Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 1
Myndakvöld ÆFK ★ Myndakvöld verður í Tjarnargötu 20 í kvöld kl. 8.30. Sýndar verða myndir, sem teknar voru í síðustu ferð Æskulýðsfylkinga rinna r að Húsafelli. „írlandi ber að styðja ísland gegn dólgslegri hótun Breta" FiskveiSirit skorar á irsku st)6rnina oð taka upp 12 milna fiskveiSilögsögu írska fiskveiðitímaritið Irish Fishing and Fish Trades Gasette segir í ritstjórnargrein í síðustu viku að ríkis- stjórn írlands beri að bregða við skjótt og gera það sem í hennar valdi stendur til að auðvelda íslendingum að koma á hjá sér 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Blaðið skorar á írsku stjóm- ina að fara að dæmi íslenzku ríkisstjórnarinnar og lýsa yfir 12 mílna fiskveiðilögsögu útifyr- ir írsku ströndinni, Rétti tíminn ,,írland lýsti yfir fylgi við 12 mílna landhelgi á ráðstefnunni í Genf“, segir í greininni. „Nú er rétti tíminn til að hefjast handa og fylgja eftir þeirri yfir- lýsingu. Dólgsleg hótun Breta að beita flotavaldi sínu til að kúga fs- lendinga ætti að verða öllum vinum íslands livöt til að lýsa opinberlega yfir stuðningi við l>að í þessum átökuin.“ Blaðið kemst svo að orði ,að heimskuleg vanræksla fiskveiða við írland síðustu áratugina, megi ekki verða til þess að framtíðarmöguleikunum sé stefnt í voða.Það megi ekki lengur við- gangast að erlendir togarar fiski uppi í landsteinum við frland og taki björgina frá landsmönn- um sjálfum. Saniúðarverkfall rætt í Harstad Nánari fregnir hafa nú borizt af fyrirhuguðum aðgerðum fiski- manna í Norður-Noregi til að láta í ijós samúð og samstöðu með íslendingum í landhelgis- deilunni. Lagt hefur verið til að fiskimenn í Norður-Noregi geri verkfall í eina viku frá og með 1. septemöer, deginum þegar reglugerðin um 12 mílna fisk- veiðilandhelgi við ísland á að ganga í gildi. Með verkfallinu ætla norsku fiskimennimir að láta í ijós stuðning við aðgerðir íslendinga og vekja athygli á kröfu sinni um að landhelgin við Noreg verði einnig færð út. Tillagan um verkfall verður Crikkir hóta broft- för úr NATO Utanríkisráðherra Grikklands segir að Grikkir kunni að yfirgefa Á-bandalagið' vegna Kýpurmálsins. Verkfall iðnaðarmatma itær fil 800 manns rædd á fundi samtaka fiski- manna í Norður-Noregi, Troms fiskarfýlking, í Harstad nú um mánaðamótin. Fréttaritari brezku fréttastofunnar United Press í Osló segir að þar sé búizt við að tillagan muni fá næstum einhuga fylgi. Lýst yfir stuðningi við íslendinga Stjórn samvinnufélags norskra fiskimanna, Norges ráfiskarlag, hefur beint til norsku ríkisstjórn- arinnar eindreginni kröfu um að fiskveiðilandhelgin vjð Noreg verði færð út í 12 mílur. Á fundi stjórnarinnar í Svol- vær á Lofoten í síðustu viku var einnig samþykkt að senda sam- tökum fiskimanna á íslandi skeyti með yfirlýsingu um stuðn- ing við ákvörðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar um ,að færa út iandhelgina 1. september. Ráðsiefna án íslands rædd Ljóst er af svari brezka að- stoðarutanríkisráðherrans Órms- by-Gore við fyrirspurn á þingi 20. júní, :að brezka stjómin hef- ur slegið fram þeirri hugmynd að haldin verði ráðstefna um landhelgina við ísland án þátt- toku íslendinga! Ráðherrann var að svara þing- konunni dame Irene Ward úr Framhald á 2. síðu. Averoff utanrikisráðherra sagði á þingfundi í Aþenu -að það væri sem stendur ætlun ríkisstjórnar- Lennox-Boyd ■Suðaustursvæðis A-bandalagsins í Izmir í Tyrklandi. Borgarastyrjöld yfirvofandi Brezka þingið ræddi í gær tillögur ríkisstjórnarinnar um skipan mála á Kýpur. Lennox- Boyd nýlendumálaráðherra kvað borgarastyrjöld milli Grikkja og Tyrkja vofa yfir á Kýpur. Mark- mið tillagna stjórnarinnar væri að hindra skiptingu eyjarinnar en gefa hvoru þjóðarbroti um sig sjálfstjórn í sérmálum. James Callaghan, sem verður nýlendumálaráðherra ef Verka- mannaflokkurinn myndar stjórn, kvað stjórnarandstöðuna ekki geta fallizt á allt í tillögum stjórnarinnar, en fagna bæri því að hún væri loksins farin að beita heilbrigðri skynsemi við lausn Kýpurdeilunnar. í tillög- unum væri gengið eins langt til móts við Tyrki og hægt væri, nú þyrfti að taka tillit til óska Grikkja. Bevan kvaðst vona að stjómin gerði tillögur sínar að samningsgrundvelli. James Callaglian innar að vera kyrr í A-banda- laginu „nema við eigum einskis annars úrkostar en að yfirgefa bandalagið til þess að halda þjóðarheiðri okkar og virðingu“. Gríska stjórnin hefur kallað alla gríska liðsforingja, 300 menn, hejm úr aðalstöðvum Eltingaieikur u Hfaltlandi Þrjátíu menn af sovézkum fiskiskipum gengu á land á Hjaltlandi í gær og leituðu að félaga sínum, sem strokið hafði á land í skipsbát. Manninum tókst að fela sig og er nú í vörzlu brezkra yfirvalda. Getur haít alvarlegar aíleiðingar eí atvinnurek- endur láta ekki fljótlega af andstöðu sinni Verkfall iönaöarmannafélaganna fjögurra, sem hófst í fyrrinótt, nær til um 800 manna í hinum mikilvæg- ustu iðngreinum; af þeim eru járnsmiöirnir fjölmennasti hópurinn, 450—500 manns. Starfsgreinar þessar eru ná- tengdar aðalatvinnuvegi lands- manna, sjávarútvegi og fiskiðn- aði. Allar athafnir í smiðjun- um hafa þegar stöðvazt, í! Héðni, Hamri, Landsmiðjunni, smiðju Sigurðar Sveinbjörns- sonar, Sindra, Stálsmiðjunni og ýmsum smærri vinnustöðvum. Hitnar það bæði á viðgerðum og nýsmíði; til dæmis má nefna | að í smíðum hafa verið vélar í síldarverksmiðjurnar nýju í Vopnafirði og Neskaupstað; var áformað að þær yrðu til- búnar fyrri hluta júlímánaðar nægilega tímanlega til að taka á móti síld ef hún veiddist eystra, en nú kann það að dragast ef deilan verður ekki leyst fljótlega. Þá stöðvast við- gerðir á skipum og bátum o.s.frv. Járniðnaðarmenn á Selfossi hafa boðað vinnustöðvun frá og með morgundeginum hafi samningar ekki tekizt áður, og þá kunna bifvélavirkjar þar einnig að leggja niður störf, en j þeir starfa enn m.a. til þess að ] forða erfiðleikum í sambandi j við mjólkurflutninga til höfuð- staðarins. Alger einhugur Eins og Þjóðviljinn hefur áð- ur rakið fara iðnaðarmennirnir fram á það eitt að kaup þeirra og vinnutími verði samræmdur því sem önnur hliðstæð félög hafa haft um skeið. Kröfum þeirra verður því ekki mótmælt með neinum rökum og þau hafa sýnt mikla þolinmæði og lang- lundargeð í samningum sínum við atvinnurekendur, enda. er einhugur iðnaðarmanna alger. Hugsi atvinnurekendur sér að láta deiluna stánda lengi enn, þrátt fyrir þær alvarlegu af- leiðingar sem það getur haft fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, hlýtur það að stafa af einhverj- um annarlegiun pólitískum hvötum. Otlit fyrir ú rauðátumagn norðanlands aukist ®g slldfii verðl fsví veiðanlegri ' NiÖurstöSur af rannsóknum islenzkra, fœr- eyskra, norskra og rússneskra fiskifrœÖinga íslenzkir, færeyskir, norskir cg rússneskir fiskifræö- ingar hafa undanfarna daga setið á fundi á Seyöisfirði og borið saman bækur sínar og nið'urstöður úr rannsókn- arleiööngrum um noröurhöfin aö undanförnu. Birtu þeir heildarniðurstööur af þessum rannsóknum í gær, en þar segir m.a. aö líkur séu fyri vei'öanlegri ef rauöátumagn útlit er fyrir. Útdráttiir úr skýrslu flski- fræðinganna fer hér á eftir; Út af norðausturlandí var ís- röndin álíka langt frá landi og á sama tíma 1956 og 1957. Hitastigið í yfirborðslögunum við ísland var lægra í júní en á sama tíma í fyrra. Einkum var það lægra út af vestan- verðu Norðurlandi en þar voru yfirborðslögin blönduð köldum Pólsæ. Magn atlantíska sjávar- ins við norðurströnd Islands .var mun minna en á sama tíma l’ aö síldin þéttist og veröi noröan'lands eykst eins og undanfarin ár. Stafar þetta vafalaust af minna ísstreymi á Atlanzsæ en á undanförnum árum. Austur-íslandsstraumurinn virtist nokkuð sterkari en í fyrra. Á svæðinu norðan Fær- eyja var hitastig köldu tung- unnar nokkru lægra en 1957 *en blöndunarsvæðin voru á mjög svipuðum svæðum og þá. Rannsóknir rússnesku fiski- fræðinganna bentu til þess að Atlanzstraumúrinn norður með Noregsströnd sé mun veikari en í fyrra. íslenzku og rúss- nesku fiskifræðinganiir hafa lagt mikla áherzlu á útbreiðslu átunnar og var því hægt að gera yfirlitskort af norðanverðu Norðurhafi og við strendur ís- lands. Á rannsóknartímabilinu var miklu meira plöntusvif við strendur Islands en undanfariu ár en rauðátumagnið yfirleitt talsvert minna. Þetta gæti þó bent til þess að rauðátan muni eiga ákjósanlegri skilyrði til uppvaxtar á þessu sumri. Lang- mesta átumagnið fundu rúss- nesku fiskifræðingarnir fyrir norðan Jan Mayen og milli Bjarnareyjar og Noregs. Með tilliti til samanburðar við fyrri ár virðast fæðuskil- Framh. á 1L síðiO^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.