Þjóðviljinn - 28.06.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.06.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 28. júní 1958 |I1ÓÐV1LIINN ÚtBefandi: Samelnlngarflokkur alþýSu - Sósialistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). pieurður Guðmundsson. - Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V. \ Friðhjófsson. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 25 á món. í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. — Prentsmiðja Þjóðviljans. ^-------------—________________________ J Menn morgundagsins krefjast Iráhvarfs frá valdstefnunni HerstöSvaœðl og kjarnorkukapphlaup vitt á þingunum i London og Washington Loddarasríman fallin að er alveg yfirgengilegt hversu langt Sjálfstæðis- flokkurinn getur gengið í lodd- aralegum málflutningi. Eftir að hann komst í stjórnarand- stöðu hefur hann tekið upp þá aðferð að vera algerlega stefnu- laus, grípa aðeins á lofti það sjónarmið sem mesta hylli virt- ist hafa það og það skiptið, og ekkert er hirt um það þótt sjónarmiðin stönguðust dag frá degi og jafnvel frá einni síðu Morgunblaðsins til' annarrar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira að segja gengið svo langt að ráðast á núverandi ríkis- stjórn fyrir brigðmælgi hennar í hernámsmálunum og kallað Ján sem hún hefur fengið hjá ..vestrænum vinaþjóðum" mút- ur og betl! IT’inkanlega hefur flokkurinn þó einbeitt sér að því að lýsa umhyggju sinni fyrir lífs- kjörum verkafólks. Dag eftir dag hefur Morgunblaðið sagt frá áhyggjum sínum vegna þess að kaupgeta launa færi minnk- andi, og flokkurinn hefur rek- ið sendla sína fram í hverju verklýðsfélagi og látið þá heimta verkföll strax. — Á seinasta Dagsbrúnarfundi var landskunnur verkfallsbrjótur þannig látinn bera fram kröfu um það að félagið legði niður vinnu tafarlaust og tæki hana ekki upp aftur fyrr en núver- andi ríkisstjórn væri farin frá vöJdum! Hann átti að vísu ekki nema einn fylgismann annan á fundinum, en hann gerði þó það sem hann gat og Sjálfstæð- isflokkurinn hafði falið honum. að má ótrúlegt téljast að nokkur maður hafi látið blekkjast af þessum málflutn- ingi Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. En sé svo, blasir nú við tækifæri til þess að kynnast heilindunum. Fjög- ur iðnaðarmannafélög í Reykja- vík eiga í deilu við atvinnu- rekendur. Þau bera ekki fram neinar kröfur sem unnt er að gagnrýna, fara aðeins fram á að kaup þeirra og kjör verði samræmd öðrum félögum sem áður hafa fylgzt með þeim. Mjög lengi hafa félögin reynt að fá leiðréttingamar með frið- samlegu sainkomulagi við at- vinnurekendur; og Sjálfstæð- ismenn hafa gagnrýnt mjög langlundargeð og þolinmæði forustumanna þessara félaga. Þama er sannarlega ein af þeim deilum sem unnt á að vera að leysa átakalaust ef vilji er fyrir hendi hjá báðum aðilum. 71/faður skyldi æfla af mál- flutningi Sjálfstæðisflokks- ins um langt skeið að ekki stæði á honum, En hvað sýna staðreyndimar? Morgunblaðið kastar af sér loddaragrímunni og birtir skæting um iðnaðar- mennina. Atvinnurekendurnir — sem allir eru í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og ráða skrifum Morgunblaðsins — sýndu engan vilja til þess að leysa deiluna án þess að til verkfalls kæmi. Sjálfstæðis- flokkurinn birtist nú eins og alltaf áður sem verkfæri harð- svíruðustu atvinnurekenda og sýnir sjálfsögðustu kröfum launafólks fyllsta fjandskap. Málflutningur flokksagentanna og skrif Morgunblaðsins hafa opinberazt sem það ógeðsleg- asta sem til er í stjórnmálum: óheilindi, svik og illgirni. Spádómar um úrslit kosninga í löndum sem búa við tveggja flokka kerfi og ein- menningskjördæmi orka alltaf tvímælis, þar gerist það marg- sinnis að flokkur fær vænan meirihluta á þingi með mun færri atkvæðum en andstöðu- flokknum eru greidd. En að svo miklu leyti sem nokkuð getur nokkru sinni verði víst í þeim efnum, ganga fróðustu menn að því sem gefnu að stjómarskipti verði bæði í Bret- landi o" Bandaríkjunum að afstöðnum næstu almennum kosningum. í Bretlandi hafa íhaldsmenn beðið hvern ósigur- inn af öðrum fyrir Verka- mannaflokknum í aukakosning- um, gefi úrslitin í þeim rétta bendjngu um hvemig .atkvæði falla í almennum kosningum að ári vinnur Verkamanina- flokkurinn þá kosningasigur sem slaga mun hátt upp í þann sem vannst 1945. í Bandaríkj- unum hafa demokratar eins og kunnugt er meirihluta á þingi, og enginn í minnsta vafa um að þeir muni stórauka hann í kosningunum í haust. Gleggsta bendingin er úrslit frambjóð- endavals í Kaliforníu um daginn. Þar eru kosningalög þannig að frambjóðendaefni geta reynt vinsældir sínar hjá kjósendum beggja flokka, oft Mistök og lagfæringar A lþýðublaðið flutti fyrir - *■ skömmu þá kynlegu sagn- fræði að Vesturlandabúar væru þjóðir friðar og mann- úðar og vildu ekkert frem- ur en kasta frá sér vopn- unum og stunda friðsámieg störf. Af því tilefni minnti Þjóðviljinn á örfáar staðreynd- :r frá síðustu tímum, hvernig hinir friðsömu Vesturlandabú- ar hefðu á þessari öld hafið tvær heimsstyrjaldir sem svipt hefðu tugi milljóna manna lífi, hvemig Vesturlandabúar hefðu kúgað vanmegnugar nýlendu- þjóðir um heim allan og gerðu enn. Það má einnig minna á eitt kaldrifjaðasta glæpaverk okkar aldar, þegar fyrstu bandarísku kjarnorkusprengj- urnar voru prófaðar á vamar- lausum Japönum eftir að neimsstyrjöldin var útkljáð og hundruð þúsunda manna, kvenna og bama létu lífið og Örkumluðust á ógnarlegasta hátt. Úflir þessa upprifjun viður- kenndi Alþýðublaðið hið hæpna mat sitt með svofelldu orðalagi: „Auðvitað þarf ýmis- Jegt að laga á Vesturlöndum eins og Þjóðviljnn bendir á.“ O, sei, sei, já, það þarf ýmis- legt að lagfæra; ekki var hægt að viðurkenna ógnarlegar stað- reyndir og milljónamorð á kaldrifjaðri og ástriðulausari hátt. jóðviijinn minntist einnig á framferði franskra sósíal- demókrata en þeir bera fyllstu ábyrgð á glæpaverkunum í Al- sír, og Alþýðublaðið viðurkenn- ir enn: „Verði jafnaðarmönn- um mistök á eins og fil dæmis í Frakklandi“ Að myrða og særa 600.000 Serki á nokkrum árum heita þannig „mistök“ á máli Alþýðublaðsins; að ræna landi heillar þjóðar með of- beldi og vopnavaldi heita „mis- tök“; að pynda menn og líf- láta án dóms og laga í fang- YVilliam Fulbright með þeim árangri að báðir flokkar velja sama mann og verður hann því sjálfkjörinn. Nú brá svo við í fyrsta skipti í þrjá áratugi að frambjóðenda- efni demokrata fengu fleiri at- kvæði samanlagt, bæði meðal flokksbræðra sinna og fylgis- manna repúblíkana, en keppi- nautar þeirra úr Repúblíkana- flokknum. Til dæmis fékk Brown, fylkisstjóraefni demo- krata, 600.000 atkvæðum fleira en Knowland, núverandi for- maður þingflokks repúblíkana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Brown er spáð sigri í kosning- unum í nóvember, og gangi það elsum heita „mistök“. Ritstjóri Alþýðublaðsins er sannar’ega hugprúður maður, sem vel kann að beita skæðustu vopn- um tungunnar í baráttu sinni gegn ofbeldi og aftökum. eftir stórminnka líkur á að Kaliforníumaðurinn Nixon verði valinn frambjóðandi repú- blíkana í forsetakosningunum 1960 og sömuleiðis sigurhorfur Bandaríkjastjórnar. Hann réðst einkum á ásókn Bandaríkja- stjórnar í herstöðvar í öðrum löndum og fullyrðingar hennar um að í raun og veru tryggt. Aneurin Bevan í ræðustól flokks hans, hver sem fram- bjóðandinn verður. Stjórnmálaútlitið í Bandarikj- unum og Bretlandi veldur því að athygli manna beinist nú mjög að þeim sem eru þessa stundina í stjórnarandstöðu, en búast má við að hefjist í valda- sess áður en langt um líður. Nýlega hafa tveir menn sem þannig er ástatt um látið til sín heyra, annar á þingi í London og hinn á þingi í Washington, og báðir um ut- anríkismál. í London flutti Aheurin Bevan aðairæðuna fyrir hönd Verkamannaflokks- ins í umræðu um utanríkismál. Alkunna er að Bevan verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn sem Verkamannaflokkurinn kann að mynda. Á Bandaríkja- þingi reis William Fulbright á fætur og lýsti algeru vantrausti á utanríkisstefnu og starfshætti þeirra Dullesar og Eisenhow- ers. Fulbright er öldungadeild- armaður frá Arkansas og tek- ur við formennsku utanríkis- málanefndar deildarinnar þeg- ar Theodore Green, sem kom- inn er á tíræðisaldur, lætur af formannsembættinu. Þaðan í frá mun Fulbright gegna þessu valdamikla embætti meðan flokksbræður hans demokratar halda meirihluta í deildinni. Eins og dæmin Vandenberg og George sanna getur formaður utanríkismálanefndar öldunga- deildarinnar haft sízt minni á- hrif á utanríkisstefnu Banda- ríkjanna en sjálfur utanríkis- ráðherrann. TT’ulbright, sem var lögfræði- *■ prófessor og síðar háskóla- rektor áður en hann gerðist þingmaður, gat sér fyrst orð á þingi fyrir setningu laga um alþjóðlega námsstyrki. Hann hefur undanfarin ár gerzt æ hvassyrtari í garð Bandaríkja- stjórnar fyrir stefnu hennar í utanrikismálum, en útyfir tók í þingræðu sem hann flutti föstudaginn í síðustu viku. Þar komst hann svo að orði að heimsfriði og öryggi stafaði háski af „steínuleysi og fálmi“ kjarnorkukapphlaupið frið £ heiminum, vegna þess að eyð- ingarmáttur kjarnorkuvopn- anna sé svo ægilegur að eng- inn þori að grípa til vopna. Þessi hugmynd um að gagn- kvæm kjamorkuógnun geti tryggt frið hefur orðið Banda- ríkjastjórn ,,deyfilyf“, sem hún notar í stað þess að taka upp jákvæða utanríkisstefnu, sagði Fulbright. Hann komst svo að orði að í heimsmálunum sýndi • 1' Erlend tfðindi ___________________A Bandaríkjastjórn stirfni, kæru- leysi gagnvart aðsteðjandi hættum, sjálfsánægju gagnvart nýjum hugmyndum, vitsmuna- deyfð, andstöðu gegn raunhæf- um samningaumleitunum og tillitsleysi gagnvart tilfinning- um annarra þjóða. lVrýstárlegust er gagnrýni Ful- ■*■ ’ brights á herstöðvastefn- unni, heita má að hann sé fyrsti áhrifamaðurinn í Wash- ington sem ræðst á þann þátfc valdastefnu Bandaríkjastjóm- ar. Ríkisstjórnin verður að gera sér það ljóst, sagði Fulbright, að Sovétríkin hafa fulla ástæðu til að óttast bandarískar her- stöðvar í nágrenni við sig. Þess vegna ber að sýna meiri lipurð í samningum um það mál. Hann kallaði eftirsókn banda- rískra ráðamanna eftir her- stöðvum erlendis og hemaðar- bandalög við önnur ríki „mein- loku“, hver maður gæti sagt sér sjálfur að hernaðarbanda- lög við ríki á frumstæðu at- vinnustigi væru einskis virði í ófriði. Þar að auki hefðu hera- aðarbandalög og herstöðvarnar spillt áliti Bandaríkjanna í stórum hlutum heimsins og lagt áróðursmönnum kommún- ista vopn í hendur. Staurblind hernaðarstefna Dullesar og Eisenhowers er að leiða Banda- Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.