Þjóðviljinn - 03.06.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.06.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur. 3, júní 1958 — ÞJÓBVILJINN (3 örugg samstaða er beittasta vopnið Framhald af 1. síðu- landsins sem er innan 200 metra dýptarlínu frá strönd- inni. Hér var um einhliða ákvörð- un ísiands að ræða, ákvörðun, sem helgaði okkur rétt, en sem ekki fól að svo stöddu í sér neinar beinar takmarkanir eða bönn við veiðum útlendinga á landgrunnssvæðinu. Næsta mikilvæga skrefið var stigið með stækkun landhelg- innar 1950 og 1952 og þá byggt á landgrunnslögunum frá 1948, en þó fyrst og fremst fetað í fótspor Norðmanna, sem stækk- að höfðu sina landhelgi og breytt grunnlínum norsku land- helginnar. Með útfærslu fiskveiðitak- markanna 1952 var stórt skref stigið. Hin beina útfærsla land- helginnar var að visu ekki mik- 11, aðeins ein sjómila, en með þvi að landhelgislínap var dregin beint fyrir flóa og firði var um mikla stækkun fisk- veiðilandhelginnar að ræða á nokkrum svæðurn við landið. Stækkunin var mjög misjöfn og af því leiddi strax eðlilega óánægju þar sem breytingin varð minnst. Samstaða þjóðarinnar. En samstaða þjóðarinnar var eigi að síður góð. Hún stóð öll sem- einn maður í vörn og sókn gágnvart öðr'urri þjóðum fyrir málstað sínum. Öllum laridsmönnum var ljóst, að það sem gert var í landhelgismálum íslendinga 1952 var aðeins áfangi að settu marki, því marki að helga ís- lendingum forgangsréttindi til fiskimiðanna í kringum land- ið. Nýr undirbúningur hófst í rauninni þá þegar að því að ná' næsta áfanga. Á alþingi komu fram tillögur um hvað gera skyldi næst og kröfur bárust úr öllum landshlutum um æskilegar bx-eytingar. ís- lendingar tóku málið upp á er- lendum vettvangl og reyndu að sanna öðrum þjóðum óhjá- kvæmilega nauðsyn þess, að fiskimiðin við strendur lands- ins yrðu enn betur vemduð fyrir ágengni erlendra fiski- skipa. Málið sóttist seint, ein ráðstefnan tók við af annarri og lausn fékkst engin. Yfirlýsing núverandi ríkisstjómar. Þegar núverandi ríkisstjói’n tók við völdum í júlí-mánuði 1956 lýsti hún yfir eftirfarandi: „Ríkisstjói’nin leggur áherzlu á stækkun íslenzku landhelg- innar og telur að stækkun frið- unarsvæðisins kringuín landið sé.nú brýn nauðsyn vegna at- vinnuöryggis landsmanna og mun því beita sér fyrir fram- gangi þessa máls“. Þegar stjórnin tók við hafði þegar verjð ókveðið, áð land- helgismálið yrði tekið til meðferðar á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem halda áttj um . áramótin 1956—1957. Rétt þótti því iað bíða með ,■ frámkv'æmdir «f hálfu íslands ■ .i’^í ; málinu þar til eftir fund Sameinuðu þjóðanna. Þingi Sameinuðu þjóðanxxa lauk svo, að engar samþykktir, voru gerðar til lausnar á land- helgismálum þjóðanna, en þess í stað ákvað þingið að boða til alþjóða í’áðstefnu um þau mól og ákvað fundartíma í febrúar- mánuði 1958. Fulltrúi íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna greiddi einn atkvæði gegn því að frestað yrði á þennan hátt málinu og benti á að íslendingar hefðu þegar beðið svo lengi með að- kallandi framkvæmdir í land- helgismáli sínu, að þeir hlytu að mótmæla nýjum fi-esti í mál- inu. Eftir þessi málalok stóðu ís- lendingar enn frammi fyrir þvi, hvort þeir ættu nú að hefjast handa og lýsa einhliða yfir nauðsynlegum breytingum á fiskveiðilandhelginni, eða hvort enn væri rétt að bíða eftir næstu alþjóðaráðstefnu. Sýnt þótti að ekki fengist æskileg samstaða heima fyrir til nýrra einhliða framkvæmda, þar sem alþjóðleg ráðstefna um land- helgismálin væri fi-amundan. Það varð því að samkomulagi að fresta enn ráðgerðum fram- kvæmdum, en þó með þeim hætti að bindandi samkomu- lag var gert á milli stjórnar- flokkanna um að þegar að lok- inni landhelgismálaráðstefn- unni skyldi hafizt handa um breytingar á landhelginni og skyldi hugsanleg frestun ráð- stefnunnar Þar engu breyta um. Landhelgismólaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var síðan haldin í febrúar til april s.l.. Fréttir af þeirri ráðstefnu eru öllum íslendingum enn í fersku minni svo mjög var fylgzt með því sem þar gerðist hér á landi. Samkomulag stjórnar- flokkanna. Ráðstefnunni í Genf lauk 28. api’íl s.l. og þá var komið að ákvöi’ðun okkar hér heima um stækkun landhelginnar. Niðurstaðan vai’ð svo þessi: Bindandi samkomulag hefur verið gert um þetta: Reglugei’ð um fiskveiðiland- helgi íslaxxds verði gefin út 30. júní n.k. í reglugei-ðinni verði eftirfarandi efnisbieytingar einar gerðar frá þvi, sem nú gildir samkvæmt reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland ni’. 21 frá 19. marz 1952: 1. Fiskveiðilandhelgin skal vera 12 sjómilur út frá grunnlín- um. 2. íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flot- vörpu éða dragnót skal lieimilt að veiða innan fisk- veiðilandhelginnar, en þó ut- an við riúverandi friðunai’- línu. Sérstök ákvæði skulu sett um þessa heimild og til- gi-eina nánar veiðisvæði og veiðitíma. 3. Reglugei’ðin skal öðlast gildi 1. september n.k. Tímínp þangað til reglugex’ð- 'in kemur til framkvæmda verð- ur notaður til þess að vinna að skilningi og viðurkenningu á réttmæti og nauðsyn útfærsl- unnar. Réttur tíl breytinga á grunn- línum er áskilinn.“ Með þessu samkomulagi er fullnaðarákvörðun tekin um hitxa nýju flákveiðalandhelgi. Engin öxmur efnisatriði geta orðið í hinni nýju reglugerð, en þau, sem greind eru í þessu samkomulagi. Lögformleg birting nýju reglugerðarinnar verður svo 30. júní n.k., en gildistakan 1. september. Stórt og veigamikið skref. Hér er enn eitt stórt og veigamikið skref stigið i áttina að settu marki íslendinga í landhelgismálinu. En markinu er enn ekki náð, leiðrétting á grunnlínum er enn eftir og aukin vernd á fiski- miðunum utan við 12 mílna beltið er enn eftir. Nokkrar deilur hafa risið á milli manna og' flokka hér heima fyrir í sambandi við á- kvörðun þessa. Þær deilur standa vonandi ekki lengi og í afstöðu þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum mega slikar deilur ekki koma til mála. Þjóðin mun líka vissulega standa sem einn maðUr unx málstað sinn. Hvei’t mannsbarn í landinu veit hvað urn er að tefla. Og öll skulum við vera nrinn- ug þess, að sterkasta vopn okk- ar í deilum við aðrar þjóðir » þessu efni ei’, að þjóðin sé ein huga, að lxvergi finnist veila i trú og skilningi þjóðarinnar a réttnxæti þess, sem gert er. Fiskimiðin undirstaða afkomuöryggis. Rök okkar fyi-ir stækkaðri ■ fiskveiðilandhelgi eru sterk. Af- komuöryggi þjóðai-innar bygg- ist á fiskimiðunum ki’ingum landið. Frá 90—97% af allri gjaldeyr- isöflun þjóðarinnar fæst fyrir sjávarafurðir. Eyðilegging fiski- miðanna við landið mundi því kippa stoðunum undan efna- hagslífi þjóðarinnar. Allar atvinnugreinar á íslandi verða að byggja á gjaldeyris- öflun sjávarútvegsins. Nútíma landbúnað getum við ekki rekið, nema með miklum erlendum gjaldeyri til véla- og tækjakaupa, til kaupa á fóður- bæti og áburði, til kaupa á olí- urn og benzíni o. s. frv. Iðnaðurinn krefst mikils hrá- efnis, sem kaupa þai’f fyrir er- lendan gjaldeyri. Og þannig er með flestar eða allar starfs- greinar í landinu nú. Og hvei-nig gætum við haldið uppi menningai-þjóðfélagi með góðum lífskjörum í landinu, án gjaldeyrisöflxmar sjávarútvegs- ins? Fiskimiðin við stendur ís- lands eru okkur eins og námur eða olíulindix’, nytjaskógar eða akurlendi eru öðrum þjóðum. Þessi auðæfi landsins verðum við að vernda. Við hljótum að hagnýta þau til lífsöryggis fyrir íbúa landsins. Reynslan hefur sýnt okkur að þessum auðæfum er hægt að eyða. Þrotlaus sókn erlendra veiðiskipa á miðin upp undir i ströndina, hefur hvað eftir ann- að leitt til stónninnkandi fiski- gengdar. Við höfum séð að auk- in friðun miðánna á styrjaldar- timum hefur strax sagt til sín með aultnu fiskimagni og við höfum fundið hvað þær friðun- arráðstafanir sem við höfum komið fram hafa gert mikið gagn. Við þekkjum dæmin frá.Fær- eyjum um uppurin fiskimið vegna ágangs erlendra skipa. Við vitum því um hættuna sem að okkur steðjar. Hluti líísbaráttu þjóðarinnar. Barátta íslendinga fyrir stækkaðri landhelgi hefur allt- af verið hluti af sjálfstæðis- og fi’elsisbaráttu þjóðarinnar, — hluti af lifsbaráttu hennai'. Landgrunnið út frá strönd- inni er raunverulega hluti af landinu. Auðæfi þessa land- grunns eru því auðæfi íslands. Það er vegna þessa sem land- helgismálið getur aldrei orðið samningamál milli íslendinga og annarra þjóða. Slíkt mundi særa sjálfstæðisvitund okkar og þjóðarmetnað, slíkt væri að verzla með lífsbjöi’g þjóðai’inn- ar. Allar hugmyndir um það að heimila erlendum skipum sér- stök veiðiréttindi í íslenzkri landhelgi eru því í .eðli sinu frá- leitar og geta aldrei komið til greina. Öllum tilmælurri um samn- ing'a við erlend ríki' um þetta lífsbjargarmál þjóðarinn- ar hefur því verið’ lxafnað og öllum beiðnum um sérréttindi útlendum skipum til handa um veiðii’éttindi í íslenzkri land- helgi hefur því veriS vísað á bug. Neitanir okkar eru ekki af fjandskap við neinar þjóðir heldur vegna þess að hér er beðið um það, sem ekki er hægt aff veita. Við íslendingar óskum vin- samlegra skipta við allar þjóð- ir. Við vitum um smæð okkar og aflleysi í átökum við aðrar þjóðir. En við viljum eiga okkar rétt og halda honum hiklaust fi’am þótt við meirimáttar aðila sé að ræða. Við óskum ekki eftir fjand- skap við Breta, eða aðrar grann- þjóðir okkar, þvert á móti vilj,- um við vinsamlega sambúð við þær. En vinátta okkar við þær rná ekki kosta lífsbjörg okkar. Slíkt gæti aldrei leitt til vináttu. Málstaður íslands í landhelgis- málinu er skýr. Meirihluti þjóð- anna á hinni geysifjölmennu þjóðaráðstefnu um landhelgina, sem haldin var í Genf, lýsti sig fylgjandi okkar málstað. Allir hljóta að viðurkenna að hér er um líf íslenzku þjóðar- innar að tefla. Örugg samstaða síerk- asta vopnið. íslendingar! Við höfum tekið okkar ákvörðun í þessu stærsta máli þjóðarinnar í dag. Örugg samstaða er okkar sterkasta vopn. Leggjum því á hilluna deilur um minni atriði málsins og stöndum sem einn maður gagnvart öðrum þjóðum. Sýn- um festu og öryggi í framkomu okkar og verum minnug þess hvílikt stórmál hér er um að ræða. ■ 'fyx’ir framtið og heill þjóðarinnar. Sjómenn, sem nú haldið ykk- ar árlega hátíðisdag. Landhelg- ismálið hefur alltaf verið ykk- ar áhugamál. Þið eruð í fremstu línu íslendinga í því hagsmuna- máli. Ykkur snertir það mál meir en nokkra aðra landsmenn. Það ex’uð þið, sem stundið at- vinnu ykkar á fiskimiðunum og vitið manna bezt hvað í húfi er. Ég flyt ykkur beztu ham- ingjuóskir á hátíðisdegi ykkar og óska þess að stækkun ís- lenzku fiskveiðilandhelginnar megi verða ykkur og þjóðinni allri til hagsbóta og heilla á komandi árum. Hliiti af hópgöngunni á sjómannadaginn. (Ljósm. Sig. Guðm.) Fjölsótt hátíðahöld sjó- mannadagsins í Reykjavík Mikil þátttaka var í hátíðahxöldum sjómannadagsins í Reykjavík sl. sunnudag, enda veöur mjög gott. Hátíðahöldin fóru fi’am eins og ráðgert hafði verið. Farin var hópganga um nokkrar götur mið- bæjarins en aðalhátíðahöldin fóru fram við Austurvöll. Ás- mundur Guðmundsson biskup minntist drukknaði'a sjómanna, en sex starfandi sjómenn höfðu farizt við störf sín á árinu sem liðið var frá síðasta sjómanna- degi, færri en nokkru sinni áður. Ræður fluttú af svölum alþingis- hússins Lúðvík Jóáepsson sjávar- útvegsmálaráðheri-a og er í’æða hans birt á öðrum stað hér í blað- inu, Þorsteinn Arndals skrif- stofustjóri og Andrés Finnboga- son skipstjóri. Loks áfhenti Henry Hálfdánarson formaður sjómannadagsráðs þrem rosknum sjómönnum heiðursmerki, þeim Hallgrími Jónssyni vélstjóra, Pétri Björnssyni skipstjóra og Péti’i Þórðarsyni bátsmanni. Á milli ræðna og ávai-pa lék Lúðra- sveit Reykjavíkur og Guðmundar Jónsson óperusöngvari söng. Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll hófst kappróður í Reykjavíkui’höfn. Tóku þátt í honum fimm sveitir af íslenzkum skipum og fjórar af erlendum skipum, tvær af brezku >tirlits- skipi, ein af franskri koi’vettu og ein af bandarísku olxuskipi. Sig- urvegari varð sveit skipverja á bv. Marz á 2.42,2 mín. og hlaut að launum lárvjðai’sveig Sjómanna- dagsins. Næstbeztan tíma höfðu skipverjar á bv. Vetti, en June- Munktell-bikarinn hlutu skipverj- ar á vb. Erni Ai-narsyni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.