Þjóðviljinn - 03.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.07.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. júlí 1958 pIÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórai: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. i Friðbiófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. v.___________________________________ Pólitísk skammsýni Iumræðum um efnhagasmál- in á undanförnum árum hafa málgögn íhaldsins mjög vitnað til verkfallana miklu 1955. Þau hafa haldið því fram að þar sé að finna upp- haf allra meina, þá hafi farið gersamlega úr skorðum eitt- hvert „jafnvægi“ sem búið hafi verið að ná og við tekið verðbólguskriða sem þjóðin sé ' enn að glíma við. Á þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn klifað látlaust í þrjú ár; for- ustumenn hans hafa varla flutt svo ræðu að þeir boðuðu ekki þessa kenningu, hugsun þeirra hefur verið sú að væri staðhæfingin endurtekin nægi- lega oft yrði hún algildur sannleiknr. að er því athyglisvert að tveir hagfræðingar, Jónas Haralz og Jóhannes Nordal — sem sízt af öllu verða ákærð- ir fyrir það að dómgreind þeirra hafi slagsíðu af of mik- illi ást á verklýðshreyfing- unni og viðhorfum hennar — hafa tekið þessa kenningu til umræðu að undanförnu. Ilafa þeir báðir komizt að sömu niðurstöðu, að verkföllin mikiu 1955 hafi ekki verið orsök heldur afleiðing. Þau Iiafi verið afleiðing af stefnu íhaldsst.iórnarinnar í efna- hagsmálum, verðbólgumyndun og of mildlli þenslu, sem m.a. haíi verið afleiðing af her- námsframkvæmdunum. Það sé því rangt að ræða um verk- f' Ilin sem upphaf einhverrar nýrrar þróunar, 'sú þróun hafi átt sér mun lengri aðdrag- anda. Aþetta er bent vegna þess að íhaldsblöðin hafa eiiiatt vitnað í mat þessara tveggja hagfræðinga með velþóknun og talið þá hlutlausa fræði- menn á sí.nu sviði. Hin's veg- ar koma niðurstöður þeirra verklýðshreyfingunni ekkert á óvart; hver verkamaður vissi að verkföllin voru varnarráð- ' stöfun sem alþýðusamtökin höfðu verið knúin til. Kaun- mátt.ur tímakaupsins hafði verið skert.ur mjög stórlega á árunum áður, svo að það vantaði um fimmtung upp á að tímakaup Dagsbrúnar hrykki eins vel fyrir nauð- synjum og 1947. Með átökun- um 1955 voru verklýðsfélög- in að gegna frumskyldum sín- um, að reyna að vernda k.iör og hagsmuni félagsmanna sinna. En verkföllin miklu 1955 voru ekki aðeins óhjá- kvæmileg kjarabarátta í þrengstu merkingu þess orðs; þau urðu einnig mjög um- fangsmikil stjórnmálaátök. Sjálfstæðisflokkurinn brá þannig við að hann einbeitti állri orku atvinnurekenda og I ríkisvaldsins til andstöðu við knöfur launafólks, þannig að verkföllin urðu allsherjar þol- raun verklýðssamtakanna ann- ars vegar og atviunurekenda- samtakanna hins vegar; úr því skyldi skorið hvor aðilinn væri sterkari. Og úr því fékk'st einnig skorið; verk- lýðssamtökin unnu einn mesta sigur sögu sinnar hér á landi eftir langa og harða baráttu. Sá sigur var jafn mikilvægur og lærdómsríkur, þótt Sjálf- stæðisflokkurinn notaði síðan yfirráð sín yfir ríkisvaldinu til þess að hleypa af stað mestu verðbólguskriðu sem um getur hér á landi til þess að ræna á þann hátt því sem launþegar höfðu endurheimt. Og stjórnmálaafleiðingar verkfallanna urðu einnig mjög mikilvægar. Sú stað- reynd varð öllum raunsæjum mönnum ljós að það var ekki unnt að stjórna landinu í and- stöðu og stöðugrí styrjöld við verklýðshreyfinguna; ofur- vald og ofstæki atvinnurek- endaflokksins var dragbítur á alla skyn'samlega þróun. Því leiddu þessir miklu atburðir til stjórnarslita, þeir leiddu til stofnunar Alþýðubanda- lagsins, þeir leiddu til þess að mynduð var á næsta ári vinstri stjóm sem hét bví að hafa samráð við verklýðssam- tökin um allar aðgerðir í efna- hagsmálum, þannig að alþýðu- samtökin gætu komið fram viðhorfum sínum og tryggt hagsmuni sína án þess að eiea í verkföllum með stuttu milli- bili. Styrkur verklýðshreyfingar- innar er óumflýjanleg staðreynd í íslenzkum stjórn- málum og undan henni verð- ur ekki komizt, hvaða aðferð- um sem beitt kann að verða. Það stoðar t.d. ekkert að lýsa yfir því í orði að óhjákvæmi- legt sé að hafa sem nánast samráð við verklýðshreyfing- una, eins og Framsóknar- flokkUrinn gerir, en knýja í verki fram ráðstafanir eins og þær sem nú eru komnar til framkvæmda og birtast í, um- fangsmiklum verðhækkunum dag eftir dag. I því birtist sama skilningsleysið og fram kom í afstöðu Sjálfstæðis- flokksins, þótt formið sé ann- að, og þótt hið almenna við- horf til verklýðshreyfingar- innar sé vissulega allt annað en áður var. En efnahagslögin nýiu eru ekki í, samræmi við stefnu og hagsmuni verklýðs- hreyfingarinnar, og hún hefur mótmælt þeim. Viðbrögð hennar hafa síðan birzt í því að um 40 verklýðsfélög sögðu unp samningum sínum fyrir 1. júní og allur þorri þeirra bíð- ur átekta og er reiðubúinn til aðgerða með stuttum fyrir- vara til þ-ess að tryggja kjör félagsmanna sinna. Reynslan frá 1955 sýnir að slíkum á- tökum getur ekki lokið nema j á einn veg, en það er mikil ■ og óþörf pólitísk skammsýni, | ef enn einu sinni þarf að rif ja j upp í verki þá reynslu sem, þá fékkst, * Kjamorkuhervæilng Frakklands mun magna kjarnorkukapphfaupíð |L|argt er á huldu um fyrir- ætlanir de Gaulle hers- höfðingja og forsætisráð- herra í Frakklandi, en það orkar ekki tvímælis að leið- arstjarnan á hermennsku- og stjómmálaferli hans er nú sem fyrr draumurinn um la gloire, makt og veldi Frakk- lands. Um aldir hefur stór- veldishyggjan staðið djúpum rótum í Frakklandi og fremsti fulltrúi hennar nú er de Gaulle. Á fundi þeirra Macmillans, forsætisráðherra Bretlands, um síðustu helgi skýrðist nokkuð hvernig liers- höfðinginn hyggst tryggja Frakklandi þann sess í heim- inum, sem hann telur að því beri að skipa. Stórveldisað- stöðu Frakklands á að festa með því að búa franska. herinn kjarnorku- vopnum. Áður var vitað að franskar ríkisstjórnir hafa látið vinna ýmis undirbún- ingsstörf að smíði kjamorku- vopna, en kostnaðurinn hefur fælt þær frá að hefja fram- kvæmdir af fullu kappi. Nú hefur de Gaulle ákveðið að ekkert skuli til sparað að gera Frakkland að fjórða kjarnorkuveldinu. 'v : 'i Itilkynningunni um viðræð- ur de Gaulle og Macmillans segir meðal annars að þeir hafi orðið sammála um mál sem varða kjarnorkuvígbún- að. Þetta túlka brezk blöð svo að Macmillan hafi fallizt á að Frakklandi beri að ráða yfir kjarnorkuvopnum. Hinsvegar er óvist hverju hann hefur svarað ósk de Gaulle um að Bretar miðli Frökkum af reynslu sinni í smíði kjam- orkuvopna og styrki kjarn- orkuhervæðingu þeirra fjár- hagslega. Franska stjórnin Charles de Gaulle hershöfðingi í ræðustól láta af hendi við þá banda- menn sina, sem sjálfir hafa komizt vcrulega áleiðis í kjarnorkuhervæðingu. Sem Erlend Éíðmdi Stendur uppfylla Bretar einir þetta skilyrði, en de Gaulle er staðráðinn í að Frakkland skuli áður en langt um líður sitja við sama börð. Dulles utanríkisráðherra fer um Kótt stjórnir Bretlands og 1 Bandaríkjanna sjái sér ekki annað fært en að taka undir fyrirætlanir de Gaulle um að gera Frakkland að kjarnorkustómeldi, er vitað að þeim er það allt annað en ljúft. Eftir því sem fjölgar í kjamorkukúbbnum minnkar vegur.þeirra sem þar eru fyr- ir. Auk þess er stjórnarfarið í Frakklandi á hverfanda hveli, enginn veit hver þar fer með stjóm að ári, hvað þá þegar lengra líður. Efa- semdir brezkrá áhrifamanna skína í gegnum orð íhalds- blaðsins Daily Télegraph: „Það er staðreynd, að þegar til lengdar lætur getur máður ekki komið í veg fyrir að Frakkland fáj kjarriorkuvopn til umráða. Er þá ekki hættu- minna að efna til samstarfs, en að knýja Frákka til að starfa algerlega á eigin spýt- ur?“ Daily Herald, málgagn Verkamannaflokksins varar við afleiðingunum af því ef Frakkland fær kjarnorkuvopn í hendur og skorar á brezku Stjórnina að sjá nú að sér og hætta tilraunum með kjarnorkuvopn: „Hætti ekki öll rí’ki tilraunum, munu kjarnorkuvonn von bráðar komast í hendur ríkis, þar sem einræðisstjórn fasista vofir yfir. Evkst öryggið í heiminum við það að Frakk- land og síðan önnur ríki í kjölfar þess fá inngöngu í kjarnorkuklúbbinn? Auðvitað ekki“. Kjarnorkusprengja springur mun einnig Ieita til Banda- ríkjastjórnar, sem nú hefur fengið heimild þingsins til að láta bandamönnum sínum i té upplýsingar um áhrif, gerð og noktun kjamorkuvopna. Kjarnorkuvopnin sjálf má Bandaríkjastjóm þó aðeins helgina til Frakklands að hitta de Gaulle, og hann sagði fréttamönnum í Wash- ington í fyrradag að í viðræð- um þeirra myndi samvinnu Frakklands og Bandaríkjanna í kjaraorkuherbúnaði bera á góma. ¥Tér er komið að kjarna málsins. Fái Frakkland kjarnorkuvopn munu önnur ríki fylgja á eftir, fyrst og fremst Kína og Vestur-Þýzka- land. Auk þess er vitað að Kanada, Svíþjóð, Tékkóslóv- akíu, Belgiu og Austur- Þýzkalandi er tæknilega lítið eða ekkert að vanbún'aði að Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.