Þjóðviljinn - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 1. júlí 1958 R«glugerðin hefur fengið lagagifdi Framhald af 1. síðu. 2. Margar þjóðir hafa þegar tekið sér 12 mílna landhelgi. 3. Á ný-afstöðnu alþjóðaþingi þar sem 87 riki áttu fulltrúa og f jallað var um landhelgismál, j kom skýrt í ljós að mikill meirihluti þeirra vill viðurkenna 12 mílna fiskveiðilandhelgi, þó iað meiri ágreiningur sé þeirra í milli um almenna 12 mílna lándhelgi. 4. Fiskifræðilegar rannsóknir; I leiða ótvírætt í Ijós, að brýn, þörf er á aukinni vernd fiski- j stofnanna við strendur landsins. 5. Lifsafkoma íslendinga er svo nátengd fiskveiðum og fisk- iðnaði, að stækkun fiskveiðiland- helginnar er lífsnauðsyn. Það sést bezt á því að um 95% af árlegu útflutningsverð- fnæti þjóðarinnar eru sjávaraf- urðir. 6. í verkaskiptingu þjóðanna er ekkert eðlilegra, en að íslend- ingar hafi forgangsrétt til þess að veiða þann fisk, sem hægt er að veiða við strendur lands- ins og vinna hann við beztu hugsanleg skilyrði skammt frá sjálfum fiskimiðunum. 7. ístéhdingár hafa árum sam- >an unnið að því á erlendum vettvangi að fá viðurkenningu annarra þjóða fyrijr tnauðsjh þess og réttmæti að fiskveiði- landhelgin við ísland yrði stækkuð. Af þeim ástæðum gát- um við ekki beðið lengur með framkvæmdir í málinu. Aukin lands- réttindi Sú stækkun íslenzku fiskveiði- landheiginnar, sem hin nýja reglugerð ákveður, er öllum Is- iendingum mikið gleðiefni. Við vitum að hér er lögformlega verið að auka við landsréttindi okkar, verið að tryggja okk- ur lögsögu og full yfirráð yfir svæði sem við höfum talið okkar, en Þó ekki fengið að njóta einir. Stækkun fiskveiði- landhelginnar hefur því svipuð áhrif á okkur og það mundi hafa á þjóð að endurheimta til heimalandsrns landshluta eða landssvæði, sem lengi hefur verið þrætuepli eða undir er- lendum yfirráðum. Þó að hin nýja reglugerð um stækkun fiskveiðilandhelginn- ar sé öllum landsmönnum mikið ánægju- og fagnaðarefni, þá er það ekki að efa, að ýmsir hefðu kosið að hafa einstök atriði reglugerðarinnar nokkuð á ann- an veg. Þannig munu ýmsir spyrja hvers vegna ekki hafi verið breytt grunnlínum. Svarið er augljóst. Það skref sem stigið er með 12 mílna fiskveiðilandhelgi er stórt og þýðingarmikið skref og sér- staklega er það stórt í augum erlendra þjóða. Sú ákvörðun okk- ar mætir harðri andstöðu ýmissa þjóða Og getur skapað okkur ým- iskonar vandamál. Við þurfum því á öllu okkar að halda til þess að ná fram fullkominni viðurkenningu á því sem mestu máli skiptir í þessum ífnum. Réttur okkar til breytinga á grunnlínum er geymdur og það skýrt fram tekið af okkur. Samstaða þjóðarinnar um 12 mílna fiskveiðilandhelgi er alger, en breytingar á grunnlinum markast alltaf nokkuð af sér- sjónarmiðum einstakra lands- hluta. En sá tími er vonandi ekki langt undan, að grunnlínukerf- ið verði endurskoðað með hags- muni • þjóðarheildarinnar fyrir augum. i I jilM&Ufl Veiðar togaranna í reglugerðinni er gert ráð fyr- ir þvi, að íslenzkir togarar fái rétt til þess að veiða innan hinn- ar nýju fiskveiðiiandhelgi, þó eftir sérstökum reglum, sem um það verða settar. Misjafnar skoðanir eru um þessa heimild eins og vonlegt er. En ákvörðun um þessa heimild var tekin út frá því grundvallar sjónarmiði að skapa sem sterkasta sam- stöðu allra flokka á Alþingi og þjóðarinnar í heild unt aðalat- riði málsins, það atriðið sem varðar lifsöryggi þjóðarinnar allrar. Jafnhliða hinni nýju reglugerð hefur sjávarútvegsmálaráðuneyt- ið í dag ákveðið að skipa sér- staka nefnd til þess að gera tillögur til ráðuneytisins um hvernig skuli haga heimild þess- ari gagnvart íslenzkum togveiði skipum. í nefndinni verða fulltrúar eft- irgreindra aðila; . 1. Fiskimálastjóri, 2. Einn fulltrúi frá hverri deild eða sambandi deildar Fiskifé- lags íslands, þ. e, 1 frá Austurlandi 1 — Norðurlandi 1 — Vestfjörðum 1 — Snæfellsnesi 1 — Reykjavík 1 — Suð-Vesturlandi 1 — Vestmannaeyjum 3. Einn fulltrúi frá Landssam- bandi íslenzkra ú.tvegsmanna. 4. Tveir fulltrúar frá Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeig- enda. 5. Tveir fulltrúar frá Alþýðu- sambandi íslands. Gert er ráð fyrir því að-settar verði reglur um takmörkun á heimild íslenzkra togveiðiskipa til veiða á viðbótarlandhelgis- beltinu, þannig að þýðingarmestu veiðisvæði bálaflotans á þeim tímum ársins, sem mestlu máli skiptir, séu jafnan lokuð fyrir togveiðum, en þó reynt að haga reglum þannig að möguleiki ís- lenzkra togveiðiskipa nýtist með eðlilegum hætti. Sameinumst um stækk- un landhelginnar! Við höfum nú formlega sett okkar reglur um fiskveiðiland- helgi fslands. Eftir 2 mánuði, eða 1. septem- ber n.k. taka hinar nýju reglur gildi. Við munum ’ kappkosta að verja hina nýju fiskveiðiland- helgi eftir þvi sem við höfum frekast getu til. Okkur er kunn andstaða ým- issa annarra þjóða. Við gerum okkur því fulla grein fyrir alvöru málsins og þeim vanda sem okkur getur mætt. En við eigum enga aðra leið til en þá, sem við höfum valið. Afkoma okkar og öryggi krefst þessa, Við \ritum að okkar beittasta vopn og það sem inun færa okk- ur sigur, er fullkoitiin órofa sam- staða allrar þjóðariruiar. Þess vegna leggjum við til hliðar ágreining um minni hátt- ar atriði, en sameinumst um kjarna málsins. Það er okkur uppörfun og gleði að heyra ýmsa kunna menn erlenda viðurkenna áform okkar og röksemdir. Við trúum því líka að svo muni fara, að forystumenn ná- grannaríkja okkar sem mótmælt hafa stækkun fiskveiðilandhelg- innar, muni einnig sannfærast um rétt okkar og viðurkenna í framkvæmd lögsögu okkar á hinu nýja svæði. Einbeitt og óhvikul framkoma okkar, mim sannfæra aðrai þjóðir um það, að ekkert getur hindrað okkur í því að setja þær reglur sem tryggja iifs- öryggi þjóðarinnar í landinu." Ákranes-KR 11 S.l. sunnudagskvöld var háð- ur kappleikur í íslandsmótinu í knattspyrnu (I. deild). Akumes- ingar og KR kepptu og varð jafntefli, 2 mörk gegn 2. Nánar verður sagt frá leiknum á í- þróttasíðu á morgun. Eg er flutt á Álfhólsveg 86 Kópavogi. Viðtalstími kl. 1—2, simi 19819. Jéhamta Hrafnfjörð, ljósmóðir. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að múrhúða að utan barnaskólann og íþróttahúsið í Keflavík í sumar. Útboðslýsing ! og teikningar verða afhentar á skrifstofu minni : gegn 200 kr. skilatryggingu. Tilboðum sé skilað eigi síðar en 10. júlí n.k. Keflavík, 26. júní 1958. . Bæjarstjórinn Þegar þeir voru komnir aftur héilu og höldnu um borð, þá sneri Brighton sér að Þórði og mælti dá- lítið skjálfraddaður: „Allt þetta erfiði, og ekki til annars en að finna tóman skápinn. Varðst þú nokk- urs visari ?“ „Nei, ég fann ekkert, sagði Þórður, „skipið hefur verið rænt að öliu verðmætu, En hver var þar að verki?“ Þeir ákváðu nú að bezt væri að snúa aftur til Durban, en rétt í því að þeir voru að ljúka öllum undirbúningi, þá sáu þeir hvar barka- bátur sigldi í áttina til þeirra. „Það virðist sem þeir ætli að ná tali af okkur“ tautaði Þórður, „eyjamar eru þá ekki óbyggðar, þegar öllu er á botninn hvolft“. Frændi Eysteins 1 Framhald af 6. síðu til þess að standa sem fastast gegn öllum kröfum“. Tímanum láist aðeins að geta þess að að „óhreina kró- anum“ standa tvéir aðilar eins og flestum öðmm króum, Verkmannablaðið er gefið út sameiginlega af mönnum úr Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum. Og einn helztl rithöfundur blaðsins er Áki Jakobsson sem var kosinn á þing af Framsóknarmönnum á Siglufirði samkvæmt skipura Eýsteins Jónssonar. Óhreinl króinn er þannig sonur Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu* flokksins — og nákomin® frændi Eysteins Jónssonar. í kvöld kl. 8.30 leika Fram—Hafnarfjörður á Melavellinum. ÍSLANDS MÓTIÐ MÖTANEFNDiN Dómari: Guðbjartur Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.