Þjóðviljinn - 08.07.1958, Side 10

Þjóðviljinn - 08.07.1958, Side 10
ÍO) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagiir 8. júlí 1958 Þegar Frakkar unnu fllsír framh. af 7. síðu t>ú skildir mig eftir hjá Braz- er og hér hef ég brennt og eytt byggðina. Nú er ég hjá Sindgad, og hér er hið sama uppi á teningnum, þó í miklu stærri mæli sé. Þetta land drýpur af smjöri og hunangi." „Menn hafa komið til mín og viljað framselja sig og gefast upp. en ég sendi þá alla aftur. Annaðhvort skulu allir gefast upp, eða engin grið verða gef- in (1843).“ „Hversu fagrir eru þeir á- vextir sem ég er að skemmta mér við að spilla. I dág brenndi ég þorpin Ben-Salem og Ben-kassem eða Kassi.“ (1844). Og hversu kurteisir voru ekki þessir sæmdarmenn hver við annan. D'Hérisson tilfærir í bók sinni Mannaveiðar („Chas- sé á l’Homme“) samtal sem fram fór mílli hershöfðingja: „Hershöfðingi, nú hefur einn kynþátturinn enn fengið nóg af þessu, og biðst vægðar.“ „Nei,“ svaraði hershöfðing- inn, „það er hugprúður liðsfor- ingi í vinstra fylkingararmi vorum, sem ekki hefur fengið nóg. Látum hann fást við þetta fólk og útrýma því að vild sinni, síðan getum við farið að byrja að sýna svolitla misk- unn.“ Eða þetta: „Bezt heppnuðu ránsferðina fórum vér til stað- ar í grennd við Oeled Naiel. Við tókum 2500 sauðkindur og 600 úlfalda, og höfum vér skráð þetta sem herfang. Sér- hver af skráðum hermönnum fær í sinn hlut 25 til 39 franka." „Eg sneið af honum höfuðið og vinstri höndina. Eg fór inn í herbúðirnar með höfuðið á byssustingnum og höndina festa á staf. Vér færðum þetta d’Hilliers hershöfðingja, og hann var himinlifandi, eins og þú getur skilið. Pein, maður sem ritað hefur bók sem heitir Samtöl um Al- sír („Leltres Familiéres sur 1’ Algerie“), segir svo í bókinni: „Kynþátturinn Oeied Saad skildi konur og börn eftir í skógunum. Eg hefði getað stofnað til manndrápa á þessu fóiki, en vér vorum ekki nógu margir til þess að úr því gæti orðið veruleg skemmtun.“ Manndráp „Manndrápin voru skelfileg. gefast upp, og hún er' sú að í húsunum, í tjöldurtum; á strætunurri, og í görðunum mátti hvarvetna sjá lík við lík. Vér töldum þau þegar tími vannst til og sáum áð vér mundum hafa drepið 2300 kon- ur og börn. Líklega hafa öllu færri verið særðir. Hermennirnir voru viti sínu fjær af bræði vegna þess að á þá hafði verið skotið úr þakgluggum, húsasundum og af svölum húsanna. Þeir þustu fram og drápu hvern mann sem þeir náðu. f myrkrinu mátti varla greina mann frá konu, og voru allir drepnir, konur og börn jafnt sem karl- menn. Fyrir eyru af Alsírbúa voru goldnir tuttugu frankar. Konur voru eftirsóttar til að setja þær sem ambáttir í grjótnám- ur, aðrar voru hafðar að gísl- um, á sumum var skipt fyrir hestri, efúhðrar seldar á upp- boði. Árið 1839 náði Ad-el-Kader borginni Mitidja, rak burt íbú- ana og kom öllu á ringulreið í héraðinu. Þá lét Bugeaud hershöfðingi auka her sinn upp í 108000 hermenn, og, ygr það þá þriðjungur af samanlögðum herafla Frakklands, og síðan hófst hann handa um útrým- ingarstyrjöld. Bugeaud lét kalla fyrjr sig herforingja sina og sagði við þá: „Þessi styrjöld, sem nú er að byrja, verður enginn bama- leikur. Það er aðeins ein leið til að fá þessa Araba til að svipta þá öllum bjargráðum. Farið og eyðileggir kornforða- búr þeirra.“ (Haft eftir Mont- agnac). Sem sagt svo gert. Hvar- vetna þar sem til náðist var uppskeran brennd, forðabúrin eyðilögð, konum nauðgað. „Vér komum að fólki af kyn- þætti Hasjem. Þar tókum vér 1500 naut, 2000 fjár, 80 hesta og múldýr, ógrynni lausafjár og 300 fanga, 200 konur og börn og 100 karlmenn. Með þessu tókst oss að valda upp- námi, örvæntingu og ringulreið meðal fólksins.“ (11. febrúar 1843.) Baraguay d’Hilliers útrýmdi öllum kynþáttum í héruðunum Blida, Medea og Miljana. Hið sama gerðist allsstaðar annars. Þegar það vitnaðist að Pél- issier ofursti hafði myrt hvern mann af kynþættinum Ouled- Riah í hellunum við Nekmaria, fór mótmælaalda um alla Ev- rópu þvert og endilangt. Pél- issier hafði í þessu farið -að dæmi Cavaignae, en Bugeaud hafði fyrirskipað morðin: „Orlé- ansville, 11. júní 1845. Upp- reisnarmennirnir hafa smogið inn í holur sínar, þessvegna skuluð þið fara að eins og Cav- aignac gerði við Smelhasa: svælið þá út eins og melrakka ■úr greni.“ Lýsingu á þessu atferli er að finna í Bréfum frá hermanni („Lettres d’un soldat“): „Hver myndi geta lýst slíkum ósköp- um? Um miðja nótt sé ég við tunglskinið að frönsk hersveit kveikir logandi vítisbál. Eg heyri hálfkæfð óp manna, kvenna, barna og dýra, ég heyri þegar brennheitir berg- veggirnir hrynja, og í sífellu heyrast skothvellir úr rifflum, þegar hljóðnar. Á þessari nótt fór fram hræðileg barátta milli manna og dýra. Um morguninn fórum við að ryðja hellismunn- ana, og sjónin sem blasti við árásarmönnunum, var Ijótaid en frá megi segja. Eg hef komið í þrjá hella, og þetta sem hér greinir sá ég þar: Nálægt munnanum lágu nautgripir, asnar og sauð- kindur. Skepnurnar höfðu leit- að þangað vegna þess að þeim hélt við köfnun innan í hellun- um. Innan um þessa dauðu hjörð lágu lík manna, kvenna og barna, sum þeirra tröðkuð í hel. 'Eg sá dauðan mann sem kraup á gólfinu og hélt báðum höndum um horn á uxa. Fyrir framan hann sat kona með barn í keltunni, og það var augljóst að þau öll og uxinn líka, höfðu kafnað einmitt í því bili er maðurinn var að reyna að verja fjölskyldu sína fyrir hinu óða nauti. Ógnir Þessir hellar eru afar stór- ir.. Líkin voru talin og reynd- ust vera 760. Aðeins 60 sluppu, og af þeim voru 40 nær dauða en lífi og eru þeir allir dauðir, en tíu liggja dauðsjúkir á spít- ala. Hinir tíu, sem uppi stóðu, fengu að sleppa og hverfa til ættmanna sinna. Þeir gerðu ekki <annað en gráta hörmu- legan mjssi sinn. Þessi útiýnrjngrtnii y rjöld átti sér formælendur, hún var varin bæði í ræðu og riti. „Tilgangurinn, segir dr. Bodichon, er sá að ryðja siðnienningunni braut inn í Alsír. Vér verðum að nema þar Iand til frambúðar, og þess vegna verður að siða þetta villimannaland að evr- ópskum hætti. Það mundi verða mannkyninu til bless- unar. Og úr þvi að skemmsta leiðin er hin bezta, hljótum vér að velja skeinmstu leiðina. Það er auðséð að ógnarstjórn er hin skemmsta leið að þessu marki.“ Þessum aðferðum var aftur beitt árið 1847 þá er Abd-el- Kadergerði eina tilraunina enn til að. brjóta landið Undan ok- inu, Þá svældu hershöfðingj- arnir Cavaignac, Pélissier og Saint Arnaud úl fólk í nokkr- um þorpum, og tókst þannig að brjóta mótstöðuna á bak aftur. Síðan hófst fjórða frið- unartímabilið. Árið 1849 jafnaði Pélissier tvö þorp norður af Oran við jörðu, í nafni friðarins, en í- búarnir voru látnir horfa á. Þorpið í Zaatsja var gereyði- lagt og hvert mannsbam drep- ið. Canrobert hershöfðingi eyðilagði Nahra „til þess að ógna hinum innfæddu." Árið 1851 jafnaði Camou 29 þorp við jörðu á einum degi og hrósaði sér af því að í þeirri herferð hefðu 300 þorp verið „látin hverfa‘!. Á þvílíku gekk í önnur 20 ár, og ýmist var risið upp eða uppreisnir bæld- ar niður miskunnarlaust. Árið 1871 var allur mótþrói loksins gersamiega brotinn niður, jafn- vel í Kabylia. Meðan á þessu stóð, hvatti franska stjórnin þegna sína til að nema land í Alsir, og fluttu þeir þangað í stríðum straum- um. Ekki gat það kallast mannval, sem þangað flutti: g’.æpamenn, flakkarar, betlarar og munaðarleysingjar voru fluttir yfir Miðjarðarhafið hundruðum saman á hverjum degi. Þeim voru fengnir smærri og stærri skikar af landi til yrk- ingar, og var Því öllu stolið frá landsmönnum, sem urðu að leita lengra út á eyðimörkina. Eignarnám Bugeaud hershöfðingi leyfði hermörtnum sínum að gerast bændur, því hann hélt að hern- aðarsigur væri mikilvægari en nýlendugróði.; Árið 1839 voru þegar komnir 25000 landnemar, af þeim voru 11000 franskir. Árið 1840 var gefin út til- skipun, sem leyfði eignarnám „Þetta er allt orðið heldur grunsamlegt“, tautaði Þórður, „en hór hefur verið um einhvers konar sam- særi að ræða. En hvers vegna og hver stjórnar þessu öllu?" Hann sneri sér að eyjarskeggjanum. „Bjóstu við því að hitta okkur hér um borð?“ spurði hann. Hinn hristi höfuðið. „Nei, herra. Eg aðeins fá skip- un taka skipið og fara með það til eyjarinnar“. Hann benti í áttina til eyjarinnar. „Frá hverjum fékkstu þessa skipun?“ spurði IBrighton. „Mínum herra — herra Field! Hann og sex fleiri á eyjunni". ,,Frá Field! Fyrsta stýrimanni rnínum!" hrópaði Brighton upp yfir sig . hjá hverjum þeim landsmanni, sem hafði sýnt Frökkum mót* þróa. Árið 1846 voru allir Alsirbú- ar fluttir nauðungarflutningi úr stóru héraði í grennd við Oran og síðan byggð þar S þorp handa frönsku fólki. Árið- 1847 voru 109 400 Evrópumenn í Alsir, þar af 47 000 franskir. Árið 1848 voru 13500 atvinnu- leysingjar fluttir frá París til Alsír. Eignarnám án nokkurra upp- bóta og úthlutun jarða gefins eða því sem næst, hélt áfram að eiga sér stað. Árið-. 1860 voru landnámsmennirnir orðn- ir 200 000, af þeim voru 120 þúsund franskir. í reyndinni gerðist þetta. þannig: fjöldi Araba neyddist til að vinna á plantekrum, eft- ir að eigur þeirra höfðu verið gerðar upptækar, og það bar oft til, að menn ynnu á því landi, sem þeir höfðu sjálfir átt. Úr þessu fólki varð- svo öreigalýður. Flakkarar, betlarar og aðrir slíkir sem fluttir höfðu verið til Alsír, og fengjð land, bjuggu svo að jörðunum og plantekrunum, að þær níddust niður á skömmum tíma, og urðu gagnslausar. Þá komu braskarar og sölsuðu undir sig landið, og ekki leið á löngu fyrr en fáein auðfélög voru búin að ná eignarhaldi á stór- um landsvæðum. Árið 1865 áttu 30 stórjarðeig- endur 160.000 hektara. Auðfé- lögin I’Habra og Macta áttu 25000 ha af korkeikaskógi, Soc- iété Générale Algérienne seldi á leigu 100 000 ha af skógléndi í grennd við Constantine fyrir einn franka hektarann. Af þessu leiddi það að Alsír- búar komust í þvilík vandræði, að hálf milljón manna dó úr hungri árið 1867. Þá fyrst komu fram einhver mótmæli gegn þessari ómannúðlegu stjórn. Árið 1871 var landið innlimað í Frakkland. Víkingahöfn Við rannsóknir á hafsbotni í Katevágen nærri Álasundi hafa fjórir norskir húðkafarar fund- ið merkar fornminjar. Þeir rák- ust á hafnargarða 18 metra langa og tveggja metra breiða. Talið er að hér séu fundnar leifar af hafnarmannvirkjum frá víkingaöld. Foraminjafræð- ingar búa sig nú undir að rannsaka fundinn nánar. Hótaði að hefna Ungur maður í Kingston í Englandi hefur verið dæmd- ur í 100 sterlingspunda sekt fyrir að reyna að beita unn- ustu sína fyrrverandi nauðung. Þegar stúlkan sleit trúlofun- inni hótaði maðurinn að birta nektarmyndir, sem hann hafði tekið af henni í tilhugalífinu, ef hún sæi sig ekki um hönd. Fyrsta síldin Framhald af 1. síðu. Veðrið á miðunum kl. 6,30 í gærkvöld var 2—3 vindstig af autri, þoka og lágskýjað. Nýkomið var skeyll frá Ægi um að sézt hefði mikil og falleg rauðáta á norð-austurhorni Sléttugrunns og fór leitarilug- vélln til að athuga þetta svæði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.