Þjóðviljinn - 01.07.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.07.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. júlí 1958 — ÞJÖÐVILJINN (9 Fréftabréf frá Frimanm Heigasym: S08 lögreglumextn wernduSu Argentínumenn wið heimkeinii Þ]6<5verjarnsr óánœgðir — Svíum bannaÓ - í Rio hœtti fólk að vinna! að uheja" Gautaborg 26. júní. Þjóðverjar una ósigiinum ekki sein bezt Þýzk blöð eru ekki alls- kostar ánægð með ósigurinn fyrir Svíum, og telja að dóm- arinn hafi verið of strangur að reka manninn útaf fyrir brot hans. Hamrin hafi áðui verið búinn að fara illa með Juskowiak en dómarinn hafi sleppt því. Þau fullyrða að enskur dómari hefði elcki tek- ið svona strangt á þessu. Flest deila þýzku blöðin á það að sérstökum mönnum sé leyft að þjóta meðfram áhorf- ©ndasvæðum inni á sjálfum leikvellinum og stjórna þaðan „heja“-hrópum, og telja að það samrýmist ekki hlutlevsi og íþróttamennsku og vilja kenna áhorfendum um að hafa æst hina þýzku leikmenn og þar með hinn ógæfusama Juskowiak. Fyrir leikinn var tilkynnt frá vellinum að tveir sérstakir menn hefðu verið ráðnir tii þess að stjórna „heyja“-hrópum til þe'ss að hvetja Svíana til dáða. Höfðu þeir sænska fánann á lítilli stöng og slógu taktinn með miklum tilburðum og áhorf- endur létu ekki á sér standa. Þetta byrjaði nokkru áður en leikurinn hófst og hélzt með- an hann stóð. Til þess nú að vega svolítið upp á móti þessu brugðu þýzkir áhorfendur unp þýzkum fánum og veifuðu þeim á móti, en það mátti sín lítils. Auk þsss hafði Þióðverji nokkur bundið nokkuð stór- an fána á stöng og veifíði honum til áhorfenda, sem tóku lítið undir bað, en hami varð að halda sig utan leik- svæðisins. Fyrir menn sem eru óvanir þessu maðf"rum. virð- ist þetta heldur óviðfeldið, og stappar nærri þvi að vera ekki hlutlaust. þar sem aðstaðan er ekki jöfn. FIFA bannar ,.heja“-liróp á leikvellinum. Þessar kvartanir Þióðverja hafa orðið til þess að Alþjóða- sambandið hefur látið málið til sí.n taka og gefið út til- skipun um það, að ekki sé heimilt að sérstakir menn stjórni „heja“-hrópum frá því svæði sem ætlað er til keppn- innar og útað áhorfenda- svæðunum. Það var hollenzki fulltrúinn í FIFA, Karel Lotsy, sem tilkynnti þetta í blaðaviðtali í gær. Þið meg- ið ,,heja“ eins mikið og þið viljið á áhorfendapöllum á undan og meðan á leik stendur, en sjálfur leikvangurinn og umhverfi hans viljum við hafa fyrir leikinn sagði hann. Sví- ar eru heldur slegnir yfir þessu og það má skilja það á blöðunum að nú verði bara fjórir ráðnir til þess að stjórna, sinn við hverja hlið vallarins og þá verða þeir auð- vitað að halda sig utan við „landhelgina“! Hvor vinnur? Hér er míkið um það rætt og ritað hvort liðið muni vinna Svíar eða Brasilíumenn. Svíar eru mjög bjartsýnir og láta engan bilbug á sér finna. Hinn enski þjálfari þeirra, Raynor, er hinn harðasti í því að þeir eigi að geta unn- ið. Hann hafði „njósnara“ á Rásunda þegar Brasilíumenn léku við Frakka og hann er nú búinn að fá allar skýrslur og er sagður hafa lokað sig inni til þess að athuga livaða leikaðferð skuli nota. Almennt er gert ráð fyrir að hann noti sömu leikaðferð i aðalatriðum og Frakkar notuðu, en hún reyndist vel meðan hægt var að nota hana og þeir voru allir heilir. Fullyrt er að lið Sví.anna verði það sama og á móti Þýzkalandi, því að enginn hlaut meiðsli. Hinsvegar munu flestir hlutlausir sérfræðingar í þess- um málum þeirrar skoðunar að Brasilía muni vinna. Sá varnagli er þó settur að fari svo að Brasilíumenn byrji illa og fái á sig mark eða mörk þá geti það haft sín slæmu áhrif á hina hrifnæmu skap- gerð Suður-Amerikumann- anna. Svo er annað að hingað til hafa þeir haft áhorfendur með sér, þeir hafa dáðst að þeim og klappað þeim lof í lófa. Þetta hefur sín áhrif á þá til örfunar. Hér snýst blað- ið við, og þó að þeir geti sýnt góðan leik, verða það Svíarn- ir sem fá „heja“-hrópin og það getur orðið þungt á met- unum fvrir hina hrifnæmu Brasilíubúa. Vel getur svo farið að hin norræna kalda seigla verði hinum örgeðja snillingum þung í skauti. Þriðja eða fjórða sætið, livor vinnur þaim leik? Það virðist vera meiri ráð- gáta hvor vinnur leikinn þar eem keppt er um þriðja og fjórða sætið. Frakkar verða að leika án hins snjalla mið- framvarðar síns, Jonquet sem ekki er nærri góður eftir meiðslið í leiknum við Bras- iliu, að öðru leyti verður liðið það sama. Þjóðverjar verða líka að sjá af hinum fræga Fritz Walter sem meiddist það illa í leiknum við Svía að hann liggur á sjúkraliúsi. Er sagt að hann muni ekki leika knattspyrnu meir, og hefur þar með einn snjallasti knatt- spyrnumaður Þýzkalands fyrr og síðar dregið sig í hlé. Hann er kominn fast að fer- tugu, og hefur haft svipaða þýðingu fyrir þýzka knatt- spyrnu og Gunnar Gren hef- ur haft fyrir 'sænska. Það skrítna er að þessir tveir menn eru uppá dag jafngaml- ir fæddir 31. olct. 1920. Toppnum náði Walter þegar hann varð heimsmeistari 1954, en þá var hann stjórnandi á leikvelli og ráðgjafi Herberg- ers. Og enn i þessu móti var hann einn bezti maður liðsins í hverjum leik. Hann hafði eagt fyrir keppni þes'sa að hann mundi hætta þegar henni væri lokið. 500 lögreglumenn urðu að verja Argentínumenn, við heimkomuna Það var ekkert smávegis um að vera þegar kríattspyrnu- menn Argentínu komu heim frá H.M.-keppninni, en þeir fóru sem og aðrir er þeir höfðu verið „slegnir út“. Þeir voru þó látnir stanza í. nokkra daga, m.a. til þess að láta líða svolítið frá óförunum á mótinu. Þegar heim kom höfðu heimamenn engu gleymt og hugðu til stórræða. Til þess að hafa gát p. öllu kallaði lög- reglan út 500 lögregluþjóna og fjölda brunaliðsmanna með stórar vatnssDrautur, og var farið með lið þetta og útbúnað út á flugvöllinn þar sem þessir „krossberar" lentu í Buenos Aires. Ekki minna en 30 þúsund manna hafði farið þangað til þess að „taka á móti“ liðirtu, og voru isumir komnir þangað mörgum klukkustundum áður en flug- vélin lenti. Þegar flugvélin settist, tóku áhorfendur að öskra, baula, blistra og hugð- ust loka leiðinni að flugskál- anum. Lögreglumennimir gátu hindrað að knattspvmumenn- irnir sæjust frá fólkinu og á þann hátt komið í veg fyrir að þeir yrðu fvrir grjótkasti. Þá tók lýðurinn að kasta steinum og smápeningum i rúður bifréiðarinnar sem átti að flytja þá og fararstjóm- ina til borgarinnar. Slökkviliðsmennirnir tóku þá að sprauta vatni yfir fólk- ið, sem kunni illa baði þessu og lét undan siga. Á meðan hafði verið farið með knatt- spyrnumennina aðra leið á bíl- um til tollskoðunar. Á meðan tollskoðun fór fram héldu slökkviliðsmennirnir fólkinu í hæfilegri fjaríægð með slöng- um sínum. 58 menn liafa sett mörk Fram að þessu, og þá eru tveir leikir eftir, liafa 58 menn skorað alls 110 mörk í keppni þessari. Hundraðasta markið skoraði Vava frá Brasilíu í leiknum við Frakk- land. Fle'st mörk hefur Fon- taine frá Frakklandi skorað eða 9 alls: Næstir honum koma með 5 mörk: Mc Par- land, Norður-Trland og Rahn frá Þýzkalandi. Með fjögur mörk eru Zikan, Tékki, Tichy frá Ungverjajandi, Kurt Osló 22. júní. 1 dag fór fram í Ulleváll- leikvanginum úrslitaleikurinn í deildakeppninni norsku og kepptu þar Viking frá Stav- anger og Skeid frá Osló. Þetta er í fjórða sinn sem Slceid keppir til úrslita en þvi hefur aldrei hingað til tekizt að vinna. Fyrst var það 1939 móti Fredrikstad og tapaði þá 2:1. Og svo liðu 13 ár þangað til þeir komust í úr- slit aftur. Þá var mótherj- inn Larvik Turn og tapaði Skeid með 3:2. Næsta ár var það svo Fredrikstad og enn tap 2:1. I þetta sinn voru þeir taldir langtum líklegri sig- urvegarar en Viking og taldir öruggir um sigur, loksins. Það ifór þó á aðra leið, því Viking vann verðskuldað. Það var í fyrsta sinn sem Viking pr í úrslitum í keppni þessari. Það var auðséð þegar í byrjun, að Viking lék með það fyrir augum að gera allt sem hægt væri til þess að sigra. Þeir börðust um livern knött, voru ákaflega fljótir að hindra Skeid í áhlaupum og á þann hátt rifu þeir niður hinn stutta og létta samleik sem Skeid er þekkt fyrir, en sem þó gekk ekki nógu hratt gegn hinum ágangssömu Vik- ing-leikmönnum. Með sam- blandi af löngum og stuttum sendingum fundu Víkingar glufur í vörn Skeid sem þeir hvað eftir annað smugu í gegnum. Hvað leikni snertir voru Skeid-menn betri, en það mátti sín ekki gegn hinu sam- stillta liði frá Stavanger. Vörnin barðist og aðstoðaði framlínuna eftir beztu getu, sérstaklega var það hægri innherjinn í liði Viking sem allstaðar var og undruðust menn úthald hans. Eftir leikinn var hann spurður hverju þetta sætti og hvort hann æfði svo mjög, en hann sagði aðeins að hann hefði hætt að reykja og það hefði haft þessi áhrif. Sterkasti maður öftustu varnarinnar var Edgar Falck, sem var bakvörður í leiknum við Noreg í fyrra í Reykja- Hamrin, Sviþjóð og Pele frá Brasilíu. Fyrir Brasilíu hafa skorað: Pele 4, Vava 3, Mazola 2 og Santos og Didi eitt hvor. Fyrir Svíþjóð hafa skorað: Hamrin 4, Simonsson 3, Lied- holm, Skoglund og Gren sitt markið hver. Menn hættú að vinna í Brasilíu Þegar leikurinn milli Frakk- lands og Brasilíu hófst á þriðjudagskvöld, safnaðist mikill mannfjöldi saman á götum höfuðborgarinnar tii að hlusta á hátalara sem komið var fyrir á öllum kaffi- og matsölustöðum utandjTa, til þess að skýra frá þvi sem var að gerast í Stokkhólmi og livernig leikurinn gekk. Þegar leikurinn hófst hættu allir að vinna í Rí.o. Fólkið hafði aflað sér flugelda sem var ekotið upp sem ákafast þegar mörkið voru skoruð. Við hvert mark sem skorað var og frá var sagt, var æpt allt hvað af tók og höttum, fötum og ýmsu laúslegu kastað upp í loftið! vík. I þessum leik var hann miðframvörður og hafði bezta mann Skeid á móti sér, en það var Harald Hennum sem líka lék með norska liðinu heima í fyrra. Hennum var of seinn til þess að framlínan fengi nokkru áorkað, enda eins og fyrr segir fengu þeir engam frið til þess að athafna sig, er upp að marki kom. Viking skoraði eitt mark í hvorum hálfleik. Fyrra mark- ið kom sem bein afleiðing af því hve ákveðnir Vikingar voru og að þeir börðust um alla knetti hversu vonlaust sem það var. Bakvörður gef- ur markmanni knöttinn og virðist nógur tími en útherj- inn æðir á eftir og markmann- inum fatast þegar hann sér þennan ákafa og missir knött- inn til vinstri innherjans sem skorar. Síðara markið skoraði Rolf Björnsen. Viking var vel að sigrinum komið. Liðið sem lieild barð- ist og gaf aldrei eftir, og kom mótherjunum, sem voru hin- ir líklegu, á óvart. og kæfðu allar hinar góðu tilraunir þeirra til að ná leiknum í sínar hendur. Áhorfendur voru um 13.000 og hafa aldrei verið færri á úrslitum í deildarkeppninni. Það virðist sem Oslóliðið hafi valdið svo miklum vonbrigð- um að varla heyrðist í nokkr- um manni. Dálítill hópur manna, auðsýnilega frá Stav- anger, setti svolítinn svip á þetta með söng og tilheyrandi köllum. Veður var mjög gott. 1 þau 13 skipti sem keppt hefur verið með þessu fyrir- komulagi í Noregi hefur Fredrikstad unnið sjö sinnum Larvik Turn 3 og Fredig, Fram, Larvik og Viking eitt skipti hvert félag. Akranesliðið til Noregs Á leið minní til Hamar hitti ég Karl Guðmundsson að máli og lét hann vel yfir sér. Var hann ánægður með frammi- stöðu liðsins sem hann hefur Framhald á 11. síðu Argentíska knattspyrnuliðið, sem fékk hinar óblíðu mót- tökur við heimkomuna. Viking vann deildakeppnina norsku, sigraði Skeid 2:0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.