Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓDVILJINN — Fimmtudagur 5. júní 1958 Imi Agústsson: Mmúdúméahgið er hernaðarbandaiag sem íslend- ingar eiga ekkert erincli ¥ið Flestum heilskyggnum fslend- ingum hefur verið það ljóst frá upphafi að Atlanzhafs- handalagið er fyrst og fremst hernaðarleg hagsmunasamtök Bandaríkjanna, byggð á áætlun þeirra um að nýta smáþjóðir Evrópu sér til varnar í hugsan- legum stríðsátökum, svo að heimaland þeirra yrði betur varið fyrir árásum andstæð- ingsins, án tillits til hinna hræðilegu ógna, er hlytu að verða hlutskipti fólks í öðrum löndum, þar sem útstöðvar hins handaríska hervarnarkerfis eru staðsettar og yrðu að mæta íyrstu ógnum nýrrar heims- styrjaldar. Það er barnaleg hugmynd, ósæmandi menntaðri smáþjóð að halda það, að Bandaríkin hafi stofnað til kostnaðarsamra her- stöðva á íslandi af einskærri verndartilfinningu fyrir ís- lenzku þjóðinni. Þjóð.i-. sem sliku tryði, yrði ekki forðað frá sárum vonbrigðum og válegum örlögum, ef til friðslita dr'aági í heiminum. nema þá hún tor- tímdist með öllu. Afstaða Bandarík.ianna á fundinum í Genf, til hagsmuna og réttar íslendinga í landhelg- ismálinu er glögg vísbending til vor um það, hve miklu stór- veldin myndu fórna fyrir oss í öðrum efnum þegar þau sam- einast á a^þjóðaráðstefnu um bað að reyna að ónýta það mál fyrír fslendingum, sem Iíf og framtið íslenzku þjóðarinnar byggist á í bókstaflegri merk- ingu. Það er því tímabært nú, að að islenzka ríkisstjórnin fari að hugsa fyrir því að leysa þjóð sína úr tengslum við hið lífs- hættulega háspennukerfi stríðs- ögrana og stríðsótta, en leiði hana í þess stað til samstöðu með hlutlausum þjóðum í frið- arsókn, sem ein er þess um- komin að draga úr hinni ögr- andi spennu, er nú ríkir í al- þjóðamálum. Eða getur íslenzka þjóðin unað því öllu lengur að land hennar sé leigt erlendu stór- veldi til þess að bíða eftir fyrstu eljdhryðjum sftyrjaldar, 'ef út brytist, og fá það viðmót eitt að 'launum sem kunnast er í viðskiptum við beiningamenn, en hvergi heila vináttu þegar á reynir, né stuðning málum vorum falli þau ekki að vilja stórveldanna sem leita eftir löndum annarra þjóða undir skotmörk hugsanlegrar styrj- aldar, til þess að nýta þau heimalöndum sínum til varnar í lengstu lög. Slíkt er sannköll- uð nýlendustefna í skaðlegra formi en áður hefur þekkzt. Ární Ágústsson. Frá Stýrimannaskólanum Tveir menn með stýrimannaprófi verða væntanlega ráðnir til að veita forstöðu 4. mánaða námskeiði til undirbúnings fyrir hið minna fiskimannapróf, sem haldin verða á Isafirði og í Neskaupstað á hausti komanda, 'verði næg þátttaka fyrir hendi. Umsóknir ásamt kröfum um kaup og dvalarkostn- að sendist undirrituðum fyrir lok júlímánaðar. Væntanlegir néméndur á þessum námskeiðum, sendi undirrituðum umsóknir sínar, einnig fyrir júlílok. Skólastjórí Stýrimannaskólans. -.,. * pning Nr. 7/1958 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks- verð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgr.: Óniðurgr.: Heildsöluv. pr. kg....... kr. 8,00 kr. 12,83 Smásöluverð pr. kg. '...... — 8,90 — 13,80 Reykjavík, 3. júní 1958. VERBLAGSSTJÓRINN. Asbest frárennsiisrör og fittings fyrirliggjandi. Stærðir 2", 4" og 6" tommur. Marz Trading Company, Klapparstíg 20. — Sími 1-73-73. .1 *J til innflyf jenda Athygli innflytjenda, sem afhentu til tollmeðferðar fullgild skjöl fyrir 13. maí 1958, er hér með vakin á því, að þeir verða að greiða aðflutningsgjöldin af vörunum í síðasta lagi 5. júnjí 1958, ef gjöldin eiga að greiðast eftir eldri ákvæðum. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Frá Fostruskóla Sumargjafar Skólinn hefst 1. okt. næstkomandi. Umsóknir sendist skólastjóra, frú Valborgu Sigurðardóttur, Aragötu 8 'fyrir 1. júlí næst komandi. Sími 1-89-32. EFTrRFARANDI bréf hefur Póstinum borizt frá manni, sem vinnur við Sogið og ætti því að vera kunnugt um, hvort nokkuð var hæft í sögu R. S. hér í Póstinum um daginn. Tel ég rétt að birta bréfið í heild, þótt mér finnist, að mátt hefði bera sögu R. S. til baka, án skætings og fúkyrða í hans garð. — En hér er bréfið: • Bæjarpóstur góður. Sá er háttur á með" greiðslu vinnulauna austur við Sog, að aðra vikuna eru þau greidd á föstudögum, en hina vikuna _á laugardögum, og er vinnu hætt skömmu eftir að greiðslu þeirra er lokið. Það sem um er að ræða hér, er sú saga1, sem birtist í Póst- inum síðastliðinn föstudag, og er alröng i öUum atriðum. Á föstudögum lýkur vinnu klukkan 6.45 að kvöldi, en bíl- arnir sem flvtia fólkið baðan, Ieggía nf stpð klukkan 7.30. Það fn bv? aðeins þrír stundar- fiórð"nf/pr. sem menn hafa til i •uinrpft'p. t*l bess að bvo sér, haf^f-'+'^kinti °? borða1 kvöld- verð. áður en þeir leggja af stað. f>ift rífiv t>'ví h"pr hei^'ita jnoð'"- ip n^inn ekki halHinn pf í'Vi"1 pnrla; pð bennan tíma .v^rðn Tvionn pg nrv+q vel, ef beír piffq o« vera ferðhúnir á rétt- i,rn iirnti- og hefðu skamma ! stund aflögu til þess að snapa Athugasemd við bréf R.S. - vírkjunina uppi felubíla, í leit að svarta dauða. Þessi R. S., sem söguna segir, mun vera ein af þeim persón- um, sem laumast aftan að fréttamönnum með upploginn þvætting um heiðarlega menn. í því sambandi kemur mér í hug þessi aíþekkta vísa: „Sína iðju hann sækir fast, sýður á keipum nið og bríxl, veffur á súðum lýgi ogr last, lymskan of fólskan ganga á víxl". Væri þessi R. S. maður, sem þyrði að koma fram undir fullu nafni, með þá ætlun í huga, að hreinsa burtu sora af ejn- hverju sviði athafnalífsins, ætti hann að færa sönnur á mál sitt, með því að nefna nöfn þeirra verkamanna, sem svo grátt láta leika sig, eins og sagan segir, af einhverjum Knoll og Tott, sem selja brennivín á bak við lög og rétt, ef slíkt mætti nefna í þessu sambandi. Því svo virð- ist sem öll meðferð áfengis- mála í þessu landi, sé fremur - Verkamaður við Sogs- skrifar. hugsuð og framkvæmd af ein- hverjum R. S. mönnum, en af þar til kjörnum leiðtogum og valdhöfum greindrar þjóðar. Eg hef unnið austur við Sog frá því um miðjan janúar síðast liðinn, og farið þaðan hvern föstudag á áðurnefndum tíma, og hefi ekki orðið var við áfeng- isnautn, er gæti átt við þá sögu, sem R. S. segir. Það var aðeins einu sinni, að nokkrir ungir menn og röskir, skiftu með sér úr einni flösku, af tast í bílnum, og urðu við það góðglaðir, og tóku lagið. Það veit sá einn er reynir, hversu gott það er, að standa úti í stormi og hrið, og strita við erfiða vinnu. Og lái það ungum mönnum hver sem vill, þótt þeir, að afloknu erfiði, í heila viku, finni til fjörsins og hleypi gandinunr^augnablik, ég geri það ekki, og því síður hitt, að líkja þeim við botnfall þjóðarinnnar, með nafnlausum níðskrifum. Hvað því líður, að sézt hafi vin á mönnum, þegar þeir leggja af stað austur til vinnu sinnar þar, verður að skrifast á reikning Reykjavíkurvalds- ins, og þeirra manna, er hér taka fé af mönnum og vit, með ólöglegri vinsölu, sunnudaga sem aðra daga, og leggja nótt við dag, til þess á þann hátt að féfletta menn. Það væri sannarlega ærið verkefni fyrir menn, aðra en R. S., að fletta ofan af þeim óþverra, sem hér fer um all- ar götur og smugur, kannski í bílum. Það skal ég hér með votta, að allir þeir, er við Sogið vinna, bæði háir og lágir, vinna verk sín af kostgæfni og dugnaði, oft við erfið skilyrð', og lifs- hættu, eins og t.d. í jarðgöng- unum, sem verið er að grafa. Þau störf eru í það minnsta mjög ólík þeim, sem nafnlausir R. S. menn vinna hér í skúma- skotum bæjarins. Svona aukreitis vil ég geta þess, að öllum þeim, er þar vinna hin erfiðu störf, kæmi það betur, ef þeir gætu fengið þau blöð, sem þeim eru send gefins þangað austur, Þjóðvilj- ann og Tímann, nokkurnveginn daglega, en ekki bara, barasta bara, einu sinni í viku, og þá auðvitað vikugömul þau elztu, því við getum fengið Moggann keyptan þar daglega, það er að segja, þegar sölumaður hans hefur tíma til þess að vera þar. Ritað í Reykjavík á hvítasunnu. Anno 1958. Guomundur Ólafsson, Knattspyrnufélagið Þróttur Míing í kvöld kl. 8 á Mela- vellinum fyrir meistara, 1. og 2. flokk. Mætið stundvíslega. Nefndin. Ferðir um helg- ina Þjórsárdalur laugardagur kl. 2. Eyjafjallajökuli laugardagur kl. 2. Ferðaskrifstofa PALS ARASONAR, Hafnarstræti 8. Sími 1 - 76 . 41. iiggur leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.