Þjóðviljinn - 08.07.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.07.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8? júlí 195S — ÞJÓÐVILJINN (9 % íþróttir wrsTJOm rtttuAHit uiusascoí Fvrsfci Fram 1:0 í fremur tilþrifalitlum leik Sennilega hafa flestir búizt við að leikur þessi yrði nokkuð góður og skemmtilegur á að faorfa. Bæði liðin hafa yfirleitt sýnt snotran leik í leikjum í vor, þótt ekki hafi alltaf tek- izt, sem bezt að skora mörkin. Ekki verður sagt að liðum þessum hafi tekjzt upp að þessu sinni, og varla meir en við og við að þau sýndu leik eem gaman var að horfa á eða leik sem var það jákvæður að árangur gæfi. Framarar byrjuðu fremur illa, voru taugaóstyrkir og rnjög óákveðnir fyrst í stað, og á þessu timabili skoruðu KR-ingar þetta eina mark sem þeim tókst að skora í leiknum, en það kom á 10. mínútu leiks- ins og var það Þórólfur eem nndirbjó það. Náði hann knett- 3num fyrir utan vítateiginn og sendi hann út til Reynis Þórðarsonar sem gefur hann fctrax inn aftur og til Sveins Jónssonar sem skorar með skalla þegar í stað án þe'ss að r/iarkmaður fengi nokkuð að gert. KR-ingar höfðu nærri skorað aftur 6 mínútum síðar þegar Gunnar Guðmannsson komst inn fyrir eftir mistök í vörn Fram, en hann skaut framhjá markinu. Upp úr þessu tóku Framnrar að jafna-sig nokkuð og leikur- ánn fór að verða jafnari, oer eíðari hluta fyrri hálfleiks lá meir á KR. Á 19. mínútu á Björgvin Árnason miðher.ii Fram gott tækifæri til að skora, er hann náði knéttinum nokkuð óvænt með sér og átti ekki nema mpJkmánn einan eftir sem kom 'ót til að loka. Þetta tækifæri unisnotaðist þó bví Björgvin epyrnti . af krafti lahgt yfir msrkið í stað bess að lvfta knettinum svolítið hnitmiðað yfir markmanninn. Litlu síðar áttu " Framarar gott áhlaup eem endar með því að Baldur Scheving . sendir knrttinn inná vítateig og ætlar Björgvin að ná honum' þar, en það var von- lanst, en átti að skjóta í það sinn. Á þessu tímabili leiksins eiga KR-ingar ekki nein hættu- leg áhlaup á mark Fram. Á 35. mínútu er Björgvin í nokk- uð góðu færi en skotið fór beint á markmann. Það sem eftir var jafnaðist leikurinn nokkuð aftur en ekkert sögu- Iegt-' skeði. í líði Fram hafði orðið mann- fall nokkurt þvi framvörðurinn Ragnar Jóhannsson og bak- vörðurinn Guðmundur Guð- mundsson urðu að yfirgefa völlinn vegna smámeiðsla. 1 þeirra etað komu þeir Hinrik Lárusson og Steinn Guð- mundsson. j I síðari hálfleik voru það KR- a Silva §| Vilh jálmur Etnarsson s esn & m Reyna tvisvar með sér hér heima, fara síðan saman til Norðuf landa. til keppni þar Landkvnnincrarferð ekki síður en kePDnisferð ingar, sem yfirtóku-leikinn aft- ur, og sköpuðu sér tækifæri sem þeir misnotuðu herfilega. Sérstaklega var Sveinn Jóns- son óheppinn með skot af svo- kölluðu dauðafæri, og það fleiri en eitt. Þórólfur Beck var líka í nokkur ekiþtt - a'serri því að skora. Ellert Schram átti líka skot rétt' framhjá ög það frá markteig. Þótt Fram næði, nökkrum á- hlaupum, þá tókst þeim ekki að skapa sér nein ppin tækifæri. Of Iítil knattspyfna Satt að segja var alltof lít- il knattspyrna ,í .;leik þessum. Sendingar ótrúíega ónákvæmar, og oft eins óg þáð væri tilvilj- un hvert knötturinn færi. Þeir héldu knettinum ffírleitt of lengi til þess áð :fá í gang leikandi knattspyrnu. Þeirvoru lika of staðir til þees að hægt væri að koma slíku af stað. Þessir ungu menn hafa ekki það mikla leikni enn, að þeir geti leikið knettinum strax og er raunar oft orsökin sú, að þeir sem .ekki, hafe. knöttinn skynja ekki framhaldið og voru ekki með. Það er líka stórgalli að Ieik- menn skuli temja sér meir hálfháar sendingar heldur en að láta knöttinn halda sem mest til niðri á vellinum, að minnsta kosti í stuttum sam- leik. Um þessa galla voru bæði liðin svipuð eiris og Ieikurinn var lengstaf, . þó segja megi, að KR hafí átt áð vi'nna eftir sóknarloturnar í síðari hálfleik. Með meiri hreifanleik og um-. hugsun um það hvað knatt- sþyrná í raun og veru er, ættu bæði þe=í?i lið ' að geta ¦ sýnt mun betri knattspyrnu-en þau sýndu á sunnudasjskVöldið var. Það var rétt við og við að fram komu tilþrif, sem gaman var að 'horfa á 0.S" gáfu fyrir- heit um eitthvað jákvætt. Þórólfur bar af í liði KR var það Þórólfur Beck sem bar . af, og var það fyrst og fremst fyrir leikni sína og eins hreifanleik, og hann sýndi einnig, að hann á hugkvæmni, sera gerir leikinn tilbreytingarríkari, ' en ella. •— Hann þarf miklu"; sjaldnar en aðrir að lenda í einvígi, af því að hann er ofta'st búinn að átta eig á hvað gerist næst, þegar knötturinn er á leiðinni til hans, eða þegar hann ein- leikur, og á því hægara með að finna menn. Hörður Felixson var sterk- asti maður varnarinnar. Bjarna Felixsyni hefur farið mikið fram í sumar og er orðínn all- sterkur bakvörður. Ölafur Gíslason var fram- Framhald é 11. síðu. Á frjálsíþróttamóti sem ÍR gekkst fyrir í vor tilkynnti for- maður félagsins Jakob Hafstein að von væri á því að hinn heimskunni þristökkvari f rá Brasilíu kæmi hingað til keppni í þrístökki, við Vilhjálm Ein- arsson. • Var frétt þessari tekið með miklum fögnuði, og nú á sunnudaginn rættist sá draum-. ur að hann kæmi hingað. Hafði það tekið hann 37 klukkustUnd- !r að fljúga hingað um New. Y/ork. Veður olli því að hann varð að bíða á Gander í einn. sólarhring. Hann er gestur ÍR og keppir á ÍR-mótinu sem fer fram 9. og 10. þm. og fer ein- vígi þeirra Vilhjálms og hans fram síðari daginn og þá ier líka fram hátíðleg móttaka hans hér. . I ráði er að önnur keppni fari fram milli þeirra félag- anna da Silva og Vilhjálms síðar í mánuðinum ef til vill 16.—17. júlí. Að þeirri keppni lokinni munu þeir félagar fa'ra til Norðurlanda og taka þátt í keppni þar a.m.k. í Svíþjóð ,og Finnlandi. Iljálp og landkynning Vilhjálmur Einarsson gat þess í samtali við Iþróttasíðuna að heimsókn þessi væri mikil hjálp við okkur til þess að fá harða og góða keppni fyrir þau mót sem fyrir dyrum standa í sumar. Hann sagði ennfremur að þessi heimsókn da Silva væri ekki eingöngu í- þróttalegs eðlis, hún væri ekki síður landkynning. Hann hefur áður en hann kom hingað kynnt sér og lært margt um ísland, og er undra fróður um íslenzk málefni. Hann lítur því á sig fyrst og fremst sem full- trúa þjóðar sinnar sem vill kynnast þessari litlu þjóð sem byggir þetta svolítið kalda land Hann segir að nú sé hann á íslandi og þá sé hann eiginlega ekki Brasilíumaður, hann verði að semja sig að siðum tslands og taka því sem að höndum ber. Og Vilhjálmur sagði að hann kviði því ekkert, því hvar sem hann færi um götur borgarinn- ar mætti honum hlýlegt kveðju- broe fólksins: Á útiskemmtun í Atla\-ík Það hefur verið ákveðið að eftir fyrra einvígi þeirra fé- laga, fer hann austyr á land og heimsækir æskustöðvar Vil- hjálms Einarssonar, og er svo málum skipað að hann kemur fram á hátíð mikilli sem Skóg- ræktarfélag Austurlands efnir til,;/ og ,|lytur þar erindi um skógrækt í Brasilíu og mun Vilhjálmur túíka, en hátíð þessi er ákveðin 13. júlí. Verður flogið með hann yfir landið og vonandi gefst kostur að sýna honum jökla og fjöll hálendisins. Auk þess verður farið með hann til Gullfoss og Geysis og aðra þá staði sem eru sérstæð- ir fyrir land okkar. Vilhjálmur eagði að hann hefði mikinn áhuga fyrir landi og þjóð. Væri þegar farinn að læra íslenzk lög, og leika þau á gítar, en hann er góður git- arleikári og hefur yndi af hljómlist. Hann er frjáls í allri framkomu og mjög þægilegur i allri umgengni. Hann upp- lýsti einnig að da Silva hefði stokkið 15,70 á móti í Suður- Ameríku, en hann hefði litla sem enga keppnisæfingu í ár. Því má bæta hér við að da Silva hefur ekki tapað neinu einvígi ennþá, enda hefur hann verið um langt skeið snjallasti þrístökkvari heimsins. Þessi keppni hans hér er því við- burður sem vekur heimsathygli, og verður fylgzt með einvígi þeirra Vilhjálms og hans alls- staðar þar sem sem frjálsar íþróttir hafa náð nokkrum þroska. Þetta er því meiri landkynning fyrir land okkar en við gerum okkur grein fyr- ir. Það er því sannarlega á- stæða til að bjóða þennan góða gest hjartanlega velkominn • til Islande, sem keppanda og sem langt að kominn ferðamann. Da Silva leggur gjörva" márgt annað en þrístökk * Da Silva er 30 ára gam- all og stundar nú lögfræðináni í Rio de Janeiro auk þess sem hann er íþróttakennari. Hann er einnig útlærður blaðamaður og hefur skrifað um íþróttir í blaðið Ultima Hora sem gef- ið er út í Rio de Janeiro. Hann hefur lagt stund á höggmyndalist og er að auki mikill tónlistarunnandi. •k Það var árið 1952 sem hann keppti á Olympíuleikjun- um í Helsinki og bætti þá heimsmetið þrisvar sinnum í þeirri keppni, stökk' lengst 16.22. Sem kunnugt er þá sigraði hann einnig á olympíu- leikjunum í Melbourne, stökk 16.35 og Vilhjálmur stökk þá 16.26. Heimsmetið setti hann í keppni í Mexikó 10. marz 1955 og segir hann sjálfur svo frá að hann hafi eiginlega sett metið vegna misskilnings, sem stafaði af því að hann átti í höggi við góðan þrístökkvara frá Venezuela og í síðustu til- raun stökk Venezuelamaður- inn 16.15 en da Silva heyrðist þulurinn segja 16.50 svo hann vildi ekki láta í minni pokann og stökk 16.56. ¦^ í ár hefur da Silva að- Framhald á 11. síðu. Vorið 1957 sigraði Vilhjálmur Einarsson Kreer frá Sovétríkjunum, er þeir kepptu í Varsjá, Vilhjálirur stökk þá 15.87' m. en Kreer 15.58. Síðar kom Kreer hingað og sigraði Vilhjálm- ur þá aítur. Myndin er af Vilhjálmi og Kreer á mötinu í Varsjá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.