Þjóðviljinn - 01.07.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 01.07.1958, Síða 1
1 H.C. Hansen er lagður af stað OH.C. Hansen, forsætísráð- herra Danmerkur, leggur af stað til Færeyja í kvöld. Það- an fer hann til Grænlands með viðkomu í Reykjavik. .^Fullkoitiiii samstaða a llrar þjóðarlnnar inun færa okkur $igurff Reglugerðin um 12 mílna f iskveiði- landhelgi hefur fengið lagagildi ReglugerÖin um stækkun fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur var í gær undinituö af Lúðvík Jósepssyni sjávarútvegsmálaráðherra og birt 1 Stjómartíðindum, sem gefin voru út 1 gær. Hún hefur því hlotiö lagagildi, og kemur til framkvæmda eftir tvo mánuöi, 1. september í haust. í ræöu sem sjávarútvegsmálaráöherra flutti í ríkisútvarpiö í gær um landlielgis- máliö komst hann m.a. svo aö orði: „Sú stœkkun fiskveiðUandhelginnar, sem hin nýja reglug.erð ákveður, er öllum íslendingum mikið gleðiefni. Við vitum að hér er lögformlega verið að auka við landsréttindi okkar, verið að tryggja okkur lögsögu og full yfirráð yfir svæði sem við höfum talið okkur, en pó ekki fengið að njóta einir. Stœkkun fiskveiöilandhélginnar hefur því svipuð áhrif á okkur og pað myndi hafa á pjóð, að endurheimta til heimalands landshluta, sem lengi hefur verið prœtuepli eða undir erlendum yfirráðum“. á því svæði sem nú bætist við um landsins er raunverulega Ræða Lúðvíks Jósepssonar, þar sem gerð er grein fyrir reglugerðinni nýju og rökum íslendinga í iandhelgismálinu, er í heild á þessa leið: „í dag, 30. júní, var í sjávar- úvegsmálaráðuneytinu undirrit- uð og útgefin ný reglugerð um fiskveiðilandhelgi íslands. Reglugerðin er sett samkvæmt iögum nr. 44 frá 1948 um vís- indalegá friðun fiskimiða land- grunnsins. Aðalefni reglugerðarinnar er þetta: 1. Fiskveiðilandhelgi íslands skal vera 12 sjómilur út frá grunnlínum. 2. Grunnlínur eru óbreyttar frá því sem verið hefur. 3. Innan fiskveiðilandheiginn ar eru allar veiðar erlendra skipa bannaðar. 4. Sérstakiega er tekið fram, að íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót, skuli heimilt að veiða fiskveiðilandhelgina. Nánari reglur um heimild þessa skulu þó settar fyrir gild- istökudag reglugerðarinnar og tilgreina þar nánar veiðisvæði og veiðitíma. 5. Reglugerðin skai öðiast gildi 1. september n.k. Rök íslendinga Fyrir röskum mánuði síðan tók rikisstjórnin ákvörðun um þessa stækkun fiskveiðilandhelg- innar. Sú ákvörðun var opinber- lega tilkynnt og það jafnframt að lögformleg birting á hinni nýju reglugerð yrði 30. júní. Miklar umræður hafa orðið um þessa ákvörðun okkar, bæði innanlands og erlendis. Sjónarmið okkar íslendinga hafa komið skýrt fram og rök- stuðningur okkar fyrir stækkun fiskveiðilandhelginnar. Rök okk- ar í stuttu máli eru þessit 1. Landgrunnið út frá strönd- hluti af landinu sjálfu. Það er glögglega afmarkað frá land- grunni annarra landa. Alþingi hefur með lögum lýst yfir full- komnum yfirráðarétti Islendiriga á öllu landgrunninu. Sú stækkun fiskveiðilandhelg- innar, sem nú er ákveðin nær aðeins til hluta af landgrunns- svæðinu. Aðrar þjóðir hafa tekið sér einkaafnot á öllum föstum verðmætum sem unnin verða úr hafsbotni landgrunnssvæðisins, ekki aðeins 12 mílur út frá ströndum, heldur margfalt lengra á haf út. Við teljum nytjafiskana, sem lifa á landgrunninu við Island hliðstæð verðmæti, sem okkur beri forgangsréttur til. Framhald á 10. síðu. Lúðvík Jósepsson undirritar reglugerðina um stæklíun íisk'« veiðilandhelginnar í 12 m.ilur. Við hlið hans stendur Gunn« iaugur Briem ráðuneytisstjóri, er einnig undirritaði reglugerðinai Reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilandhelgi tnfiotrjonou* rlX' RtYKJAVIH Grunnn'nustoðir Grunntinur F'skvtiditokmörh S/emmlirftdtIIt Viio-Of 4ft»emC/titiilsiolvi>/>ei Þetta kort a£ landhelgislínunni nýju er birt í Stjórnartíðindum, sem út komu í gær. Á því má sjá grunnljinustaði, grunnlínur, núgildandi fiskveiðitakmörk og 12 mílna takmðrkin sem taka gildii 1. september í haust. Blaöamenn áttu í gær tal viö Lúövík Jósepsson sjáv- arútvegsmálaráöheiTa og Gunnlaug Briem ráöuneytis- stjóra og aflientu þeir blaöamönnum eintak af Stjórn- artíðindum meö hinni nýju reglugerö. ^ Reglugerðin ný'ja er orðrétt | samhljóða þeirri gerð sem birt var hér í blaðinu 28. maí sl. að undanskildum tveimur formsbreytingum. Tekið var i fram í reglugerðinni sjálfri að reglur um togveiðar á nýja svæðinu skuli settar fyrir 1. september, og þess er ekki get- ið sérstaklega í hinni nýju reglugerð að íslenzk sjó'kort skuli lögð til grundvallar. Að öðru leyti er orðalag algerlega hið sama. Fer reglugerðin nýja hér á eftir í heild: „Reglugerð um fiskveiðiland- helgi íslands. 1. gr. Fiskveiðilandhelgi íslands skál afmörkuð 12 sjómílum ut- an við grunnlínu, sem dregin er milli eftirtalinna staða: n.br. v.lg. 1. Hom 66°27'4 22°24'5 2. Iraboði 66"19'8 22Q06'5 3. Dranga- sker 66°14'3 21°48'áí 4. Selsker 66c07'5 21°31'2I 5. Ásbúðarif 66°08'1 20°11'21 6. Siglunes 66°11'9 18°50'ÍU 7. Flatey 66°10'3 17°50'5i 8. Lágey 66°17'8 17°07'Q1 9. Rauði- ’ i núpur 66°30'7 16°32'3Í 10. Rifstangi 66°32'3 16°11'9( 11. Hraunhafnar- i| tangi 66°32'3 16°01'ð! 12. Langanes 66°22'6 14°32'Q( 13. Skálató- 1 f arsker 65°59'7 14°37'S[ 14. Bjarnarey 65°47'1 14°18'3I 15. Almenn- > i ingsfles 65°33'1 13°40'<3 16. Glett- 11 inganes 65°30'6 13°36'4 17. Norðfjarð i arhorn 65°10'O 13°31'(K 18. Gerpir 65°04'7 13°29'8! 19. Hólmur 64°58'9 13°30'.,J1 20. Setusker 64°57'7 I3°31'ð 21. Þursa- sl sker 64°54'1 13° 360 Framhald á 1, síðUj j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.