Þjóðviljinn - 14.06.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.06.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. júní 1958 — ÞJÓÐVILJINN —(5 Forustugrein úr Isvestía um landhelgismáliS: Hvotu megin er réttminnl Eins og áður liefur verið getið í fréttum birti aðalmál- gagn sovézlm stjórnarinnar, Isvestía, forustugrein um landhelgismálið 8. júní s. 1. og er höfundur hennar M. Mikailoff. Fer forustugreinin hér á eftir í heild: íslendingar eru fiskveiðiþjóð. Fiskveiðar eru aðalatvinnu- vegur landsbúa og móta allt efnahagslíf landsins. 95% af útflutningi íslands er fiskur og fiskafurðir. Eg hef sett þessar fáorðu upplýsingar hér sem eins kon- a-r inngang að frásögn minni um þær fyrirætlanir Islendinga að stækka landhelgi sína úr, 4 sjómílum, eins og hún er nú, upp í 12 sjómílur, og ennfrem- ur um það, hvernig þessum fyrirætlunum hefur verið tekið sums staðar á Vesturlöndum. Fyrst ber að geta þess, að þessi ákvörðun Islendinga get- ur ekki talizt neitt frávik frá alþjóðareglum. Landhelgi ríkja er yfirleitt frá 3 og upp í 12 sjómílur. Þó Bandaríkin, Bret- land og fleiri riki reyndu þeg- ar á ráðstefnunni í Haag árið 1930 að fá því framgengt, að settar yrðu reglur um, að ekk- ert ríki skyldi hafa meira en 3 mílna landhelgi, báru þær til- raunir ekki árangur. Og þær rnættu einnig ákveðinni mót- spyrnu á nýafstaðinni ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í , Genf um alþjóðalög á hafinu. Nú hafa aðeins 19 ríki, það er að segja greinilegur minni- 'ihluti, 3 mílna landhelgi. Hvað Isiand snertir stækk- aði það landhelgina upp í 4 mílur árið 1952 og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun þrátt fyrir yfirgang Bretlands, þar sem sett var löndunarbann á ís- lenzkan fisk, sem e;kki var af- numið fyrr en árið 1956, Einbeitni Islendinga stafar auðvitað af því, að þetta mál er svo miklu þýðingarmeira fyr- ir þá en ifyrir flestar aðrar þjóðir vegna þess, hvernig at- vinnulífi landsins er háttað. 1 þessu felst einnig skýringin á þeim fyrirætlunum íslenzku rík- isstjórnarinnar nú að taka upp 12 mílna landhelgi. Þegar Genfarráðstefnunni um alþjóða. lög á hafinu lauk án þess að nokkrar ákvarðanir hefðu ver- ið teknar í landhelgismálunum vegna afstöðu vesturveldanna til þessara mála, ákváðu Is- lendingar, eins og skýrt hefur verið frá í íslenzkum blöðum, að gera ráðstafanir upp á eigin spýtur til að vernda fiskveiði- svæði sín fyrir ofveiði af hálfu erlendra, aðallega brezkra, ifiskiskipa. 1 lok maímánaðar náðist samkomulag milli stjórnarflolckanna um að reglu- ’gerð um útfærslu íslenzku landhelginnar vrði birt 30. júní og skyldi hún ganga í gildi 1. september. Þessari tilkynningu var ákaft fagnað af Islending- um. En á vesturlöndum vár lienni ekki eins vel tekið. Þar leitast menn við að túlka þessa rétt- mætu ákvörðun Islendinga, sem tekin er í samræmi við full- veldi landsins og til verndar hagsmunum íslenzku þjóðarinn. ar, sem allt að því „brot á al- þjóðalögum". Hótanir eru hafð- ar í frammi við Islendinga. Og þeir, sem standa á bak við þetta, eru engir aðrir en banda- menn Islendinga í Atlanzhafs- bandalaginu. Jafnvel áður en íslendingar höfðu gefið út nokkra yfirlýs- ingu þess efnis að þeir hefðu í hyggju að stækka landhelg- ina, reyndu vesturveldin að koma. í veg fyrir slíkt með ýrns- um ráðum, sem jafnan em fyrir hendi hjá stórveldum vesturlanda í samskiptum þeirra við smærri ríki. Utanrík- isráðherra Bretlands, Lloyd lýsti til dæmis yfir á fundi At- lanzhafsráðsins í Kaupmanna- höfn, að Bretland mundi ekki fallast á ákvörðun íslands og krafðist þess af öðrum þátttak- endum fundarins, að þeir styddu Bretland 1 þessu máli. Eftir því sem bezt verður séð, hefur honum verið veittur sá stuðningur. Sendiherrar Bandarikjanna og iBretlands í Reykjavík létu siðan málið til sin taka og gerðu íslenzku rikisstjórninni grein fyrir afstöðu sinni. Frakkland og Belgia fóru að dæmi Bandaríkjanna og Bret- lands og mótmæltu einnig. 2. júní flutti forsætisráð- lierra Islands iitvarpsávarp, þar sem hann staðýesti það, að 1. september mundu ákvæðin um 12 mílna landhelgi ganga í gildi. Sem svar við þessu birti ríkisstjórn Bret’ands sér- staka yfirlýsingu, og sýna um- mæli Lundúnablaðsins „Dai’y Mail“ bezt, hvers eðlis þessi yf- irfýsing var. Þetta blað hefur i hótunum og segir, að brezk fiskiskip muni fara inn fyrir ■ fiskveiðitakmörk Islands „með eða án samþykkis íslenzku rík- isstjórnarinnar. Verðj gerð til- raun til að koma í veg fyrir það, munj verða beitt valdi“. Önnur blöð láta á sér skilja, að Ðretland hafi í hyggju að senda herskip á fiskimiðin við Island. Þetta er allgóð mynd-af því, hvernig efndirnar eru á full- yrðingunum um að Atlanzhafs- bandalagið tryggi örj-ggi allra þátttökurikja sinna og þá fyrst og fremst smáríkjanna. Jafn- skjótt og ísland vill neyta rétt- ar síns og gera ráðstafanir, sem hagsmunir þjóðarinnar krefj- ast, er örvggi þess ógnað af bandamönnunum í Atlanzhafs- bandalaginu. Það getur ekki orkað tví- mælis, hvoru megin rétturinn er í þessum deilum. Hann er íslands megin. Sumir aðilar hafa reynt að blekkja íslenzkan almenning með því að skýra rangt frá af- stöðu Sovétrikjanna til fyrir- ætlana íslenzku rikisstjórnar- innar um að stækka landhelg- ina upp í tólf mílur. Þessar tilraunir hafa svo sem vænta mátti ekki borið neinn árang- ur. 6. júni birtu islenzk blöð tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu þess efnis að ambassa- dor Sovétrikjanna hafi flutt ut- anríkisi’áðherra Islands munn- lega orðsendingu þar sem stækkun landhelginnar í tólf mílur sé viðurkennd. Afstaða Sovétríkjanna til landhelgismálsins er vel kunn vegna þeirrar {illögu, sem sov- ézka sendinefndin bar fram á Genfarráðstefnunni um alþjóða. lög á hafinu. Sovétrikin líta svo á, að sérhvert fullvalda ríki hafi rétt til að ákveða stærð landhelgi sinnar e; .s og áður hefur tíðkazt, yfirle tt inn- an 3 til 12 sjómílna. S'.rand- ríki hefur algert fullvekli í landhelgi sinni, þar með réttinn til að stunda þar eitt fiskveiðar. Þessi afstaða Sovétríkjanna er í fullu samræmi við rétt- indi og hagsmuni strandríkja, þar á meðal íslands. Af blaðafréttum má sjá, að í sambandi við .fyrirætlanir Is- lendinga um að stækka land- helgi sína hafa verið uppi ráða- gerðir meða.1 sumra aðila um að kalla saman ráðstefnu þeirra ríkja, sem liér eiga hagsmuna að gæta. Forsætisráðherra Dan- merkur H. C. Hansen hefur lýst yfir því, að Danir séu þeirrar skoðunar, að halda beri svæðisráðstefnu með þátt- tökuríkjum Atlanzhafsbanda. lagsins. Ekki er hægt að fallast á slíka meðferð málsins. Ráð- um Atlanzhafsbandalagsins er að sjálfsögðu heimilt að vinna að lausn deilumála, sem rísa með þátttökuríkjunum. En þeg- ar um er að ræða reglur um stærðina á landhelgi ríkja, verður að hafa það hugfast, að hér er á ferðinni mál, sem snertir það, hvernig ríkj neyta fullveldis síns, og eigi á annað borð að fara að ræða um það, hlýtur að eiga að gera það á ráðstofnu, sem öll ríki, er mál þetta varðar, tækju þátt í. Aðrar leiðir virðast óréttmæt. Réttlætið sigrar hafi smáþjóðir hug til að heimta rétt pnn segir Dagblaoið í Færeyium varðandi land- helgismálið. Landstiórnarneínd til Haínar í gær var skýrt frá því í danska útvarpinu aö von væri á þriggja manna sendinefnd frá landsstjórn Fær- eyja til Kaupmannahafnar, en hinsvegar heföu Færey- ingar ekki oröið viö þeim tilmælum H. C. Hansen for- sætisráöherra um aö sendinefnd allra stjórnmálaflokk- anna í Færeyjum kæmi á hans fund. I nefndinni eru: Kristján Djurhuus lögmaður, Ole Jensen landstjórnarmaður og Johan Djurhuus skrfstofustjóri. Þessir menn eru ekki fulltrúar fær- eysku stjórnmálaflokkanna. Mál- gagn Fólkaflokksins — Dagblað- ið — gagnrýndi í gær ummæli þau er Jörgen Jörgensen, settur forsætisráðherra viðhafði Ráð- herrann sagði að það væri bezt fyrir Færeynga að fara samn- ingaleiðina við Breta. Sagan sannaði að ekkert gott hefðist upp úr einhliða ráðstöfunum, eða samningum við einn aðila af fleirum. Dagblaðið bendir á að í brezkum lögum séu enn ákvæði um 10 prósent innflutningstoll af færeyskum fiski og hafi dönsku stjórninni enn ekki tek- izt að ná samnjngum um afnám hans, þótt Færeyingar hafi lát- ið undan Bretum í mörgu og veitt þeim margskonar fríðindi. Þá segir Dagblaðið að réttlætið muni þá fyrst sigra i heiminum, þegar smáþjóðir hafi hug til þéss að krefjast réttar síns og að vinna hann. Krústjoff situr veizluboð Krústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna var meðal gesta í brezka sendiráðinu í Moskvu í fyrradag á afmælisdegi drottn- ingarinnar. Blaðamenn spurðu hvar þeir Búlganín og Malénkoff væru niður komnir. Krústjoff sagði að Malénkoff væri enn í stöðu þeirri sem hann var skipaður í í fyrra, þ.e. forstjóri fyrir vatnsaflstöð í Austur-Kasakst- an. „Þið getið keypt ykkur far- miða og farið þangað“, bætti hann við. Hann kvað Búlganín hafa verið skorinn upp á sjúkrahúsi og hafi aðgerðin. heppnast vel. „Það get:ð heim- sótt hann í sjúkrahúsið“, sagði Krústjoff. IR Glæsilegasia sumarlerSalagið og um ieið hið ódýrasta er á IR EVRÖPUMEISTARAMÖTIÐ I STOKKHÖLMI Dagana 17. iii 29. ágúst næstkomandi á ve.gum Í.R. og Broníma I«F. eftirtalið innifalið í fargjaldi: 1. 3. 5. Ágætur gististaður á fögrum stað í borginni, morgunmatur og kvölds. Bílferð um borgina. Aðgöngumiði að E.-M. alla dagana 19. til 24. ágúst á bezta stað á Stockholmsstadion. 2. 4. Bátsferð um Malaren. Merkir staðir í borginni skoðaðir eftir 24. ágúst, en þá lýkur E.-M Ferðaskrifstoían SAGA hf. annast fyrirg reíðslu i Reykjavík, veitir upplýsingar og tekur á móti pöntunum og greiðslum. — Sími 2-28-65 kl. 6—8 s.d. Box 13. Þeir, sem þegar liafa pantað farseðla, eru vinsamlegast beðnir að gera skil á fyrri- hluta greiðslu fyrir 20. þessa mánaðar. Hinir, sem hng hafa á því að trygg ja sér þátttöku í þessari glæsilegu för eru áminntir um að gera það hið allra fyrsta og eigj síðar en 20. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.