Þjóðviljinn - 02.07.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1958, Blaðsíða 1
JÓÐVHJINN Réttarhöld yíir stríðs* glæpamanni í Vestur- þýzkalandi Sjá 5. síðu Miðvikudagur 2. júlí 1958 — 23. árgangur — 144. tölublað. iðstef rsa vísinda Genf fór vel af stað „Náttúrulögmálin eru eins hjá Rússum, Frökkum, Bretum og Bandarlkjamönnum" Fréttamenn í Genf telja að ráðstefna vísindamanna frá átta þjóðum, sem þar hófst í gær, hafi farið vel af stað. Ráðstefnuna sitja vísinda-' verk ríkisstjórnanna. Sovétrík- menn frá Bandaríkjunum, Bret- in hefðu sem kunnugt er þegar landi, Frakklandi, Kanada, Pól- hætt tilraunum með kjarnorku- landi, Rúmeníu, Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu. Verkefni þeirra er að segja til um, hvernig tryggilegast verði gengið frá eftirliti með því að bann við tilraunum með kjárn- orkuvopn sé ekki brotið á laun. Meðal fulltrúanna á ráðstefn- unni eru ýmsir heimskunnir vísindamenn, svo sem Bretarn- ir sir John Cockroft og sir William Penney, sovézki nó- belsverðlaunaþeginn Seménoff og bandaríski nóbelsverðlauna- þeginn Ernest O. Lawrence. Samkomulag um fundarsköp. Ráðstefnan var sett í höll Þjóðabandalagsins og fluttu formenn sovézku og bandarísku nefndanna, prófessorarnir Evgení K. Fjodoroff og James B. Fisk, stutt ávörp. Prófessor Fjodoroff kvað vísindamennina ekki myndu ræða stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn, það væri hlut- Foringinn dó í kosningabardaga Karl Arnold, einn af foringj- um kaþólska flokksins í Vest- ur-Þýzkalandi, andaðist á sunnudaginn 58 ára gamall. Arnold var foringi kaþólskra í Rínarlöndum-Westfalen, þar sem kosningar til fylki&þings fara fram á sunnudaginn. Sam- starfsmenn Arnolds teija að" hann hafi ofreynt sig í kosn- ingabaráttunni. vopn, von sovézku fulltrúanna væri að störf ráðstefnunnar í Genf stuðluðu að því að Vest- urveldin gerðu slíkt hið sama. Prófessor Fisk kvaðst álíta að ráðstefnan hefði sögulegu hlutverki að gegna, þar sem Framhald á 10. síðu. Samningafundur í farmanna- deilunni í gærkvöld 02 nótt Sjómannaíélagið veitir undanþágu fyrir olíuflutningum út um land Samningafundur í farmannadeilunni hófst í gærkvöld og var búizt við að hann stæði fram á nótt. Eins og kunnugt er var mála- miðlunartillaga í farmannadeil- unni felld af sjómönnum með mjög litlum atkvæðamun — sex atkvæðum — þrátt fyrir ein- róma meðmæli stjórnar Sjó- Marokkóstjórn hefur borið fram við Bandaríkjastjórn mótmæli gegn því að einni af flugstöðvum Baiidaríkjanna i Marokkó verði breytt í kjarn. orkuárásarstöð. ' í mótmælaorðsendingunni, sem afhent var bandaríska sendiherranum í Rabat á sunnudaginn, sagir að óheim- ilt sé að afhenda Strategic Air Command, kjarnorkuá- rásarflugflota Bandaríkjanna, flugstöðina Nouasseur án vilja og vitundar Marokkó- stjórnar. Vinstriflokkarnir ágruðu í vor í bæjarstjórnarkosningum í Bombay, sem er önnur stærsta borg Indlands, borgarbúar um þrjár milljónir. Borgarstjóri var kjörinn kommúnistinn S.S. Mirajkar, forseti Alþ ýðusambands Indlands. Myndin var tekin þegar nýi borgarstjórinn ók í blómum skrýddum vagni í fararbroddi skrúðgöngu um götur Bombay, mannafélags Reykjavíkur og samninganefndar. Eftir það héldu óformlegar viðræður á- fram í' gær og í gærkvöld hófst fundur, þar sem Lúðvík Jóseps- son sjávarútvegsmálaráðherra og Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins ræddu við fulltrúa far- manna, en síðar var gert ráð fyrir að fulltrúar skipaeigenda — sem fellt höfðu tillöguna með miklum atkvæðamun — mættu á fundinum. 14 skip hafa nú stöðvazt af völdum deilunnar, og hafa þeg- ar hlotizt af því margháttaðir erfiðleikar sem munu magnast með hverjum degi ef deilan dregst enn á langinn og geta kostað þjóðina miklar fjárhæð- ir. jj Framhald á 10. síðu. aívírkjadeíl- anleyst I gærkvöld náðist sam- komulag niilli sanuúnga- nefnda Félags íslenzkra rafvirkja og rafvirkja- meistara og skrifuðu báð- ir aðilar undir samning með fyrirvara um sam- þykkí félaganna. Verða væntanlega greidd at- kvæði í dag. a knýj- gismálinu ÓvmafagnaSur oð hirfa ósannar frásagnir og vekja ! deilur um smœrri atriSi landhelgismálsins \ Ekki er efi á því að brezkir útgerðarmenn og aðrir andstæðingar okkar munu reyna að' magna and- róður sinn nú, eftir að nýja reglugerðin hefur hlotið lagagildi. í þeim átökum skiptir það öllu máli að þjóðin standi saman sem einn maður og enginn skerist úr leik. Það er því mikill óvinafagnaður að tvö íslenzk blöð, Alþýðublaðið og Morgunblaðið, skyldu bjóða hina nýju reglugerð velkomna í gær með neikvæðum og ósönnum skætingi. f tilefrii af þessum skrifum þykir Þjóðviljanum rétt að skýra frá nokkrum staðreyndum sem gefa mynfi af því hvað er á bak við þessi skrif blaðanna tveggja: Vildu fresta í mánuð enn! Á i'undi landhelgismála- nefndar s.l. laugardag lagði Guðmundur 1 Guðinundsson til að útgáfu regiugerðarinnar um stækkun lardhelginnar í 12 mílur yrði frestað í a. m. k. einn mánuð! Hafdi Iiann ' þó 24. maí s.l. undirritað með eigin hendi skuldbindingu um að reglugerðin sltyldi gefin út 30. júní og hafði sá dagur verið valinn samkvæmt til- lögu Alþýðuflokksins sjálfs! Fulltrxii Sjálfstæðisfiokksins í nefndinni, Sigurður Bjarna- son, kvað Sjálfstæðisflokk- inn sanunála þessari tillögu utanríkisráðherra og vilja fresta málinu. Þarf eng- um s'etum að þvi að leiða hvaðan tillögumar um frest- uni landhelgismálsins ern runnar, svo mjög sem þeirrí kröfu hefur verið flíkað á er- lendum vettvangi. Þjóðviljanum þykir rétt - a5 skýra frá þessu, þar sem b.æði Alþýðublaðið og Morgunblaðið hafa algerlega neikvæðan tón í fréttum sínum í £ser vun að reglugerðin nýja hafi hlotið lagagildi. Hvorugt blaðið fagnar þessum stórviðburði en þau segja bæðj með svipuðu orða- lagi að undirbúningi hafi verið Framhald á 3. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.