Þjóðviljinn - 29.06.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. júní 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Fréttabréf frá Frimanni Helgasyni: Jafn leikur Frakka og Brasilíu í 45 mín.; Frakter voru fíu i síðari hálfleik og töpuSu 2:5 Gautaborg 25. júní Frammistaða Frakklands við Norður-írland hafði orð- ið til þess að beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir iþessum leik, þ.e. hvort þeim tækist að leika þann Vínar- Vals sem þeim hafði tekizt þar. Lið þeirra hefur vaxið með hverjum leik í keppninni, og ef Brasilía léki eins og á inóti Wales var ekki að vita. íhvernig leikar færu. Frakkar undirbjuggu sig ákaflega vel fyrir leikinn og það var al- gert bann við því að þeir fengju að hitta konur sínar, sem ætluðu að koma til Sví- þjóðar, þegar svona vel gekk. 1 Þær fá ekki að tala við þá í sí.ma, hafði aðalframkvæmda stjórinn sagt, þegar um þetta var rætt við hann. Það var Kopa einn 'sem varð þessarar náðar aðnjótandi, þar sem hann hafði með samningi fyr- irfram tryggt sér að hann mætti hitta og tala við konu sína eftir 22. júní, en eng- um af leiðtogum franska liðs- ins datt í hug að Frakkland væri þá með í keppninni. Tveir leildr. Eins og leikurinn gekk, má segja að það hafi verið tveir -leikir sem hafi farið fram á Kásunda þetta kvöld. I fyrri hálfleik komu Frakkamir al- veg á'óvart, með þvi að veita Brasilíumönnum það harða smótstöðu að hin þétta vörn þeirra varð að hafa sig alla við að mæta hinum hröðu og . hreyfanlegu Frökkum, og voru það sénstaklega Fontaine og Kopa sem sýndu frábæran leik. Brasilíumenn voru svo heppnir að skora mark á ann- arri mínútu leiksins eftir mis- tök i vörn Frakka, og hafði þetta sín örfandi áhrif á S- Ameríkubúana. Var það Vava sem ekoraði eftir sendingu frá Pele (Svarta Pétri). Frakk- arnir létu þetta ekkert á sig fá og gengu áhlaupin á víxl. Bæði Kopa og Fontaine höfðu góð tækifæri sem þó nýttust ekki, og á 8. minútu komu svo laun góðrar vinnu, en þá hjálpuðust þeir Kopa og Fontaine að því að jafna. Var ; það Fontaine 'sem skoraði og ,er hann lang markahæstur ,í keppninni. Frakkland hafði fullt svo mikið í leiknum, og voru framherjar þeirra mjög virkir og vel leikandi. Var sem Brasilíumönnum likaði ekki þóf þetta og juku nú hraðann til muna. Á 25. min. virtist markið ekki um- flúið, en franski markmaður- inn bjargaði með annarri hendi á undraverðan hátt. Var þetta bezta markmanns- afrek í leiknum. Smátt og smátt jafnaði leikurinn sig aftur og hraði Brassanna minnkaði. Á 37. minútu hafði Kopa guliið tækifæri til þe’ss að færa Frakklandi forustuna er hann var einn fj'rir innan með markmanninn, en skotið fór aðeins fyrir ofan þverslá! Á þessu augnabliki hefði það verið mjög þýðingarmikið að ná forustu. Nú taka Brasil- íumenn enn sprett og á 39. mínútu á Didi skot af 30 m færi, sem snérist inn i annað hornið. Á 44. mínútu skoraði Garrincha mark en það var dæmt ógilt (rangstaða). Frakkar leilía 10. Fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks meiðist mið- framvörðurinn í liði Frakka Jonquet, og verður að yfir- gefa völlinn um hríð en kem- ur svo aftur sem útherji en haltraði þannig að í framlín- unni voru aðeins fjórir menn. Þetta varð til þess að breyta þurfti um skipulag og við það ruglaðist leikskipan sem gerð var fyrirfram og hélt fram að þessu. Brasilíumenn byrja með miklum hraða í seinni hálf- leik og gátu haldið sókninni eftir vild, nú voru ekki nema fjórir til þess að halda knett- inum frammi. Á 7. mínútu er það Pele sem skorar óverj- andi fyrir Abbes, sem hafði hálfvarið annað skot. Þar með voru örlög Frakka ráðin. Það sem eftir var leiks- ins réðu Suður-Amerikumenn lögum og lofum á vellinum. Þó áttu Frakkar við og við áhlaup sem sköpuðu liættu. Næsta mark skoraði Pele eft- ir góðan sendingu frá Vava. Hafði knötturinn þá um hríð gengið þvers og langs fyrir framan mark Fralcka án þess þeim tækist að hrinda af sér áhlaupinu, og loks fann Pele smugu til að skjóta í gegnum. Sigrinum var bjargað og nú gátu Brassar leyft sér það að leika sér til gamans og skemmtunar fyrir áhorfendur á Rásunda. Á 30. minútu skor- aði svo Pele síðasta markið. Mestan hluta þessa hálf- leiks var sem aðeins eitt lið væri á vellinum og sum blöð- in segja að það hafi verið eins og leikur katta að mús. Þrátt fyrir þetta var aldrei nein uppgjöf í liði Frakkanna, þessir 10 börðust eins og þeir gátu og það átti fyrir þeim að liggja að skora .síðasta markið í þessari viðureign. maður ög Pele líka og það var hann sem skoraði þrjú mörk í leiknum. Vörnin var li.ka mjög sterk og vakti athygli fyrir hreyfan- leik, og þar var það Sandos sem var stjórnandinn og meistarinn. Framlína Frakka var mj''g IJni ekkert eitt mark hefur verið eins mikið rætt og ritað í H.M. keppni þessari eins og mark það sem Hamrin gerði i lok leiksins rið Þjóðverja, enda var það snilldarbragð sem erfitt er að ieika eftir. Myndin sýnir nokkuð hinn þrönga veg sem Hamrin varð að þræða. Var það Piantoni sem skoraði af löngu færi óvænt fyrir Glimar í marki Brasilíu- manna. I Galdramenn! Sérfræðingum ber saman um það að sýning eins og þarna átti sér stað af hálfu Brasilíumanna, hafi ekki áður átt sér stað á Rásunda. Á- horfendur setti hljóða yfir þeim töfrabi’ögðum og galdra- kúnstum sem menn þessir virtust beita, í viðureign sinni við knöttinn og við mót- herja. Með smá hreyfingu var eins og þeir gætu losað um allar hindranir, og leit þetta næstum hlægilega út. Sérfræðingum bar líka sam- an að það sé erfitt að gera upp á milli leikmannanna frá Brasilíu. 1 þessum leik urðu þeir vinsælastir: Garrincha, Didi og Pele. Garrincha fyrir sinn óviðjafnanlega viðbragðs- flýti, og fyrir að geta gert það sem honum datt í hug. Didi var einnig knattgaldra- góð meðan hún var öll en þegar miðframvörðurinn Jon- quet meiddist og haltraði sem útherji fór allt í mola. Vörnin var ekki eins góð og léku Brassar hana stund- um illa og það á meðan að engu var breytt eða í fyrstu 20 mínúturnar, en það var eins og hún sækti sig fram að hálfleik. Markmaður Frakk anna, Abbes, átti sérstaklega góðan leik og vakti hvað eft- ir annað hrifningu áhorfenda, og eftir leikinn dáðust leik- menn Brasiliu ákaflega að lionum fyrir leik hans. Hefðu unnið þó við hefðum haft fullt lið. Einn af leiðtogum franska liðsins Paul Nicholas, lét svo ummælt eftir leikinn í blaða- viðtali, er hann var spurður um það hvaða áhrif það hefði haft fyrir Frakká að leika m’eð 10 menn, að þó við hefð- um haft alla með hefðu þeir unnið samt, við hefðum ekki haft möguleika að vinna. En það hefðu ekki orðið 5:2 ef við héfðum haft alla með. Þegar fyrirliðinn og miðframvörð- urinn var farinn sem útherji óg gat í ráuninni ekki tekið þátt í leiknum, fór allt í mola, og um leið fór hið ákveðna skipulag útum þúfur. Ekki vildi hann segja um það hvað hann héldi um leik þeirra við Þýzkaland um 3. og 4. sætið, en hann sagði að liðið mundi gera sitt bezta eins og það hefði gert í keppn- inni til þessa. Svíar fá hernaðaráætlun Frakka. Þjálfari franska liðsins, Al- bert Batteux, sem gerði áætl- unina um leikaðferð þá sem nota átti við Brassana. lét svo ummælt í blaðaviðtali, að sú leikaðferð sem notuð var, hafi reynzt vel. Ætlunin var að gæta hvers og eins nákvæm- lega, og vera æfinlega fyrri að knettinum. Við vissum að ef Brasil’.umenn fengju næði til að ná valdi á leiknum mundi mjög erfitt að -stöðva þá. En þegar Jonquet meidd- ist var ekki hægt að fram- kvæma þetta skipulag. Batteux sagðist vilja af- henda Svíum þessa hernaðar- áætlun til þess að þeir geti notað hana þegar þeir leika við Brasilíu. Hvað okkur snertir er ég harðánægður með frammi- stöðu okkar manna í H.M. Liðið hefur gert meira en nokkrum datt í hug eða von- aðist eftir. Það kom líka í okkar hlut að skora þau tvö mörk hjá Brasilíu sem þeir hafa fengið til þessa, sagði þjálfarinn að lokum. Frakkar tóku ósigrinum með jafnaðargeði, en voru leiðastir yfir meiðsli Jon- quet, sem ekki var vitað þá hvað var alvarlegt. „Frakkar bezta lið sém við ' höfum mætt til þessa“. Fararstjóri Brasilíumanna Feola, segir í blaðaviðtali eft- ir leikinn. Franskmennirnir voru óheppnir að Jonquet ekyldi meiðast, en við vorum heppnir að þurfa ekki að leika á móti nema tíu mönnum, því eftir að þeir voru aðeins tiu hugsuðum við aðeins um sókn- ina. Leikaðferð sú sem Frakkar lögðu var góð og hún hélt meðan liðið var allt, og ég hefði gert sömu áætlun ef ég hefði verið í. þeirra sporum. Þegar hann er spurður um álit hans á úrslitaleiknum á sunnudaginn, sagði Feola, að hann hafi aðeins séð Sviþjóð í sjónvarpi, en hann hafi þeg- ar frá byrjun álitið að Sví- þjóð væri eitt þeirra landa sem höfðu möguleika til að Framhald á 7. síðu. í kvöld kl. 8.30 j fi leika ! • K. R.—flkranes í p á Melavellinum,. ÍSLflNDS- M0TIÐ MÓTANEFNDIN Dómari: Haukur Óskarsson. Línuverðir: Bjarni Jensson og Páll Pétursson, ; ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.