Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 12
Hann gaf enga skýringu á hvernig hann viII leysa AlslrmáliSfil frambúSar IUðilVUJINN Fimmtudagur 5. júní 1958 — 23. árgangur 124. tölublað allar götur sem hann ók um frá flugvellinum, 20 km leið. Á flugvellinum tóku. á móti honum Salan, yfirmaður franska hersins í Alsír, Massu, De Gsulle hershöfðingi kom til Algeirsborgar í gær. Hann hélt stutta ræðu á miklum útifundi á aðaltorgi borgarinnar, en forðaðist að skýra nokkuð frá því hvernig hann hugsaði sér að leysa Alsírvandamálið til frambúðar. Gífurlegur mannfjöldi fagn-, gizkað er á að þar hafi verið aði honum við komuna, fyllti | um 250.000 manns þegar de Gaulle hóf mál sitt. Hann talaði aðeiris í um tíu mínútur og forðaðist að segja nokkuð ákveðið um hvernig hann teldi að leysa bæri Alsír- málið til frambúðar. Fréttarit- ari brezka útvarpsins sagði að augljóst hefði verið að hann hefði reynt að sigla á milli skers og báru. Kosningar eftir þrá mánuði Hann kom þó með eina mikil- væga yfirlýsingu: að kosningar myndu látnar fara fram í Al sír eftir þrjá mánuði og í þeim myndu allir íbúar landsins hafa sama rétt, enda byggju nú í því aðeins 10 milljónir franskra manna. En fyrst að þeim kosn- ingum loknum myndi hægt að sjá hvað yrði næsta skrefið. 1 upphafi máls síns sagði hann að honum væri kunnugt .; .. um hvað leiðtogar Frakka í Al- sír hefðu viljað gera, þeir hefðu viljað leggja inn á braut endurnýjunar. Þeir hefðu vilj- að byrja á byrjuninni, á því að gera umbætur á stofnunum lýðveldisins, og því væri hann hingað kominn. Hann hyllti her- inn í Alsír og foringja hans, og sagðist bera fullt traust til hans, bæði nú og í framtíðinni. Hann lauk máli sínu með því að hrópa: Lifi. lýðveldið! Lif i Frakkland! — og hinn mikli mannfjöldi tók undir. Framhald á 11. síðu. KR:Bury-l:0 1 gærkvöldi lék enska liðið Bury fyrsta leik sinn hér. Lék það við gestgjafann KB og fóru leikar svo að KK vann með einu marki gegn engu. Skor- aði EHerfc Schram markið. Þessi úrslit gefa þö ekki rétta hugmynd um leikinn, því að Bury áttí mun meira í honum. Nánar verður sagífc frá leiknum í blaðinu á morgun. De GauIIe hershöfðmgi foringi fallhlífarmanna, og aðr- ir leiðtogar „velferðarnefndar- innar" í Alsír. Á ihilli skers og báru Fólk tók snemma að safnast saman á aðaltorgi borgarinnar fyrir framan stjórnarráðið og Færeyingar Framhald af 9. síðu. andi Þjóffveldisf Iokkur, sem á vís- an stuffning fiskimannasamtaka Færeyja, hefur Iagzt eindregiff gegn því aff Færeyingar hefji nokkra samninga um þetta mikil- væga hagsmunamála þjóffarinnar, hvaff þá að fela Dönum slíka samningagerff. Blað flokksins, 14. september, komst þannig að orði nýlega í ritstjórnargrein: „Atvinnulíf Færeyja er í slíkri niðurníðslu, að annar hver maður verður að leita sér vinnu erlend- is, á íslenzkum, norskum og þýzkum skipum. Og þó stóðum við á svo traust- um fjárhagsgrunni eftir styrjöld- Ina, að þá áttum við skip handa öllum okkar mönnum, en það var áður en ílagffir voru á okkur hlekkir danskrar viðskiptastefnu og arðráns danskra kapítalista. Nefna má aff Danir hafa alla þessa öld — eins ogr glöggt kom í ljósi á Genfarráffstefnunni um réttarreglur á hafinu — fórnaff mikilvægustu hagsmunum Fær- eyinga, fiskimiðunum, í þágu út- flutnings síns á" landbúnaffaraf- urffum til Bretlands." Landhelgissamningurinn sem Danir gerðu við Breta árið 1901 gilti jafnt um Færeyjar og ís- land. 1955 var aðeins samið um lítilfjörlegar breytingar á grunn- línunni. Karlakór Akureyrar í söngför um Suðurland Karlakór Akureyrar er nú í söngför um Suðurland. í kvöld heldur kórinn söngskemmtun á Akranesi, annað kvöld í Reykjavík, á laugardag á Selfossi og í Hafnar- firði og Keflavík á sunnudaginn. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í fréttum blaðsins, söng kórinn nýlega í Nýja bíói á Ak- ureyri við húsfylli og ágætar við- tökur áheyrenda. Söngstjóri er Askell Jónsson, einsöngvarar Ei- ríkur Stefánsson, Jóhann Kon- ráðsson og Jósteinn Konráðsson og undirleikari Guðrún Kristins- dóttir.^ Á söngskránni eru lög eftir Áskel Snorrason, Björgvin Guðmundsson, Jóhann Ó. Har- aldsson, Karl Ó, Runólfsson, Pál ísólfsson, Pál H. Jónsson, Skúla Halldórsson, Schubert, Bizet o. fl. Þetita er ein af myndunum á málverkasýningu Sveins Björnp- sonar íí Llstamannaskálanum. Um 800 manns höfðu séð sýning- uri(a í gær og 26 myndir voru seldar. Sýiúngin verður opim til sunnudagskvölds, daglega kl. 10—23. Danski leikfiokkyrliin frá Folketeatrel farinn heim Danski .leikflokkurinn frá Folketeatret í Kaiinmannaf höfn lauk leikför sinni um allar höfuðborgir Norðurlanda með leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sl. þriöjudagskvöld; Var Msfyllir. í gær hélt flokkurinn heim til Kaúi>mánna- hafnar. .' Einnig Norffmenn Nils Lysö, sjávarútvegsmála- ráðherra Noregs, sagði í Osló í gær að ekkert gæti verið því til fyrirstöðu að Norðmenn færðu landhelgi sína út í 12 sjómílur ef norskum fiskimönnum væru bannaðar veiðar á ákveðnum miðum í Atlanzhafi. Hefur starfaff í nær 30 ár Karlakór Akureyrar hóf starf- semi sína haustið 1929, en fyrstu stjórn hans skipuðu Áskell Snorrason formaður, Þórir Jóns- son ritari og Aðalsteinn' Þor- steinsson gjaldkeri. Áskell var stjórnandi kórsins frá stofnun fram til ársins 1942, en hefur síðan stutt hann með ráðum og dáð og lagt honum til góð tón- verk. Sveinn Bjarman var stjórn- Fráhvarfið írá stöðvunar- steínunni: Smjörlíki hækkar Smjörlíki hefur nú hækkað úr kr. 7,40 kílóið í kr. 8,90, eðaum 20%, miðáð við niður- greitt smjöriíki. Ómðurgreitt hækkar- um sömu -upphæð iir >kr. 12,30 í kr. 13,80. Verð á smjörlíki, eins . og flestum öðrum nauðsynjum, hefur haldizt mikið til óbreytt undanfarin tvö ár, meðan stövðunarstefna Alþýðubanda- lagsins var í gildi. andi kórsins eitt ár, en síðan 1943 hefur Áskell Jónsson verið söng- stjóri nema vegna forfalla tvo vetrarhluta, er þeir Jakob Tryggvason og Jón Þórarinsson önnuðust söngstiórnina. Þrír af stofnendum kórsins eru enn virkir félagar, þeir Jón Framhald á 5. síðu. j 'Leikflpkkurinn kom hingað sunnudaginn 1. júní og sat þá um kvöldið' i kvSidVerðarboð danska sendiberrans. Á mánudag voru Danirnir ií \ bádegisvéíðarboði Fé- lags íslenzkra leikara, þar sem saman voru-komnir 40 íslenzkir leikarar tilþess að fagna þessum góðu gestum. : Á: mánudagskvöldið var fyrri sýning leikflokksins í Þjóðleik- húsinu; Að henni lokinni afhenti Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rós- inkránz, danska leikhússtjóran- úm, Tborváld Larsén lárviðar- sveig. Flutti hann við það tæki- f æri rspðu^ þar sem hann þakkaði Larsen fyrir komuna hingað með leikflokk sinn og fyrir það fram- tak og áræði, er hann hefði sýnt með því að bjóða fyrst leikhúsum hinna Norðurlandanna að senda leikflokka til Danmerkur og efná síðan til þessarar miklu leikfarar milli höfuðborga allrá Norður1 landanna. Sagði hann, að enginn hefði lagt stærri skerf til sam- vinnu norrænna leikhúsa;. Larseh þakkaði með ræðu fyrir lárviðár- sveiginn og allar móttökurnar. Þá færði formaður Félágs íslenzkrá leikfélaga flokknum blóm að gjöf frá félaginu. Á þriðjudag sátu dönsku leik- ararnir hádegisverðarboð hj á menntamálaráðherra ög síðari var ekið með þá til Þingválla og þeim sýndur staðurinn. Um kvöldið sýndu þeir aftur fyrir f ullu húsi og við mikinn fögnuð áhorfenda. Heimleiðis héldu þeir í gær- morgun. ingiS hafði ííar §s a Forseti sleit þingieu fil meS' gær eftir 193 daga setu Ásgeir Ásgeirsson forseti sleit Alþingi í gær, en þingið hafði staðið alls í 193 daga, 41 degi skemur en síðasta þing, haft 195 mál til meðferðar, haldið 281 fund og afgreitt 52 lög. Á þingslitafundinum í gær gaf 5 vísað til ríkisstjórnarinnar og 55 forseti sameinaðs þings, Emilj voru ekki útrædd. Jónsson, yfirlit um þingstörf og gang þingmála. Prentuff þingskjöl alls 624 Þingfundir voru alls 281, þar af 115 í neðri deild, 112 í efri deild og 54 í sameinuðu þingi. Lagafrumvörp lögð fyrir þingið voru alls 120, þar af 34 stjórnar- fr'umvörp og 86 þingmannafrum- vörp. í flokki , þingmannaf rum- varpanna eru.talin 36 frumvörp, sem nefndir fluttu, þar af 31 að beiðni einstakra ráðherra. Úrsiit frumvarpanna urðu þau, að alls voru 52 afgreidd sem lög, þar af 31 stjórnarfrumvarp og 21 þingmannafrumvarp, en 2 þing- mahnafrumvörp voru felld, 6 af- greidd með rökstuddri dagskrá, Fram bornar þingsályktunartil- lögur voru 67, þar af voru 30 samþykktar sem ályktanir Al- þingis,, ein sem ályktun efri deildar, 1 voru afgreiddar með rökstuddri dagskrá, einni vísað til ríkisstjórnarinnar og 28 urðu ekki útræddar. Tíu fyrirspurnir voru bornar fram í sameinuðu þingi og voru aflar ræddar nema tvær. Tala prentaðra þingskjala er 624. , Þingslit Er þingforseti hafði gefið fram- angreint yfirlit ræddi hann í stuttu máli um þingstörfin al- mennt, en þakkaði síðan þing- mönnum vinsamlegt samstarf, umburðarlyndi og hjálpsemi, flutti skrifurum þingsins og starfsmönnum góðrar heimferðar. Ólafur Thors þakkaði þingfor- seta fyrir hönd þingmanna rétt- láta og röggsáma fundarstjórn, en þinginenn tóku undir þau orð með því að rísa úr sætum. Því næst las Ásgeir Ásgeirs- son forseti upp forsetabréf um þingslitin og lýsti yfir að þingi væri slitið". Bað hann síðan þing- menn að minnast fósturjarðar- innar með því að rísa úr sætum, en forsætisráðherra mælti fyrir férföldu húrrahrópi fyrir forseta og fósturjörð. .•.....................: J Þjóðviljann vanitar ungling • • til blaðburðar vi5 Sólvallagötu Talið við afgreiðsluna, Sími 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.