávarp Sverris Kristjánssonar Framhald af 7. síðu. Á þessum frumbýlingsárum hinnar róttæku íslenzku verkalýðshreyfingar var ekki alltaf tekið undir orð hans og herhvöt, hann mæltist oft einn við. En það er nú einu sinni hlutskipti allra braut- ryðjanda að heyra í fyrstu ekki annað en bergmál sjálfra sín. Sumir eru líka meðal brautryðjenda, og ekki allfáir, sem gefast upp við að tala við heyrnardaufan lýðinn. En hinir sem þrauka áfram mega vera þess fullvísir, að ein- hverntíma verði kalli þeirra svarað fullum rómi. Brynjólf- ur Bjarnason hefur hví.tnað um hár í þjónustu sinni við íslenzka verkalýðshreyfingu, en sextugur getur hann litið um öxl í vissunni og vitund- inni um það að æskuhugsjónir hans hafa ekki fölnað á þeim mannsaldri sem liðinn er síð- an hann tók sér stöðu í ís- lenzkri verkalýðshreyfingu. Og honum má vera það fagn- aðarauki, að þær hugmyndir er hann barðist fyrir ungur reyndust ekki tá.lsýnir, held- ur urðu sumar þeirra a. m. k. lifandi veruleiki í sögu Is- lands, þrátt fyrir allt. Eg minnist þess frá Spörtuárum mínum, að á dagskrá hvers einasta fundar var þetta tekið fyrir: Hvernig á að komast í samband við verka- lýðinn. Um þetta mál rædd- um við af miklum áhuga og þreyttumst aldrei á að útlista það, hvernig við Spartverjar, forustulið Verkalýðsins, gætum komizt í taglfæri við hann. Já, með nokkrum ofmetnaði kölluðum við okkur forustu- lið verkalýðsins: réttara hefði kannski verið að kalla okkur forustu án lýðsins. En í sögu- legum skilningi var þessi fá- menni hópur forustulið ís- lenzks verkalýðs. Brynjólfur Bjarnason var ekki í nokkrum vafa um að þegar stundir liðu fram mundi þessum litla hóp vaxa fiskur um hrygg, megin- þorri verkalýðsins mundi fall- ast á grundvallarskoðanir hans um sósíalíska baráttu á Islandi. Hefur honum orðið að trú sinni? Já. Sá flokkskjarni sem hét Sparta og komst auð- veldlega fyrir í litlu Stofunni á Vesturgötu varð eíðar að Kommúnistaflokki íslands, og enn síðar að Sósíalistaflokkn- um, er nú orðinn stórveldi í íslenzkum stjórnmálum, já máttur þessa flokks er slíkur orðinn, að hann hefur nú ný- lega framið almættisverk, eem ekki hefur gerzt síðan Lazar- us var vakinn upp frá dauð- um austur á Gyðingalandi fyr- ir rúmum 1900 árum: ríkis- st.iórn íslands, sem dáin var klínískum dauða reis upp til nvs ’ lífs. Þégar saga þessa flokks, sem óvinirnir hafa nú í nærri 30 ár spáð skjótum og illum dauðdaga, verður skrifuð, þá verður um leið skrifuð lífssaga Brynjólfs Bjarnasonar, því að saga hans öll er ofin sögu flokksins. Það er einkenni allra fáliðaðra róttækra flokka, að þeir telja sér lítt skylt að starfa að þeim hætti sem títt er um stærri og viðameiri flokka og á Islandi hafa verið kallaðir „ábyrgir flokkar“. Sparta var á sinni tíð fyrst og fremst á- byrg gagnvart hreinleika kenningarinnar, gagnvart hin- um fræðilegu meginreglum. Sparta hefði sennilega aldrei framið kærleiks- og almættis- verk á Framsókn og Alþýðu-* flokknum. En þegar svo var komið málum, að ekki var hægt að stjórna íslandi að minnsta kosti nokkurn veginn með fullu viti nema með að- stoð verkalýðsins, þá hlaut að því að renna, að Sósíalista- flokkurinn gerðist ábyrgur stjórnarflokkur. Svo sem hann hefur nú gert í tvö skipti. Það er áetæðulaust að leyna því, að nokkrir úfar hafa risið upp í flokki okkar vegna þátttöku í ríkisstjórn og sum- ir jafnvel talið hættu á, að viðfangsefni Spörtu mundi nú snúast við og verða: hvernig eigum við að afstýra því, að við missum jarðsambandið við verkalýðinn. Já, það eru marg- ar hætturnar sem verða á vegi verkalýðsflokka þegar þeir hverfa úr hreinlífi hins póli- tíska eafnaðarlífs. og verða að ganga út. á meðal heíoingj- anna, en það er á meðal þeirra, sem reynir á styrk flokksins og festu. Eg ætla mér ekki þá dul að gefa flokki minum neinar ráðleggingar í þessu efni, sem ég hef drepið á. En ég á mér eina ósk á afmælisdegi Bryn- jólfs Bjarnasonar: að Sósíal- istaflokkurinn megi verða ein- huga og samstæður flokkur, sem í reynd standi undir nafni sínu. Með því móti gef- um við Brynjólfi Bjarnasyni þá afmælisgjöf, sem hann veit bezta. Og með því þökk- um við honum fyrir trúfestu hans og ósérplægni í þjónustu flokksins í meira en þrjá ára- tugi. En við þig, Brynjólfur Bjarnason vil ég að lokum segja þetta: Eg vona að þú verðir allra karla elztur og megir enn um ótalin ár reyn- ast flokknum eú stoð og stytta, sem þú hefur jafnait verið. Því það er skoðun mín, að meðan ráð þín og tillögur mega sín i Sósíalistaflokkn- um, þá muni honum forðað frá hvers kyns vá og voða. Nýtt sundnámskeiS ■hefst í Sundlaugum Reykjavíkur, mánudaginn 2 júní fyrir 7 ára börn og eldri. Innritun hafin í Sundlaugunum. Önnur börn mega ekki koma í laugina meðan á námskeiðinu stendur, frá kl. 9 til 13. Sundlaugarnar NJARÐVÍKINGAR Bygginganefnd vill að gefnu tilefni taka fram, að óheimilt er að hefja framkvæmdir í sambandi við byggingar eða önnur mannvirki á lóðum, hverju nafni sem nefnast, fyrr en fyrir liggur samþykkt býgginganefndar, árituð á tilheyrandi uppdrætti. Bygginganefnd Njarðvíkurhrepps. C0WB0Y Stígvél, Hvítbotnaðir GÚMMÍSKÓR VAÐSTÍGVÉL. Sendum póstkröíu. HECTOR Laugaveg 11. Laugaveg 81. Dagskrá fyrir hátíðahöld vegna 50 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar Laugardagur 31. maí Kl. 14.00 Kl. 14.00 Kl. 15.30 Kl. 16.00 | Ui V A ■ iliuii Vígsla húss Bæjar- og héraðsbókasafnsins í Hafn- arfirði. Barnaskemmtanir í Bæjarbíói og Hafnarfjarðarbíói, Knattspyrnuikeppni milli úrvalsliða frá knatt- spyrnuráði Reykjavíkur og knattspyrnuráði Hafn- arfjarðar á knattspyrnuvellinum. Dómari Guðjón Einarsson, millirikjadómari. Bæjar- og héraðsbókasafnið í Hafnarfirði og sögusýningin opnuð almenningi. Bæjarkeppni í sundi milli Neskaupstaðar og Hafn- arfjarðar í Sundhöll Hafnarfjarðar. Sunnudagur 1. júní, Sjómannadagurinn Sameiginleg dagskrá með sjómannadagsráði. Kl. 10.00 Hátíðaguðsþjónusta í þjóðkirkjunni og fríkirkjunni. Kl. 13.00 Bæjarbúar safnast saman til skrúðgöngu frá ráð- húsinu. Kl. 13.30 Skrúðgangan hefst. Gengið verður um Vesturgötu, Vesturbraut, Kirkjuveg, Hellisgötu, Hverfisgötu, Lækjargötu og Strandgötu að hátíðasvæðinu sunn- an ráðhússins. •— Þar fer fram eftirfarandi: * 1. Setning: Form. hátíðanefndar Kristinn Gunnarsson 2. Lúðras.v Hafnarfj. leikur, stjórnandi Albert Klahn 3. Ræða: Bæjarstjóri, Stefán Gunnlaugsson. 4. Karlakórinn Þrestir syngur, stjórn. Páll Kr. Pálss. 5. Ræða: Fulltr. sjómanna, Sigurjón Einarss. skipstj. 6. Þrír aldraðir sjómenn heiðraðir. 7. Fimleikar karla: Fimieikaflokkurinn Ernir. 8. a) kappróður. b) Handknattleikur KR. — F.H. c) Reiptog. Kl. 17.30 Hátíðafundur bæjarstjómar Hafnarfjarðar i Bæjarbíói. Kl. 20.15 Framhald útihátíðahalda. 1. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. 2. Afmælisræða: Þingmaður Hafnfirðinga, Emil Jónsson. 3. Karlakórinn Þrestir syngur, stjórnandi Páll Kr. Pálsson. 4. Afhending verðlauna vegna afmæliskeppni 5. Einsöngur: Frú Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona 6. Afhending verðlauna vegna sjómannadagsins. 7. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari 8. Glímusýning: Ungmeimafélag Reykjavíkur, stjórn- andi Lárus Salómonsson. 9. Tvísöngur: Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson. 10. a) Þjóðdansar: Þjóðdansafélag Reykjavíkur, stjórnandi Helga Þórarinsdóttir. b) Fimleikar kvenna: Fimleikafélagið Björk stjórnandi Þorgerður Gísladóttir. 11. Dans á Strandgötunni. Aðgangur að öllum dagskráratriðunum er ókeypis, ennfremur kaffiveitingar í Alþýðuhúsinu, Góð- templarahúsinu og Sjálfstæðishúsinu frá kl. 15 — 18. N E F N D I N.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.