Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 6
S) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagnr 27. júní 1958 IMÓÐVIIIINN ÚtEefnndl: SameininBarflokkur alþyðu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Maanús Kjartansson <áb.)t Sigurður Guðmundsson. - Prét.taritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfdsson. Ivar H. Jónsson, Maenús Torfi Olafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjóísson. — Auglýslngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- I ereiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. - Sími: 17-500 <5 I lmun. - Askriftarverð kr. 25 A mán. i Reýkjavik og nágrenni: kr. 22 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. - Prentsmiðja Þjóðviljans. Hverjir hafa samþykkt það? nPíminn birtir í gser orðrétt við- tal sem Hermann Jónasson hefur átt við norska blaðið Berg- ens Tidende. Gerir forsætisráð- herra þar ágætlega grein fyrir íandhelgismálinu, en ræðir í nið- ■urlagi efnahagsmálin, og segir þar m. a. að því er Tíminn greinir Oú skipan hefur verið höfð á 5?*-^ hér á landi að hækkaði vöruverð hækkuðu laun sjálf- krafa um leið. Þetta fyrirkomu- lag hefur eyðilagt mikið fyrir okkur. Nú hefur veiúð samþykkt að afnema þetta í haust. Þá er spumingin hvort launþegar vilja fallast á þessa ráðstöfun. Þeir halda þing síðsumars. Snúist þeir gegn því að þetta sjálívirka iaunakerfi verði afnumið hefjast mikilir erfiðleikar. Það er hætt- an í fjárhagslífi okkar nú, segir Hermann Jónasson forsætisráð- herra.“ (Leturbr. Þjóðv.) etta eru kynleg ummæli, en eru væntanlega rétt eftir höfð fyrst Tíminn gerir enga at- hugasemd. En hvaða aðilar eru það sem hafa samþykkt að af- nema vísitölukerfið í haust? Ekki hefur Alþingi samþykkt r’ Tminn hefur að undanförnu haft uppi háværan munn- söfnuð í garð Þjóðviljans og Sósíalistaflokksins. Hefur blaðið sagt að þessir aðilar beiti sér fyrir virkri andstöðu við efnahagslögin nýju og birtist það í verkföllum þeim sem nú eru hafin, enda ger- ist Þjóðviljinn svo djarfur að skýra frá þeim verðhækkunum sem nú dynja yfir dag eftir dag! Hefur blaðið sagt að í þessu birtist samstaða sósíal- ista og Sjálfstæðisflokksins; hins vegar hefur það forðazt að minnast á Aiþýðuflokkinn í þessu sambandi. Alþýðublað- ið hefur svo aftur birt hrafl úr þessum skrifum Tímans og í bætt við frá eigin brjósti að allt væri þetta satt og rétt! Staðreyndin er þó sú að að- eins eitt félag hefur gert verkfall vegna efnahagslag- anna nýju. Það er Sjómanna- félag Reykjavíkur, þar sem Alþýðuflokkurinn er við völd — að vísu fyrir náð Sjálf- stæðisflokksins. Annað félag — Hið íslenzka prentarafélag —• hefur náð ca. 2% kaup- hækkun, sem væntanlega hef- ur verið rökstudd með nýju efnahagslögunum, en einnig það félag er undir stjórn Al- þýðuflokksmanna — með hjálp íhaldsins. Kröfur iðnað- armannafélaganna fjögurra, sem hófu verkfall í fyrrinótt, eru hins vegar ekki í neinum tengslum við efnahagslögin nýju og afleiðingar þeirra. Þau félög hafa á undanföm- það, ekki hafa stjórnarflokk- arnir samþykkt það, ekki hefur það verið samþykkt innan rík- isstjórnarinnar. Hefur þessi ráðstÖfun ef til vill verið sam- þykkt í innsta ,hring Fram- sóknarflokksins sem er þá far- inn að gefa sér eitthvert alræð- isvald í efnahagsmálum þjóð- arinnar? TTverjir svo sem að „sam- þykktinni“ standa er hægt að ,.fulJviss,a forsætisráðherrann um það að launþegar munu aldrei una því að eiga að bera verðhækkanir bótalaust. Verk- lýðsamtökin hafa að vísu margt við vísitölukerfið að at- huga nú sem fyrr, en þau munu aldrei taka í mál að kerfið verði „afnumið" eins og forsætisráðherra boðar, enda er vægast sagt hæpinn timi til að boða slíka kenningu þegar nýjar verðhækkanir dynja yfir dag hvem! Og í þessu efni eru það samþykktir alþýðusamtak- anna sem skipta öllu máli, og menn sem vilja ganga í ber- högg við þær bera ábyrgð á þeim erfiðleikum sem af kunna að hljótast. afstaða um árum dregizt aftur úr öðr- um sambærilegum félögum og hafa sýnt mikið langlundar- geð í samningum eínum við atvinnurekendur og reynt allt sem þau gátu til að fá at- vinnurekendur til þess að semja án átaka um hina sjálf- sögðu og óhjákvæmilegu sam- ræmingu. Þegar þau voru engu að síður neydd til samn- ingsuppsagnar og verkfalls að lokum. báru þau aðeins fram samræmingarkröfur ein- ar, og þær eru algerlega ó- háðar efnahagslögum þeim sem Tíminn ber mest fyrir brjósti. Allur þorri félaganna, þar á meðal þau sem sósíalistar og bandamenn þeirra stjórna, bí.ða hins vegar átekta enn um sinn og ætla að kynnast reynslunni af efnahagslögun- um og þeim verðhækkunum sem nú dynja yfir dag eftir dag. Væri vissulega fremur á- stæða til að Tíminn þakkaði þeim ábyrga afstöðu og gætni en að hann haldi uppi fávís- legu orðaskvaldri. Hins vegar gera félögin sér sannarlega engar gyllivonir um það hver áhrif hinar nýju ráðstafanir^ hafi á kjör launafólks, enda hafa þau gert ráðstafanir til þess að geta hafið kjarabar- áttu með lágmarksfyrirvara. Það er skylda þessara félaga að tryggja kjör meðlima sinna, og í því efni geta fé- lögin einmitt vitnað í stefnu- yfirlýsingu núverandi stjórn- ar sem hét því að tryggja ARNI ÁGOSTSSON: Móðurför íslenzkrar betlisfefnu Oft heyrum vér stjórnmála- menn vora brigzla hver öðrum um það, að þeir gangi með betlistaf frammi fyrir vestræn- um stórveldum. Núverandi rík- isstjórn er m. a. borin þeim á- sökunum af Sjálfstæðismönn- um. Gegnir þetta þó nokkurri 'furðu, því áð mig minnir, að Sjálfstæðisflokkurinn í inni- legri samstöðu með Alþýðu- flokknum og Framsóknar- flokknum, gengi fyrir stjóm Bandaríkjanna á sinum tíma og bæði þau um að staðsetja herstöð á íslandi íslendingum til halds og trausts i hörðum heimi. — Þessi fyrsta betiiför íslenzkra stjórnmálamanna til Bandaríkjanna er furðulegust fyrir það, að hún var gerð að ósk Bandarikjastjórnar, vegna Bandarikjanna sjálfra en ekki íslendinga. Þessi för íslenzkra stjómenda átti þannig forsend- ur einar í óskum forráðamanna erlends rikis, en hvergi rót í brjóstum íslenzks fólks. Hún varð því strax feimnismál á ís- landi og af ótta við andstöðu íslenzku þjóðarinnar á hernað- araðgerðum erlends stórveldis hérlendis var þessu áhugamáli Bandarikjanna um herstöðvar á íslandi snúið svo rækilega við í málgögnum stjórnarflokka hér, að það var gert að óum- flýjanlegu lífsspursmáli fyrir íslendinga, að þeir tryggðu sér hervernd Bandaríkjanna. Bandaríkin höfðu áður sýnt mikinn áhuga fyrir því að öðl- ast herbækistöðvar á íslandi m. a. er þau báðu um að fá Hvalfjörð leigðan til 99 ára. Þeirri beiðni var synjað vegna áhrifa sósíalista. Nokkru síðar gengu forráðamenn þessa stór- veldis á fund æðstu manna ís- lenzkra og lögðu þeim lífsregl- ur í þessu þýðingarmikla máli Bandaríkjanna. Þeir sögðu ís- lenzkum stjómmálamönnum það að málinu yrði því aðeins vel borgið, að það yrði gert að íslenzku landvarnamáli og fs- lendingum talin trú um, að það væri stórhættulegt ábyrgðar- leysi af þeirra hálfu að hafa ísland vamarlaust á hverju sem gengi í heimsmálunum. Þetta gekk eftir. Flokkarnir, sem létust trúa hervemdarhug- mynd Bandaríkjastjórnar, skrýddu sig nú í fyrsta skipti kufli betlarans og báðu inni- lega og ákaft um hervemd hennar. Hér kom fram leikni æfðra stjórnmálamanna stórveldis í viðskiptum við menn nýniynd- ugs kotríkis, sem virðist hafa verið svipað innan brjósts frammi fyrir fulltrúum erlends stórveldis og feimnum dreng, sem mætir til spurninga hjá presti sinum í fyrsta sinni. Og sjálfsagt hefur það stutt góð málalok Bandaríkjastjórn- ar í þessu efni, að hún hef- lífskjör launþega og bæta| þau. Reynist þetta fyrirheit stjórnarsáttmálans vanefnt, I situr sízt á málgagni forsætis- ráðherrans að áfellast félögin fyrir það þótt þau neyðist til þess að grípa til sinna ráða' til þess að tryggja hagsmuni og lifskjör launafólks. I ur verið búin að leggja nokk- uð rétt sálfræðilegt mat á þá íslenzka stjórnmálamenn, er við upphaf þessa máls komu. Nóg um það. Bandaríkin höfðu unnið stóran og frjósaman sig- ur. íslendingar voru nú komn- ir fyrir eitt pennastrik í þakk- arskuld við erlent stórveldi, sem hafði komið stóru og' þýð- ingarmiklu máli sínu fram, án þess að svo sýndist sem það væri í þess þágu. íslendingar höfðu fyrir opinbera beiðni forsvarsmanna sinna leyst þá þrekraun(!) að fá hervernd Bandaríkjanna, sem miklu fengust til að fóma til þess að öryggi íslands yrði sem bezt Árni Ágústsson tryggt ef til stríðs kæmi. Og þannig var málið látið blasa við íslendjngum. Þeir íslenzku sjórnmálamenn, sem þannig tóku upp herstöðva- mál Bandaríkjanna og gerðu það að íslenzku landvarnamáli á ytra borði, samkvæmt um- saminni áaetlun við erlenda menn og færðu á reikning þjóðar sinnar siðferðilega þakkarskuld í garð Bandaríkj- anna fyrir að koma fram máli, sem þó var, er og verður fyrst og fremst mál hins erlenda stórveldis, ejga ekki góðra kosta völ, ef til þess kæmi, að þjóðin frábæði sér náðarvernd þá, sem hér um ræðir. Auðsætt er að þeir menn gætu ekki veitt utanríkismálum fslands forstöðu, ef svo færi, að þjóðin opnaði augu sín fyrir hinum stórkostlegu blekkingum, sem ofnar hafa verið um herstöðva- málið frá byrjun. Upphafleg meðferð her- stöðvasamningsins var mjög feimnisleg, m,ótuð af sífelldum ótta við andúð þjóðarinnar, enda var beiðnin um hervernd ekki betur studd af íslending- um en það, að ekki mun hafa þótt öruggt að láta hana fá formlega afgreiðslu á Alþingi í upphafi og krafa, sem fram kom um þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu kannski örlagaríkasta máli þessarar aldar var stimpl- uð nánast sem landráð og kom- múnistískt samsæri gegn vin- veittri stórþjóð. Nú hefur mörgum íslending- um komið það í hug með tilliti til áhuga Bandaríkjanna fyrir herstöð á íslandi, að afstaða okkac hefði orðið önnur og sterkari í þessu máli ef við hefðum látið Bandaríkjastjórn vinna að þessu máli sínu sjálfa. Þá hefði hún að öllum líkindum beðið íslendinga um að mega hafa hér herstöð. ís- lendingar hefðu þá getað sett sín skilyrði. í þeirri aðstöðú þurftu þeir ekki að nálgast kommúnista eða Rússland fremur en þeir sjálfir vildu. Þeir þurftu aðeins að halda á málstað Islands og sjá í hverju honum væri mest lið. íslend- ingar gátu vegn-a tryggðar og tengsla við vestrænar þjóðir og viðhorfa þeirra'í heimsmálum orðið við ósk Bandaríkjanná um herstöð hér um tiltekið árabil eða þegar erfiðlega horfði í heiminum. Enginu vafi leikur á því að íslendingar hefðu getað gert hagkvæmari samnmga við Bandaríkin með' þessum hætti en á grundvelli betlimennskunnar með því m. a. að heimta toll af öllum vör- um, sem fluttar yrðu til her- stöðvarinnar. Á þennan hátt hefði málið . borið xétt að. Bandaríkin hefðu þá opinber- lega staðið í þakkarskuld við íslendinga fyrir það að þeir léðu þeim viss afnot af ís- lenzku landi gegn ákveðnum skilyrðum af íslands hálfu. Hér er lauslega bent á það, hvernig hægt hefði verið að forðast fyrstu betliförina til erlendrar ríkisstjórnar án þess að nokkur vinabönd við vest- rænar þjóðir hefðu verið rof- in. En stjórnendur íslands úr þremur íslenzkum stjórnmála- flokkum fóru aldrei þessa leið. í stað þess fóru þeir í innilegri samreið út á hinn breiða veg». sem hefur leitt íslendinga til aðstöðu ölmusumanna í sam- starfi vestrænna þjóða. Það sýnist því illgirnislegt og . naumast samboðið sam- fylgdarmönnum í fyrstu og broslegustu betliför, sem farin hefur verið á fund annars rík- is af íslandi að þeir skuli nú brigzla hver öðrum um síðari betlireisur sem allar eiga upp- haf sitt í hinni sameiginlegu betliför þeirra allra, móðurferð íslenzkrar betlistefnu á erlend- an vettvang. Þótt hér sé á það minnt hvernig betur hefði mátt standa að herstöðvasamningn- um við Bandarikin af íslands hálfu heldur en gert var, án þess að slita nokkur eðlileg: tengsl við vestrænar þjóðir, þá felst ekki í því játning undir- ritaðs um það, að íslendingar hefðu nokkurn tíma átt að leyfa hér herstöðvar. Mín skoðun er sú, að smá- þjóðir eigi það hlutverk helgast nú og á komandi tímum, að vera hlutlausar í átökum stór- velda austurs og vesturs, að þær eigi að sameina sig í hlut- lausu bandalagi og öðlast með því vald sem-um myndi muna til þess að draga úr þeirri ógn- arspennu sem. nú ríkir í al- þjóðamálum. Þá spennu lina þær ekki heldur auka með þvj að vera taglhnýtingar annars- hvors aðilans sem spennunni valda. Víðtækt bandalag margra hlutlausra smáríkja yrði raun- hæfasta friðaraflið eins og nú er umhorfs. í heiminum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.