Þjóðviljinn - 28.06.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.06.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. júní 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (T Viðial við Erloml Patursson foriiiaian Þjóðveldisflokksins færeyska: »Þú semur ekki við ræningja um líf þitt< Brýn nauðsyn að íslendingar og Fœreyingar taki ypp nána samvinnu í landhelgismálum og sjqvarút vegsmálum „Við semjum ekki við neinn um landhelgismál eða írelsismál, því þetta eru máleini sem ekki er hægi að semja um. Þú semur ekki við ræningja um líf þitt. Við verðum að berjast, falla eða sigra, millileið er ekki til". Þannig komst Erlendur Pat- ursson, formaður Þjóðveld- isflokksins og kunnasti leið- togi Færeyinga í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu við Dani að orði þegar fréttaritari Þjóð- viljans náði tali af honum sem snöggvast í fyrrakvöld. Erlendur hélt áf ram: — Eg vil leggja ríka áherzlu á nauðsyn þess að Islendingar og Færeyingar — og ef til 1 vill einnig Grænlendingar og Norðmenn — taki upp hina nánustu samvinnu í landhelg- ismálum og sjávarútvegsmál- 1 xim. Við þurfum sameiginlega •að leiða baráttuna fyrir etækkun landhelginnar í 12 mílur fram til sigurs. En ég 1 lield einnig að það gæti verið hagkvæmt að við gerðum gagnkvæma samninga um veiðar, þannig að Færeyingar fengju viss réttindi til að veiða innan íslenzkrar land- í helgi — auðvitað ekki með ardútl, sem óhagkvæmt er í. löndum okkar, og keypt þær vörur í staðinn af Bretum og öðrum þjóðum sem við höfum viðskipti "við. Slík verkaskipt- ing ætti að vera jafn hag- kvæm okkur og þeim; aðrar þjóðir verða aldrei sömu fiskiklær og Islendingar og Færeyingar, og við getum aldrei orðið iðnaðarframleið- endur á borð við stærri þjóð- ir. — Þið lítið auðvitað á land- helgismálið sem stærsta hags- munamál ykkar. — Já, en við stöndum verr að vigi en þið. Við vorum bundnir af sama eamningn- um og þið, dansk-brezka samningnum í'rá 1901, en við höfum ekki losað okkur við hann á sama hátt og þið. Danir voru búnir að telja okk- ur trú um að þeim samningi yrði ekki haggað, hann væri náttúrulögmál! Þegar íslend- mjög eindregin eins og kom í ljós af því að í næstu kosn- ingum fjölgaði fulltrúum Þjóðveldisflokksins á þinginu úr tveimur upp í sex. And- staðan birtist einnig í því að áður en málið var afgreitt voru hagsmunafélögin spurð um álit sitt, útvegsmannafé- lög og fiskimannafélög og reyndust þau öll á móti. I Fiskimannafélaginu var látin fara fram allsherjaratkvæða- greiðsla og reyndust 92% á móti samningunum. En þeir voru engu að síður barðir í gegn; það er harmsaga okk- ar á þessu sviði sem öðrum að verða að lúta forsjá Dana. Nýjustu atburði þekkirðu svo. Hvernig Lögþingið hefur samþykkt að forsendur þessa smánarsamnings séu úr sög- unni eftir aðgerðir Islendinga og hvernig meirihluti Lög- þingsins neitaði að senda full- trúa til samningamakks til Danmerkur. Afstaða Þjóðveld- isflokksins er hin sama og ykkar, þarna er ekki um neitt að semja; við verðum að fylgja fram rétti okkar af- dráttarlaust. Við höfum einn- ig snúizt gegn dönsku hug- myndinni um einhverja svæð- 1 Þórshöfn skiptir lítið nes höfninni í tvennt.Þar, á Þingnesi, hafa Færeyingar öldum saman tekið ákvarðanir um stjórnmál sín, og standa hús Lögþingsins og landstjórnarinnar, þar sem ákvarðanirnar voru nýlega teknar imi landhelgismálin. botnvörpu — og Islendingar fengju hliðstæð réttindi til að veiða innan færeyskrar land- helgi; hliðstæðir samningar fyndust mér einnig koma til greina við Grænlendinga og Norðmenn. Einnig þyrf tum við að taka upp samvinnu á öll- um sviðum sjávarútvegsins, sérstaklega hvað snertir fisk- sölu, til þess að halda uppi verði á fiski sem virðist alltof illa borgaður í samanburði við aðrar vörur. Það virðist sjálfsagt að leland og Færeyjar verði mið- stöðvar fyrir fiskveiðar og fiskvinnslu á þessu svæði, en þá verðum við jafnframt að taka á okkur þá skyldu að sjá öðrum þjóðum fyrir fiski, matvælum, í samræmi við al- þjóðleg hagfræðisjónarmið. Ef við fáum þessa aðstöðu getum við fellt niður ýmislegt iðnað- ingar losuðu sig úr fj"trin- um 1952 flutti Þjóðveldis- flokkurinn tillögu um að Færeyingar gerðu slíkt hið sama, en hún var felld; allir aðrir flokkar snerust gegn henni. Næsta ár byrjuðu Dan- ir evo að makka við Breta um ianclhelgina, og Bretar voru þá hræddir um að við myndum nota rétt okkar og feta í fótspor ykkar; féllust þeir þá á nýjan samning þar sem grunnlinum var breytt, en landhelgin hélzt áfram þrjár sjómílur þar fyrir utan. Þessi samningur var síðan sam- þykktur af Lögþinginu og gekk í gildi 1955. I honum voru m.a. ákvæði um að hann skyldi vera óuppsegjanlegur í 12 ár, allt til 1967. I Lðg- þinginu var Þjóðveldisflokkur- inn einn á móti samningnum, en andstaða þjóðarinnar var isráðstefnu á vegum NATO, sem fyrst og fremst væri sótt af þeim þjóðum sem hagnast á því að ræna okkur. I stað- inn h^fum við bent á að nær væri að halda ráðstefnu þeirra landa sem eiga öðrum frem- ur hagsmuna að gæta á Norð- ur-Atlanzhafi, Islendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og ef til vill Kanadamanna og Rússa. — Eru ekki miðin kringum Færeyjar illa komin? ¦— Jú, þau hafa verið urin upp. Þótt göngur komi er á- standið oft þannig að fær- eysku bátarnir geta ekki sett fyrir erlendum togurum, sem eru eins og veggur kringum eyjarnar, oft svo hundruðum skiptir. Og þeir taka ekki mik- ið mark á núgildandi land- helgislínu, heldur stunda veiði- þjófnað í eífellu, án þess að dönsku varðskipin skipti sér nokkuð af því. Stækkun land- helginnar er sannarlega mesta hagsmunamál Færeyinga á efnahagssviðinu, og stækkun- in í 12 mílur er aðeins á- fangi. Við teljum eins og þið að við eigum rétt á land- grunnssvæðinu öllu, en veru- legur hluti af þvi er utan 12 mílna. En því marki náum við því aðeins að Færeyingar taki landhelgismálin í sínar eigin hendur; engin þjóð er eins illa til þess fallin að semja við Breta og Danir, vegna þess hversu mjög þeir e'fra undir höf?q: að sækia í sínum eigin viðskintum við Breta. —¦ Svo v'ð víkium að öð»''1; hvert seljið þið helzt afurðir ykkar? — Fiskinn sel.ium við aðal- lega til Spánar, Italíu, Grikkl. og Brasilíu en síldina einkum til Austurevrópu. Fiskurinn er aðallega saltaður, en hrað- frvsting er sama og engin sökum þess hve aflinn er litill á heimamiðum. Danir annast verzlunarsamninga fyrir okk- ur, og það er staðreynd að við fáum langtum minna verð fyrir allar okkar afurðir en Islendingar. — Hvernig er atvinnu- ástandið í Færeyjum. — Það er í einu orði sagt hörmulegt. Helminginn af fólkinu skortir atvinnutæki. Þees vegna verður annar hver sjómaður að leita til útlanda; í fyrra unnu á fjórtánda hundrað sjómenn á íslenzkum skipum og margir voru á norskum, þýzkum og enskum skipum. Þetta ástand er bezta sönnunin fyrir því hversu rot- ið ástandið er í efnahagsmál- um Færeyja — ég held að sú nýlenduþjóð sé varla finnan- leg sem verði að una slíkum atvinnukjörum. Dansr hafa aldrei getað stjórnað Færeyj- Erlendur Patursson, formaður í'jóðveldisflokksins it>\ 0g (•*»+» Ijöíí r'7+ °f öllaji núna. Afkoma þjóðarínnar er fvrst og frérrist h*ð vivmu þeirri sem boéizt h<íf"r á ís- lenzkum skipum og öðrum. en það er hvorki færevskum stjórnarvöldum né dönskum að þakka. Eg vil taka það fram að færeyskum sjómönn- um hefur líkað mjög vel að vinna hér, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við verðum sjálfir að afla okkur nægra atvinnutækja fyrir þjóðina. — Þjóðveldisflokkurinn sæk- ir fylgi sitt fyrst og fremst til sjómanna. — Við höfum mest fvlgi hjá sjómönnum og verkafólki. Það er athyglisvert að þegar sjálfstæðisbaráttan gamla hófst 1906 var eins og land- verkafólk og fiskifólk hefði ekki verulegan áhuga á henni. En nú er það verkalýðurinn sem skilur öllum öðrum bet- ur að við verðum að vinna sigur í frelsisbaráttu okkar til þess að við getum bætt kjörin og lifað eins og fólk í landinu. Verkalýðurinn skil- ur að frelsisbaráttan er for- senda kjarabaráttunnar; það er það sem nú hefur gerzt og bess vegna verður sjplf- stæðisbarátta okkar ekki stöðvuð. Nokkur orð um menningu. að þessu sinni útvarpsins „Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, liaga hönd, hjartað sanna og góða. Frá því marki manninn þann ég menntaðastan dæmdi, f lest og bezt, sem var og vann það vönduðum manni sæmdi. Fyrst eru nokkrar spurning- ar um útvarpið. Á það að vera menningarstof nun ? Ef svo er, er þá nokkuð, sem flutt er í því til ómenningar? Eru fluttar í því nokkrar sög- ur, sem líkjast sorpsögum? Og eru nokkur leikrit leikin þar, sem líkjast „hasard- kvikmyndum"? Eg spyr. Og ég epyr líka. Er útvarpið stundum líkt verstu „götu- strákum" ? Hvað er átt við orðinu „götustrákur" ? Því vil ég svara þannig. Það eru þeir, sem ráðast á þá, sem minna mega sín, þá sem fatlaðir eru að einhverju leyti likamlega eða andlega. Og er nokkuð betra að vera fatlaður and- lega en líkamlega? Eg svara Nei. Á sama hátt álít ég ennþá verra að verða fyrir meiðing- um á sál en líkama, og finnst ekki flestum öðrum það líka? 1 barnatima útvarpsins, sunnudaginn fyrstan í sumri, var fluti: saga, sem hét „Sagnarandinn". Persónurnar voru m.a. fáviti og strákar, sem hrekkja og stríða bjálfan- um, og það meira að segja í friðreiti kristinna manna, kirkjunni. Þar er gert sér til gaman að hrekkja hinn vits- munasnauða mann, orr allt kirkjufólkið hlær að flóninu. Ekki er talað um að neinn hafi hneykslast, og prestur- inn ávitar aðeins þann. er fyrir áreitninni varð. Sagan endar svo, að flónið, sem ekkert hefur til saka unnið annað en að vera eins oe bað var, sem þvi var ósjálfrátt, er alltaf ihaft að athlæei. Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.