Þjóðviljinn - 19.06.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. júni 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9 Fréftahréf frá Frimanm Helgasyni: Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefur afdrei verið eins jöfn &g nú , Gautaborg 12. júní. Mexikó kom á óvart, gerði jafntefli 1:1 við Wales Sennilega hafa engin úrslit úr leikjum hingað til komið eins á óvart og úrslitin í þess- um leik. Því hafði verið spáð að Wale's myndi vinna nokk- uð auðveldlega en jafntefli var Kanngjarnt, þó markið kæmi ekki fyrr en á 89. mín. leiks- ins, en það var skallað inn af hægri útherjanum og ó- verjandi fyrir markmanninn Kelsey, sem leikur í Bretlandi fyrir Arsenal, Mexíkó á.tti meira i fyrri hálfleik og sýndi eins og áður mikla einstaklingskunnáttu og nú léku þeir nobkuð meir sam- an en í fyrri leik. Skotmenn voru þeir lélegir, nema mið- herjinn. I seinni hálfleik komu IWales-menn með meiri krafti og um skeið náðu þeir tökum á leiknum. Þeir voru harðir í hindrunum, en það skeði að hinir tóku á móti og létu ekki trufla sig. Skipulag Mexíkómanna var fyrst og fremst það, að taka John Charles sem mest úr um- ferð og tókst þeim það. Bróðir Charles, Mel Charles, stóð sig aftur á móti mjög vel í leik þessum. Allchurch skoraði fyrir Wales. Wales náði mun lakari leik en gert var ráð fyrir og er al- mennt talið að það lið verði ekki hættulegt Svium, Þegar markið kom á 89. mín. eetlaði allt um koll að keyra meðal Mexíkó-liðsins. Hin hamingjusama skytta var allt I einu orðin neðst í mikilli hrúgu þar sem útúr stóðu spriklandi fætur, því að allir vildu kyssa hann! Meira að Segja markmaðurinn hljóp völl- inn á enda til að taka þátt í hátíðinni, veifandi höndum í allar áttir með allskonar til- burðum. Á eftir voru allir vel- komnir inn í búningsherbergið, og skipti þá ekki miklu máli hvort leikmenn voru allsberir eða ekki, það var aiikaatriði. Ekkert lið í þessari (keppni mun fagna eins jafntefli og Mexíkó gerði. Skotar biðu lægri hlut fyrir Paraguay, töpuðu 3:2. Éftir ófarimar við Frakka styrktu Paraguaymenn lið sitt. Þetta virtist breyta liðinu mik- ið, það var nú mun ákveðn- ara og virkara. Þeir settu upp gífurlegan hraða sem olli Skotum miklum erfiðleikum, og þessu héldu þeir út allan tím- ann meðan leikurinn stóð. Þeir gáfu aldrei eftir ef nokkur mögulei'ki var að fá eitthvað útúr leiknum. Eftir fyrri hálf- leik, en þá hafði Paraguay 2:1, fór leikurinn að harðna npkkuð og varð nokkuð um eiginlegan kyrrstöðuhernað að ræða og harðar hindranir úti á vellinum. Markmenn fengu að hvíla sig meir. Á 26. mín. auka Paraguaymenn enn við markatöluna 3:1, en 3 mín. - síðar skora Skotar eitt mark til, en ekkþurðu mör’kin fleiri. Paraguay var vel að þess- um sigri komið og var leikur þeirra hraður og óeigingjarn, Skotar náðu ékki tökum á leiknum. Gerðu þeir ýms- ar góðar tilraunir, en þær heppnuðust ékki. Júgóslavar '■— Frakkar 3:2 Yfirleitt var búizt við að leikur þessi yrði jafn og þó gert fremur ráð fyrir að Fra'kkar myndu vinna hann eins og samvaxnir Síamství- burar. Fimm mínútum fyrir leiks- lok tókst Frökkunum að jafna og var þar að verki hinn snjalli Fontainc:; hann skor- aði einnig hitt markið. Virt- ist nú sem tapinu væri bjarg- að, og svolitlir möguleikar að ná sigurmarkinu, því að nú sóttu þeir af miklum móði og léku mjög vel með Fontaine sem skipuleggjara. En Beara Jugóslavneski markvörðurinn Beara ver snilldarlega í leiknum við Frakka. eftir frammistöðuna við Para- guay. Leikurinn var allan tímann mjög spennandi og tvísýnn. Franskmenn byrjuðu að skora þegar á 4. mín. svo að þetta leit vel út, en á 16. mín. jöfnuðu Júgóslavar eftir horn og skaut Milutinovic er knött- urinn kom frá markmanni en hann var ekki kominn i mark- ið aftur, svo gekk það fljótt fyrir sig. Stóðu leikar svo í hálfleik. Á 18. mín. skora Júgóslavar og standa leikar nú 2:1. Harnaði leikurinn nú nokkuð og gáfu báðir og tóku á móti. Hinn frægi miðfram- vörður Frakka Kopa fékk ekki að láta sem honum lík- aði þvi að miðframvörðurinn gætti hans svo vel að þar sem annar var þar var hinn, varði af mikilli snilld. Það urðu svo Júgóslavar sem skoruðu sigurmarkið, og í þessar tvær mínútur gengu Frakkar berserksgang til að jafna en það tókst ekki, og undu þeir tapinu illa. og vildu kenna dómaranum um það. Leikurinn var í heild ekki sérlega vel leikinn þar sem of mikil harka færðist í hann. Dómarinn var frá Wales og heitir Griffiths og fær þann. dóm að hann hafi sloppið vel frá leiknum. Rússar unnu Austurríkismenn 2:0 í nekkuð jöfn.um leik Þrátt fyrir að Austurríkis- menn hafi sýnt mjög góða leiki eru þeir fvrsta liðið sem séð er að hefur ekki mögu- leika að halda áfram í H.M.- keppninni. Leikur Austurríkis í fyrri hálfleik var mjög góður og var rússneska vörnin að gera sitt ýtrasta til þess að stand- ast sóknina. Þeir léku meira á miðju vallarins og gerðu áhlaupin þar, en notuðu minna útherjanna, og gerði þetta Rússunum hægara fyrir um vörnina. Þeir héldu knett- inum oft of lengi og gáfu Rússunum tækifæri til varn- ar. Skotin voru fremur slök, þó var miðherjinn Buzek góð skytta. Fyrra mark Rússanna kom á 15. mín og það skoraði Iv- anoff Á. og nafni hans Iv- anoff V. gerði það síðara á 17. mín. i síðari hálfleik, mjög fallega skorað. Austur- Hinn snjalli markvörður Arg-. entínu, Carizzo. ríkismenn voru oft nærri því að skora, en því sem bak- verðir Rússanna gátu ekki bjargað tók Jasjin í markinu, og var hann bezti maður vall- arins, var hann helmingur liðsins, eins og sumir orðuðu það. Leikurinn var nokkuð harð- ur, náðu Rússar ekki eins góðum leik og í hinum fyrri lei'k sínum við Breta, og var fararstjórnin óánægð með frammistöðuna. Þjóðverjar og Tékkar jafnir 2:2 í átakaleik. Leikup þessi var frá upp- hafi til enda harður og það í Framhald á 10 síðu. Tékkar unnu Argentínu 6:1 sem er mesta yburst’ti Helsingborg 15. júní. Eftir sigur Argentínu yfir Norður-írlandi og eins það, að Tékkar náðu aðeins jafn- tefli við Þjóðverja, var búizt við því að liér yrði um jafn- an leik að ræða. Argentínu- menn gerðu sér miklar vonir um að vinna og létu í það skina í blöðum. Þetta fór þó á aðra lund eins og margt ann- að hér á þéssu móti. Argen- tínumenn voru heppnir að tapa ekki með mun meiri markatölu, og þó úrslitin hefðu orðið 8:0 hefði ekkert verið við því að segja. Þettá eina mark Argentínu kom úr vítaspyrnu. Bæði liðin sýndu góða knatt- spyrnu, en leikaðferðir þeirra voru nokkuð mismunandi og svo var vörn Tékka ákaflega sterk. Leikaðferð Argentínu hjálpaði vörn Tékka, þeir þjöppuðust mjög saman á Leika þurfti þrjá aukafeiki eftir fyrsfu úrsfitaloturia Gautaborg 16. júní Það gefur nokkra hugmynd um það hvé liðin eru jöfn að í þremur keppnishópunum af fjórum þarf að leika auka- leiki til þess að fá úrslit. Það var í hóp nr. 2 sem úrslit náðust og þar héldu áfram. Júgóslavía og Frakkland, en eftir sátu Paraguay og Skot- land. 1 hóp nr. 4 hefur keppnin verið mjög hörð og að margra áliti er talið að í honum séu ef til vill fjögur sterkustu lið- in, og þrjú þeirra hafa hingað til verið tilnefnd sem likleg- ust og það í þessari röð: Brasilia, Sovétríkin og Bret- land. Eftir leikina í gær er svo komið að annað hvort Sovétríkin eða England fara ekki lengra og keppa þau um það á morgun, og getur sá leikur farið allavega. Rúss- ar áttu að vipna Breta í fyrri leiknum, eftir fyrri hálfleik- inn höfðu þeir 2:0, en það er enginn mælikvarði á næsta leik. I leik sínum við Austur- ríkismenn máttu Bretar þakka sínu sæla að tapa ekki. Tóku Austurríkismenn tvisvar for- ustuna en Bretum tókst að jafna, og fá Austurríkismenn mikið lof fyrir leikinn. 1 þriðja hópnum verða Wales og Ungverjaland að keppa um réttinn til þess að halda áfram, og svo Norð- ur-írland og Tékkóslóvakía. Allir þessir leikir verða háð- ir á morgun. Brasilía er eina landið sem ekki hefur fengið mark ennþá og hafa þeir 5:0, og almennt er Brasilía talin hafa lang- mesta möguleika til sigurs, og ef þeir halda áfram eins og þeir léku í gær verður erfitt að stöðva þá. Sjálfir 'segja þeir í, blaðaviðtali í dag að þetta segi ekki neitt til um úrslitin, við vorum heppnir og það heppnaðist allt fyrir okk- ur en ekki hjá Rússunum. Vestur-Evrópa vann Til gamans hefur löndun- um 16 verið ekipt niður í fjóra heimshluta og efnt til Framhald á 10. síðu miðjum vellinum með áhlaup sín og útherjinn 'kom þangað líka svo sóknin lokáðist áður en hægt var að skjóta. ■ Auk þess virtust þeir eiga erfitt með, að skjóta. Allir búa þeir ýlír mikilli leikni og hraða, en sóknin gengur yfirleitt of seint, og samleikurinn of þvert. Leikur Tékkanna var allt öðruvísi. Þeir notuðu útherj- ana mjög og völlinn til hins ýtrasta, og á þann hátt gátu þeir dreift vörn Argentínu. Leikur þeirra var lika mjög virkur og miðaði beint í átt- ina að marki. Útherjarnir léku sér líka að því að senda hvor- ir öðrum knöttinn jaðranna á milli. Hverju sinni þegar Tékkarnir hófu sókn var allt- af hætta á ferðum. Þeir neist- uðu af leikgleði. Leikurinn var aldrei harður eða ljótur, og sýndi hvorugt liðið til- hneigingu til þess, enda var dómarinn Ellis frá Englandi sem Tékkar vildu ekki hafa eftir leikinn við Þýzkaland. Hann dæmdi mjög vel að þessu sinni. Oft mátti segja að leikur Tékkanna væri sýning þar sem allt heppnaðist, hver sending og maður alltaf til að taka við knettinum. Skipt- ingar þeirra á stöðum voru líka svo hraðar að hinir fljótu Argentínumenn misstu af þeim áður en þeir vissu. Framhald á 10. síðut

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.