Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 6
©) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. júní 1958 T Þjóðviliinn titgeiandi: Samelntngarflokkur alÞyu^ . £&«usira«u(»KKu*uM* ui^edórar Magnús Kjartansson (áb.)f Siguröur Ofmrmunósson. — Frettantstjón: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmunöur öígurjoutteon. ^uömundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson. Magnús TorfJ ÖlfvfsBon, 8i(na*3cn jonannsson. Auglýs- ingastjóri; Guðgeir Magnúp.son - cfcreiffsia, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg lf#. - öma: 1V-600 (6 ilnur) AStanitarverð kr. 25 á mán. 4 Rsykjavík og nágrenni; kr. 22 annarset. ^omaiioiuverð kr. 1.50. **rentsmiðja ÞMIWItew* Brezk vinarkveðja 'Tyí hafa Bretar sent okkur 1 kveð.ju sína rétt einu sinni. Þeir mótmæla því að sjálf- sögðu að við endurheimtum hluta af rétti okkar á hafinu umhverfis landið og segjast ekki sætta sig við það að nokkurri þjóð haldist uppi að brióta lög! Það var ekki ó- nýtt að fá slíka yfirlýsingu um ást á lögum frá stjómar- völdum þiess ríkis sem hefur kúgað og arðrænt öllum öðr- um meir í, sögu mannkynsins og brotið fleiri lög, skráð og óskráð; þegar brezka ljónið ætlar að fara að ákalla „lög“ sér til stuðnings er því sann- arlega brugðið. |g hvað eiga brezk stjóm- arvöld við þegar þau ræða tim löglegar aðgerðir? Á ráð- stefnunni í Genf náðist ekki samkomulag um neina al- þjóðasambykkt um landhelgi þjóða. Hins vegar var yfir- gnæfandi meirihluti þjóðanna isamþykkur 12 mílna fisk- veiðilögsögu, þótt sú niður- staða væri ekki formlega staðfest vegna ágreinings um cnnur atriði. Hinn ótvíræði og mangsannaði réttur Islend- inga nýtur þannig siðferðis- legs stuðnings mikils meiri- hluta þeirra þ.jóða sem hnött- inn byggja. Og fordæmin eru orðin býsna m"rg. Sovétríkin og öll strandríki Austurevr- ópu hafa 12 mílna landhelgi og Bretar hafa sannarlega „sætt sig við“ það. Og 12 xnílur eru hreint smáræði hjá landheigi sumra ríkja, t. d. í Suðurameríku, sem spenna yfir allt að 200 mílur. Bretar hafa sannarlega „sætt sig við“ þá landhelgi án nokkurra að- •gerða; þeir eiga að vi.su ekki stórra hagsmuna að gæta á því svæði, en hverju máli skiptir það fyrir ríkisstjórn sem segist hafa það að mark- miði að vernda lögin; lög geta þó varla farið eftir því einu hvort Bretar hafa hagsmuni af beim. Og það sem Bretar hnfa sætt sig við hjá Sovét- rík.junum, Austurevrópuríkj- unum, Suðurameríkjrík.junum ©g fjölmörgum öðrum rík.jum •geta þeir ekki komizt h.já að sætta sig við hjá Islendingum eínnig — eða fer mat brezkra st.iórnarvalda á lögum og rétti eftir því einu hvort við er að eiga stórveldí eða vopn- lausa smáþjóð? fslendingar hafa áður fengið slíka orðsendingu frá Bret- um. I maíbyrjun 1952 mót- mæltu brezk stjórnarvöld stækkun landhelginnar um eina mílu, úr þremur í fjór- ar. og fylgdu mótmælunum eftir með hótunum um „frek- ari aðgerðir“ ef Islendíngar létu ekki undan og neituðu að taka unn samninga við Breta um lífshagsmuni sína. Öll þjóðin mótmælti þá þessari brezku orðsendingu og Ólafur Baráttan í Frakklandi er enn á byrjunarstigi Thors, þáverandi forsætisráð- herra, lýsti yfir því að ekkert undanhald ltæmi til greina og að aldrei yrði samið við nokkra þjóð um landhelgi íslend- inga. Þau mótmæli og sú stefna sem í þeim felst er enn sem fyrr stefna allra Islend' inga. Og við höfum reynsluna af því að með órofa samstöðu tryggjum ríð rétt okkar. Brezk stjórnarvöld sættu sig í verki við hina nýju land- helgi, brezku togararnir virtu hina nýju línu ekkert verr en þáfyrri og þeir greiddu sektir sínar ef þeir vom teknir fyr- ir lagabrot. Eina raunverulega refsiaðgerðin var löndunar- hannið, sem var að vísu mjög alvarleg tilraun til þess að svelta okkur til hlýðni en snerist okkur fljótlega til góðs, og þar kom að brezka stjómin blygðaðist sín fyrir framkomuna og aflétti lönd- unarbanninu. Eftir þá reynslu er það vægast sagt kynlegt að Bretar, Frakkar og Belgir skuli í hinum nýju yfirlýsing- um sinum tala um að engin fiskveiðilögsögn sé lögmæt utan þriggja mílna — þeir kref jast þess sem sé að land- helgi íslendinga verði minnk- uð! Virðist það helzt benda til þess að yfirlýsingarnar séu samdar af mönnum sem litla þekkingu hafa á málavöxtum og afgreiða hótanir sínar fremur sem form en veruleika. Bretar fara fram á það að við tökum upp samninga um landhelgina. Það hefur verið stefna allra Islendinga, margítrekuð af forustumönn- um allra stjórnmálaflokk- anna að um landhelgi sína geti íslendingar eliki samið viðþ noklira Jíjóð og muni aldrei gera. Landhelgismálið er ís- lenzkt innanríkismál, stutt fyllstu rökum, sögulegum, þjóðréttarlegum, vísindalegum og atvinnulegum. Islendingar hafa lengi beðið með þann á- fanga sem nú hefur verið á- kveðinn og aðgerðirnar, stækkun í 12 mílur frá ó- breyttum grunnlínum, var sú minnsta sem hægt var að kom- ast af með. íslendingar hafa sýnt þeim þjóðum sem hér hafa hagsmuna að gæta meira langlundargeð en unnt var að ætlast til með nokkrum rétti. Það eru liðin 10 ár síðan ís- lendingar staðfestu með lög- um bann ásetning sinn að tryggia sér umráð yfir land- grunninu öllu og hafinu yfir því, þannig að ráðstafanir Is- lendinga þurfa sannarlega engum að koma á óvart. En®- þótt Islendingar hafi sýnt Bretum biðlund og fyllstu til- litssemi, skulu þeir ekki í,- mynda sér að hægt sé að tryggja undanhald með þvi að senda okkur orðsendingar skráðar með ósæmilegum munnsöfnuði og marklausum Valdataka Charles de Gaulle hershöfðingja í Frakklandi hefur enn sem komið er Jivorki uppfyllt vonir stuðningsmanna hans né staðfest ugg svartsýn- ustu andstæðinganna. Þegar til kastanna kom varð hershöfðing- inn að slaka í ýmsu á kröfum sínum. í fyrstu krafðist hann alræðisvalds í eitt ár en hefur orðið að sætta sig við misseri. Hann kvaðst ekki myndi taka við völdum öðru vísi en í um- boði allra þingmanna nema kommúnista, en varð að láta sér nægja litlu meira en hreinan meirihluta, 329 atkvæði gegn 224, en 43 þingmenn sátu hjá. Mesti ósigur de Gaulles og stuðningsmanna hans í hópi flokksforingjanna var að fleiri þingmenn sósíaldemókrata greiddu atkvæði móti honum en með, 49 af þingmönnum flokks- ins buðu Mollet foringja sínum ■byrginn og greiddu atkvæði gegn hershöfðingjanum, þar á meðal Pineau fyrrverandi utan ríkisráðherra. Með de Gaulle voru 42 sósíaldemókratar, auk Mollets forustumenn eins og Moch og Ramadier. Róttæki flokkurinn klofnaði einnig, 18 þingmenn hans undir forustu Mendés-France snerust gegn de Gaulle, þar á meðal tveir aðrir forsætisráðherrar, Daladier og Mc hótunum. Og þótt íslendingar b.afi deilt um landhelgismál- ið eins og annað, skulu Bret- ar ekki ímynda sér að þeir finni hér nema einn vilja þeg- ar endanleg ákvörðun hefur verið tekin og vaðið er að okkur með dónaskap. leggja tillögur sínar fyrir þjóð- ina í allsherjaratkvæðagreiðslu án þess að bera þær fyrst undir þingið, en hann varð að hóta ' að segja af sér til að knýja þá heimild fram. Hinsvegar getur hann ekki breytt kosningalög- unum upp á eigin spýtur. Nú er de Gaulle kominn til Alsír,'þar sem val hans á ráðherrum hefur vakið von- brigði meðal hershöfðingja og Jaques Duclos, formaður þingfl. franskra kommúnista Bourges-Maunoury, en 24 þing- menn róttækra stóðu með hers- höfðingjanum. Ætlun de Gaulle og stuðningsmanna hans hafði verið að einangra kommúnista og bandamenn þeirra, 147 þing- menn, en það mistókst alger- lega. Auk kommúnista greiddi helmingur þingflokks sósíal- demókrata, tæpur helmingur róttækra og níu þingmenn ann- arra flokka atkvæði gegn for- sætisráðherraefni valdaræningj- anna í Alsír. follet tókst ekki fá minni- hlúta flokksbræðra sinna til að styðja de Gaulle fyrr en hershöfðinginn hafði gefið ýmis loforð, sem eru hægrisinnuðum fylgismönnum hans þvert um geð. Hann hefur heitið því að skerða í engu almenn mannrétt- indi, virða réttindi verkalýðs- félaganna og hagga ekki við fé- lagsmálalöggjöfinni. Reynslan ein mun sýna hvers virði þessi loforð eru. Hershöfðinginn hef- ur fengið heimild þingsins til að endurskoða stjórnarskrána og Owistiem Pin*a* landnema. Þegar þetta er ritað hafði hann ekki enn gert kunna stefnu sína í málum Alsír og enginn veit því enn hvað hann hyggst taka til hragðs til að leysa það vandamál, sem fyrst og fremst veldur því að hann hefur hafizt til valda á ný. Landnemarnir, hershöfðingj- arnir og Soustelle, fyrrum einn af nánustu samstarfsmönnum de Gaulle, hrópa nú hástöfum að þeir vilji algera innlimun Al- sír í Frakkland með fullu jafn- rétti Serkja við aðra franska borgara. Engum kemur til hug- ar að landiiemunum sé þetta alvara, hingað til hafa allar til- raunir til að veita Serkjum jafnrétti við Frakka strandað á þeim. Innlimun og jafnrétti myndi meðal annars hafa í iör með sér að um 100 serkneskir þingmenn frá Alsír tækju sæti á þinginu í París. Hingað til hef- ur de Gaulle ekki minnst á inn- limun Alsír en hinsvegar látið falla margræð orð um að koma verði sambandinu milli þess og Frakklan,ds í það horf að tekið sé tilhlýðilegt tillit til „séreðlis“ hins fyrrnefnda. Þetta hafa margir túlkað þannig að fyrir de Gaulle vaki að bjóða Alsír sjálfstjórn í einhverri mynd. F^að er nú á allra vitorði að uppreisnin í Alsír hefur verið undirbúin síðan í fyrra, og að de Gaulle hét hershöfð- ingjunum stuðningi sínum í apríl, nokkrum vikum áður en uppreisnin brauzt út. Banda- menn hershöfðingjanna meðal óbreyttra borgara, ævintýra- menn og fasistar bæði í Alsír og Frakklandi, hafa ekki farið dult með að fyrir þeim vakir að koma á varanlegri einræðis- stjórn. „Nú er lokið valdatíma menntamanna og gyðinga!“ hrópaði foringi uppreisnarinn- ar á Korsíku sigri hrósandi á fjöldafundi í Ajaccio. Menn af þessu sauðahúsi ráða nú öllu meðal landnema í Alsír og þeir munu reyna að búa um sig í Frakklandi í skjóli stjórnar de Gaulle. Þeir geta með réttu stært sig af að hafa komið hershöf ðing j anum til valda. Mendés-France komst svo að orði, þegar þingið ræddi stefnu- yfirlýsiiigú de Gaulle, að hann myndi ekki greiða honum at- kvæði, vegna þess að það myndi þýða uppgjöf fyrir þvingunum og hótun um borgarastyrjöld. Mendés-France réðst heiftarlega á hershöfðingjana í Alsír, kvað þá árum saman hafa hindrað friðsamlega lausn í Alsír og síð- an troða upp á Frakkland ríkis- stjórn eftir sínu höfði undir því yfirskini að það sé eina ráðið til að finna lausn á Alsírdeil- unni. „Franska þjóðin heldur að við séum frjálsir, en við er- um það ^kki lengur“', sagði Mendés-France. „Fjórða lýð- veldið líður undir lok vegna galla sinna og vegna þess að það skorti skarpskyggna og hug- rakka forustumenn. Þetta er ekki lýðræðinu að kenna, held- ur þeim sem ekki hafa fengizt til að beita grundvallarreglum þess.“ |rð Mendés-France eiga "við Mollet, Pflimlin og hina. flokksforingjana, sem hlupust frá ábyrgðinni sem þingið hafði falið þeim með yfirgnæfandi meirihluta og leituðu á náðir forsætisráðherraefnis uppreisn- armannanna í Alsír. Almenning- ur í Frakklandi sýndi með hóp- göngum, fundahöldum og verk- föllum að hann er reiðubúinn að verja lýðveldið, en mikill hluti af stjórnmálaforingjunum brást á úrslitastundu. Samt sem áður varð því til leiðar komið Erlcnd 11«J i ii d i að samsærismennirnir komust í fyrsta áfanga miklu skemmra en þeir ætluðu sér. Frönsk al- þýða er sárri reynslu ríkari, en samtök hennar eru óbuguð. Rúmur helmingur sósíaldemó- krata á þingi og þrír tugir þing- manna frjálslyndra borgara- flokka létu engar storkanir fæla sig frá að standa með kommún- istum gegn de Gaulle. Um allt Frakkland hafa óbreyttir fylgis- Pierre Mendés-France menn verkalýðsflokkanna og aðrir vinstri menn tekið hönd- um saman og búa sig nú í sam- eining’u úndir næstu oúostu. Þrátt fyrir það sem gerzt héfur er enn of snemmt að syrgja lýð- ræðið i Frakklandi. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.