Þjóðviljinn - 08.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.06.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. júni 1958 piómnuiNN útgeianai: dameiningarflokkur aip»u. .notjórar Maenús Kiartansson (áb.), SleurSnr QuBmundason. — Frettantstjon: J6n Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Stgnrjouison OnBmundur Vjgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Tort) Óiafsson, Sinnrjon jonannsson. Auglýs- 1 lngastjórl: Guðgelr MagnússoD - ISiii.íiu, afsrsiðsia, augltslngar, prent- smiðja: Skólavörðustíg If< - onui: 1V-SÚ0 (5 Unorr ágknitarverð kr. 25 á mán. ' rteykjavík og nágrennl: kr. 22 annarssí. f, a,«»»oiuverð kr. 1.50 i-rentsmiðja ^-----------------—_______________ J Stefna Sjálfstæðisflokksins f eldhúsdagsumræðunum var . ljóst að forráðamenn í- haldsins finna á sér fyrirlitn- ingu og undrun hjósenda sinna, sem ekki skilja hvernig á því stendur að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli enga etefnu hafa í efnahagsmálum og að ieiðtogar hans skuli lýsa yf- ir því hreinskilnislega að þeir hafi hvorki þékkingu né áðstöðu til að bera fram nokkrar tillögur um þau mál sem varða lífsafkomu hvers íslendings. Ekki sízt á þetta við um suma greindari leið- toga flokksins, enda lauk um- ræðunum á því að Gunnar Thoroddsen sá sér elcki annað fært en minnast á „nokkur atriði, sem ég tel að eigi að koma til athugunar í sam- bandi við efnahagsmál þjóð- arinnar.“ Mun mega líta á þau „atriði“ sem stefnu Sjálf- stæðisflokksins, þótt ekki sé frá henni gengið í formlegum tillögum, og því ástæða til að gefa þeim nokkurn gaum. að er þá fyrst að Gunnar sagði: „Skráning *krón- unnar er bundin í lögum. Það er persónuleg skoðun mín, að þeim lögum eigi að að breyta og fela þjóðbankanum að á- kveða gengi jslenzku krón- unnar í samráði við ríkis- stjórn.“ Þetta er einkar skýr vísbending um það að Gunn- ar Thoroddsen telur að geng- islækkun hefði verið sjálf- sögð leið til að leysa úr efna- hagsvandamálunum. Þó höfðu sérfræðingar reiknað út að ef eitthvert „gagn“ ætti að vera í gengislækkun þyrfti erlend- ur gjaldeyrir að hækka í verði um meira en helming, og yfir þjóðina hefði dunið slíkt dýr- tíðanflóð, að jafnvel það sem nú er að hefjast er einberir smámunir. Til þess að auð- velda slíka gengislækkun leggur Gunnar til að þjóð- kjörnir fulltrúar ráði því ekki lengur hvert gengi krónunn- ar sé, heldur skulí banka- stjórar þjóðbankans — þ.e. menn eins og Vilhjálmur Þór og Pétur iBenediktsson — geta- skráð það eins og þeim sýnist hagkvæmast á hverjum tíma. Þessum leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins vex það auð- sjáanlega í augum hversu erf- itt það er að fella gengi krón- unnar, vegna of mikils lýð- ræðis, vegna þess að alþing- ismenn þurfa að taka of mik- ið tillit til kjósenda sinna. Og þess vegna á að vera hægt að skerða gengið, ákveða þannig kjör allra landsmanna og ræna sparifé þeirra, með einu pennastriki nokkurra bankastjóra, Vilhjálms Þórs fyrir hönd Sambandsins og Péturs Benediktssonar fyrir hönd Thorsættarinnar og ann- arra s'kuldakónga í Sjálfstæð- isflokknum. Þessi hugmynd er ekki ný, íhaldið kom fram með hana þegar það felldi gengið 1950 — en það þorði ekki að iframkvæma hana þeg- ar til kastanna kom. Hugrekk- ið er líklega orðið meira nú, og er gott fyrir almenning að vita það hvers vænta mætti ef íhaldið fengi aðstöðu til valda á nýjan leik. ¥ annan stað segir Gunnar Thoroddsen í sambandi við gengislækkunarkröfu sína: „Vísitölukerfið þarf að taka til gagngerðrar endur- skoðunar og leggja að velli þá svikamyllu, sem þar liefur verið að verkj í 18 ár.“ Nú er að vísu auðvelt að finna galla á vísitölukerfinu, t.d. þá að hálaunamenn eins og Gunnar Thoroddsen skuli fá margfalda dýrtíðaruppbót á við verkamenn og hagnast einatt á verðbólgunni. En það er ekki þetta sem Gunnar á við, heldur það vandamál að gengislækkun gerir ekkert „gagn“ ef verkamenn fá bæt- ur fyrir kjaraskerðinguna. Hugmyndin með gengislækkun íhaldsins er sú að binda kaup- ið jafnframt, og þá þarf einn- ig að „leggja að velli“ þá vörn sem felst í vísitölukerf- inu. TPn afnám vísitölunnar næg- 'ir ekki, það þarf einnig að koma í veg fyrir grunn- kaupshækkanir. Gunnar held- ur áfram: „Það þarf að koma á allsherjar kjarasamningum við öll verklýðsfélög landsins til a.m.k. 2ja eða 3ja ára. .. Það verður að vera skylda liverrar ríkisstjórnar að beita sér fyrir því að sl.íkir alls- herjar samningar séu gerðir til langs tíma.“ Menn veiti því athygli að þessi tillaga um kaupbindingu í a.m.k. 2- 3 ár er borin fram í sam- bandi við kröfu um allsherjar gengislækkun. Um leið og géngið er lækkað á sem sagt að afnema vísitölukerfið og ákveða fyrir frumkvæði ríkis- stjórnar að grunnkaup megi ekki hæ'kka í allt að því 3 ár! Og enginn þarf að efa að Gunnari Thoroddsen er full al- vara; íhaldið hefur áður haft forustu um það að binda allt kaup að viðlagðri refsingu og upptöku sjóða verklýðshreyf- ingarinnar; íhaldið hefur áð- ur haft forustu um það að banna að kaup hækkaði sam- kvæmt vísitölu; íhaldið hefur áður fellt gengið. að var ágætt að fá þó að lokum fram svo hrein- skilna stefnu í efnahagsmál- um, þótt hún sé vafin inn í sléttmálar umbúðir Cunnars Thoroddsens. En vill nú ekk Sjálfstæðisflokkurinn halda hreinskilni sinni áfram og leggja fyrir næst" hjng unnið Rúmensk saga Zaharia Stancu: Berfætl- ingar, fyrra bindi — Hall- dór Stefánsson íslenzkaði — Mál og menning, Reykja- vik 1957. Rúmenar eru íslendingum fjarlæg og harla lítt kunn þjóð, og bókmenntir þeirra hafa ver- ið okkur sem lokuð bók, a.m.k. til skamms tíma. Það er því ekki lítill fengur að fá íslenzk- að höfuðverk eins af fremstu núlifandi rithöfundum þeirra. En svo er Máli og menningu og Halldóri Stefánssyni fyrir að þakka, að okkur hefur gefizt kostur á þvi, þar eð félagið hefur gefið út á nýliðnum vetri fyrra hluta skáldsögu Zaharia Stancu, er í þýðingu Halldórs hefur hlotið nafnið Berfætlingar. Zaharia Stancu er maður lið- lega hálfsextugur. Hann fædd- ist í litlu sveitaþorpi í Suður- Rúmeníu, af blásnauðu for- eldri kominn, og ólst upp við hungur og harðrétti. í þessari sögu lýsir hann uppvexti sín- um og um leið sögu þjóðar sinnar á þessum ömurlegu tím- um. í fyrsta kaflanum kynnir hann ætt sína fyrir lesendum. Sú mynd, er hann dregur þar upp af sínum nánustu er eng- in glansmynd, þar er ekkert fegrað eða dregið undan. En hún ber það líka með sér ,að vera sönn og trúverðug. Þetta einfalda og óbrotna fólk vinn- ur hugi qg hjörtu lesendanna, þeir fá samúð með því og finna til með því í basli þess og bágindum. f næstu köflum stækkar höf- undurinn sviðsmyndina, víkk- ar sjóndeildarhring lesandans. Fleiri og fleiri persónur koma til sögunnar, hann kynnist öll- um þorpsbúum ög högum þeirra. íbúar þessa þorps, eins og annarra í landinu, skiptast í tvennt, örsnauða bændur annars vegar og yfirstéttina hinsvegar, stórbændurna og embættismennina. Kotbændurn- ir eru algerlega háðir kvöðum og köllum stórbændanna og mestur hluti af afrakstri erfiðis þeirra rennur í hít óðalseigendanna. Reyni þeir að veita viðnám . og standa á rétti sínum skerast yfirvöldin í leikinn og kúga þá til hlýðni og undirgefni með vopnavaldi, ef svipur stórbænd- anna eru þess ekki megnugar einar saman. OÞetta er ófögur lýsing, en enginn skyldi þó draga af henni þá ályktun, að þessi bók sé eintómur eymdaróður og raunarolla, því fer fjarri. Lífi þessa fólks er lýst út í yztu æsar, jafnt gleði þess sem sorg. En sólskinsstundirnar eru að- eins. svo hverfandi fáar. Þótt fátækt og kúgun hafi verið . arfur þessa fólks um •aldaraðir, hefur frelsisþráin aldrei dáið í brjóstum þess, og minningamar um ' árangurs- lausar uppreisnir feðranna lifa á vörum þess og brenna því í blóði. Að lokum verður mælir- inn fullur, einu sinni enn, svo að út úr flóir. Það brýzt út bylting í landinu. Hinir kúguðu rísa upp, varpa af sér okinu um stundarsakir og reka rétt- ar sins. Fyrstu boðar byltingarinnar í þessu þorpi eru eldbjarmar í fjarska frá ^brennandi býlum stórbændanna í næstu sveitum og þorpum. Þá þer við himin um nætur. Menn vaka, stara á eldana og bíða átekta. Loks svellur þeim svo móður, að þeir geta ekki lengur verið hlutlausir áhorfendur, þeir hefjast sjálfir handa. En þetta er andvanafædd bylting. Hún er knúin fram af neyð, án skipulegs undirbúnings, öruggr- ar forustu og skýrs stefnu- marks. Eftir skamma liríð er hún kæfð í eigin blóði. Þegar þessir atburðir gerð- ust, var höfundurinn enn barn að aldri, en hann lýsir þeim mjög skýrt og berort og án nokkurs undandráttar, hvor að- ilinn sem á í hlut, þótt samúð hans sé að vísu öll með hin- um kúguðu. Af báðum aðilum eru unnin mörg ófögur verk í þessum átökum, en engu að síður bregður þó oft fyrir mikl- um mannleik. Og engin liefnd- argleði fylgir því, þóít fólkið fullnægi vægðarlaust, þeim dómum, sem það hefur kveðið upp yfir kúgurum sinum. „Við störum á dauða manninn. Eng- inn tárfellir, en enginn hlær Framhald á 8. siðu. Skáldaþáttur _______ ítitstjóri: Sveinbjöm Beinteinsson._ VIÐ SEM HÖFUM FÆÐST MEÐ OFURLITLA VON Við sem höfum fæðst með ofurlitla von ofurlitla von ekki stærri en augu barnsins sem gekk áðan yfir götuna og nam staðar á horninu við húsin fjögur sem mynda kross eins og Kristur bar eins og Kristur var festur á En einnig þetta barn hefur fæðst með ofurlitla von ofurlitla von eins og við og á 'hverju kvöldi gefur það mönnunum sem óttinn kvelur ofurlítinn hluta af sinni ofurlitlu von Ritstjóri Skáldaþáttar snéri sér nýlega til Jóhanris Hjálm- arssonar skálds, og lagði fyr- ir hann nokkrar spumingar. Jóhann leysti vel úr þeim gát- frumvarp um þessi efni, svo að engin atriði orfri tvímæl- is? Þá hefðu kjósendur Sjálf- stæðisflokksins næsta góðar forsendur til þess að meta að verðleikum stefnu flokksins. Jóliann Hjálmarsson. um, sem fram voru bornar og birtast hér svör hans. Jóhann Hjálmarsson er fædd- ur í Reykjavík, 2.7. 1939. Ljóð eftir Jóhann hafa birzt i nokkrum timaritum, einnig Ijóðaþýðinger. Árið 1956 gaf hann út Ijöðabók sem heitir Aunguli í tímann. Hvert er hlutverk nútíma- Ijóðlistar á íslancli? Hlutverk íslenzkrar nútíma- Ijóðlistar er að sjálfsögðu fyrst og fremst: að vera. Það, að reyna að skapa list, er við- urkenning á lífinu hve þúng- bært sem það er okkur, fögn- uður mannsins að taka þátt í ævintvrinu mikla sem við er- um öll leidd inní, hvaða nöfn- um sem við nefnumst. Er hið þjóðlega Ijóðform úrelt? Ég geri mér ekki grein fyrir þessari spurningu því i augum mínum eru allir sem bygg.ja þessa jörð ein bióð. kannski stafar hún af bví að að við ísiendinaar búnm á evju, en það eru til fleh’i en við og þó að emhver stefna — eða eig- um við heldur að seHa, rízka í hókmenntum. hafi orðíð láng- líf og sé nú k"'hið bióðleg, er hún ekkert. þjóðlegri en sú sem óþekkt er. Hvað er að segja um kvnni vnsrri kvnslóð-r af formnn hókmenntnm Isleudinsra ? Það er miðsr nauðsrmiegt fvrir skáld að þiekkia fortíðina: við- leitni fvrri kynslóða, eins nauðsynlegt og það er frá- leitt að halda að þau. séu skvldu" til að yrkia á sama hát.t. fvrir mitt leyti hef mik'ð dá'æ+i á l.ióðum eins og Fuglinn í fiörunni og sögum eins og Diákninn á Mvrká, sem ma.rgar e*at það stórkost- Iega°ta sem Islendingar hafa samið. Eiga skáld að blanda sér í þ.ióðfélagsmál ? Finni þau sig knúin til þess, Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.