Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 1
ÓÐVIL Fimmtudagur 5. júní 1958 — 23. árgangur — 124. tölublað Flokkurinn FUNDUR í ölhim deiklum annað kvöld, föstudag, á venjulegum stóðum og túna. Sósíalistafélag Reykjavíkur. Bretar reyna að hræða íslendin til undanhalds með marklausum hótunum Svar Islendinga við þeirri kröfn Breta að teknir verði npp samningar um landhelgina er afdráttarlanst nei í fyrradag gaí brezka ríkisstjórnin út yíirlýsingu um landhelgismál íslend- inga, þar sem sagt er að hún muni „ekki sjá sér íært að viðurkenna, að hin íyrirhugaða reglugerð myndi hafa nokkurt lagalegt gildi, ef hún yrði gefin út. Kröfur ríkja varðandi yfirráð yfir fiskveiðum á svæðum utan hinnar venjulegu landhelgi hafa enga stoð í alþjóðalögum. Þá mun brezka stjórn- in eigi að heldur verða við því búin að viðurkenna grunnlínur, aðrar en þær, sem leyfðar eru að alþjóðalögum." Yfirlýsingu þessari fylgir brezka stjórnin eftir með tilboði um samninga og segir að „samningaviðræður séu á allan hátt æskilegri en einhliða ráðstafanir og aðnota beri tímann fram til 1. september n.k. til að semja um varanlega lausn, er allir hlutaðeigandi geti vel við unað." Yfirlýsingu sinni um, að stækkun landhelginnar sé ólögmæt íylgir brezka stjórnin eftir með hótunum. Hún kveðst „mundi telja það skyldu sína að koma í veg íyrír hvers konar ólögmæiar tilraunir til afskipta af brezkum fiskiskipum á úthafinu, hvort sem slík afskipti fara fram á þeim svæðum, sem íslenzka ríkíssijórnin hefur nú í hyggju að telja sig hafa yf- irráð yfir eða ekki" Nákvæmlega hin sömu urðu viðbrögð Breta 1952, þegar landhelgin var stækkuð um eina mílu og grunnlínum breytt. Bretar neituðu þá að viður- kenna þá ráðstöfun, töldu hana brjóta í bága við alþjóðalög, heimtuðu samn- inga um undanhald af hálfu íslendinga en hótuðu „frekari aðgerðum" að öðr- um kosti! í hinni nýju yfirlýsingu neita þeir enn að viðurkenna núgildandi landhelgi! Krefjast þess að við minnkum landhelgina! Einnig er það mjög athyglis- vert að brezka stjórnin kveðst YfírlýsifKj brezky ríkissf jórn- arinnar 3» júní 1958 Yfirlýsing brezku stjórnar- innar er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær hafa Prakkar Qg Belgir einnig samþýkkt hliðstæðar yfirlýs- ingar, en þær hafa ekki enn verið birtár hér af utanr'kis- ráðuneytinu. Landgrunn íslendinga „úthaf M . ' I>að er kvnleg r^ksemtla- færsla í brezku \-fir!ýsin'íunni að telja fiskimiðin ii^hve-fir. ísland til „úthrfsins"! Sefr'f þar að reglugerð geti „ekki irieð löglegum hætti takmark?ð pétt- indi annarra þjóða á úthpifinu, né heldur vær; þann>s: lv"«rt að banna með lögum fiskveiðar annarra þjóða á svæðum, sem lengi hafa verið talin 111 út- hafsins." Á þehn hlálegu for- sendum að telja grunnmiðin umhverfis ísland til „úthafs- ins" byggist öll röksemdafærsla Breta um ólögmæti hinna fyr- irhuguðu aðgerða. Á Genfar- ráðstefnunni voru þó samþykkt ar alþjóðareglur, einnig með aðild Breta, um landgrunn hverrar þjóðar, grunnsævið . allt að 200 metra dýpi, og hin nýja landhelgi. Islendinga nær .hvergi út fyrir það svæði sem landgrunnslína myndi afmarka. enn hafna algerlega kröfnm ríkja „varðandi yfirráð yjfir fiskveiðum á svæðum utan hinnar venjulegu landhelgi" — Fi-amhaid á 11. síðu. Utanríkisráðuneytið sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu brezku stjórnarinnar um land- helgi íslendinga, og hljóðar hún í heild á þessa leið: „Hinn 2. júní 1958 fluti forsæt- isráðherra íslands útvarpsávarp, þar sem hann ræddi opinbera til- kynningu, er gefin hafði veriS út daginn áður þess efnis, að stjórn- málaflokkar þeir, er sæti eiga í ríkisstjórn íslands, hefðu orðið sammála um að gefa út reglugerð hinn 30. júní 1958 varðandi fisk- veiðitakmörkin umhverfis ís- land. Samkvæmt reglugerðinni myndí ísland telja sér fiskveiði- lögsögu—allt að ,12- jxiílum frá ströndum eftir 1. september 1958. Tilgangurinn væri að sjá svo um, að fiskveiðar innan hinna nýju takmarka skyldu háðar íslenzk- um yfirráðum og réttur væri á- skilinn til að breyta þeim grunn- línum, sem íslenzku fiskveiðitak- mörkin eru nú miðuð við. Brezku ríkisstjórninni hefur orðið það undrunarefni og þykir mjög miður, að í ávarpi forsætis- ráðherra íslands, svo og hinni op- inberu tilkynningu, hefur ekkert tillit verið tekið til langvarandi réttinda annarra þjóða til fisk- veiða á úthafinu umhverfis ís- land. I erindi, dags. 29. maí 1958, vakti ambassador Bretlands í Reykjavík athygli íslenzku ríkis- stjórnarinnar á því, að reglugerð sú, seni fyrirhuguð er, myndi ekki takmarka og gæti ekki með löglegum hætti takmarkað rétt- indi annarra þjóða á úthafinu, né heldur væri þannig hægt aS banna að lögum fiskveiðar ann- arra þjóða á svæðum, sem lengi hafa verið talin til úthafsins. Brezka ríkisstjórnin mun því ekki sjá sér fært að viðurkenna, að hin fyrirhugaða reglugerð myndi hafa nokkurt lagalegt gildi, ef hún yrði gefiri út. Kröfur rikja varðandi yfirráð yfir fisk- veiðum á svæðum utan hinnar venjulegu landhelgi hafa enga stoð í afþjóðalögum. Þá mun brezka ríkisstjórnin eiga að held- ur verða við því búi'n að viður- kenna grunnlínur, aðrar en þær, sem leyfðar eru að alþjóðalögum. Brezka ríkisstjórnin á erfitt með að trúa því, að ríkisstjórn íslandjs hafi í hyggju að beita valdi gegn brezkum f iskveiðiskip- um í því skyni að fá þau til að fara eftir einhliða reglugerð, sem stuðningsflokkar íslenzku ríkis- stjórnarinnar virðast ætla að gefa út í bága við þjóðarétt. Jafnframt Framhald á 11. síðu. Fœreyingar telja sig nú leysta frá ningnum við Æfla oð feia i íöfspor Islendinga og NorSmenn hafa einnig í hyggjú að sfœkka landhelgina 112 mílur Færeysk stjórnarvöld hafa nú lýst því yfir að Færey- ingrr geti ekki lengur talið sig bundna af samningi Breta og Dana um landhelgina við Færeyjar sem gerður var árið 1955, en þar var landhelgin ákveðin þrjár sjó- mílur. Sjávarútvegsmálaráðherra Noregs, sagði í Osló í gær að Norðmenn myndu færa sína landhelgi út í 12 mílur. fengist samkomulag sem Fæi'ey- aigar gætu unað við, myndu þeir neyðast t'.l að færa út landhelg- ina. Djurhuus fer til Kaupmanna- hafnar um næstu helgi til við- ræðna við dör.sku stjcrnina um þetta mál, en utanríkismál Fær- eyinga eru í höndum Dana. í Færeyjum óttast menn a® Danir muni bregðast Færeyinsr- um nú, eins og- þeir hafa gert áð- ur í þessu máli, og- himi ört vax- . . Framhald á 12. síðu. Færeyska lögþingið kom sam- an á aukafund í Þórshöfn í gær, og hafði hann. verið boðaður til að fjalla um hin breyttu viðhorf sem ákvörðun íslendinga um stækkun landhelginnar hefur skapað. Christian Ðjurhuus lögmaður liaíiVi framsögu um máliff og sagði að samninguriiui vio Breta um landhelgina hefði verið gerður undir sérstökum kringumstæðum og segja mætti að yíirlýshig ís lenzku ríkisstjórnarinnar um út- færslu landhelginnar við ísland i 12 mílur hefði kippt stoðunum undan honum. Færeyingar hlytu nú að gera annað tveggja: feta í fótspor ís; lendinga og færa út landhelgina, eða hefja viðræður við Breta 4 nýjan leik um þetta mál. Ef ekki TalsmaÖur utanríkisráðuneytis Vestur-Þýzkalands sagöi í gær að vestur-þýzka stjórnin furöaöi sig á þeirri ákvörðun íslendinga aö ætlá áð færa út landhelgina. Hann sagði að nin fyrirhugaöa útfærsla landhelginnar við ísland myndi leiða af sér aö fiskafíi vesturþýzkra togara á íslandsmiðum myndi minnka um helming. . *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.