Þjóðviljinn - 04.06.1958, Blaðsíða 4
4)} — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur i. júni 1958
mnhi
ftrf
%
Ffafnarf/arðarbíó
Sú var tíðin að bi-ezkar
gamanmyndir þóttu yfirleitt
bera af sambaerilegum kvik-
myndum frá öðrum löndum.
Óþarft er að nefna hér nokk-
ur nöfn, margar af snjöllustu
gamanmyndum Breta frá ár-
unum 1949—1955 hafa verið
sýndar í íslenzkum kvik-
myndahúsum og á þær
minnzt hér í þættinum. Einn
þeirra leikara, sem minnis-
stæðastur verður úr þessum
kvikmyndum er Alastair
Sim.
Undanfarna daga hefur
Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnt
brezka gamanmynd með Al-
astair Sim í aðalhlutverki, eða
réttara sagt aðalhlutverkum-.-
Hefur hún verið nefnd AUt
á floti á íslenzku en enska
•nafnið er Thé Belles of' St. %•
Trinian's; myndin er gérð
1954. Án þess nokkur frek-
. ari formáli sé viðhafðui' skal
það sagt strax, að þéssi kvik-
mynd olli aðdáanda hinna
áfei:
r
Alastair Sim
snjöllu brezku gamanmynda
og Alastair Sim mjög miklum
vonbrigðum, og það er frá-
leitt að segja að þetta sé bezta
gamanmynd ^Tsins, eins og.
stendur í auglýsingu bíósins.
Grínið í myndinni er allt svo
yfirdrifið að lítinn sem engan
hlátur vekur, einstaka atriði
að vísu sþaugileg og brosleg
en heildarmyndih alls ekki
skemmtileg. \ Alastair Sim
leikur óneitanlega af miklu
fjöri en þó ekki nógu vel til
þess að myndin sem heild
verði meðmæla verð. Má vel
vera að Allt á floti hafi þótt
skemmtileg kvikmynd meðal
brezkra blaðalesenda, sem
fylgdust (og fylgjast' kannski
enh) með Miss Fritton skóla-
stýru og prakkarastrikum St,
Trinians kvennaskólanema,
en hér upp á íslandi fer kímni
sem þessi fyrir ofan garð og
neðan og missir marks.
• AFBRAGÖSMYND í
HAFNARFJARÐARBÍÓI
Það fer ekki lang-ur I vegur
á milli Bæjarbíós í Hafnar-
firði og Hafnarfjarðarbíós, en
það er mjög mikill munur á
þeirri kvikmynd sem getið er .
hér að ofan og myndinni sém
sýnd er í síðarnefnda bíóinu.
Jacinto frændi er tvímæla-
laust langbezt þeirra kvik-
mynda, sem mönnum stendur
nú til boða að horfa á hér í
Reykjavík og Hafnarfirði, og
skal eindregið mælt með henni
fremur en nokkurri annarri.
Jacinto frændi (Mio tio
Jacinto) er spænsk kvikmynd,
gerð í hittifyrra undir stjórn
ungversk- spænska leikstjór-
ans Ladislao Vajda. Hafnar-
fjarðarbíó hefur áður sýnt
tvær af myhdum Ladislao
Vajda. Sú fyrri var hin fallega
helgisagnarmynd Marcelino,
pan y vino, en fyrir hana hlaut
Vajda heimsfrægð; hin var
Nautabaninn, Hfleg og ósvikin
spænsk mynd( er hafði á sér
snið leikinna heimildarkvik-
mynda. Beggja þessara kvik-
Pablito Calvo í hlutveriú Pepote og Antonio Vico sem Jacin,to.
mynda var getið að verðlejk-
um hér í þættinum á sínum
tíma, en Jacinto frændi stend-
ur þeim þó enn framar, það
er mynd sem verðskuldar al-
menna athygli og mikla að-
sókn.
Sagan er bundin lífinu á
stórborgartorginu, en meðal
þeifra sem þar „ráða ríkjum"
er Jacinto fyrrverandi tóread-
or, nautabani. Þetta er maður
sem muna má fífil sinn fegri,
en hann reynir þó stöðugt að
halda virðuleik sínum — ekki
hvað sízt þegar stjúpsonur
hans,' munaðarlaus drengur
Pepote að nafni, á í hlut. Dag
nokkurn fær Jácinto bréf, þar
sem hann er minntur á samn-
ing sinn um, að það kvöld.
eigi hann að taka þátt í
nautaati á stærsta leikvangi
borgarinnar; Hann þarf sjálf-
ur að leggja til búninginn. Og
nú er lyst á einkar skemmti-
legan hátt hverníg þeir Jac-
into og Pepote reyna með
allskyns ráðum að afla þeirra
300 peseta, sem leigan á glæsi-
legurh toreadorbúningi kostar.
Það er Pepote litli er tekst að
lokum á sitt eindæmi að ráða
málinu til lykta — en ekki
skal greint frá myndarlokum
hér. ';'i"- ¦-
Margir minnast Pablito
Calvo, drengsnáðans sem lék
Marcelino í samnefndri mynd.
Hér er hann nú aftur kominn
og leikur nú Pepote af miklum
yndisþokka. Antonio Vico sýn-
ir einnig framúrskarandi leik
í hlutverki Jacinto, hins heill-
umhorfna nautabana.
Vorpróíum í barnaskólunum lokið — Þolraunin
aístaðin — Strákur í átta ára bekk og stelpa í
sjó' ára bekk — Um kennarana.
BARNA- og unglingaskólum
bæjarins er nú nýlokið, prófin,
hin mikla þolraun, sem endur-
tekur sig á hverju vori, eru af-
staðin, auðvitað með misjöfn-
um árangri. Unga skólafólkið
er oft borið þeim sökum, að
það nenni ekkert að lesa, þ. e.
a. s. námsbækurnar, og því sé
bjartanlega sama hvort enda-
sætið það hlýtur á vorprófi,
metnaður þess nái sem sé ekki
til skólanámsins. Þótt nokkuð
kunni að vera til í þessum á-
sökunum, þá er þó sumt af
unga skólafólkinu mjög áhuga-
samt og metnaðargjamt, og
gleðst innilega, ef því auðnast
að hljóta verðlaun samvizku-
samlegrár ástundunar á vor-
prófinu. Pósturinn þekkir
nokkra krakka, sem biðu þess
með mikilli eftirvæntingu að
fá einkunnir sínar, og höfðu
svo fuHa ástæðu til að vera dá-
JLítið upp mArt sér af þeim, þeg-
ar þær komu. Strákur i átta
ára bekk kom heim frá því að
sækja ejnkunnir sinar mjög
svo brosleitur, þreif símtólið og
hringdi í mömmu sína, sem
vinnur úti, til þess að tilkynna
henni úrslitin. Það gat ómögu-
lega beðið þangað til hún
kæmi heim. Hann varð nefni-
lega efstur í sínum bekk með
rúma 8 í aðaleinkunn, og fékk
m. a. 10 í reikningi. (Það er
auðvitað aldursflokkapróf).
Systir hans í sjö ára bekk varð
númer tvö í sínum bekk og
vírtist mega vel við una, þar
sem hún var alger byrjandi í
haust. Já, sumum krökkunum
stendur engan veginn á sama
um námsárangur sinn, heldur
gleðjast- innilega yfir góðum
vitnisburði. og áreiðanlega vek-
ur það stolta.'feleðí 'fcjá Taug-
flestum foreldrum, ef börnin
þeirra standast þolraunina með
prýði. Þótt okkur kunni að
virðast lítil kúnst að leysa
prófverkefni krakkaona hundr-
að prósent rétt. þá skulum við
samt forðast að gera lítið úr
prófunum í þeírra, áheyrn.
Heldur skulum við , samfagna
þeim, sem náðu góðum árangri
og hvetja hin, sem miður gekk,
án þess að særa þau, til þess
að leggja sig betur fram næst.
Það er nefnilega gersamlega á-
stæðulaust að örvænfa fyrir
lífstíð yfir misheppnuðu prófi
upp úr sjö, átta eða níu ára
bekk. — En það koma fleiri við
sögu skólans, en börnin,- hverj-
um skóla fylgja líka kennar-
ar. Og eins og gengur og ger-
ist, þá eru sumir kennarar
mjög góðir, aðrir sæmilegir,
enn aðrir allt að því ómöguleg-
ir. f fyrstu bekkjum barnaskól-
anna tala nemendumir yfirleitt
vel um kennara sína og er
langoftast auðheyriiega mjög
vel við þá. Þegar kemur upp í
efstu bekki barnaskóiahs og
unglingaskólann, getur allt eins
verið, að þétta breytist dálítið.
Og það er ekki alltaf vanþakk-
læti eða eftirtektarleysi nem-
endanna að kenna, ef "þeim lik-
ar ekki kennslan hjá hinum eða
þessum kennaranum. Það fer'
ekki alltaf saman að vera sjálf-
ur vel að sér ,í einu fagi og
Pramhald á 8. síðu.
Fiíiar.
Landhelgismál Islendinga
ber víða á góma. Þjó&viljan-
um hefur þannig borizt blað
nokkurt sern kemur út í. eihu
úthverfi Kaupmannahafnar,
Aalhohnbladet, og þar er 14.
maí vikið að íslandi í ritstjórn-
argrein. Blaðið er að ræða
fund utanríkisráðherra At-
lanzhafsbandalagsríkjanna í
Kaupmann;\höfn og segir:
,,En það gerðust einnig
óheppilegri tíðindi. Og tar var
að verki það sama ísland,
sem notfærði sér hersetu naz-
ista í Danm'-'rku á stríðsár-
unum til þess áð rífa sig á
siðlausasta hátt frá móður-
landi sínu eftir næí'.tum því
1000 ára sambúð, en á því
tvnabili höfðum við — eftir
getu okkar og því sem. þá
tíðkað;st — hjálpað því, bor-
ið flestar fjárhagsbyrgðar
þess, annazt þróun þess o. s.
frv. svo að það gæti fylgzt
sómasamlega með á sviði
menningar, mennta o. fl.
Og nú hótaði ísland að
segja sig úr Atlanzhafsbanda-
laginu — með skírskotun til
þess að fiskiðnaðurinh mikli
hefur hag af fiskveiðatak-
mörkunum sem e'ru stærri en -
nokkur dæmi eru um. Hvort
úr þessu verður er ekki vitað
enn. Það er væntanlega undir
því komið hvað ísland hagn-
ast á vöniskiptíiverzlun sinni
við — Rússland. Og á þeim
vettvangi hefur Danmörk litla
hvorki ástæðu né afl til. að
taka í taumana". ',
Bins og sjá má haldast
þarna í hendur þekkingin og
góðvildi:\. Og greinin er alls
ekki ómerkileo; heimild: hún
mun sýna nokkuð vel þann
husr sem fjöldi manna í Dan-
mörku ber til ísl.endinga, þó
að hann komi sjaldnar fram.
á prenti en við mætti búast,
oa: það er fróð'pgt að bera
hana saman við venjulegt
góðvildar og skálaræðugaspur
eem meira veðnr uppi. Þetta'
er það sem venjulegur dansk-
ur m^ðut veit um Island!
Enda fer ekki illa á þfví að
þeir menn danskir. sem enn
svta'þpð að geta ekki „hjálp-
að" okkur eins og forðum,
hafi fylbtu samúð með Bret-
um er þeir verða nú einnig
a.ð f.iarlæg.ia hjá.Ip sína af
miðunum umhverfis landið.