Þjóðviljinn - 20.06.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1958, Blaðsíða 1
VIUINÍI Föstudagup 20. júni 1958 — 23. árgangur — 135. tölublað Hversíi örlar á viðleitni til sparnaðar eða hagsýni í bæjarrekstrinum Úfsvör hœkkuS eftir þörfum til þess aS standa undir sivaxandi kostnaSi og skuldum safnaS }afnt og þétf Frá afgreiðslu bæjarreikninganna fyrir árið 1957 Sá reikningur, sem hér liggur fyrir til umræðu, er staðfesting á stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjármálastjórn bæjarins. Megineinkenni þeirrar stefnu, nú eins og á undanförnum órum, eru þau að útsvör hafa veriö hækk- uð eftir þörfurri til þess að standa undir sívaxandi kostn- aði við stjórn og rekstur bæjarins, hvergi örlar á við- leitni til hagsýni eða spamaðar í bæjarrekstrinum, forð- azt hefur verið að leggja í stórvirki, en skuldum safnað jafnt og þétt. Soli biðst lausnar á Ítalíu Soli forsætisráðherra Ítalíu hefur afhent Gronei lausnar-* beiðni sína. í stjómarskrá Ítalíu er ákvæði sem mælir svo fyrir að ríkisstjómin biðjist lausnap eftir hverjar almennar kosning-* ar í landinu. Eins og menn rek- ur minni til fóru þingkosningap fram á Ítalíu í fyrra mánuði. Núverandi stjórnarflokkur, Kristilegir demókratar unnii nokkuð á í þeim kosningum eix sú aukning nægir ekki til þessl að sá 'flokkur geti staðið einn! að stjórninni. Soli verður því að léita stuðnings annarra flokka til að mynda stjórn. Eitthvað á þessa leið hóf Ingi R. Helgason mál sitt á bæjarstjórnarfundi í gær, er reikningur Reyk.javíkurkaup- staðar fyrir árið 1957 var til síðari umræðu. Hæsti reikningur í sögu bæjarins Ingi vék í fyrsta kafla ræðu sinnar að reikningnum í heild og minnti þá á, að reikningur þessi væri sá hæsti í sögu Rvík- ur með niðurstöðutölur á rekstrarreikningi upp á 223,5 millj. króna eða fimmtungi hærri en á árinu áður. Tekjumegin á reikningnum er mesta breytingin á útsvör- unum, sem nú em 196 mill.i. kr. og mun hærri en 1956 og 1955. Aðrir liðir tekjumegin á rekstrarreikningi eru afgjöld eða skattar bæjarfyrirtækja. Á sl. 3 árum hafa þrjú f.yrirtæki bæjarins, Vatnsveita, Hitaveita og Rafmagnsveita, greitt á 11 millj. kr. i slíka ískatta eða af- gjöld: Vatnsveitan um eina millj., Rafmagnsveitan (tekju- hæsta fyrirtæki bæjarins) rúm- lega 6 millj. kr. og Hitaveitan um 3,5 millj. kr. Ingi kvað nauðsynlegt að fara varlega í þessar sakir; ekki mætti íþyngja þessum fyrirtækj- um um of með skattabyrðum, þegar þau anna ekki þeim verkefnum sem fyrir þeim lÍRgja. Tek.iurrtar fóru 18 millj. fram úr áætlun Ef reikningurinn er borinn saman við sjálfa fjárhagsáætl- unina sést, að tekjumar hafa farið um 18 millj. kr. fram úr áætlun. Rekstrarútgjöldin hafa hinsvegar fylgt áætluninni, raunar orðið ofurlítið minni en áætlað var. Þetta fé sem um- fram er hefur farið á eigna- breytingalið reikningsins og því að nokkra gengið til fram- kvæmda, sem bærinn hefur staðið fyrir. Skrif stof ukostnaðu r bæjarins Ingi R. Helgason vék þessu næst að nokkrum einstökum lið- um rekstrarútgjaldanna og benti þá fyrst á, að kostnaður við húsnæði Reykjavíkurbæjar Framhald ó 5. síðu. Heimsmeistara- keppnin í knatt- Rithöfundafélagið mótmælir aftökunum í Ungverjalandi Stjórn Rithöfundafélags fslands hefur mótmælt af- tökunum í Ungverjalandi í skeyti sem sent hefur verið forsætisráðherra Ungverjalands, Ferenc Munnich. Skeyti rithöfundanna er svo- hljóðandi: „Hérra forsætisráðherra Ferenc Miinnich, Ungverjalandi Vér íslenzkir rithöfundar er- um aldir upp við þann hv.gsun- arhátt að virða skyld; gefin heit. Fornbókmenntir vorar hafa glætt með oss ]>á hugsun, að drengskaparorð skyldi í heiðri haft. Imre Nagv a.m.k. var ir>r>- haflega lieitið griðum. U'''"- verska stjórnin rauf þá e’ði. Nú hafa liann og félagar hans verið af lífj teknir, og irá þá segja að framan hafi verið við þá tvöföld svik. í nafni íslenzkra rithöfunda mótmælum vér þessum vígum og teljum, að hér hafj verið settur s’.ikur blettur á skjöld sósíalismans og verkalýðs- hreyfingarinnar, að seint verði af fægður. Vér álítum enn fremur, að dómsmeðferð og aftaka þess- ara manna, hvort sem sekt þeirra þykir sönuuð eða ekki, hafi verið með þeim hætti, að ekki sé sæmandi þjóðfélagi, sem kennir sig við sósíalisma c,g alþýðulýðræði. Stjórn Rithöfundafélags Islands.“ spyrnu Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu var haldið áfrani í gær og var nú viðhöfð út- sláttarkeppni. Leikar fóru þannig að Sviar unnu Rússa 2:0, Vestur-Þjóðverjar unnu Júgóslava 1:0, Frakkar unnu Norður-írland með 4:0 og Brasílía vann Wales 1:0. í undanúrslit keppninnar komast því Sviar, Þjóðverjar, Frakkar og Brasilímnenn. Akranes vann 3:1 í gær fór fram keppni í I. deild Islandsmeistaramótsins — milli Akraness og Hafnarfjarð- ar. Sigraði Akranes með þrem mörkum gegn einu. Margt var áhorfenda. Dagshmn lýsir andstöðu við efnahagslögin Dagsbrúnerfundinn í gærkvöld var fjölsóttur og verð- ur nánar sagt frá honum í blaðinu á morgun. Eftirfar- andi tillögur vora samþykktar með öllum greiddum at- kvæðum gegn tveimur: „Fundurinn lýsir yfir samþykki sínu við afstöðu full- trúa félagsins í efnahagsmálanefnd og miðstjórn A.S.I., er tillögur ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahags- málum voru þar til umræðu í sl. mánuði. Fundurinn telur að lögin um útflutningssjóð o.fl. sem Alþingi hefur nýlega. samþykkt, feli í sér ráðstafanir sem á ýmsan hátt hafi hliðstæð áhrif og gengislækkun, og muni leiða til aukinnar verðþenslu og mikilla verð- hækkana og brjóti því í bág við þá stefnu, verðstöðvun- arstefnuna, er verkalýðshreyfingin hefur margsinnis lýst fylgi sinu við. Af þessum ástæðum lýsir fundurinn yfir andstöðu sinni við fyrrgreinda lagasetningu og telur að verfta- lýðshreyfingin verði að vera vel á verði til að fyrir« byggja kjaraskerðingu.“ Samningarnir verði uppsegj- anlegirmeð mánaðar fyrirvara „Fundurinn samþykkir að gera þá höfuðkröfu til breytinga á uppsögðum samningum félagsins við at- vinnurekendur, að þeir verði uppsegjanlegir hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara, og felur stjórn og trúnaðarmannaráði umboð til að framlengja samningana með þeirrí breytingú.“ Tillaqa Inga R. Helgasonar 7 bœjarsfjórn Við síðarj umræðu um reikninga Reykjavíkurkaup- staðr.r fyrir árið 1957 á fundi bæjarstjórnar í gær ræddi Ingi R. Helgason nokkuð um framlög bæjarins til húsnæð- ismála og flutti þá svofellda tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að leita um það hófanna hjá húsnæðismálastjórn, að hækk- uð verði lán eftir fjórða kafla húsnæðismálalaganna út á í- búðir í Gnoðavogshúsunum úr 50 þús. kr. í 60 þús. kr. fyrir tveggja herbergja íbúð- ir og úr 50 þús. kr. í 70 þús. kr. fyrir þriggja herbergja í- búðir, .gegn jafnstóru Jáni frá lleyk javíkurbæ.1 * Ingi minntj á að kaupendur íbúða í raðhúsum bæjarins hefðu fengið samtals 140 þús. kr. ]án út á hverja íbúð eftir 4. kafla húsnæðismálalaganna, 70 þús. frá ríki og 70 þús. frá bæ. Kaupverð jafnstcrra í- búða (3ja herbergja) í Gnoða. vogshúsunum væri 241 þús. kr., þar af fengist 100 þús. kr. lán skv. 4.. kafla fyrr- greindra laga, 50 þús. frá ríki og 50 þús. frá bæ. Eftir væra þá 141 þús. kr. en af þeirri upphæð hefur Reykjavíkur- bær heitið 51 þús. kr. láni til bráðabirgða út á væntanlegt A-B framlag frá húsnæðis- málastjórn og yrði því kaup- endur að borga út 90 þús. kr. ef fyrirheitið um. A-B lánið stenzt, og auk þess standa undir kostnaði við að fullgera íbuðirnar. Kvaðst Ingi telja þá sem lagt gætu út þessa fjárhæð ekki á. flæðiskeri stadda, þetta gætu ekki efna- litlar fjölskyldur þó þörf þeirra fyrir húsnæði væri mikil, og því væri tillaga sín um aukin lán til kaupenda. Gnoðavogsíbúðanna fram bor- in. Allir viðstaddir bæjarfull- trúar íhaldsins, 9 að tölu, greiddu atkvæði gegn þessari tillögu Inga og vísuðu henni til bæjarráðs gegn atkvæðum 4 fulltrúa minnilúutans og Magnúsar Ástmarssonar, iljáliiiur Mr ] talar fyrir Kana' I síðasta tölublaði af Tha White Falcon, málgagni her- etjórnarinnar á Keflavíkurflug- velli, er auglýst erindi eem Vil- hjálmur Þór bankastjóri átti að( halda á Keflavíkurflugvelli umj „Framtið íslenzks iðnaðar“ s.L miðvikudag. Bankastjórinn áttii að flytja erindi sitt í offíséra- klúbbnum á vegum félags hern- aðarverkfræðinga, en þeim vap heimilað að taka með sér kon* ur sínar og gesti. ■ 4 Augljóst er af þessu fyrir- leetrahaldi að Vilhjálmur Þón tengir hugmyndir sínar uml stóriðju á íslandi við hernámið*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.