Þjóðviljinn - 05.07.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.07.1958, Blaðsíða 12
Þióðvujinn Laugardagur 5. júlí 1958 — 23. árgangur — 147. tölublað. Tvær búðanna við Langholtsveg, ein við Sogaveg. — Fundir í dag í 11., 14. og 15. deili KRON KRON vinnur nú að því að bæta aðstööu sína til verzlunarreksturs í fjórum hverfum í bænum, og' jafn- iramt því að auðvelda þeim félagsmönnum sem þar búa — en þeir eru um 1800 — viðskipti við félagiö. liu Helztu framkvæmdir sem er unnið að, eru þessar: 1. VeriS er að breyta matvöru- búðinni á Skólavörðustíg 12, er búðin stækkuð og gerð að kjör- búð með 1. flokks kæli 02 frysti- tækjum. Breytingjn er gerð i áföngum, án þess að loka búð- inni, og verður væntanlega iok- ið i ágúst. Vefnaðarvörubúð fé- Jagsins verður einnig breytt mik- ið á þessu sumri. 2. Nýlega hefur KRON keypt verzlunarhús að Langholtsvegi 130 og verður Þar gerð 1. fiokks kjörbúð á 150 ferm. gólffleti, með jafnstórum kjallara fyrir geymslur og vinnustofur. Kjör- búð þessi tekur við af matvöru- búð félagsins að Langholtsvegi 136, sem annar ekki vaxandi fjölda félagsmanna í hverfinu. Fundur verður haldinn í 11. deild félagsins kl. 4 e. h. í iaugardaginn 5. júlí í hinu nýja verziunarhúsi á Langholts- vegi 130 og þar rætt um hina nýju kjörbúð. 3. Ákveðið er að byggja stóra kjörbúð að Langholtsvegi 52, sem tekur við af lítilli búð á Langholtsvegi 24. Verzlunarhús Frakkar ætla að berjast ákafar Formælandi frönsku her- stjórnarinnar í Alsír sagði í gær að nú eftir heimsökn de Gaulle forstæisráðherra, myndi sóknin gegn uppreisnarmönn- um verða hert að miklum mun. Formælandi þessi sagði að varnir uppreisnarmanna væru nú mjög í molum, og væru þeir víða aðþrengdir vegna matvæla- skorts. þetta verður byggt eftir þei.m fyrirmyndum, sem bezt hafa gef- izt á Norðurlöndum. Fundur verður haldinn í 14. dei’d KRON í hinu nýja verzlunarhúsi að Langholtsvegi 130 í dag, laugar- daginn 5. júlí kl. 6 e. h., og þar rætt um hina nýju byggingu. 4. 15. deild KRON hefur verið og er búðarlaus. Nú hafa verið fest kaup á verzlunarhúsnæði á Horni Soaavegar og Tunguvegar, og verður Þar gerð ágæt kjör- búð á ca. 130 ferm. gólffleti með geymslu í kjallara. Fundur verð- ur haidinn í 15. deild í hinu nýja verzlunarhúsnæði kl. 2 e. h. í dag, laugardaginn 5. júlí, og þar rætt um hina nýju kjörbúð. Nýir félagsmenn eru velkomnir á fundinn. Hátíðahöld í Júgóslavíu í til- efni sigurs skæruliðanna Tito hélt ræðu og einnig Nasser, sem nú er í heimsókn í Júgóslavíu í gær voru fimm ár liðin frá því að tiltölulega fá- mennur hópur skæruliða undir stjórn Títós tókst aö brjótast úr herkví Þjóðverja, sem höfðu umkringt flokk hans með miklu liði nálægt fjallaþorpinu Tjankiste í dag, fjalllendi Bosníu. 1 þessu tilefni voru mikil há- Árið 1943 höfðu 19500 júgó- tíðahöld í Tjankiste í gær. slavneskir skæruliðar verið Tito forseti var þar staddur króaðir inni af 120000 manna ásamt Nasser forseta Samein- aða Arabalýðveldisins, sem nú er í heimsókn í Júgóslaviu. Var þeim fagnað af gífulegum mannf jölda, og m.a. voru 80000 fyrrverandi skæruliðar við- staddir hátíðahöldin. Bardaginn í Tjankiste fyrir 15 árum er mjög frægur og sigurinn eitt frækilegasta afrek hinna dáð- miklu júgóslávnesku skæruliða. Tito flutti ræðu við hátíða- höldin í fjallaþorpinu í gær. Hann vísaði á bug fullyrðing- um vissra landa um að sósíal- isminn væri á villigötum í Júgóslaviu. — Við erum sósíal- istar og við munum byggja upp land okkar á þann hátt, sem við teljum beztan fyrir þjóð- ina, sagði Tito. þýzku heliði. í viðureigninni féllu 8000 skæruliðar og Tito var einn þeirra sem særðust í orustunni. Tito sagði í ræðu sinni, að allir hefðu hugsað um það eitt að berjast til þrautar og sama hugarfar ríkti enn meðal Júgóslava. Nasser forseti flutti einnig ræðu við hátíðahöldin. Hann flutti júgóslavnesku þjóðinni þakkir fyrir stuðning hennar Framhald á 3. síðu. Siötíu og níu af stöðinni verður leikin í áföngum í útvarpinu f kvöld, laugardag'lnn 5. júlí, verður byrjaö að flytja skáldsöguna Sjötíu og níu af stöðinni í útvarp. Gísli Halldórsson, leikstjóri og leikari, hefur búið söguna til flutnings í leikritsformi, svipuðu og þegar Amok eftir Stefan Zweig var flutt s.l. vetur, og verður sagan lesin og leikin alls fimm laugardagskvöld í röð. Aðalhlutverk eru í höndum 1954. Kom hún siðan út hjá þeirra Gísla Halldórssonar, j Iðunnarútgáfunni í Reykjavík Kristbjargar Kjeld og Guðmund- ar Pálssonar. Sagan verður fiutt að mestu leyti óstytt, nema hvað fyrsta kaflanum'er sleppt. Þrjár persónur koma einkum við sögu í •bókinni, þau Ragnar Sigurðs- son, sem jafnframt er sögumað- ur, Guðriður Faxen og Guð- mundur bílstjóri. Gisli mun leika Ragnar, en Kristbjörg og Guðmundur þau Guðríði og Guðmund. Þetta er í fyrsta sinn að íslenzk skáldsaga er flutt í útvarp í formi sem þessu. Indriði G. Þorsteinsson ritaði skáldsöguna Sjötíu og níu af stöðinni á Akureyri haustið ÚrvaEsfíokkur kveana ir Ármanni sýnir á fimleikamáti í Þrándheimi 12 stúlkur úr úrvalsflokki kvenna úr Ármanni fóru ílugleiðis til Noregs síðastliðið miðvikudagskvöld, ásamt kennara sínum frú Guðrúnu Nielsen. Flokkurinn mun taka þátt í fimleikamóti sem Norðmenn halda 4. hvert ár, og nefna Landsturnstevnet, koma þar fram þúsundir fimleikamanna og kvenna á öllum aldri. Enn- fremur fer þar fram fimleika- keppni. Öllum Norðurlöndunum var boðið að senda úrvalsflokka karla og kvenna, en héðan fer aðeins úrvalsflokkur kvenna Framhald á 10. siðu, Uppreisnarmenn íLíbanon fá enga aðstoð erlendis frá Álit eftirlitsliðs Sameinuðu Þjóðanna Foringjar eftirlitsliðs Sameinuðu þjóöanna í Líbanon hafa nú skýrt frá því að ekki hafi fundizt sannanir fyrir því að uppreisnarmenn fái aðstoð erlendis frá. Hammar- skjöld framkvæmdastjóri Sameinuöu Þjóöanna lýsti yfir hinu sama í fyrradag. Eftirlitsmennirnir segja að ljóst sfe að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra manna, er berjast gegn stjórninni, séu Líbanons- menn sjálfir. Eftirlitsmennirnir hafa á eftirlitsferðum sínum oft rekist á flokka uopreisnar- manna, stundum nokkur hundr- uð manna lið. Vopn þeirra voru ýmist frönsk, ensk eða. ítölsk. Það er ekki svo auðvelt að segja til um hvar vopn þessi eru fengin, þar sem vopnaeign hefur verið almenn í Líbanon um margra alda skeið og sömu- leiðis ferðafrelsi fram og til baka yfir landamærin til Sýr- lands. Líbanonstjórn hefur áður farið þess á leit við Samein- uðu Þjóðirnar að þær sendi vopnað lögreglulið til Libanons til að koma í veg fyrir smygl á vopnum og mönnum frá Sýr- landi til Líbanons. Fréttaritari brezka útvarpsins í Beirut segir að þessi skýrsla eftirlits- mannanna hafj gert þessa mála leitan Líbanonsstjómar cþarfa og ómerka. Bæðí brezka og franska stjórnin hafa tekið skýrslu eft- irlitsliðsins með mikilli ólund, pg segja að þrátt fyrir allt geti verið um íhlutun að ræða. Frakkar liaía í hótunum Allmiklir bardagar hófust á ný seinnipartinn í gær í mið- hluta Beirut milli stjórnarhers- ins og uppreisnarmanna. Barizt var um ýmsar stjórnarbygging- ar. Bardaginn hófst er uppreisn armenn hófu skothríð á stjórn- arhermenn er voru á eftirlits- ferð í miðborginni. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að Frakkar myndu skerast í leik- inn i Líbanon, ef talið yrði að frönskum borgurum þar eða. frönskum hagsmunum yrði stefnt í voða. snemma árs 1955. Fyrsta útgáfa bókarinnar seldist upp á mjög skömmum tíma. Nokkru síðar gaf Iðunn söguna út í svonefndri vasaútgáfu og mun hún enn til i þeirri útgáfu. Sjötíu og niu af stöðinni er önnur bók Ind- riða, en áður var komð út smá- sagnasafnið Sæluvika, og snemma á árinu 1957 kom út smásagnasafnið Þeir sem guðirn- ir elska. Iðunn hefur gefið út allar bækurnar. Gísli Halldórsson leikur nú í Spretthlaupaxanum eftir Agnar Þórðarson, sem Sumarleikhúsið sýnir í Iðnó. Hefur Gísli starf- rækt Sumarleikhús sitt úndan- farin sumur og leikhús hans átt vinæsldum að fagna. — Krist- björg Kjeld lék Önnu Frank i samnefndu leikriti í Þjóðleikhús- inu í vetur og nýtur þegar mik- illar viðurkenningar, þótt ung sé. — Guðmundur Pálsson hefur að undanförnu leikið bæði í Iðnó og Þjóðleikhúsinu. Hann fer nú með stórt hlutverk i Spretthlauparanum. Komið hefur til tals, að Sjötíu og níu af stöðinni yrðL kvik- mynduð. Enn hefur þó ekkert verið ákveðið í því efni. íslenzki aðilinn að kvikmyndun sögunnar er Edda film. Hefur verið lögð á það mikil áherzla af þeim, sem um þetta hafa fjallað, að leikarar yrðu íslenzkir. gar samgong- ur vlð Siglufjörð Siglufirði; frá fréttaritara. Eitthvert ólag virðist vera á áætlunarferðum frá Reykj.avík til Siglufjarðar nú eins og stundum áður. Síðan þær hóf- ust í sumar hefur það yfirleitt verið venja að áætlunarbílarnir frá Varmahlið komi ekki hingað fyrr en á 11. eða 12. tímanum á kvöldin. Oftsinnis eru þeir fullir af farþegum, sem lang- flestir búa á einkaheimilum á meðan þeir dveljast hér. Hér er að sjálfsögðu mikið annríki og Framhald á 4. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.