Þjóðviljinn - 20.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.06.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILjnSTN — Föstudagur 20. júní 1958 mÓÐVIUINN UtKefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. I ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. \ Friðþjófsson. — Augiýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- f greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 í línur). — Askriftarverð kr. 25 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 ann- arsstaöar. — Lausasöluverð kr. 1.50. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Atvinnuöryggi S]ötugur Sylveríus Hallgrímsson ¥ Tm þessar mundir herma op- ^ inberar heimildir að fimm milljónir manna séu atvinnu- iausir í Bandaríkjunum. Alit frá síðustu áramótum hefur þetta geigvænlega atvinnuleysi haldizt í Bandaríkjunum, og einatt verið meira en nú, allt upp í sjö milljónir. Sé reiknað með að hver atvinnuleysingi hafi tvo menn á framfæri sínu til jafnaðar hefur þetta hörm- ungarástand náð til 15—20 milijóna manna ó þessu ári — áttunda hvers manns í Banda- ríkjunum. Það er erfitt fyrir Islendinga að gera sér grein fyrir slíkum tölum — þær jafn- gilda því að hundrað þjóðir á stærð við okkur hefðu ekkert fyrjr sig að leggja. Þessi mikli íjöldi lifir á styrkjum og opin- berum matargjöfum og hefur misjafnlega mikið í sig og á; sunúr búa við sárasta skort. Þetta gerist 1 iandi, þar sem framleiðslugetan er meiri en í nokkru öðru landi heims og þar sme öll tök eru á að búa hverj- um manni næg verkefni og hin beztu kjör. En ástæðan er and- stæður auðvaldsþjóðfélagsins, ofurvald auðhringanna og stjómleysi í efnahagslífinu í heild. Ekki ætti að þurfa að færa rök að því hvílíkt afbrot slíkt stjómarfar er og hvílíka ógæfu það lejðir yfir milljónir manna. ¥7" reppan í Bandaríkjunum hefur haft hin víðtækustu áhrif í öðrum löndum, sem mikil viðskipfi hafa við hið vestræna stórveldi. Stórfellt at- vinnuleysi hefur verið í Kan- ada að undanfömu, atvinnu- leysi er .nú meira í Bretlandi en verið hefur árum saman, eða um 500 þúsundir manna, og svipuð hefur þróunin orðið í ýmsum löndum öðrum; mikið atvinnuleysi hefur til að mynda verið landlægt í Danmörku um langt skeið og hafa fjölmargir Danir flutzt úr landi á undan- fömum árum; sömu sögu er að segja um ítalíu þar sem fjöldi fólks flýr land árlega vegna þess að atvinna er ekki fáanleg og hin sárasta neyð er hlut- skipti milljóna manna. að er ástæða fyrir íslend- inga að gefa þessari þróun í grannlöndunum nánari gætur en gert hefur verið. Á sama tíma og athafnir dragast saman í kringum okkur og æ fleira fólki er neitað um verkefni, er atvinna svo mikil hér að vinnu- afl hrekkur ekki til og við verðum að leita aðstoðar hjá öðrum þjóðum til að anna verkefnum okkar. Þetta er hin mikla jákvæða staðreynd í ís- lenzku efnahagslífi, og henni skulum við vissulega ekki gleyma er við gagnrýnum rétti- lega efnahagsráðstafanir sem við teljum ranglátar og hættu- iegar. ■pnginn skyldi ætla að hið góða atvinnuástand hér sé einhver tilviljun eða guðsbless- un. íslendingar þekkja sannar- lega böl atvinnuleysisins af eigin raun. Menn muna jat- vinnuleysisárin fyrir stríð, þeg- ar markaðimir hrundu í við- skiptalöndum okkar í heims- kreppunni. Og það eru ekki nema sjö ár síðan mikið at- vinnuleysi var hér í Reykjavík og víða úti urn land. Einnig það atvinnuleysi stafaði af markaðserfiðleikum; íhalds- stjómin sem þá fór með völd hafði ánetjazt svo Marshall- stefnunni að hún einskorðaði viðskipti íslendinga við Marsh- alllöndin samkvæmt erlendum fyrirmælum, en þar reyndust markaðir svo lélegir og tregir áð framleiðsluvörur okkar hrúguðust upp óseldar, og aft- ur og aftur gripu stjórnarvöld- in til þess óyndisúrræðis að banna fiskveiðar með öllu! Astæðan til þess hversu gott atvinnuástand er hér á landi, þótt kreppa geisi í grann löndum okkar, er sú að við höf- um tryggt okkur næga og góða markaði utan kreppu- svæðisins fyrir framleiðsluvör- ur okkar, svo að við höfum ekki undan að framleiða upp í samninga, og í annan stað að núverandi stjórn hefur lagt allt kapp á það með opinberum aðgerðum að tryggja að allir framleiðslumöguleikar okkar séu hagnýttir til hins ýtrasta. Þetta hvort tveggja er að sjálf- sögðu hyrningarsteinar þess að næg atvinna sé í landinu, og ef aðra forsenduna skortir, hrekkur hin skammt. Og varla er nokkur þjóð heims jafn háð því að hafa næga og góða markaði og við Islendingar, svo mjög sem við verðum að afla okkur nauðsynja með innflutn- ingi frá öðrum þjóðum. Ef við værum bundnir við Bandaríkin og Vesturevrópu með sölu á afurðum okkar, væri kreppan sem að undanförnu hefur mót- að bandarískt efnahagslíf einn- ig búin að læsa klóm sínum um okkur og leiða yfir okkur hið sára böl atvinnuleysisins. ■jMTönnum hættir við að líta á ■^** fulla atvinnu sem sjálf- sagðan hlut — og auðvitað ætti atvinnan að vera sjálfsagður réttur í hverju þjóðfélagi. En við vitum af eigin reynslu og því sem er að gerast í löndun- um umhverfis okkur, að rétt- urinn til atvinnu er baráttu- mál og hann verður aðeins tryggður með virkri stjómar- stefnu og beinum áhrifum verklýðssamtakanna á stjórn landsins. Ný afturhaldsstjóm gæti á skömmum tíma brotið niður atvinnuöryggið í landinu með skammsýnni og ofstækis- fullri stefnu í markaðsmálum, eins og áður hefur gerzt. Sylveríus Hallgrímsson, verkamaður Grettisgötu 34, er sjötugur í dag. Hann er fæddur 20. júni 1888 á Staðarfélli á Fellsströnd í Dölum, en foreldr- ar hans voru Hallgrímur Jóns- son hreppsstjóri þar og danne- brogsmaður, sem margir kann- ast við, móðir hans Ingibj*rg Maríusdóttir. Eg leit inn hjá Sylveriusi, þáði góðgerðir, sem hans ágæta kona Helga Kristjánsdóttir framreiddi, og vildi ég for- vitnast eitthvað um það helzta sem á daga hans hafði drifið, en Sylveríus lét lítið yf.ir og bað mig blessaðan um að vera ekki að auglýsa sig í blöðum, það tæki þvi ekki. Það leyndi sér ekki að hann vildi ekki láta hafa eftir sér neitt karlagrobb og vel á verði um það. Þrátt fyrir mikla hlédrægni Sylveríusar í ummælum varð- andi sjálfan hann, fór ekki hjá því að ég yrði margs vísari um hann af þessu stutta samtali okkar, þótt hér verðl lítið af því rakið. Tæpra fimmtán ára gamall yfirgefur Sylveríus átthaga sína og dvaldi um hríð á Barða- strönd, þó ekki lengur en svo, að á 17. ári er hann kominn til Hafnarfjarðar. Það var erfitt í þann tíma fyrir einstæðan pilt með tvær hendur tómar að afla sér menntunar, og reyndar ekki á annarra færi en þeirra sem mikið var í spunnið. Sylveríus ræðst í að láta innrita sig í Flensborgarskóla og útskrifast þaðan árið 1907. Að sjálfsögðu vann hann fyrir sér með nám- jnu og fór meira að segja á skútu í fyrsta sinn 1906. En alls var hann 13 vertíðir á skútu og reri fjölda sumur á Aust- fjörðum. Það liggur í augum uppi að þessi sjötugi maður gæti sagt frá margri ævintýralegri sjó- ferð og krappri báru frá skútu- árunum, en Sylveríus fer ekki út í þá sálrna. Hann segir að sjórinn hafi aldrei átt vel við sig, og kveðst hafa verjð byrj- aður að vinna við höfnina hér í Reykjavík kringum 1920. — Nokkru síðar eða 1923, er hann kominn í grjótnám bæjarins þar sem hann vann samfleytt í 33 ár; og enn til dagsjns í dag vinnur hann hjá bænum, þótt ekki sé hann lengur í grjótnáminu. Eg þekki Sylveríus af margfa ára kynnum í verkalýðshreyf- ingunni og spyr hvenær hann hafi fyrst komizt í snertingu við verkalýðssamtökin. „Ég var með í stofnun Há- setafélags Reykjavíkur 1916 ög verkfallinu þá, sem oft er vitn- að í. En 1929 lét ég yfirfæra mig i Dagsbrún og hefi verio þar síðan eða í nærri 30 ár. En hvernig er það annars, þú hefir einnig látið neytendasam- tök alþýðunnar ejthvað til þín taka, eða er ekki svo? „Jú, í rauninni datt mér i hug ■að svara spurningu þinni áðan varðandi snertingu mína vjð verkalýðshreyfinguna með því að fara inn á þetta efni. Fyrsta snerting min við hana var ein- mitt i sambandi við neytenda- samtök. 1914 var ég með í að stofna verzlunarsamtök verka- manna hér í bænum, og meðal aðalhvatamanna þess voru Jör- undur Brynjólfsson og Guðjón Jónsson. Þetta var pöntunarfé- lag sem við höfðum opið að kvöldi eftir vinnudag, einu sinni í viku, en þá skutumst við í Sylverius Hallgi-imsson okkar eigin .yerzlun og inn- kaupin voru þá oftlega ekki méiri að vöxtum en sem rúma mátti í vasaklút. En þótt smátt væri byrjað reyndist þetta vera vísir að öðru stærra. Við höfð- um trú á því áð með slíkum samtökum gætu verkamenn dregið úr oþri milliliðanna. Það hefir ætíð verið skoðun mín að neytendasamtöktn eigi að vera annar meginþátturinn í hags- munabaráttu verkamanna." Þegar komið er út i þessa sálma lifnár mjög yfjr samræð- unum, því Sylveríus hefir í rauninni verið virkur baráttu- maður í neytendahreyfingu al- þýðu höfuðstaðarins siðan 1914 og þau.lkunnugur sögu hennar. -— Hann hefur ýmislegt. að iat- huga við rekstur neytendasam- takanna hér bæði fyrr og nú, kann frá mörgu að segja málí sínu til stuðnings og hefir sínar hugmyndir um jákyæðar lausn- ir vandamálanna. En það verð- ur ekki rakið hér sakir rúm- leysis. Þó skal hér getið eins, sem Sylveríus kom inn á og hef- ir reyndar oft bent félögum sín- um á, en það er sú staðreynd, að til þessa dags hefur verka- lýðshreyfingín1-1 eWki lagt þá rækt við néytendásamtök al- þýðunnar sem skyldi og neyt- endasamtök hennár ekki aðlag- að sig sjónarmiðum verkalýðs- samtakanna eins og vert er. — Þetta er sannarlega þess vert að íhugast vandlega af báðum aðiljum, svo ekki sé meira sagt. Tíminn hefir liðið skjótt inni á heimili þeirra Sylveríusar og Helgu. — Það verður ekki hjá því komizt að slá botninn í samtalið, sem hefir verið mér hið ánægjulegasta og þakka fyr- ir sig og bera frám ámaðar- óskir í tilefni afmælisins. — Undir þær ámaðaróskir munu áreiðanlega margir taka af fé- lögum Sylveríusar í verkalýðs- og neytendásamtökurium. Fréttatilkynning írá utanríkisráðuneytinu: 1 Jieíur yndi af havanavindlum, skozku viský og ítölskum óperara4 „Snæddi hádegisverð í Hvíta húsinu og leit inn í síðdegissamkvæmi hjá ambassador Finna" Utanríkisráðuneytið íslenzka er lítið fyrir það gefið að skýra Islendingum frá atburðum sem varða landsmenn alla. Fréttir um orðsendingar sem okkur berast og annað þvílíkt koma ævinlega fyrst í erlendum út- varpssendingum og blöðum, en frásagnir ráðuneytisins hér ber- ast eftir dúk og disk — komi þær þá nokkumtíma. Þó geta þeir atburðir gerzt í heiminum sem utanríkisráðuneytið telur að Islendingar megi fyrir enga muni missa af — þannig barst Þjóðviljanum mikið vélritað skjal frá ráðuneytinu fyrir nokkrum dögum, svohljóðandi: „Vikublaðið Time birti 26. maí s. 1. fjörlega ritaða grein um Thor Thors sendiherra í út- gáfu þeirri, sem ætluð er Suð- ur-Ameríkuríkjunum. Með því að þessi útgáfa berst að jafnaði ekki hingað til lands, birtist greinin hér í þýðingu. Greinin nefnist „Ambassador to Every- where“ (Ambassador í öllum löndum) og víkur að því að Thor Thors er sendiherra Is- lands í mörgum Ameríkuríkj- um, auk Bandaríkjanna og Kanada. „Þeir gætu rúmazt í einum ‘símaklefa fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, am- bassador þess í Bandaríkjun- um og sendiherrann í Kanada, Brasilíu, Argentínu og Kúba. Þeir eru sami maðurinn, Thor Thors 54 ára að aldri, sem kom tii Bándaríkjanna 1939 sem formaður íslenzku sýningaj'- nefndarinnar á heimssýning- unni og árið eftir sem aðalræð- ismaður í New York og tók til óspilltra málanna. Thor Thors, sem eitt sinn var kappliðsmaður í knatt- spyrnu og er iþróttamaníns- legur á velli, Iauk lagaprófi í Háskóla Íslands 1926 og hélt síðan til Cambridge og Sor- bonne til framhaldsnáms. Þeg- ar heim kom, gerðist hann framkvæmdastjóri útgerðarfé- lags og tók sæti á Alþingi ■ (hinu elzta þjóðþingi veraldar — stofnað 930). Síðan hélt hann til heimssýningarinnar í Flushing Meadow með styttu af Íslendingnum Leifi Eiríks- syni, sem sýnd var I sýningar- deild Islands. ; Hann tók sér bólfestu í New Ýork og starf- aði að því að treysta samstarf ■ íslands og Banjiaríkjanna í ■; heimsstyrjöldinni á meðan kaf- bátarnir reikuðu um höfin eins Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.