Þjóðviljinn - 22.06.1958, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.06.1958, Qupperneq 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. júní 1958 Þióðviliinn i í m * a « f Utsefandl: Sameiningarflokkur alÞýSu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Tórfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson. Sieurður V. Friðbiófsson. — Auglýsing'astjöri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, aí- greiðsía. atiglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustíg 19. - Simi: 17-500 (5 línurj. — Askriftarverð kr. 25 á mán. i Reykjavík og jiágrenni: kr. 22 ann- arsstaóar. — Lausasöluverð kr. 1.50. — Prentsmiðja Þjóðviijans. Efnahagsaðstoð til Grimsby ogHull T umræðum um landhelgismál- in erlendis skýtur sífellt upp tillögum um það að nauð- synlegt sé að veita íslendingum efnahagsaðstoð. Segja tillögu- menn að hörmulegt sé til þess að vita hversu háðir fslending- ar séu fiskveiðum sínum, ,það þurfi að aðstoða þá til að koma upp einhverjum öðrum iðnaði svo að þeir þurfi ekki ,að hugsa eins mikið um fiskinn, Þá mundi áhugi þeirra fyrir stækkun landhelginnar dvina, og brezkir og aðrir erlendir togarar geti haldið' áfram að eyða íslandsmið alveg upp undir landsteina. Tjetta eru vægast sagt hjákát- ■*■ legar tillögur. fslendingar hafa að vísu hug á að gera at- vinnulíf sitt fjölbreyttara og munu framkvæma það, en þeir munu ekki kaupa það því verði að farga sjálfum fiskimiðun- um, arðbærustu auðlindum landsmanna. Miðin umhverfis landið, yfir landgrunninu, eru hluti af auðlindum íslendinga, og þau munu um ,alla framtíð vera einn af hyrningarsteinum íslenzks atvinnulífs. Og þau eru ekki aðeins mikilvæg fyrir okkur, milljónir manna um mikinn hluta heims eru háðar þ.ví í neyzlu sinni að við veið- um og vinnum okkar ágæta fisk og seljum hann úr landi. Það gefur auga leið að í efna- hagskerfi heimsins er það hag- kvæmt að íslendingar nýti sjálfir miðin umhverfis land sitt og selji öðrum' þjóðum matvæli; • við höfurn langbezta aðstöðu til þess að veiða og vinna fjskinn nýjan í stórum stíl, og það er aðeins skynsam- leg verkaskipting að aðrar þjóðir kaupi fiskinn af okkur fullunninn og selji okkur í staðinn sína framleiðslu, í stað þess að þær sendi skip sín langar leiðir til þess að veiða sjálfar á miðum okkar, ¥?ngu að síður kann hugmynd- in um efnahagsaðstoð að geta orðið til þess að leysa deiluna. Hana á aðeins. ekki að bjóða okkur, heldur þeim aðil- um erlendum sem þykjast verða fyrir mestu áfalli við stækkun landhelginnar. Þar eru háværastir útgerðarmenn í Grimsby og Hull og segja að borgir sinar verði fyrir lam- andi skakkaföllum er landhelg- in stækkar í haust. Að vísu draga ýmsir í efa að þessi bar- lómur eigi við rök að styðjast, en ef svo er, virðist einsætt að efnahagsaðstoðinni verði ein- mitt beitt til þess að leysa vandkvæði staða eins og Grimsby og Hull. Ættu Atl- anzhafsbandalagið eða Efna- hagssamvinnustofnun Evróþu að skipuleggja fjárframlög til þess að Grimsby og Hull geti komið upp einhverjum iðnaði í stað þess sem glatast er ís- landsmið lokast í ríkara mæli en verið hefur. Myndu fsíend- ingar eflaust fúsir til að leggja fram sinn skerf til að efla þessa vanþróuðu brezku bæi, annaðhvort með almennum samskotum hér á landi éða á annan hátt. Ný aðvörun Tvegar efnahagsfrumvarpið kom fram varaði verklýðs- hreyfingin mjög alvarlega. við þeirri stefnu sem í því felst, og sú aðvörun hefur nú verið ítrekuð á eftirminnilegan hátt af Verkamannafélaginu Dags- . brún. Dagsbrúnarfundurinn á fimmtudagirin v,ar komst þann- ig að orði í ályktun sinni: „Fundurinn telur að lögin um útflutningssjóð o. fl. sem Al- ’þingi. hefur nýlega samþykkt, feli í' ser ráðstafanir, sem á ýmsan hátt hafi hliðstæð áhrif og gengislækkun og muni leiða til aukianar verðþenslu og mikilla verðhækkana og brjóti því í bága við þá stefnu, verð- stöðvunarstefnuna, er verklýðs- hreyfingin hefur márgsinnis lýst fylgi sínu við. Af þessum ástæðum lýsir fundurinn yfir andstöðu sintti við fyrrgreinda lagasetningu og telúr að verk- lýðshreyfingia verði að vera Véi á verði til að .fyrirbyggja fcjaraskejúú'-g^-" • T samræmi við þetta hefur Dagsbrún ákveðið að gera nú þá meginkröfu í sambandi við framlengingu samninga að þeir verði uppsegjánlegir hve- nær. sem er með eins iriánaðar fyrirvara. Með því lýsir Dags- brún yfir því að hún telji horf- umar svo ískyggilegar að óhjá- kvæmilegt sé ,að félagið sé til- búið til kjarabaráttu með lág- marksfyrirvara, og hliðstæð eru viðhorf annarra félaga sem hafa sagt upp samningum sín- um hér í Reykjavík og annars- staðar. 'Félögin , vilja láta reynsluna skera úr um áhrif efnahagslaganna nýju, en þau telja hórfurnar slíkar ,að ekki megi hafa samninga bundna til langs tima, ef félögin eigi að geta fuUnægt því verkefni sínu að gæUi kjara íélagsmanna sinna. Að þessu þarf ríkis- stjómin vandléga að hyggja, ekki sízt Framsóknarflokkurinn sem knúði fram hina alvarlegu stefnubreytingu sem felst í nýju lögunum. .VA‘ AW ■V.V SKAKÞÁTTrR Ritstjórl: Sveinn Knstinsson <*>- Svisslendingar sigursœlir 1 vor fór fram í Sviss skák- keppni milli 6- landa í Mið- og Vestur-Evrópu. Lönd þessi voru Austurríki, Holland, í- talía, Spánn, Sviss og Þýzka- land. Löndin tefldu innbyrðis hvert gegn öðru á fjórum borðum og voru mögulegir vinningar hvers lands þannig 20. Úrslitin komu nokkuð á óvart en þau urðu þessi: 1. Sviss 13 vinningar. 2. Snánn Í2ý2 vinningur 3. Þýzkaland 12 vinningar 4. Austurríki 8l/> vinningur 5. Holland 8y2 vinningur 6. ítalía 51/2 vinningur Flestir munu hafa talið Þjóðverja eða jafnvel Hol- lendinga líklegri til sigurs en Svisslendinga. Svisslendingar töpuðu með eins vinnings mun gegn Þjóð- verjum og Spánverjum, en urinu hinar þjóðirnar með yf- irhurðum. Spánverjar unnu Þjóðverja óvænt með 3:1. Af einstökum keppendum náði þýzki meistarinn Lothar Schmid beztri útkomu, hlaut 3i/2 vinning af 4 mögulegum. Hollendingurinn • dr. Max Euwe fyrrverandi heimsmeist- ari, varð hins vegar að sætta sig við iy2 vinning af 4. Leifturárás, uppgjöf! Eftirfarandi skák, sem fær mjög sögulegan og snoggan endi, var tefld í keppni milli Hamborgar og Berlínar um páskana í vor. Lesendur munu a. m. k. kannast við þann sem stýrir svörtu mönnunum, Darga, því hann hefur oftar en einu sinni teflt við Friðrik Ólafsson á alþjóðlegum vettvangi, og er öflugur alþjóðlegur meistari. Andstæðingur hans, sem bar sigur úr býtum, er einnig- ungur skákmaður, en lítt þekktur utan heimalarids síns : Hvítt: Martíus Svart: Dárga (Hamborg) (Berlin) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Kí3 d6 3. (14 cxd4 4. Dxd4 (Langalgengast er að drepa hér með riddara. Þessi leikur var þó talsvert tefldur fyrir um það bil tuttugu árum síð- an einkum af ungverskum meisturum). 4. Ttc6 5. Bb5 Bd7 6. Bxcö Bxc6 (6. — bxcB er að mörgu leyti eðlilegri leikur, til að styrkja peðamiðborðið). 7. Rc3 e6 8. Bg5 Rf6. 9. o—o—o (Byrjunarkerfrð er þá eftir allt saman ekkj óáþekkt hinu venjulega Richter árásar- (kerfi). 9. Be7 10. e5 dxe5 11. Dxe5 Db8 Darga íeitar drottninga- kaupa, þar sem endataflið væri honum hagstætt ve^na biskupaparsins), 12. De2 o—o 13. Re5 Dc7 14. Hd3 Rd5 15. Bd2! (Auðvitað ekki 15. Bxe7? vegna Rf4) 15. Ha-c8 16. Hh3! (Með þessum leik tekst Martíusi að leiða andstæðing sinn á villigötur). 16. Rxc3 Betri leikur var 16. — Bf6 því eftir þessi uppskipti verður drottningarbiskup hvits all- ógnandi). 17. Bxc3 Bxg2? (Darga hefur fengið þá grillu í höfuðið, að hanra geti unnið heilan hrók, en komst brátt að raun um að þar fer hann villur vegar, .17. — Bf6 var nauðsynlegur leikur). Svart: Darga ABCDEFGH Wsí s iHs , W&. ^ m.. mm «iii 'i ABCDEFGH Hvítt: Martíus 18. Hg3! Bxhl 19. Hxg7!f (Svartur er nú óverjandi mát, í sí'ðasta lagi í 5. leik. Ef 19. — Kxg7 kemur 20. Dg4f og mátar síðan með 21. Rd7ft. 21. Rxf7ff eða 21. Bd2 f, eftir því hvort svarti kóngurinn fer til f6, h8 eða Framhald á 7. síðu. Ritsljóri: Sveinbjörn Beinteinsson Enn er hér til umræðu skáldskapurnútímaris, tilgang- ur hans og boðskapur, form og stíll. Að þessu sinni lagði ég nokkrar spurningar fyrir ungt skáld, Ara Jósefsson. Ari er Húnvetningur að ætt og uppruna, var í vetur við nám í Menntaskólannm á Ak- ureyri. Nokkur . kvæði eftir Ara hafa komið í blöðum og tímaritum, m.a. í síðasta jóla- blaði Þjóðviljans. Ari yrkir jöfnum höndum rímað og ó- rímað. Heldur þú að íslenzk ljóð- list sé i afturför? Nei hreint ekki. Við éigum marga stóra spámenn á borð við heztu fyrri alda skáld; nægir að nefna Stein, Snorra, Jóhannes og Guðmund. Ungu mennimir eru efnilegir og sumir hverjir eru þegar orðn- ir gæðaskáld. ........ En það sem mestu máli skiptir er að líf er í listinni. Skáldin eru leitandi eftir nýj- um leiðum, og leitin er oft ekki minria virði en takmark- ið. - - / ' ’ ' - ■ Virðist þér áð fólk hafi lítinn áhuga á.ljóðum? Því. miður virðist mér ljóð- ást Islendinga grátlega lítil. Margir láta sér nægja að lít- ilsvirða ungskáldin. Þeir segja gjarna, að ljóð geti ekki verið rímlaust, enda þótt þeir sjálfir séu algerlega sneyddir rímskynjun. Og nú er illa komið með ferskeytluna okkar góðu. Hún er, að mér virðist hætt að vera ‘almenningseign. Þetta verður. að laga. Bönnum sorpritin. Hættum að iesa óþverra i útvarp. Og f yrst og síðast: Kennum hörnunum að njóta góðra ljóða í skólum og í hama- hókum. Vitur maður hefur sagt: Listin er einsog Himna- riki; hver sem ekki meðtekur hana sem bam mun aldrei njóta hennar. Hvort mundi það vænlegra fyrir íslenzk skáld að leggja ræfct við sérkenni íslenzks ljóðforms eða laga ljóðagerð sina meir eftir tizku? tíyer og éinri verður að ákveða sjálfur hvaða tjáning- • baiui kús sér. Mér þykir það litlu skipta hvort Ijóð er rímað eða rímlaust. Það sem úr sker er hvort Ijóðið er góður skáldskapur eða leirhnoð. Aftur á móti er tízka f 1 jóðagerð hættuleg ef hún nær að rugla dómgreind skáldsins, og rýra sjálfstæði. En þá gildir einu hvort i tízku eru sléttuhönd eða háttlevsur. Er ljóðlistin þjóðinni til gagns á horð við t.a.m. út- færslu landhelginnar eða virkjun Þjórsár, eða er þetta aðeins hégómlegt föndur? Eigi nærist maðurinn á einu saman brauði. Hin svo- nefnda sál okkar þarfnast líka næringar eigi hún ekki að veslast upp, og mennimir að verða að lifandi vélum. Hvað stoðar það Islendinga að eignast 12 mílna landhelgi en fyrirgert sálu sinni? Eigi svo hörmulega að fara að Islendingar kasti ljóðlist- inni fyrir róða, verður Þjórsá til einskis virkjuð. Rafmagn getur aldrei orðið okkur „langra. kvelda jólaéldur". HUGSUÐURINN 1 hundrað þúsund ár hef ég Iegið á meltunni og| hngsnð. Og nú veit ég> að betra- er r að liggja / ,. á bákinu en magannm, Ari Jóséfesön

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.