Þjóðviljinn - 08.06.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 08.06.1958, Page 7
Sunnudagnr 8. júní 1958 ÞJÖÐVILJINN (7 I. Hiftn 12. nóvember síðastlið- inn ýoru 100 ár liðin frá fæð- inguf séra Magnúsar Helgason- ar skólastjóra, en skammt er síðan hann var enn á meðal vor, — það eru aðeins 17 ár. Hann fæddist í Birtingaholti í Árnessýslu 12. nóvember 1857 og' lézt í Reykjavík hinn 21. október 1940. Milli þessara tveggja ártala liggur æviþráður og ævistarf merks andlegs leiðtoga og fræðara, sem lengi mun verða minnzt í landinu. Hann vár 19. aldar maður að menntun og menningu, en entist þó vel fram á 20. öídina, svo að segja má, að eftir miðjan aldur hafi hann innt það af höndum, sem lengst mun halda minningu hans á' lofti, en það var starf hans sem forstöðumanns Kenn- araskólans í 21 ár. Svo er talið, að séra Magnús Helgason hafi stundað kennslu að meira eða minna leyti í 53 ár. En þegar minnst er á kennslu í sambandi við Magn- ús Helgason, eru tvö önnur orð nærtæk: fræðsla og upp- eldi. Almennt er orðið kennsla notað um fræðslustarf, jafnt x skólum sem öðrum stofnun- um, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að kennsla er og hefur oft verið hin grimmi- legasta misþyrming í uppeldinu. Kennarar í skólum hafa tíðum notað tölustafavald sitt í eink- ‘ annagjöfum eins og reiðfantur- inn svipuna og böðullinn ólina, og rekið kennslustarfið eins og hegningarvinnu yfir bljúgum og ómótuðum nemendum. Þjóð- félagið, skólalöggjöf þess og fræðslulög hafa sýkzt hættulega af þessari tölustafaáráttu, og fjölmargir skólaflokkar hafa fyrir þær sakir ganað með nemendur sína langan veg út í óræktarmóa andleysisins. Þar sem slíku fer fram rík- ir ekki andi Magnúsar Helga- sonar. í upphafi kennslustarfs síns við Kennaraskólann snerist Magnús Helgason öndverður gegn einkunnúm, þótt hann ætti þess ekki kost að þurrka þær út. Hann kvaðst þá óská þess, að skóli sinn ,,yrði aldrei gróðrarstía þess ógöfuga met- ings, að una því að vera sjálf- ur lélegur, ef aðeins aðrir eru lakari, og una eigi því að standa framarlega, ef aðrir eru þó fremri. Að metast þannig við aðra er ógöíugmannlegt, það er skortitr á sannri mennt- un, þetta, að byggja upphefð sína á iægingu annarra". Hann kvað einkunnagjafirnar „æsa metnað námsmanna, til þess að þeir kepptust því meir við nám- ið, kepptust hver við annan um efstu sætin“, og taldi „slíkan metnaðaræsing illan og óholl- an“, og „auvjrðilegar hvatir“ lægju að baki slíku kapphlaupi, gagnstætt „þroska .og sannri menntun11. Ég hef minnzt á þetta í upp- haí’i þessara hugleiðinga við aldarafmæli Magnúsar Helga- sonar til þess að benda á heil- brigðan hugsunarhátt hans og viðvörun hans til kennaranna í laridinu. Hann benti víðar fram á veginn til þeirrar ný- skólastefnu, sem hófst hér kringum 1930 og gætti nokk- uð næsta áratug, en hefur aft- ur koðnað fyrir hinu myrkva ofurvaldi, sem Magnús sner- ist gegn. En svo sem hann tal- aði viturlega í þessu máli, fór flest annað eftir. II. Magnús Helgason var hinn 5. í röðinni af 14 börnum þeirra Birtingaholtshjóna, Guðrúnar annað til skiptis eftii' því sem ástæður leyfðu. Undir handar- jaðri hennar leitaði hann til auðæfa íslenzkra sagna og æv- intýra og drakk í sig göfgi málsins. „Fðair minn kenndi okkur hinum eldri að stafa og kveða að“, segir Magnús, „setti okk- ur á kné sér og benti okkur með bandprjóni á stafima í stafrófskverinu, sem hann hélt á. Þegar við höfðum lært að kveða að, tók móðir okkar við. Hún sat þá við rokkinn sinn og spann, en við sátum á rúm- inu hjá henni eða á kistu við fætur hennar og héldum á bók- inni. Meðan við vorum lítt sjálfbjarga, valdi hún okkur bækur, sem hún kimnj, svo að hún gæti leiðrétt okkur og hjálpað án þess að þurfa að tefja sig á að lita á bókina. Hún var fluggáfuð, kunni utan- bókar ógrynni sálma og kvæða. messusöngsbókina að mikiu leyti og Passíusálmana, og kvæðasafn, er Snót hét, og miklu fleira". Þannig liðu bernskuárin við fræðslu og störf. Fjórtán ára að aldri kom hann í Latínuskólann, og stundaði þar nám í sex vetur og tók stúdentspróf vorið 1877. Einar Hjörleifsson Kvaran, sem var skólafélagi Magnúsar í Latínuskólanum, segir um hann á þessum árum: „I raun og veru finnst mér endurminningar minar um Magnús Helgason frá skólaár- unum nokkuð furðulegar. Hann er tveimur árum eldri en ég, og hann var fjórum árum á undan mér í Latínuskólanum. En í þekking og sálarþroska var hann svo langtum lengra á undan mér, en sem þessum árum svaraði, að ekki varð saman borið“.. Það var á þessum misserum, er Magnús var 17 ára gamall. að hann, ásamt tveimur bekkj- arfélögum sínum, Þórhalli Bjamasyni, síðar biskupi, og Jóni Þórarinssyni, síðar fræðslumálastjóra, lagði grund- völl að sérstæðu og merkilegu ritsafni, sem vafalaust á eftir að hafa mikla sogulega þýðingu. Það er „Árbók hins lærða skóla á íslandi". Er þeir félagar voru í 4. fararpróf, Magnús og félagar hans héldu þessu fram i þrjá vetur, en er þeir hurfu úr skóla, létu þeir Árbókina í hendur þremur piltum í fjórða bekk. Skyldu þejr halda ritinu áfram í sama anda og skila af sér við stúdentspróf. Af Árbókarriturum á næstu árum má nefna Hannes Haf- stein, Einar Hjörleifsson, Þor- stein Erlingsson, Árna Jónsson og Sigurð Hjörleifsson. Þannig gekk Árbókin að erfðum til nýrra skólapilta á þriggja ára fresti og var rituð í rúmlega 40 ár. Hún hefst vet- urinn 1874—75, en lýkur á ára- tugnum milli 1910—’20. Nú var það árið 1920, að margir Ár- bókaritarar, sem þá voru á lífi, komu saman, og ákváðu, að Árbækurnar skyldu vera lok- aðar í næstu 40 ár, og engum heimilt að notfæra sér efni þeirra. Þær hafa síðan verið geymdar innsiglaðar í Þjóð- skjalasafni. En árið 1960 má opna þær til lesturs og nota þær sem heimildir. Þetta eru margar bækur útskrifaðar, og renna má grun í, að þar sé ger- semanáma mikil. III. Magnús Heigason gekk í Prestaskólann og lauk þaðan prófi árið 1882. Var hann í hvívetna hinn bezti námsmað- ur, og fór sérstaklega orð af þekkingu hans í sögu og ís- lenzkri tungu. Á skólaárunum hafði hann kennt tveimur yngri bræðrum sínum undir skóla, Guðmundi, er síðar varð prest- ur i Reykholtí, og' Kjar’tani, er varð prestur í Hruna. Árið 1883 vígðist Magnús Helgason prestur að Breiða- bólstað á Skógarströnd, en árið. 1885 varð hann prestur að Torfastöðum í Biskupstungúm. Þar hófst hann handa um margskonar verklegar fram- kýæmdir, sléttaði túnið og kom þýí í góða rækt, jók töðufall þess um helming, reisti öll hús að nýju, gerði nýja kirkju á s'taðnum, en til hennar var efnt með samskotum. Hann hafðj eignazt konu við sitt hæfi, er hariri árið 1882 kvéeritist Steinunnh Skúladótt- ur ‘Thorarénseh frá Ivíóéiðar- hvöli.. Leit út' fyrir áð hér væri risinn héraðshöfðingi á veraldlega vísu og búforkur mikill. Og það var svo. Séra Magnús gekk sjálfur að verki með fólki sínu, én jafnframt umsvifum í búskapnum gerðist hann nú sem árin liðu æ meiri og virðulegri andlegur höfð- ingi. Það átti við um séra Magnús „að hann prédikaði á stéttun- um“. Hann gerði fóikj sínu vel og var hinn alúðlegasti húsbóndi. „Hann ætlaðist til þess að vel væri unnið og vask- lega, og lét ekki verkeíni skorta, en hann skildi jafn- framt, að góðum hjúum er seint fullþakkað, og að þau verða iað eiga sínar hvíldar- og' gleðistundir, Hjúin elskuðu hann og vir.tu, og var vistin að Torfastöðum þeim góður skóli. Um vökuna á vetrum las hann þeim. stundum fornsögur og aðrar góðar bókmenntir, þegar honum gafst næði til. En er dag lengdi og hætt var að kvej^ja, sagði hann þeim merk- ar sögur, lærdómsríkar og skemmtilegar. Var frásagnar- list hans með þeim hætti að vísast verður að leita fornaldar íslendinga til þess að finna aðra eins“, segir Ásmundur biskup bróðursonur hans. Og hér er þá komið svipmót það, er hann bar í . kennara- stóli i Kennaraskólanum. IV. Það var haustið 1908, sem Magnús vígði hinn nýstofnaða kennaraskóla og tók við for- ustu hans. Hann hafði þá næstu fjögur árin á undan gegnt- kennslustörfum í Flensborgar- skóla og búið þar að nemend- um í kennaradeildinni. Og prestsstörf hafði hann stimdað i 22 ár. Hann var því enginn nýgræðingur. er hann tók að sér að móta hina nýju fram- tíðarstofnun. Séra Magnúsi var vel Ijóst, að þótt preststarfið vær’ mik- ilvægt og áhrifaríkt, þá var skólastjórastarfið, er hann tók að sér, í engu minna vert, nema siður væri. Hann var rúmlega fimmtugur að a'dri, o« settist í kennarastólinn með » sömu hógyærd' og þá .e’- hann tyliti sér í Torfástaðabaðstof- unni meoal htimiiisfólks’ns og sagði þvi sogur Hann mótaði stofnunina í þjóðlegum anda,.’ jafnvel helzt hinnar 19. a’dar, og veitti inn í hana a? jöfriu straumum frá hinum heiðria fornaldarheimi og kr:?':;mi kirkjumenningu. Hann stóð á geysitraustum si.ðgæSisg-.únd- velli og sá ví'.í um. í k?:;"-:lu- stundum og á samkOTium m- enda eða' öðrum marmfundrm, þar sem hann • kom fram. dró hann jafnan úr hafi sag”a og minninga dæmin um fyrir- myndir manndóms og göfgi, og lá létt á tungu að bregða þeim upp, svo að minnisvert yrði. Mai-gir mikilhæfir menn völdust að skólanum sem sam- starfsmenn Magnúsar, en aldrei mun hafa verið dregið í efa, að hann væri þar svipmesti maðurinn í allri sinni hógværð. Hann stjórnaði Kennaraskól- anum frá 1908 til 1929, í 21 ár, en þá hafði eitt skólaár fallið úr. harðinda- og styrj- aldarveturinn 1917—T8. Á þessu tímabili brautskráði hann 350 kennara. V. Eg var nemandi Magnúsar Helgasonar á hinum síðustu missirum, sem hann stjórnaði skólanum. Hann kenndi skóla- sögu og upneldisfræði. Þessar námsgreinar gáfu honum svig- rúm til þess að víkja jafnan að hugðarefnum sínum, sögu lands og þjóðar, móðurmálinu og kristindóminum. Þess varð fljótlega vart, að þótt hann væri kirkjunnar maður og bæri kristnar kenningar mjög fyrir brjósti, þá var hann trúmaður í þeztu mei'kingu þess orðs, umburðarlyndur og frjá’.s í hugsun. í sambandi við kristindóms- fræðsluna hafði hann sagt í erindi: „ég er sannfærður um, að kristindómurinn er hir.n tryggasti grundvöllur undir sið- gæði manna. Ég vil ekki segja, hinn eini. Ég vil engum gera rangt til og ég kannast við það, að sumir trúlausir menn komast mjög hátt í siðgæði; ^en þ.að eru þó aldrei nema ein- stöku menn; hjá öl!um almenn- ingi, hjá heilum þjóðum, er úti um siðgæðið, þegar trúin er dauð .... Markmið kristindómskennsl- unnar má ekki vera það, að kenna börnunum að vita svo og svo mikið um g'uð og' frels- arann og lærdóm hans, nei, það er aðeins meðalið, vegur- inn, en markmiðið er að fá þau til að trúa á guð, elska hann sem föður sinn, gefa hon- um hjarta sitt, lúta vilja hans af fúsum og frjálsúm viíja; þ. e. a. s. markmiðið er ekki Framhald á 10. siðu. Guðmundardóttur og Helga . békk, hófu þeir aðj rfta um Magnússonar. Áttá þeSsará flest það, er til fíðiriciá mátti systkyna náðu fullorðinsaldri teljast í skólalífinu, og einnig og báru Birtingaholtsheimil- um' atvik og viðburði ’ú’ti’ í inu ágætan og þjóðffægan vítri- bænum, sém Sriértu skólann isburð. Foreldrarriir voru af að einhverju leýti. Segir þar dugmiklum ættum, merk og vel frá ýmsurri atburðum, sem gefin. Ástríki var mikið með bregða nýju ljósi yfit menn og Magnúsi og móður haris. Þegar málefni. Þá skrifuðu þeir lýs- Magnús var enn frijög úngur, ingar á ’ stúdentúm við burt-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.