Þjóðviljinn - 28.06.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1958, Blaðsíða 4
í). — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 28. júní 1958 ISLENZK TUNGA 17. þáttur 28. júní 1958 Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 1 síðasta þætti hefur ein- hver ruglingur orðið á hand- ritinu í setningu því að það sem átti að verða niðurlag þáttarins kom inni í honum miðjum. — Hér verður nokk- uð rakið til viðbótar i orða- belginn: ambindrylla er til víðar en látið var í veðri vaka í síð- asta þætti. Halldór Pétursson þekkir það austan af Fljóts- dalshéraði; auk þess hefur Orðabók Háskólans heimildir um það af Reyðarfirði og víð- ar af Austurlandi. Þar er merkingin „ómyndarlegur, verklítill kvenmaður", jafnvel „vesalingur til sálar og ík- ama". Af Skagaströnd er merkingin ,,sóðalegur kven- maður", og annað dæmi úr Austur-Húnavatnssýslu sýnir merkinguna bjáni: „óttaleg ambindrylla geturðu verið". Auk þess er það til í orða- bókarhandriti í Landsbóka- safni, en í öðru siíku handriti er til ambinbirna í merking- unni „manneskja klunnaleg í verkum og hegðun". Þekkir nokkur lesandi þáttarins þetta orð? Hér hefur áður verið spurt um orðið ambirna (klaufskur kvenmaður), en það virðist enginn lesandi þáttarins kann- ast við. Halldór Halldórsson prófessor hefur eftir móður sinni austfirzkri orðið * rass- ambirna (borið fram -bidna) í merkingunni „kona ómynd- arleg til verka". Halldóra Magnúsdóttir frá Snjallsteinshöfða á Landi, Rangárvallasýslu, hefur sagt mér mörg orð sem mikill feng. ur var að, og verður spurt um sum þeirra hér síðar. Ekki kannast hún við orðið „am- bindrylla" og því síður „am- birna", en þekkir hins vegar orðið drylla sem skammar- yrði um kvenfólk, enda mun það vera allvíða til. Halldóra kom með samsetninguna drembildrylla sem merkir „lata kvensu, helzt dálítið breklega". Þetta er lík merk- ing og Kristín Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ hefur í „ambin- drylla" og sagt var frá í síð- asta þætti. — Halldóra sagði mér einnig frá orðinu leti- drylla, sem merkir latan kven- mann. Hvorugt þessara orða er til i orðabókum. Eitt þeirra orða sem Hall- dóra sagði mér frá og ekki eru heldur til í orðabókum er kögglabrölt, en það merkir „umbrot, bjástur, þýðingar- litlar hreyfingar, umsvifa- semi", t. d. í setningu eins og „bölvað kögglabrölt er á þér, kra:kki". Samsetning orðsins er Ijós, en í sambandi við það dettur mér helzt í hug lýs- íngarorðið köggulkvikur sem Orðabók Háskólans hefur dæmi um af Rauðasandi. Það merkir „hress, líflegur, vel framgenginn að vori til", og í orðabók Sigfúsar Blöndals ihefur þetta orð í merkingunni „kvikur, röskur", austan úr Breiðdal, en talið sjaldgæft. Halldór Pétursson segir mér að orðið sóttarskafa hafi ver- ið til austur á Fljótsdalshér- aði í merkingunni „mjög lé- legur hnífur". Ekki er mér kunnugt um aðrar heimildir um þetta orð. Hér hefur áður verið minnzt á orðið grip eðá dauðsmanns- grip um bletti sem koma á líkamann án sýnilegra orsaka. Nú hefur mér borizt í hendur enn ein mynd orðsins, dauðs- mannságrip, og er sú saga um það að 'kona ein úr Arnarfirði var að bera bolla á borð, og þóttist sjá einhvern blett á einum þeirra og segir þá í skopi: „Guð almáttugur, er þetta dauðsmannságrip ?" Þarna virðist einhver þjóðtrú vera að baki, að dauðir menn ættu það til að grípa á fólki eða dauðum hlutum og skilja eftir fingraför sín, en alkunna er að sú var trú manna fyrr- um um huldufólk. Þá skal hér svarað fyrir- spurn um rétt mál og rangt. Spurt er kyn orðsins saft, hvort réttara sé: Viltu rétta mér saftið, — eða: Viltu rétta mér saftina. — Hér verður fyrst á það að lita að þetta orð er tökuorð úr dönsku „saft", þar sem það er sam- kyns, en það samsvarar karl- kyni eða kvenkyni í íslenzktt; orðið er skylt íslenzka orðinu „safi". Islendingar tóku orð- ið „saft" upp ekki síðar en á 17. öld og höfðu það í kven- kyni til samræmis við dönsku. En þau innlend kvenkynsorð sem hafa a I stofni, hafa breytt því í ö við u-hljóðvarp eftir norrænum hljóðlögmál- um sem eru eldri en íslands- byggð. Nægir þar að minna á orð eins og hönd (sbr. eign- arfallið handar), fönn (eign- arf. fannar). Þau nafnorð sem eftir þessar hljóðvarpsbrej't- ingar héldu a-inu í nefnifalli voru ekki kvenkyns, heldur karlkyns (t. d. maður, karl) eða hvorugkyns (t. d. haft, land), en í hvorugkyni varð þetta hljóðvarp í fleirtölu (höft, lönd). Þetta er ástæðan til þess að kvenkyn eintölu og hvorugkyn fleirtölu af lýs- ingarorðum eru eins (hún er glöð, þau eru glöð; hún er sönn, þau eru sönn). — Þeg- ar þetta er athugað virðist eðlilegt að orðið „saft" sé hvorugkyns í islenzku til að vera í samræmi við önnur orð málsins, en kvenkynsmyndin. verður líka að teljast eðlileg, enda mun hún almennari. Piigningarþankar — Blessuð rekjan — Andsk. rigningín — Hugsunarháttur gamla fólksins og yngri kynslóðarinnar RIGNING. Loksins kom ærleg rigning eftir margra vikna þurrka. Þeir, sem einhvern á- huga hafa á grassprettu og þvi um líku, voru farnir að ákalla regnguðinn ákaft og biðja þess að gróðurinn skrælnaði ekki af þurrki. Og svo kom rigning og þá byrjuðu strax hrakspárnar: svona ætlar hann að rigna það sem eftir er i sumar; það er ekki efnilegt að fá nú langvar- andi rigningatíð, einmitt þegar slátturinn er að byrja í sveit- unum og aðal sumarleyfatím- inn fer í hönd hjá bæjarbúum. En hver er kominn til að segja að það stytti ekki upp í bráð aftur? Hefur Veðurstofan eða einhver annar aðili bréf upp á þrotlausa rigningatíð næstu vikurnar? Varla; ég held meira að segja að það hljóti að verða sólskin á morsun, 'út um glugg- ann minn sé ég nefnilega í dá- lítinn heiðríkjublett á annars skýjuðum himni, og bletturinn hefur grebilega stækkað síðan fyrir kvöldmatinn. — Já, mikil lifandis ósköp var annars gott að fá rigninguna, því þótt mér leiðist rigning í sjálfu sér, af því að hún gerir mann eitthvað svo drungalegan í skapinu, gerir tilveruna eitthvað svo gráa og vonleysislega, þá hlýt- ur maður að viðurkenna nauð- syn þess að annað slagið rigni dálítið. Það er dálítið gaman að heyra og sjá hvernig fólkið bregst við rigningunni. Gamla fólkið segir undantekningalítið fyrsta rigningardaginn eftir langvarandi þurrka-: Mikil blessuð rekja er þetta; það ætl- ar þá loksins að vökna í rót. Þetta er sem sé fólkið, sem ólst upp við þann hugsunarhátt að blessa grassprettuna á túnskik- anum, enda átti það kannski sumt allt sitt undir því að sprettan brygðis't ' ekki og nægra heyja tækist að afla fyr- ir veturinn. Unga fólkið aftur á móti segir sem svo: Andsk... rigning er þetta; það er ekki verandi úti í svona veðri. Og svo sér maður unga menn bretta upp jakkakragann og hlaupa í var með álíka hraða eins og þeir væru að bjarga lífi sínu í loftárás og bæru aðeins takmarkað traust til varnaraðgerða loftvarnanefnd- ar. Og ungar stúlkur hefja regnhlífarnar á loft um leið og dropi kemur úr lofti og gleyma gjarnan að draga þær niður þegar styttir upp. Einu sinni var ég á leiðinni innan af Hverfisgötu og vestur í bæ og fékk hellidembu á mig, en rétt á undan mér var stúlka sem tjaldaði yfir sig með stórri regnhlíf. Ég greikkaði sporið og komst á hlið við hana, en þorði þegar til kom ekki að koma svo nálægt henni "að ég nyti góðs af regnhlífinni. í gremju minni strunsaði ég fram hjá stúlkunni, svona eins og til að sýna henni hvernig sann- ir íslendi<hgiar brygðust við smá rigningardembu, þótt þeir væru bæði berhausaðir og frakkalausir. En eftir þetta bar ég lengi allmikinn kala til regnhlífa, hvernig sem á því stendur, og svei mér ef það eimir ekki eftir af honum enn þá. Strákurinn, sem vinnur með mér, sagðist ekki fá betri skemmtun en að rúnta um í bíl í rigningu; það væri svo gaman að sjá gæjana hlaupa í keng í næsta skjól og hóa þannig í fýsurnar, að þær héldu ,að maður ætlaði að taka þær uppí og þær drægju niður regnhlífamar, en þá segir mað- ur bless og heldur áfram. — Já, unga fólkið skilur ekki þann hugsunarhátt, sem liggur að baki því að eldra fólkið blessar vætuna, og því miður hefur það held ég sáralítjnn á- huga fyrir því að skilja hugs- unarhátt eldra fólksins, jafnvel þótt um sé að ræða skemmti- legri fyrirbrigði en rigningu. Blindravinafélag Framhald' af 12. síðu. á sl. ári til þess að það yrði rekið eins og áður en þó reynt að nota vinnukraft blindra sem mest. Með hinu aukna hús- næði félagsins er fært að veita Körfugerðinni góð starfsskil- yrði, og væntir Blindravinafé- lagið sér því sérstaks stuðnings^ og góðvilja almennings við fyr- irtæki þetta vegna hagsmuna blindra, sögðu þeir nafnarnir Helgi Elíasson og Helgi Tryggvason í gær. Félagið hefur að undanförnu óskað þess að geta veitt þeim fyrirgreiðslu, sem sendir eru til Reykjavíkur til sjónrannsókn- ar, m.a. með því að hýsa þá, sem þess kunna að þurfa með- an þeir dveljast í bænum. Hið nýja húsnæði greiðir úr þess- um vanda. Félagið hyggst og leggja enn meiri áherzlu en áð- ur á þá hlið starfsemi sinnar, sem snýr að því að koma í veg fyrir sjónleysi, svo sem með þvi að gangast fyrir fræðsluer- indum um orsakir sjónleysis og um sjónvernd. Einnig .vill Blindravinafélagið gangast fyr- ir því að stofnuð verði fullkom- in sjónrannsóknarstöð hér á landi með beztu fáanlegum tækjum. En margt kallar nú að í sam. bandi við hið nýkeypta hús. Breytingar þarf að gera og kaupa húsgögn. Starfsemi- fé- lagsins verður því nú j'firgrips- meiri og fjárfrekari en áður, en félagsstjórnin kveðst ékki hika við að færast meira í fang og nú sem fyrr treysta á stuðning almennings. Formaður og framkvæmda. stjóri Blindravinafélags ls- lands er Þórsteinn Bjarnason, en aðrir í stjórn Þórey Þor- leifsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Helgi Elíasson og Helgi Tryggvasón. jak<[»rar Framhald af 3. síðu. anistar hafi lært á vegum Söng- skóla Þjóðkirkjunnar, átta organistar verið á námskeiði fyrir söngkennara barnaskóU anna og kirkjuorganleikara Þjóðkirkjunnar, ellefu organ- istar stunduðu orgelnám á veg- um Kirkjukórasambands ís lands, fimm kirkjukórasöngmót hafa verið haldin, 50 kirkju- kórar hafa sungið opinberlega í 122 'skipti auk söngs við all- ar kirkjulegar athafnir, og 59 kirkjukórar hafa notið kennslu sendikennara frá Kirkjukóra- sambandi Islands í alls 73 vik- ur. Stjórn Kirkjukórasambands íslánds skipa: Sigurður Birkis, söngmálastjóri, formaður. Jón. ísleifsson, organleikari, ritarL Séra Jón Þorvarðarson, prest- ur, g.ialdkeri,. Jónas Tómasson, tónskáld, ísafirði. Eyþór Stef- ánsson, tón'skáld, SauðárkrókL Bersrþór Þorsteinsson, organisti, Revðarfirði. Hanna Karlsdóttir, frú, Holti. TilkjEiiing i!«i vátiyggiíigu veiSarfæra á sildveiðum Gert hefur verið samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og L. 1. Ú. um, að Útflutningssjóður kosti vátrj'gg- ingu nótabáta og herpi- eða hringnótar allt að 186 þúsund króna, allt að tvo mánuði og þó ekki eftir 1. september. Fyrirkomulag þessarar tryggingar verð- ur með þeim hætti, að íslenzk endurtrygging annast um vátryggingarnar fyrir hönd Útflutningssjóðs. Þeim útgerðarmönnum, sem ekki hafa þegar tilkynnt til einhvers vátryggingarfélags tryggingarupphæðir og hvenær þeir fóru á veiðar, ber að tilkynna það ls- lenzkri endurtryggingu. Þeir síldarútvegsmenn, sem þurfa að tryggja fyrir hærri upphæðir en að fram- an greinir eða þurfa að tryggja báta í flutninga milli landshluta verða sjálfir að kaupa þá tryggingu hjá einhverju vátryggingarfélagi, CTFLUTNINGSSJÓÐUK 1 ISLENZK ENDURTRYGGING

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.