Þjóðviljinn - 08.06.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.06.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagiir S. júni 1958 ÞJÓÐVILJINN (11 DOUGLAS RUTHERFORD: 29. dagur. ,,Mér finnst hún prýðileg. En setjum nú svo að minn.*> bíll sprengi sig ekki?“ „Þá vinnur þú sennilega. keppnina. En ég efast unl að það lánist. Auk þess yrðirðu sennilega að fá áfyll- ingu einu sinni oftar en hinir bílarnir og þú yrðir að hafa þann tíma aflögu.“ Martin kinkaði. kolli. Það var ekkert við' þessu að segja. Það var skrítin tilhugsun að fá kappakstursbíl með fyrirmælum um að aka eins og fjandinn sjálfur þar til bíllinn gæfist upp. Hávaðinn á vex'kstæðinu dvínaði. „Wilfi’ed er þagnaður í bili“, sagði Nick. ..Við geturrx farið inn aftur. Eg hef áhyggjur af Wilfi’ed. Hann eyði- leggur sig alveg ef hann heldur svona áfram. Jói segir að hann hafi verið mjög undarlegur á leiðinni frá Mondano. En hann hefur gert kraftaverk i sambandi við bílana. Hann fullvissar mig um að þeir verði betri á hornunum“. „Hvað hefur hann gert?“ „Fest eitthvað og losað eitthvað, stytt eitthváð og lengt annaö og dreift þyngdinni eitthvað. Hann and- ar bókstaflega á málminn og.hann gqyjr.það sem til er ætlazt. Við sjáum það betur þegar við fáum bílana út á bi’autina. Geturðu ekið mér heim á hótelið aftur? Einn vélvirkinn er að laga bremsurnar á mínum“. Þeir óku heimleiðis eftir strandveginum með dinim- bláan sjóinn tli' hægri. Einliver ofui’hugi þaut yfir vik- ina á vatnaskíðum, dreginn af hi’aðski’eiðum vélbáti. („Ágætur staður, Allure,“ sagöi Nick og andaði að sér saltri golunni og ranghvolfdi augunum uöi íeið' og þeir óku framhjá tveim sólbrúnum strandgyðjum á heimleið eftir daglangt sólbað. „Eg skal fara með þig um brautina í fyrramálið áður en umferðin byrjar. Hvernig gekk hjá ykkur á leiðinni?“ „Þaö var dálítið annarlegt andrúmsloft. Eg held að Wilfred sé ekki sá eini í liðinu sem er í þann veginn að tapa sér.“ Bílar Fiona og Vyvians voru framan við hótelið þeg- ar þangað kom. Það bólaði ekki á Susan né Vyvian, en Fiona, glæsileg og snyi’tileg, meii*a að segja eftir þessa löngu ökuferð, ráfaði um í anddyiinu eins og hún vissi ekki hvað hún ætti af sér að gera. „Hvar er Wilfi*ed?“ spurði hún, þegar hún var búin. að heilsa Nick. „Hvar heldurðu? En á verkstæðinu á kafi í vélum. Þú verður að gera eitthvað í sambandi viö hann, Fiona, Hann eyðileggm’ sjálfan sig.“ Fiona starði út í bláinn og svaraði engu. Hún hafði haft nægan tíma til að hugsa á leiðinní frá Mondano og samræður hennar við Tucker höfðu hjálpað henni til að líta skynsamlegum awgiina %máþð. Hún vissi nú hvað henni bar að géra.“ Allir voru í miklu. betra skapi við kyöídverðinn þetta kvöld. Bílstjórarnir sem áttu að taka þátt í sport- bílakeppninni voni komnir. Þetta nýja blóð varð til þess að reka burt eitthvað af hinum hasttulega, inn- hverfa andrúmslofti sem ríkt hafði meðal Mondano- hópsins. En Wilfred kom ekki til kvöldverðar. Það var orðið býsna áliðið þegar máltíöinni var lokið. Fiona skildi við hitt fólkið strax og hún gat þvi við komið og fór út í bílinn sinn. Þáð var oröið dimmt, en kvöldið var svo hlýtt að hún þurfti ekki kápu. Bærinn var svo unnljómaður að hún glevmdi næstum að kveikja á bílljósunum. Allure var í hátíðabúningi. Strandvegurinn var prýddur mislitum ljósum. Margar ‘býggTnganná voru Týstar neöan frá með fjólubláúm, gulum og hvítum Ijósum. Breiðar gangstéttirnar vom fullar af fólki sem komið hafði út til að horfa á ljósin. og þrjár bílaraðir þokuðust hægt í hvora átt. Lögregluþjónn vísaði henni veginn að Kappakstuxs- verkstæðinu og hún var svo heppin að finna rétta verkstæðiö í fyrstu atrennu. Úti fyrir var dálítill hóp- ur forvitins fólks sem hlustaði undrandi á hin kyn- legu hljóð sem heyrðust að innan. 12 mílna landhelgi við Færeyjar Framhald af 1. síðu. stjórnin gerði ráðstafanir til nýrra samninga við Breta, ef samþykktar yrðu alþjóðlegar reglur um landheigi, eða slík- ur samningur gerður miili tyeggja aðila, sem gæfi meiri réttindi en samningurinn við Breta. Þessi ákvörðún Lögþings- ins var tilkynnt brezku stjórn- inni, sem hefur því frá upphafi verið það ljóst að samþykkt samningsins frá 1955 var eng- an vegínn skilyrðisiaus, svo að Bretar hafa því fyrirfram fall- izt á að taka upp samninga 'T þessu lilfelli. Það varðar Færey- inga ákaflega mi-klu, sem gerzt hefúr varðandi iandhelgi íslands. Danska stjÓrnin tekúr undír ósk- ir Færeyinga um 12 sjómílna landhelgi en þar verður að fara samníngaTéiðiöá, og ríkiSstjóm- in 6r sánnfærð um að sú leið stendur opin. Bretar hafa þeg- ar sýnt sig fúsa til að taka tillit til óska um útfærsíu. Ríkis- Stjórnin mun ræða við land- stjóm Færeyja um það hvernig sjr_ á málínu skuii haidið, og visar til þess frumkvæðis, sem þeg.ar hefur verið tekið af hennar hálfu tnn svæðísbundnár við- ræður Um sameiginlega lausn, sem betri væru en samningar tveggja aðila og miklu ákjósan- legri en ' einhliða aðgerðir, sagði H. C. Hansen. Þjóðaratkvæði Framhald af 5. síðu. sír hélt fund í gær til að ræða Jiorfurnar. eftir heimsókn de Gaulle. Fréttaritari brezka út- varpsins í Algeirsborg segir að allmikillar óánægju gæti meðal sumra nefndarmanna vegna þess hve dorsætisráðherrann var einarður í afstöðunni gagn- vart nefndinni. Finnst þeim nú sem vald þeirra hafí mjög minnkað, og þykir heldur súrt í broti að de Gaulle skyldi fela þeim það lilutverk að bæta sambúðina millí Serkja og frönskumælandi manna í Al- óskast strax. Upplýsingar á skrifstoíimni. Ilrafnista DAS Móðir okkar PETRA GUÐMUNÐSDÓTTIR, Ijósmóðlr frá Tungu í Nauteyrarhreppi, andaðist Mnn 6. þ.m. að Sólvangi í Hafnarfirði. : : ' . ijf',,:' .; , ,, . Asgeir, Jón, Guðmunáur, Aðalsteinn Hóskuldssynir. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúlatúni 4, þriðjudagiim 10. þ.m. kl. 1—3 síðd. Tilboðin verða. opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði. Sölunefnd várnarliðseigna. ItfiugiS Getum útvegað ís í sölutjöld 17. júní Talið við okkur sem fyrst. —- I £ 8 & 1 6, Ausíurstræti 12. Ilofum opnað nýja veraduh á Skólavörðustíg 17. Fjölbreytt úrval kven- og barnafatnaður. — VERZLUNIN HUTH, Skólavörðustíg 17, súni 15188. Bókmenntir Framhald af 6. siðu. heldur. Við erum ekki glöð“. Þetta er ekki blóðþyrst fólk, sem myrðir og misþyrmir sér til hugsvölunar. Tíminn er bezti læknirinn, segir máltækið, og hann græð- ir einnig sár byltingarinnar, þótt margt þrútið ör verði eft- ir. Framvindu lífsins fær ekk- ert stöðvað. :— í síðasta þriðj- ungi bókarinnar heldur höf- undur áfram að segja frá upp- vexti sínum og lífi fjölskyldu sinnar og fólksins í þorpinu eftir byltinguna. Lesandinn kynnist þessu fólki enn betur en áður. Svo lifandi er frásögn- in, að honum finnst hann deila kjörum með því, þra%la með því á ökrum stórbændanna, sitja brúðkaup þess, fagna með því hverju nýju lífi sem fæð- ist, hungra með því og þjást. Þannig lýkur fyrra bindi sög- unnar aí rúmensku berfætling- unum. Eins og áður var sagt, er bók þessi raunverulega frem- ur sjálfsævisaga en skáldsaga, þótí í því formi sé, og segja þeir, sem hafa kynnt sér ævi höfundar og þá atburðí, er hún fjallar um, að han’n fyígi stað- rejmdum yfirleitt mjög trúlega. Þess vegna má segja, að ekki verði til fulls ráðnir af þessu verki einu saman skáldlegir hæfileika hans til efnissköpun- ar. En hitt má ljóst vera, að Zanaria Stancu er mikill rit- höfundur, er kann ágæta vel að segja sögu og tekst að gæða frásögnina undraverðu lífi. Ósjálfrátt verður manni við lestur þessarar bókar, að leiða hugann að annarri frægri sjálfsævisögu, ævisögu Gorkís. Hér er þó ekki um neina stæl- ingu að ræða, þótt vel kunni að vera, að saga Gorkís hafi orkað á Stancu og orðið honum á einn eða annan hátt hvöt til að skrifa þessa bók. Berfætl- ingar Stancus eru hans fólk, hans þjóð, ekki Gorkís eða neins annars skálds. Við bíð- um þess, að fá meira af þeim að heyra. Að lesa þessa bök gerir menn skyggnari en áður á sögu rúmensku þjóðarinnar, á lif hennar og kjör i dag og þr.u stakkaskipti, sem þau hafa tekið á síðustu árum. Um þýðingu Halldórs Stef- ánssonar skal ég ekki fjölyrða. Vissulega er það alltaf galli, þegar ekki er þýtt beint úr fj’t'mmálinu, en um það tjáir ekki að sakast í þetta skipti, þv’ að seint hefði bókin komið út á íslenzku, ef þess hefði átt að krefjast, að svo væri gert. TJin nákvæmni þýðingarinnar get ég ekki dæmt, þar sem ég 1 t ekki lesið útgáfur þær, er býðándi lagði til grundvallar. og stíll eru hins vegar hvort' tveggja traust, eins og vænta mátti af svo góðum rit- höfuridi sem Halldóri. Um ein- stök atriði er ég honum þó ekki sammála, t.d. varðandi hinar miklu samskeytingar ‘smáorða o.fl. þess háttar, en um það atriði er ekki rúm Ul að ræða hér, enda eiga þar fleiri rithöfundar en hann ó- skipt mál. Útlit bókarinnar og frágang- ur er snyrtilegur í hvívetna. S. V. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.