Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. júní .1058. — ÞJÖÐVILJINN - (5 Rafeíndaheiti SniSur og mótar plöfur skyssulaust á helmingi skemmri tima en mannshöndin Leignhermeim Breta striúkn m Jemen Herli'öið sem Bretar í Aden hafa vopnaö hefur strokið' til Jemen með' vopn sin. Rafeindaheili sem stjórnar logskurð'i mun að dómi kunnugra valda byltingu í Sjálfvirkur plötuskurður og plötumótun mun draga stórlega úr kostnaðj við skipasmíðar og hraða þeim. Tæki sem rafeindaheili stjórn- ar sniður stálplötumar í skip- jð, bæði i byrðing, skilrúm og bönd. Ungur verkfræðingur höfund- urinn. Sjálfvirka sníðakerfið og rafeinda.heilinn sem stjórnar þvi er hvorttveggja verk ungs brezks verkfræðings, William Pearse, sem áður vann við smiði fjarstýrðra eldflauga. Gaulle til Alsír Haft var fyrir satt í París í gær að de Gaulle hefði ákveð- Ið að fara í nýtt ferðalag til Alsir fyrr en áður hafði verið ráð fyrir gert. de Gaulle mun dvelja í Alsír frá 1. til 3. júlí. r ——-——————■« Þjóðveriar rífa niður fána Svía Vestur-Þjóðverjar virðast eiga bágt með að sætta sig við ósigur knattspyrnuliðs síns fyrir Svium á heims- meistaramótinu. Á miðviku- dagsnóttina var sænski fán- inn slitinn niður af hóteli í Aachen og göt stungin á dekk bíia tveggja sænskra íþróttamanna sem þar gistu og komnir vom til að taka þátt í móti i borginni. For- maður íþróttaráðs Aachen bað Svíana afsökunar á at- burðinum. t ■ ———---— -------—----1 Ölvun við akstur hjólastóls Dómari í Flensborg hefur dæmt fertugan bakarameistara í 70 marka sekt fyrir að aka hjólastól undír áhi-ifum áfengis. Á brattri götu ók hann aftan á fólksbíl. Blóðpróf sýndi 2 prómiJl áfengismagn í blóði. Ökumaðurinn kveðst ekki hafa smakka áfengi daginn sem ó- happið varð. Áfrýja til hœstaréttar Framfárasamband þeldökks fólks í Bandaríkjunum hefur á- frýjað til hæstaréttar úrskurði Lemleý dómara um að svert- Ingjabörn skuli ekki fá að sækja gagnfræðaskólann í Líttle Rock. Segir sambandið að úrskurðinn sé brot á dómi hæstaréttar um afnám kyn- þáttaaðskilnaðar í opinberum ekólum. Hæstiréttur er beðinn b.8 skera úr málinu áður en nýtt skólaár hefst. öyggingu stálskipa. Pearse stjómar hópi tækni- fræðinga, sem fengu það verk- efni að gera plötuskurðinn i skipin sjálfvirkan. Hópurinn starfaði á vegum tveggja fyrir- tækja, British Oxj7gen Comp- any, sem framleiðir logskurð- artæki, og Ferranti-Industries, sem framleiðir rafeindaheila. Mistök útilokuð. Allt frá því málmskip tóku við af tréskipum hefur manns- höndin sniðið píöturnar í skipsskrokkana. Það er tíma- frekt verk og dýrt, ekki sízt vegna þess að aidrei verður hjá því komizt að mistök verði, sem eyða efni og tíma til einskis. Skyssur og aukakostnaður sem af þeim hlýzt eru úr sög- unni þegar Pearse-aðferðin er notuð, og það eitt er nóg til þess að hún mun valda tíma- mótum í sögu skipasmíðanna. Rafeindaheilinn reiknar ná- kvæmlega út, hvernig sníða á hverja einustu plöntu, og stýr- ir siðan Jogskurðartækinu af óbrigðulli nákvæmni. Rafeindaheilinn tekur við málum af smiðateikningu skips- ins sem á að byggja af gata- ræmum, breytir þeim í segul- aflsverka sem festast á segul- band, en frá því berast svo skipanir til logskurðartækisins. Helmingi fljótlegra. 1 brezkum skipasmíðastöðv- Hárgreiðslukona aðalfulltrúi Svía hjá SÞ Frú Agda Rössel hefur verið skipuð aðalfulltrúi Svíþjóðar hjá SÞ. Hún tekur við af Gunnar Jarring, sem verður sendiherra í Washington. Frú Rössel er af alþýðufólki komin og var upphaflega hár- greiðslukona. Jafnframt starfi í þeirri iðn gekk hún á kvöldskóla og síðar á félagsmálaskóla. Eftir próf þaðan tók hún að starfa fyrir sænsku verkalýðshreyfing- una. Hún var skipuð skrifstofu- stjóri sænsku vinnurniðlunar- skrifstofunnar, fékk eftir stríðið i hendur yfirstjórn sænskrar að- stoðar við börn í stríðsþjáðum Jöndum, starfaði að málum flóttafólks hjá SÞ og varð full- trúi í kvenréttindanefnd og mannréttindanefnd alþjóðasam- takanna. Frú Rössel er tveggja þarna móðir. Sænskir íhalds- menn eru ævareiðir yfb- skipun hennar í nýju stöðuna. Vciddi hákarl með berum höudunum Júgóslavneskur fiskimaður hefur veitt hákarl með berum höndunum. Hann sá skepnuna í sjóskorpunni við borðstokkinn á báti sínum, náði taki á sporð- inum og tókst að innbyrða veið- ina. Hákarlinn vó 150 kíló. um er nú talið að það kosti tæp fimm sterlingsnund fyrir hverjaburðarlest s'kips að sníða I í'-það plöturnar. Notkun Pearse- I tækisins mun læltka þennan kostnað niður í þrjú pund. Auk þess verða dýrar lagfær- ingar og leiðréttingar úr sög- nnni. Ofan á allt saman telur Pearse að tæki hans muni sniða plötur i skip á helmiiigi styttri tíma en hægt er með gamla lag- inu. Skæðustu keppinautar brezkra skipasmiða — menn frá jap- önskum, þýzkum og bandarísk- um skipasmíðastöðvum, flykkj- ast nú til Bretlands til að kynna sér sjálfvirka plötusníða- tækið. Búizt er við að sala á Pearse-tækjum hefjist eftir hálft annað ár. Þau verða jafnt seld erlendum og brezkum skipasmíðastöðvum. Yfirhershöfðinginn i soldáns- ríkinu Lahadj tók sig upp með allt lið sitt á næturþeli og er talið víst að hann hafi haldið með það inn í Jemen. Hermenri- irnir liöfðu meðferðis lierfJutn- ingabíla, vopn og skotfæri, sem Bretar höfðu Játið þeim í té. Einnjg tóku þeir með sér mest- allan ríJtissjóð Lahadj. Lahadj er brezkt verndarríki norðvestur af nýiendunni Aden. Brezku nýlenduyfirvöldin í Aden hafa séð soldáninum í Lahadj fyrir fé og vop'num í þvi sky.ni | að hann gegni landvörnum fyrir Aden gagnvart Jemen. Um ára- bil hafa verið sífelldar skærur með Jemensmöcmum. qg Bretum í Aden. Bretar > Adeh rændu soldán- inum í Laliadj í vor, þegar þeir töldu að bann væri í þann veg- inn að hafna yfirráðum þeirra og gera bandalag við Jemen. Hafa þeir hann enn i haJdi í Aden. Uppreisnarmenn gersigraðir Útvarpið í Jakarta skýrði frá þvi í gær að her Indónesiu- stjórnar hefði tekið borgina. Menado á Celebes, síðasta meiriháttar virki uppreisnar- manna. Þegar uppreisnarmenn voru sigraðir á Súmötni fyrir tveim mánuðum, fluttu þeir stjórnarsetur sitt til Menado. Krafan um að Sherman Ad- ams víki úr embætti verður sí- fellt háværari meðal repúbiik- ana á Bandaríkjaþingi. Adams, sem er trúnaðarráðunautur og skrifstofustjóri Eisenhowers1 forseta hefur játað að hafa þegið gjafir sem nema þúsund- um dollara af iðnrekanda að na.fni Goldfine. Fyrir atbeina Adams hafa fyrirtæki Goldfine fengið ýmsar ívilnanir hjá op- inberum stofnunum. Roman Hrus'ka, öldungadeild- armaður frá Nebraska og flokksbróðir Adams og Eisert- howers, hefur komizt svo að orði að framkoma Adams sé mun ámælisverðari en ýmissa manna, sem vikið hefur verið frá störfum fyrir embættisglöp. Margir aðrir öldungadeildar- menn repúblikana hafa tekið í sama streng, þeirra á meðal Goldwater frá Arizona, Thye .frá Minnesota, Williams frá Delaware ög Smith frá New Jersey. Paul Butler formaður flokks- stjórnar Demókrataílokksins, sagði í ræðu í Indiana á sunnti- daginn, að Adamsmálið væri enn ein sönnun um að stjórn Eisenhowers hefði sett met í fjármálaspillingu, óstjórn, hlut- drægnj ög verzlun með álirif á stjórnarstofnanir. 1 sýningarskála Sovétríkjanna á heimssýningunni í Briissel eru bkön í fullri stærð af spútnik fyrsta og spútnik öðrum. Myndin sýnir Van Acker, fráfarandi fórsætisráðherra Belgiu, skoða líkanið af spútnik öðrum. Verðgildi dollarans hefur rýrn- að um fimmtung á tíu árum Svissneski frankinn hefur staðizt áhrif verðbólgunnar bezt Áratuginn 1947 til 1957 rýrnaði kaupmáttur banda- ríska dollarans um 20 af hundraði. Frá þessu er skýrt í yfirliti um álirif verðbólgu undangeng- inna ára á mvntir ýmissa landa. Hagfræðingar National City Bank of New York hafa tekið yfirlitið saman. Sú mynt sem minnst hefur látið á sjá í verðbólgunni er svissneski frankinn. Kaupmátt- ur hans rýrnaði um 11% á ára- tugnum. Verst er pesoinn í Chile leikinn, kaupmáttur hans hefur rýi’nað um 95%. Yfirlit bandaríska bankans nær til 24 landa. Ekki verður séð af blaðafréttum, að ísland sé i þeim hópi. Norðurlönd. Öil önnur Norðurlönd eru tek- in með. Af myntum þeirra hef- ur finnska markið látið mest á sjá, kaupmáttur þess hefur minnkað um 61%. Næst kemur sænska krónan, hún hefurmisst 35% af verðgildi sínu, norska krónan 33% og danska krónan 31%. Vesturþýzka markið kemst næst svissneska frankanum, kaupmáttur þess hefur ‘ekki minnkað nema 13%. Verðgildi Kanadadollarans hefur minnk- að um 30%, ítölsku lírunnar 26% og franska frankans 44%. Mest hefur verðbólgan verið í Suður-Ameríku. Auk Chile sem áður er getið hafa myntir þriggja ríkja -þar rýrnað sem hér segir: Períi um 63%, Bras- ilíu um 72% og Argentínu um 84%. Ráðstefna í Genf Framhald af 1. síðu. með orðsendingu, þar sem segir að hún telji að forsendur funda- haldsins i Genf komi nægilega skýrt. fram í bréfaskiptum sem á undan eru gengin svo að engu þurfj þar við að bæta. Akveðið hafði verið að vis- indamenn frá Bandaríkjunum, Sovétrikjunum, Bretlandi, Kan- ada, PóJlandi og Tékkóslóvakíu kærnu saman i Genf á þriðjudag- inn. Talsnraður bandaríska utan- rikisráðuneytisins sagði í sær að- bandarisku fulltrúarnir væru lagðir af stað til Genf og fund- urinn yrði haldinn eins og á- kveðið hefði verið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.