Þjóðviljinn - 08.06.1958, Síða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1958, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1958 Magnús Helgason Framhald af 7. síðu. að gera börnin að guðfræðing- um heldur að trúuðum kristnum mönnum. Kenna þeim trú, en ekki trúfræ.ði. — Það ríður líf- ið á fyrir hvern, sem fæst við trúarbragðakennslu, að hafa þetta fast í minni“. Þannig var hans kenning. Nú var það einhverju sinni i kennslustund hjá séra Magn- úsi, að rætt var um ýmis vandamál kristindómsfræðsl- unnar. Þá lögðum við fyrir hann þessa spurningu: — Hverju eigum við að svara barni, sem spyr: Var Jesús ekki sonum Jóseps eða var hann bara sonur guðs og Maríu meyjar? Kennimaðurinn reri svolítið í sætinu og fitlaði með annarri hendinni við úrfestina sína. Svo sagði hann: 4 — Ja, ég sé ekkert það ó- hreint í samförum karis og konu, að Jesús hefði ekki get- að orðið slíkur maður sem hann varð, þó að hann væri getinn af mannlegum föður. Svo þagði spekingurinn um stund, en við fundum, að setn- ingunni var ekki lokið, Þá rétti hann sig í sætinu og bætti við: — Þó ég hinsvegar vilji láta þess getið, að ég álít að guði sé ekkert ómáttugt. Hann hafði sloppið með fullri sæmd frá svarinu, og gefið okkur lausan tauminn til frjálsrar hugsunar. Séra Magnús Helgason hafði gagnrýnt kverkennsluna í ræðu og riti. Það var um þessar mundir heilbrigður uppreisnar- andi í Kennaraskólanum gegn úreitum kennisetningum og ut- angarna trúfræði. Má í því sambandi einnig minnast þess, að annar kennari skólans, Ás- geir Ásgeirsson, núverandi for- seti Isiands, ritaði ,,Kver og krkja“, heilbrigt ádeilurit á s’taðnaffar kenningar. Þessi af- staða séra Maagnúsar og ann- arra samstarfsmanna hans los- aði um höft, sem kennarastétt- in hafði verið reyrð í, og létti mjög undir fót í áttina betri. VI. Kennsiu séra Magnúsar fylgdi hóflát gleði og mýkt. Hann gekk hægum skrefum inn í kennsiustofuna, í jakka frá- hnepptum og lék oft við úr- festina í vestisbarmi sínum. Hann var hár vexti og bein- vaxinn, nærri fattur, gráýrður á hár, þegar hér var komið, ekki hvíthærður að öllu. Hann settist brosandi og glaður í stólinn, og hóf mál sitt hýrleg- ur í bragði og léttur í sinni. Rödd hans var lág og veik, frekast hvíslandi, en þó með þungum og áhrifaríkum á- herzlum. Kennaraefnin gátu af honum lært, að það er ekki hnakkakert herramennska sem hæfir í kennarastóli, — hann sýndi hina sterku stjórn í ljúfmannlegri og fágaðri hegð- an í hvívetna, tillitssamur, án þess að slá af þeim kröfum, sem hann gerði til náms og framkomu nemenda. Venjulega skapaðist' sam- stundis notalegt samband milli nemenda og séra Magnúsar, þegar hann var kominn í kenn- arastólinn. Og tíðúni ‘ var 'þess skammt að bíða, að hann flygi út um víðerni sögunnar til fanga. Hann vissi hvar helzt skyldi niður bera. Og þá var hann í essinu sínu, er hann ræddi um sögulega atburði, innlenda sem erlenda. Hann hafði lag á því að gera hverja kennslustund að eftir- sóknarverðu samkvæmi, þar sem öllum leið vel. Sá, ,sem við púltið sat, var eins og bókin, sem maður opnar sér til yndis- semdar og fróðleiks. Hann var ekki að yfirhovra nemandann, hótt hann stæðf frammi fyrir honum. Hann var að ræða við hann um skemmtilegt efni, sem báðum varð því hugleiknara, sem lengur leið. Það stóð eng- inn á gati hjá séra Magnúsi, sökum þess, að hann kunni þá list að láta nemandann koma að öllu því, er honum var nær- tækt um efnið, án þess að vera yfirheyrður með einskorð- uðum spurningum. Það var innlegg nemandáns í samtalið. Sjálfur hélt kennarinn svo uppi þræðinum. Þá gat verið tæki- færi til að grípa til frásagna af Ingjaldi í Hergilsey eða Sig- urði Hranasyni og samskiptum hans við konungana; eða þá, að hann dró upp mynd af Bandaríkjamanninum Ben Lindsey, talsmanni borgar- drengjanna, kannski var rétti tíminn til þess að ræða um Comenius eða Rousseau og verk hans Emile. Hann hafði' mikið yndi af að ræða um Rousseau og kenningar hans. Og þannig óf hann frásagnir af mikilli list inn í viðfangs- efni stundarinnar, og fyrr en varði var tíminn horfrnn og hver kennslustund var of stutt. En svo sem frásagnarlist hans var einstæð, lagði hann einnig snilli í hið ritaða orð. Ræður hans og ritgerðir eru allar á þá lund, að lesanda finnst að þar sé engu ofaukið og ekkert vanti. Frásagnir hans af ýmsum at- burðum eru svo fagurlega rit- aðar, að fáir hafa komizt til jafns við hann um hliðstæð efni, hvað þá framar. Skal í þessu sambandi minnt á grein- ina um mannskaðann á Helhs- heiði, er birtist í Huld, grein- arnar um Signýarhárið, Guð- mund biskup Arason og Skilað kveðju frá Norðmönnum. Eða hvar er að finna listfengari minningargrein en harmsöguna, er hann skráði um nemanda sinn, Guðmund Gunnlaugsson, er fórst með þeim válega hætti að hverfa í sandbleytu í ár- mynni, þar sem hann var við veiðar. Og þá má að lokum vitna til húskveðjuræðu, er hann flutti við jarðarför Þorsteins Erlings- sonar. Svo sem alkunnugt var, hafði Þorsteinn verið óvæginn í garð kirkjunnar og kennimanna og flutt þeim marga ádeilu, er undan sveið. Varð Þorsteinn fyrir ýmsum hörðum dómum þeirra, sem illa þoldu hrein- skilni hans og dirfsku. Hann var einnig af mörgum talinn gjörsamlega trúlaus maður og þess vegna örvæntu kirkjunn- ar menn um sálarheill hans. En yfir moldum Þorsteins tók kennimaðurinn Magnús Helga- son til máls, og sýndi þá, sem oft endranær, að hann var höfði hærri en aðrir menn, að hann bar höfuð og herðar yfir flesta, ef ekki alla samtíðar- menn sína í klerkastétt. Hann sagði þar m. a.: „Það hefur verið sagt um Þorstein, að hann hafi líka hatað mikið. Það má komast svo að orði. Ef innfjálg óbeit og gremja gegn öllu því, sem manni þykir illt og ljótt, á að nefnast hatur, þá átti hann mikið af því eins og alkunnugt er. En það má alveg eins kalla það kærleika, — það er önnur hlið mannkærleikans. Hvernig á sá, sem elskar mennina og sárkennir í brjósti um þá vegna þeirra mörgu meina, — hvern- ig á hann að geta annað en hatað það, sem meinunum veld- ur? Þorsteinn gerði það líka svikalaust, af öllum þeim gló- andi hita, sem hjarta hans átti til.“ Og enn sagði hann til að' bera blak af Þorsteini látnum: „. . . Ef einhver hyggur að Þor- steinn Erlingsson hafi ekki haft þessa þrá (eilífðarþrána), þá hefur sá hinn sami ekki þekkt hann til. hlítar. Hann sagði við mig ekki alls fyrir löngu, er við áttum tal saman um það efni: „Maður efar í lengstu lög það, sem maður þráir heitast.“ Já, svo er mönnum misjafnt farið, sumir eru eins og börnin, að mæla það er vilja, telja sér trú um það, er þá langar til. Þor- steinn var ekki í þeirra flokki. Hann var í flokki hinna, sem — eins og hann komst að orði — efa það í lengstu lög, sem þeir heitast þrá, Þessvegna þagði hann um eilífðarþrána í kvæðum sínum. En það er þar þó svo margt annað til að lyfta huganum upp, svo margt að muna, gott og heilnæmt. Eg veit t. d. ekki, hvort margir kennimennirnir okkar, að fornu og nýju, hafa kunnað annað eins lag á að prédika hjarta- gæzku og sannléiksást.“ Slík var kveðja kennimanns- ins til andstæðings kirkjunnar, sem hann hafði verið vígður til að þjóna. Eg býzt við, að rétt sé, að láta hér staðar numið í þess- um minningarorðum. Hér stendur Magnús Helga- son ef til vill á hæsta tindin- um, sem hann kleif. Og heil- næmt mun reynast að líta þangað til hans. G. M. M. TIL j liggur leiðin Frá Tékkóslóvakíu Hinir heimsþekktu BRNO rifílar og haglabyssur. Einnig allskonar skotfæri, svo sem hin frægu SELLIER & BELLOT haglaskot. n n u T 3\ o wAJ liÖlAiÖlífTl F Þegar þeir höfðu fengið sér kaffibolla og sígarettu, var Brighton hressari í bragði. „Eg get vel skilið til- finningar þinar“, sagði Þórður, „en ég get ekki var- izt þeirri hugsun, að hér sé ekki allt með felldu. Eins og ég hef þegar tekið fram, þá þekki ég þig sem skipstjóra, jafnt sem vin, og mín skoðun er sú, að hér séu einhver svik í tafli. Hér er svo ráðagerð mín. Eg ætla að sækja skektu frá Durban og ég hef þörf fyrir aðstoðarmann. Á leiðinnj gætum við litið við á Comore eyjunum, og það kæmi mér ekkj á óvart, þótt við yrðum einhvers vísari þar.“ Brighton and- varpaði. „Látum svo heita. Þetta er ákaflega vin- gjarnlegt af þér Þórður, en ég verð að segja það, að ég er ekki eins bjartsýnn eins og þú.“ Þórður sjóari Lykillinn að gróandj viðskiptuni er auglýsing í Þjóðviljanum Trúlofunarhrlnftr. •telnhrlnflx Háltmw 14 og II Kt. fuU,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.