Þjóðviljinn - 03.06.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 3. júní 1958 Minningarorð uni Stein Steinarr Framhald af 7. síðu. efann og blekkinguna að sjálf- stseðum höfuðskepnum, óháð- um, óhagganlegum, ofar þján- ingu. Uppreisn hans gegn hefð- bundinni ljóðlist var því síður en svo fólgin í formbreytingu einni, nýju viðhorfi til tung- unnar, líkinganna, skyntengsl- anna, heldur átti hún sér á- kveðið hugmyndalegt markmið: að losa skáldskapinn af klafa hins ytri veruleika. „Og ég var aðeins til í mínu ljóði“. Um stefnur og aðferðir má deila, en um hitt verður ekki deilt að með lífsverki sínu í heild hafi Steinn Steinarr orð- ið djúptækur endurnýjunar- kraftur í íslenzkri ljóðagerð. 1 En þótt skáldjð væri magnað var maðurinn, persónuleikinn, sízt áhrifaminni. Árum saman var hann eins konar sókrates á strætum og gatnamótum höf- uðstáðarins og síðan yfirbóhem gildaskálanna þegar batnaði í ári. Enginn átti fleiri málkunn- ingja en þessi mikli einstæðing- ur. Alþýðlegt viðmót og óvenju ilyng og hárbeitt samtalsgáfa staðfestu svo sem verða mátti vald skáldskapar hans. Á við- sjárverðum tímum kreppu og stríðsgi'óða þegar öll lífsgildi virtust í upplausn eða deiglu gat þessi huldurödd líkst opin- berun, þar sem hún sveiflaðist milli einlægni og spotts, sam- úðar og fyrirlitningar, um- komuleysis og miskunnarleysis. Hann var holdi klædd ímynd þess margslungna andófs sem hrikaleg, óráðin heimsmynd hlaut að vekja í hverju ærlegu brjósti — og svigrúmið var margfait meira í viðræðunni en ljóðinu. I>að var ekki aldeil- is ónýtt að h'usta á þennan annarlega galdrameistara sem í einu vetfangi gat tætt heim- inn í sundur og skapað hann aftur í sinni mynd. Ég get hugsað að ýmsum kunni að virðast öræfi götunn- ar nokkuð grá og hljóð nú þeg- ar röddin er þögnuð. Já, fyrir kom að í þessum óbilgjama uppreisnarsegg sæi gamli lærifaðirinn sitt enfant terrible. En hver kennari veit að það getur líka komið fyrir að honum þyki vænzt um óstýri- látasta barnið. Og þegar öllu er á botninn hvolft hygg ég að fáir hafi staðið mér nær en hann. Það sem hér hefur verið drepið á er sízt til þess ætlað að gera upp á milli manna og kenninga á kveðju- stund — hinsvegar gat ég ekki minnst þessa fornvinar míns án þess iað geta að nokkru þess sannasta sem okkar fór á milli. Þegar ég hitti hann síðast — eftir að sýnt var að hverju fór — sá ég og heyrði að hon- um var í engu brugðið: hann hélt til móts við gátu dauðans með sama seðruleysinu og hann hafði glímt við gátu lífsins. Þegar ég frétti svo lát hans þótti mér sem dálítið kenjótt dýrindisklukka stanzaði. Og mér fannst einna ankannalegast að mín klukka skyldi ekki verða fyrri til að stanza. Jóhannes úr Kötlum, Steinn, Kæri vínur, Þú ert búinn að kveðja, — farinn. Og við, sem áttum þér svo margt iað þakka, getum ekki trúað því að þú sért ekki meir, getum ekki kvatt þig, af því að þú, sem varst svo sterk- ur í lífmu ert ennþá sterkari í dauðanum og býrð í lífi okk- ar eftir sem áður. Hver svip- breyting á andliti þínu, mál- rómur þinn, handtakið, — allt Hfir þetta í minningu okkar litríku lífi. Af því að þú varst það, sem einn vinur okkar sagði eitt sinn um þig: Salt jarðar. Öll ævintýri eru búin fyrr en varir. En ljóminn af því ævintýri, sem þú varst í lífi vina þinna, mun halda áfram að lýsa um ókominn veg. Hulda Bjaraadóttir. ^ ekki annað að gera en byggja hinar hrundu bor|ir að hýju og sníða þeim gerð, sem var meir til hæfis við þá tíma, sem nú runnu upp. Oft var förin minna hoffmannleg en skyldi, en sagði ekki Pétur Gautur: ,,á reiðskapnum kenn- ist, hvar heldri menn fara“, þegar hann steig á bak grísn- um. Flest föng voru skorin við nögi, en hvað gerir það til. Við vorum ennþá ungir, og á þeim árum vex manni ekki allt í laugum, Atvikunum var tekið í þeirri röð, sem þau bar að höndum, jafnt auraleysi og smávægilegum aflahrotum, og reynt að gera hið bezta úr hvorutveggja, en annars látið arka að auðnu, í hópi okkar, gamalla félaga þinn,a og kunningja, varst þú hrókur alls fagnaðar, hvort sem þú ortir þindarlausan leir- burð, með aðaláherzlu á mið- ríminu, eða sallaðir yfir okkur andríki þínu og frumlegum at- hugasemdúm um máhnlífið og einstaklingana, og þó að við værum stundum dálítið treg- gáfaðir og seinir að skilja and- ann, þá skipti það raunar ekki miklu máli, því að andinn er afstætt hugtak, þar sem prest- arnir sjá Jesú þymikrýndan, heildsalinn commissionsdollara og við hinir eitthvað annað. Kannski varstu stundum ekki nægilega umtalsfrómur, en vel tókst þér oft, þegar þú vóst að mönnum í slíkum brýnum. En þær áttu sér sjaldan þann alvöruþunga, sem fastast brennur á baki orðsjúkra manna, enda munu flestar þær skærur nú gleymdar. En nú er lokið langri sam- fylgd, og við gröf þína er sem ég horfi á eftir löngum og björtum kafla ævi minnar. Læt ég þig svo kvaddan hinztu kveðju. Haráldur Sigurðsson, Við samfylgdarlok Við fráfall Steins Steinars rifjast upp fyrir mér forn minning. Það var vormorgun fyrir tuttugu og átta árum, al- þingishátíðarvorið, meðan mað- ur var enn ungur og vænti sér mikilla hluta af framtíðinni. Kannski hefur þjóðin aldrei horft jafn björtum augum til framtíðarinnar og einmitt þetta vor. Kreppan var að sönnu á næsta leiti, en ekki skollin á, og kannski höfðum við ekki heyrt þess getið, að hún væri í uppsiglingu. Ég var kominn vestur í Bjarnardal í vega- vinnu, að afla mér fjár til mik- illa fyrirætlana. Framundan var langt, sólgullið sumar, því að á þeim árum voru öll sumur löng og viðburðarík. Verkstjórinn blæs í flautu sína. Það er merki þess, að nú eiga allir að fara í vinnuna. Dálítill hópur manna tínist út úr tjöldum og röltir yfir móa og mela á leið til vinnU sinnar. Hér var það sem Steinn Stein- arr bar fyrst fyrir augu mín, ungan mann, smáan vexti og ekki ýkja mikinn fyrir mann að sjá. Kannski kom það líka i. ljós, þegar leið á daginn, að hann var dálítið latur að kasta hnausum úr skurði, enda ekki handleggjasterkur svo að af bæri, og kunni lítt til þess garpsskapar, sem vænlegastur er tjl flokksstjórastöðu og ann- ars frama í vegavinnu. Ein- hvernveginn hleraði ég það fljótt, að sumum af samverka- mönnunum væri ekki nema miðlungi hlýtt til hans, og gam- all vegagerðarmaður tjáði mér, að hann væri bæði skáld og auðnuleysingi. Steinn átti það nefnilega til að senda harð- duglegum vegavinnumönnum skeyti, sem hæfðu helzti vel. Það er skemmst af að segja, að þetta sumar tókst með okk- ur Steini sú vinátta, sem hald- izt hefur órofin síðan, þó að á ýmsu hafi oltið. Þó að tak- mark okkar væri þá og síðar ekki hið sama, lágu þó leiðir okkar svo skammt hvor frá annarri, að um nokkura sam- stöðu var að ræða, Sumarið leið, og tjöldin í. Bjarnardal voru felld. Leiðir okkar Steins skildu í Wli. En rúmu ári síðar bar fund- um okkar saman á ný. Þá var ekki lengur ilmur í. lofti eða angan úr jörðu. Þjóðin var hætt að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Kreppan var skollin á, og flóðalda henn- ar hafði sópað með sér þeim háreistu höllum, sem við reist- um framtíð okkar vestur í Bjarnardal fyrir rúmu ári, og það svo rækilega, að brakið hefur ekki enn borið aftur á fjörur okkar. Og upp frá þessu áttum við Steinn meiri og minni samleið um langar . stundir. Nú. var SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í Austurbæjarbíói í kvöld 3. júní kl. 9.15. Stjómandi PAUL PAMPICHLEK. Einleikari ERUNG BLÖNDAL BENGTSSON Viðfangsefni eftir Haydn, Mozart, Tchaikovski og Kossini. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbiói. Nr. 5/1958. ynning Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum; I. Veikstæðisvixma og viðgerðir. Dagvinna ....................... Kr. 43,00 Eftirvinna ..................... Kr. 60,20 Næturvinna ..................... Kr. 77,40 II. Vinna við railagnii: Dagvinna ....................... Kr. 41,00 Eftirvinna ..................... Kr. 57,40 Næturvinna ..................... Kr. 73.40 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er inni- falið í verðinu og skal vinna, sem imdanþegin er gjöldum þessum vera ódýrari sem þeim nemur. Reykjavík, 1. júní 1958. Verðlagsstjóiinn „Hudson hafði rekizt á rif, sem hafði höggvið stórt gat á kinnung þess. Skammt frá hinu sökkvandi skipi lá björgunarbáturinn kyrr. Fyrsti stýrimaður, sem hafði á hendi stjóm hans, kallaði, að hann gæti ekki komið að skipinu til þess að bjarga fleirum, þar sem vélin í bátnmn væri biluð. Það var gott í sjóinn, og skammt undan sást eyja. Við tókum þvi til þess ráðs að klambra saman fleka“, sagði Jack. „Kallið á þriðja stýrimann“, skipaði dómforsetinn. Eftir að maðurinn hafði svarið eið að framburði sínum, bað dómforsetinn hann að segja sögu sína. „Eg var brúnni, þegar áreksturinn varð“, sagði hann, „og fyrsti stýrimaður sagði mér að taka við stjórnanni á meðan hann færi og gerði farþegunum aðvart, því að okkur var báðum vel ijóst, að við urðum að jTfir gefa skipið.“ í boði borgar- stjórnar Kaup- mannahafnar I morgun lögðu af stað héð- an flugleiðis til Kaupmanna- hafnar 5 fulltrúar Reykjavíkur- bæjar. Hafði borgarstjórn K- hafnar boðið bæjarstjórn Rvík- ur að senda nefnd þangað í kynrtisför eins og nokkuð hefur tíðkazt milli höfuðborga Norð- urlanda. 1 föriríni taka þátt bæjarráðsmennirnir Auður Auð- uns, forseti bæjai-stjórríar, Geir Hallgrímsson, Guðmurídnr Vig- fússon og Magnús Ástmarsson -.og ennfremur Gunnlaugúr Pét« ursson borgarritari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.