Þjóðviljinn - 22.06.1958, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1958, Síða 3
Sunnudagnr 22. júní 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frétíabréf frá Frlmanni Helgasyni: Suður-Anieríkuinaður tapaði veðmáli sínu oa lét eyrað! Gautaborg, 17'. júní. Það sýnir bezt hve keppnin hér er jöfn að af 8 leikjum i þriðju umferð fyrstu lotunnar enduðu fjórir með jafntefli. Þetta leiddi líka til þess að leika varð þrjá aukaleiki, þ. e. England-Rússland hér á Ul- levi, Ungverjaland-Wales á Rásunda í Stokkhólmi og Norður-írland og Tékkósló- vakía í Malmö. FórU þeir leikir fram í kvöld og enduðu þannig: Rússland-England 1:0, Wal- es-Ungverjaland 2:1 og Norð- ur-írland-Tékkóslóvakía 2:1. Annars urðu úrslitin í hin- um einstöku hópum þessi: 1. riðill: V.-Þýzkaland 3 1 2 0 7-5 4 Tékkóslóvakía 3 1 1 1 8-4 3 Norður-Irland 3 1 1 1 4-5 3 Argentína 3 1 0 2 5-10 2 2. riðill: Frakkland 3 2 0 1 11-7 4 Júgóslavía. 3 1 1 1 7-6 3 Paraguay 3 1 1 1 9-12 9 O Skotland 3 0 1 2 4-6 1 3. riðill: Svíþjóð 3 2 1 0 5-1 5 Ungverjaland 3 1 1 1 6-3 3 Wales 3 0 3 0 2-2 3 Mexikó 3 0 1 2 1-8 1 4. riðiii: Brasilía 3 2 1 0 5-0 5 England 3 0 3 0 4-4 3 Sovétríkin 3 1 1 1 4-4 3 Austurriki 3 0 1 2 2-7 1 Fjórðungs-úrslit, eins og það er kallað, fara svo fram á fimmtudaginn og keppa þá ! Rásunda Svíþjóð—Rússland, í Gautaborg, Ullevi, Brasilía— ,Wales, í Malmö, V-Þýzkaland —Júgóslavía og í Norrköbing, Frakkland—Norður-írland. Lönd þau sem þegar hafa verið slegin út eru farin heim og verða að láta sér nægja að horfa á það sem eftir er, í sjónvarpi. íiott samkomulag. Þau erlendu lið sem gista Sviþjóð, láta mjög vel af vist- inni hér og öllum viðurgern- ing. Margir búa rétt utan við bæina á rólegum stöðum þar sem þejr verða ekki eins fyr- ir átroðningi gesta og gang- andi. Á milli leikjanna er lifað eftir kúnstarinnar reglum og í fullum aga, Það virðist sem reynt sé að slappa af og losna við alla spennu. Þeir róa á Ferðaskrifstofa PÁLS ARASONAR Hafinarstræti 8. Sími 17 . 641. 8 daga ferð um Norður- og Austurland, hefst 28. júní, 14 daga hringferð um land- ið, hefst 28. júní. vötnum og dorga ef fiska er von, leika golf í mestu ró. Stundum mega }>eir fá sér gönguferðir um bæinn og skoða búðarglugga. Það er bara verst að margir glúgg- anna eru fullir af allskonar auglýsingamyndum um ' HM- Garrincha keppnina og víða eru mvnda- samstæður frá leikjum og lið- um í gluggum. Hugsað er vel jim mataræði og svefn. Aðeins er knattspymu- mönnum leyft að skemmta sér því að eftir sigurinn yfir Rússum vildu Brasilíumenn lyfta sér svolítið upp, og var það leyft. Leikmenn gerðu það að skilyrði að þangað fengju engir ljósmyndasmiðir að koma og var það samþykkt. Þó komust þangað inn nokkr- ir brasilískir myndatökumenn — en viti menn, Dansinn hættir. Hljómsveitin leikur dillandi lög en allt kemur fyr- ir ekki. Myndasmiðirnir urðu áð fara. Leikmönnunum, sem flestir eru giftir, leizt ekki á það að myndir kæmu í blöð- um ÍBrasilíu af þeim í faðm- inum á sænskum ,,flickum“! Óvænt heimsókn til Rússa. Á mánudagseftirmiðdaginn fengu Rússar óvænta heim- sókn í dvalarstað sinn, en það var einn af varamönnum Brasilíu, Zosoimi að nafni. Hann var kominn þama sem fulltrúi brasilísku knattspjTnu mannanna til þess að færa þeim að gjöf stóran oddafána og 10 minni, ásamt fjölda merkja, sem minjagripi um leikinn daginn áður. Veitti þjálfari Rússanna þessu mót- töku, en hann heitir Jakosjin. Varð hann næsta hrærður yfir þessum vinarhug og vissi varla hvernig hann átti að þakka. Hann áttaði sig þó strax og safnaði saman jtus- um minjagripum rússneskum og. sendi til baka. Jakosjin spurði mjög um Brasilíumennina sem höfðu hrifið hann mjög með leik sínum daginn áður. Þjálfarinn spurði m. a. hversvegna þeir hefðu ekki haft Garrincha í liðinti á móti Englándi um daginn. (Garrincha er mest um tálaði leikmaðurinn hér í dag eftir frammistöðuna við Sovét) þá hefðum við sloppið við að leika við ykkur á morgun. Já, þá hefðum við unnið þá, en nú verðið þið sjálfir að gera það og það verður gaman að sjá hve mikið það verður. — Jakosjin klappar á öxlina á Suður-Amerikumanninum og segir: Við gerum betur en á móti ykkur, og svo brostu báðir. Órói í Suður-Ameríku. Sigur Tékka yfir Argentinu hefur valdið miklu róti í Ar- gentinu og víðar í Suður-Am- eríku. Brasilíumaður þar syðra varð að missa eyrað vegna tapsins; hann hafði veðjað og lagt eyrað að veði, ef Argentína tapaði, og auð- vitað varð hann að láta eyr- að; de * Tal sem veðjaði á móti honum beit það af hon- um! 1 Argentínu gengu hinir æstustu fylktu liði um götur höfuðstöðva knattspyrnusam- bandsins. Gluggar og glerdyr voru mölbrotnar með grjót- kasti, en það tókst að hindra að lýðurinn kæmist inn í bygginguna. Starfsmenn stofn. unarinnar földu sig og forð- uðust að koma út í gluggana. Blöðin þar eru full af gagn- rýni á knattspyrnusamband- ið og einstaka leikmenn. Leikur nr. 22. Bretar náðu jafntefli við Aust- urríki 2:2; Fyrirfram var talið að þetta væri auðveldur leikur fyrir Breta og að þeir myndu vinna auðveldlega, en það fór nú á aðra lund. 1 fyrri hálfleik náðu Austurríkismenn svo góðum leik að Englendingar máttu hafa sig alla við. Þeir léku í kring um Bretana eins og þeim sýndist, og þéir voru eins og stórir og þungir strákar í miðjum hringnum, eins og eitt blaðið orðaði það. Austurríkismenn vildu sýna að þeir gætu leikið knatt- spyrnu, og þó höfðu þeir ekki til neins að vinna nema sýna góðan leik, þeir voru búnir hvort sem var. Þeir flugu fram og aftur fyrir framan mark Bretanna, þeir léku af lífi og list og ógnuðu hvað eftir annað. Miðherjinn Buzek skallar á mark en aðeins Mc Donald liefði bjargað. Þó var það ekki fyrr en á 15. mín. að Buzek skaut hörðu skoti sem hinn ágæti McDonald fékk ekki varið. Bretarnir virtust ekki fylli- lega átta sig á því hvað í veði var, leikur útherjanna # ÍÞRÓTTIR enrrsTJöxn rni*A** utLGASae var tekinn í notkun og allt lenti í þröng upp við mark Austurríkis þegar þeir gerðu áhlaup. Um miðjan hálfléikinn er það Buzek sem er í færi en MoDonald tekst með snilli að verja. Þegar 10 minutúr eru eftir af hálfleiknum taka Bretar að skjóta af miklum móð en tekst ekki að skora. Eftir þennan hálfleik hefðu leikar getað staðið 2—3:0 fyrir Austurríki. En það er gamla sagan með Breta, þeir batna þegar fer að liða á daginn, og þegar þeir koma út eftir hálfleik var sýnilegt að þeim hafði verið komið í skilning um það hvað þess; leikur þýddi fyrir þá. Nú eru það þeir sem taka leikinn í sínar hendur, og leika nú eins og þeir ætli að vinna. Eftir 11 mín. tekst Haynes að jafna. Sóknin helzt og er of mikil, það lokast allt. En Austurríkismenn voru ekki af baki dottnir. Buzek hleyp- ur fram vinstra megin með knöttinn, sendir hann síðan yfir til Körner sem skorar, 2:1. Aðeins 4 mín. siðar jafna Bretar. Var það Kevan sem lék í gegnum vörnina og skoraði, en markmaður greip aðeins of seint inní. Bretar settu eitt mark úr rangstöðu. Bretar sóttu fast en ekki tókst að ná sigur- markinu. Það voru Austur- ríkismenn sem á 44. minútu höfðu tækifærið. Kozlicek komst í gegn um vörn Eng- lendinga, en þeir hættu, héldu að hann væri rangstæð- ur, en með snarræði tókst Mc Donald að trufla svo að skot- ið fór framhjá. Þetta jafntefli gaf Bretum færi á Rússum aftur. Leikur nr. 23. Heimsmeistararnir, Þýzka- land, náðu jafntefli við Norður-íra. 2:2 Þegar í byrjun leiksins settu Þjóðverjar upp feikna hraða og virtust ætla að knýja fram forustu í mörkum en írarnir voru seigir og létu engan bilbug á sér finna, og sýndu nú loks að þeir geta leikið góða knattspyrnu sem þeir hafa ekki sýnt til þessa. Innframherji Þjóðverja, Rahn, var mjög hættulegur og átti snemma skot í þverslá. Harry Gregg í marki íranna varði af mikilli prýði það sem á markið kom. Brátt kom að því að mark- maður Þjóðverjanna yrði lika að láta til sín taka því að leikurinn jafnaðist og írar tóku að sækja líka. Á 18. mín. á miðherjinn irski gott skot á mark Þjóðverja, en Herk- enrath hálfver og fer 'knöttur- in-n,.' til rútherjans .p.ingl'om sem strax sendir hann yfir til McParlands sem skorar þegar. Þjóðverjar jafna eftir tvær mínútur, Rahn skorar með skoti sem fer innan á stöng og þaðan i markið. Síðari hálfleikur byrjaði með sókn Þjóðverjanna, og enn fékk Gregg að sýna hvað í honum bjó. En nú höfðu írarnir áttað sig á hinni nokkuð þungu vörn Þjóð- verja og tóku að leika stutt og hratt sem ruglaði vörnina þýzku; það var eins og mark- ið lægi í loftinu. Á 15. mín. kom það eftir horn. Bingham spymti til baka yfir til Mc Parland sem skoraði þegar. Það var ekki fyrr en á 35. mín. sem Þjóðverjum tekst að jafna. írar halda áfram sókninni, en sigurviljinn eða að minnsta kosti það að ná sínu stigi, var ofar öllu í hugum Þjóðverjanna, og átti það sinn þátt í að það tókst í þetta sinn. Var það hinn vinnusami Uwe Seeler sem átti hörku skot á 'markið sem Gregg fékk ekki við ráðið. Fritz Walter lék með og var afturliggjandi innherji sem stjórnaði þaðan áhlaupum með mikilli prýði; hann er 38 ára gamall. Frímann. Vesfnrþpk! herinn fær kþraavopn til umráða Þýzkir hernaðarsinnar íá stórvirkustu kjarnavopn í hendur eins og stórveldin Það hefur nú verið tilkynnt opinberlega í Vestur- Þýzkalandi að nú sé sú stefna að verða að veruleika, að’ búa vesturþýzka herinn kjarnorkuvopnum. Josef Strauss hermálaráðherra Vestur-Þýzkalands flutti nýlega neðri deild vesturþýzka sam- bandsþingsins skýrslu um víg- búnað hins nýstofnaða vestur-. þýzka hers. Strauss sagði að nú væri haf- in undirbúningur að því að búa þennan her kjarnavopnum, og ekki- aðeins minniháttar vopnum heldur einnig stórvirkum kjarna- vopnum. Hermálaváðherrann sagði að Vesturþjóðverjar mættu til að vígbúast .á þennan. hátt og rökstuddi það með þvi að tvö aðalríki Atlanzhafsbanda- lagsins og Sovétríkin væru nú ,að vígbúast af kappi, eða búin að þvi. Hann sagði að megináherzlan myndi lögð á 300 til 400 manna herdeildir og myndu þær allar búnar skriðdrekum. Komið yrði á fót allt að 18000 manna her-. fylkjum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.